Þjóðviljinn - 30.08.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.08.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 30. ágúst 1953 q6 eimilisjiáttur 1,2, 3, 4, 5, - og jbó er brúð- an Hlbúin Auðvelt og fljótlegt er að í>úa til brúðu úr ullargarni. Telpum þykir jafn vænt um svona garnbrúðu og stóru, dýru brúðurnar en þeim stærri gæti þótt gaman að hafa hana fyrir karl og hengja hana t.d. fyrir ofan rúmin sín. 1. Gaminu er sk:pt í tvo 3. Bundið fyrir hárið, og jafna hluta. síðan fléttaðir handieggir. 4. Þá er bundið fyrir búk- inn og fléttaðir fætur. Vanfærar konur bursti tennurnar reglulega Vanfærar konur eiga alitaf að hafa fyrir reglu að bursta tennumar og tannholdið eftir Ihverja máltíð og mikilvægt er, að tannburstinn sé ekki of harð ur, því þá særir hann tann- holdið. Reglan er nefnilega sú, að alltaf á að bursta bæði tannhold og tennur. Sunnudaginn 30. ágúst 5. Og nú er aðeins eftir að mála andlitið. 2. Bundið er fyrir þar, sem hálsinn á að vera. Rafmagnstakmörkun Mánudaginn 31. ágúst 3tlVOrfÍ Hlíðarnar og Norður- i llVvfII mýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigamir, ibúðarhverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og *væðið þar norðaustur af. 4hvorfi Austurbærinn °s mið- ■ nVvlll bærinn milli 'Snorra- brautar og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Villigœsir eftir MARTHA OSTENSO „Varstu ekki að segja að Þorvaldur hefði ekki tíma til að drekka kaffi?“ Caleb starði á hana. „Þorvald langar í kaffi. Hann hefur skipt um skoðun,“ sagði hann að lokum og gekk áleiðis heim með þuiagbúnum, íbyggnum íslenditignum. Það hafði ekkert ver- ið minnzt á kaffi við Þorvald. Hann glotti í við- urkenningarskyni til Calebs. Þarna var stjóm sem bæðj var ísmeygileg og örugg! Meinið var að kvenfólkið heima hjá Þorvaldi var ekki nægilega greint til þess að skilja slíka stjórn og meta hana að verðleikum. Við það varð að beita greinilegri aðferð...... „Hvernig líður konunni þinni?“ spurði Amelía Þorvala þegar hún var búin að færa hopum kaffi. „Hún ber sig bara vel“, sagði hann, og helti í sig því sem eftir var í bollanum. „Hún er að komast á steypirinn, held ég, ha! ha! Einn af öðrum — en sú kona!“ Amelía sneri sér frá manninum. Hann var með hroðalegt, lafandi yfirskegg sem hékk niður í bollann sem hann hélt upp að munnin- um. Caleb var að stoppa í pípuna sína. Hann sá Amelíu snúa sér undan. Hann sá að hún beit á jaxlinn. Caleb brosti lævíslega. „Fáðu þér sæti, góða mín,“ sagði hann, og setti fram stól handa henni beint andspænis Þorvaldi. „Rúningin getur beðið. Rabbaðu við Þorvald. Ha! ha! Konunni minni leiðist að sjá engan nema mig, Þorvaldur. Konur þurfa á tilbreytingu að halda, ha?“ Þeir hlógu báðir hjartanlega, Cal- eb hallaði höfðinu aftur á bak og gaut augun- um til Amelíu eins og af tilviljun, en hún hafðj orðalaust setzt á stólinn sem hann bauð henni. Amelía leit til gluggans. Augun voru ekki feimnisleg, uppgjafarleg, eins og fyrir viku. Þau voru stygg, árvökul. Caleb var órótt. Þorvaldur helgdi í sig stórar lúkur af brauði og smjöri og köldu kjöti sem Amelía hafði borið fyrir hann og renndi því niður með á- fjáðu kjammsi. Amelía sat fyrir framan hann og sagoi ekki orð. Já, Caleb var órótt. Hann staðfesti enn einu sinni með sjálfum sér að Amelía mætti ekki sjá Mark Jordan. Eftir að Þorvaldur Þorvaldsson var farinn nálgaðist Caleb konu sína. Röddin var mjúk, ísmeygileg. „Kennslukonan var aftur að tala við þennan son þinn. Ef hún spyr hvort hann megi koma hingao, þá manstu að það er ekki heppilegt. í fyrsta lagi, Amelía, myndi hann aðeins minna þig á það sem þú vilt helzt gleyma. í öðru lagi kæri ég mig ekki um að þessháttar menn umgangist börnin mín.“ Hann kveikti aftur í pípunni sinni með hægð, eins og hann hefði að- eins sagt hversdagslegustu hluti, og læddist út; það var rétt svo að hann lyfti fótunum frá jörðu, höfðinu þrýsti liann fram fyrir axlirnar, grelparnar voru spenntar fyrir aftan bak. Það var ánægjulegt að sjá að Amelía fölnaði upp. Hvemig svo sem hún hugsaði, var hann að vera viss um að geta alltaf breytt hugsunum hennar. Það var eftirlit. 7 Þegar rúningunni var lokið og ullinni hafði verið troðið í mjölsekki sem biðu þess að þeir væru fluttir til Siding í Nykérk hófust að nýju hin hversdagslegri störf. Meðan Elín vann í matjurtagarðinum við að reyta arfa og losa mold, þar til þreklítið hak- ið var orðið máttlaust af striti, fór Júdit nokkrar ferðir til Yellow Post í veiðivagnin- um til að sækja vaming. „Já!“ hrópaði hún framan í Elínn þegar hún ásakaði hana að loktnn um sérhlífni. „Hvers vegna hangirðu þá við þetta? Eg kenni ekki í brjósti um þig. Eg kenni eklti I brjósti um neitt okkar! Við erum öll nægilega gömul til að fara burt. Hvers vegna hangirðu hérna, ef þér líkar ekki vistin? Mér líkar hún ékki og ég fer — bráðum. Eg ætla ekki að eyða enn einum vetri í skít upp að hnjám —• það er engin hætta á því! Eg er búin að sjá um nógu marga kálfa fyrir hann! Hvað fæ ég í aðra hönd. Hvað færð þú ? Það var allt annað þegar við vorum lítil og hún gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Eg segi þér alveg satt — ég er að fara!“ Röddin hækkaði í stjórn- laust kvein, þéttvaxin brjóstin titruðu. Elín lagfærði gleraugun á nefinu á sér, en það gerði hún alltaf þegar hún komst í ein- hverja geðshræringu. „Júdit,“ sagði hún alvarlega. „Það er ekkí bara það. Það er eitthvað annað. Hann hef- ur einhverjar hótanir sem hann beitir alltaf við hana — þú hefur heyrt það — ég hef heyrt það. Eg veit ekki hvað það er, en hún er hrædd — hrædd við eitthvað sem hann get- ur gert. Við megum ekki láta hann gera það. Þú veizt við megum það ekki. Það myndi ganga af henni dauðri. Eg hef sleppt langtum meiri tækifærum en þú til að vera kyr —“ „'Svei ....“ Júdit hreytti út úr sér orði sem kom Elínu til að hrökkva í kút. „Júdit, þú ert ægileg!“ „Eg er verri en þú heldurí Langtum verri!“ sagði Júdit og ók burt í vagninum. Linda beið eftir henni við skólann. , Það er vonzkusvipur á þér Júdit, hvað er nú að?“ spurði Linda þegar þær voru komnar af stað. „Ekkert annað en það að ég er orðin dauðleið á þessu voli í henni Elínu. Hún hefur unun af því að láta kvelja sig. Og hefur unun af því að sjá aðra kveljast. En vegna þess að hún er helmingi ónýtari en ég fær hún ekki nema helminginn af kvölinni." ,/Eg held alls ekki að hún hafi unun af því, Júdit. Eg hugsa að hún hafi fórnað miklu til að vera hér kyrr, og hún veit það. Er nokkur sem henni hefur þótt verulega vænt um — sem hefði viljað giftast henni?“ „Eg held að Geitaglámur gamli hafi verið hrifinn af henni. En hann er búinn að vera ár í burtu, og hún minnist aldrei á hann. Og i þokkahót er hann kynblendingur.“ „En ef Elín hefði verið hrifin af honum hefði það ekki skipt máli, hieldurðu það?“ „Nei, það liugsa ég ekki. Og hann var of góður fyrir hana þrátt fyrir allt.“ Augu Júdit- ar voru full af miskunnarlausri fyrirlitningu. Hún barði taumunum í hestinn og brátt gcrði skröltið í vagninum allar samræður torveldar. Þau námu ekki staðar hjá Sandbobænum, því Júdit vissi að Caleb myndi njósna um þær frá hólnum sem Garebærinn stóð á og fylgjast með því að vagninn kæmi í ljós handan við beygjuna á réttum tíma; Yellow Post var í litlum dal sem var í lag- inu eins og lófi manns en mjór lækur sveigðist um hann eins og líflína. Júdit ók rösklega upp að verzlun Jóhannessons, sænska kaupmanns- ins, og Linda fór inn í búðina til að kaupa ocmr OC CAMW4 — Mamina, þykir Jþér vrent um mig? — Já, auðvitað. — Nú, af hverju skilurðu þá ekki við pabba og; giítist manniuum j sælgœtlssölunni. 1 — Afi, hafðirðu einu sinni hár, sem var hvítf l elns og snjór? l — Já, drengur minn. [ — Hver mokuði það þá? I I Mamma: — Af hverju ertu að gretta þig framao ) í hundinn? ^ Barnlð: — ÍHann byrjaði. i ■ J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.