Þjóðviljinn - 30.08.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.08.1953, Blaðsíða 8
£) —- ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 30. ágúst 1953 JOSEPH STAROBIN: Viet-Nam sækir fram til is og frelsis & ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRlMANN HELGASON (þriðjungur af hektara) þó að ég fengi ekki nema þrjá rækt- anlega Qg yrði sjálfur að brjóta laad hins fjórða, en þú tókst afraksturinn." Margir bændur risu upp og báru fram svipaðar kærur, og einn þeirra fór með ljóð sem var mikið sungið af sveitaalþýðunni. Efni þess var eitthvað á þessa leið: „Uppskeru er lokið, svitinn hefur enn ekki náð að þorna á enni okkar, samt eru búnar allar birgðir okkar af rísi og við höfum ekki getað satt hungrið." Kona ein stóð upp til að tala. „Manstu þegar ég fékk að láni ■þ.já þér ris og þu reiknaðir fjórar körfur í vætt, en fimm körfur í vætt heimtaðirðu þegar ég borgaði þér. Manstu það enn? Eg hef aldrei gleymt því.“ Itíka konan, maður hennar og ráðsmaðurinn tvístigu óró undir ásökunum fólksins, eirþá reis á fætur öldungur og sagði: „Eg ætla að segja allt sem ég veit um glæpi ykkar.“ AHir teygðu sig ósjálfrátt fram til að heyra betur. Hér og þar var tendraður nýr bambuskyndill og neistarnir slokknuðu í röku næturloftinu. „Voru það ekki þið, sem neydduð T......bróður til að vinna hjá ykkur kauplaust sem þjónn í heilan mánuð? Og neydduð þið okkur ekki til bjargar ykkar kaffi og rísi undan rigningunni, þó okkar uppskera skemmdist ? Og fyrir jólin í fyrra urðum við fjórir að skiptast um að standa vörð við hús ykkar hverja ein- ustu nótt í isköldum desembermánuði, kauplaust, og standa i sífelldum vatnsburði fyrir ykkur.“ „Ea með þessu er minnst upp talið“, hélt bóndinn áfram og, brýndi raustina. „Hvernig var það með piltinn sem vogaði sér að brynna bufflinum sínum við lækinn ykkar? Þið létuð drepa hann og henda líki hans í ána. Við vitum það, er ekki svo?“ hrópaði hann og sneri sér að fundarmönnum. „Eða þá pyndingarkiefarnir ykkar. Þegar N. bróðir gat ekki borgað jarðarleiguna, tók Ham, verkfæri ykkar, hann hcadum og pumpaði vatni ofan í hann og traðkaði svo á hon- um að vatnið spýttist út úr nösum og munni. Hve margir hafa dáið við pyntingar Hams? Fleiri raddir heyrðust á fundinum: ,,Þau ættu ekki að vera svona hnakkakert", var hrópað. Bóndinn X bað um orðið, stóð upp gekk fram úr hópnum og benti á hjónin og hjálparmann þeirra. „Dag nokkurn fór móðir mín út í skóg til að tina sér lauf- blöð til sútunar. Þá komst þú og þú —“, vísifingur hans nálgaðist andlit þeirra — „handtókuð hana og börðuð, svo blóð rann úr vitum hennar. Og þið rótuðuð í vösum hennar og rænduð hennar siðasta peningi. Hvers vegna? Landsleikirnir sönnuðu: knattspyrnumenn okkar vantar úthald, og skipulagskunnáttu, en leikni og samleikur fer batnandi Landleikir Lslands við Dan- mörku og Noreg heyra þegar til liðnurn tíma. Við sem heima sátum verðum að íáta okkur nægja að mynda okkur skoð- anir af því sem Sigurður Sig- urðsson íþróttaþulur útvarpsins sagði er hann lýsti leiknum og svo blaðaskrifum sem borizx hafa. Þær upplýsingar sem við fáum eftir þessum leiðum munu að flestu leyti í samræmi við grun þann sem r.eyndir menn höfðu um frammistöðuna í leikjum þessum. Umsögn, sér- staklega dcnsku blaðanna er þó jákvæðari að einu leyti en bú izt var við, að en það er að ís- lenzka liðið bjó yfir meiri leikni en þau bjuggust við og auga fyrir samleik meðan þolið ent- ist til að framkvæma þessi at- riði. Beri maður saman umsögn blaðanna frá leik Islands í Ár- ósum, er um stórframför að ræða að þeirra áliti. Er það út- af fyrir mikils virði að vita og fá staðfestingu á því að við erum á réttri leið. í góðri þjálfun eftir sumar- fríið. Hvernig hefði farið ef leikið hefði verio gegn harð- þjálfuðu liði í lok keppnis- tímabils. Þetta sannar okkur að íslenzka liðið var ekki í þeirri þjálfun sem gera verður kröfu til þegar um landsleiki er að ræða. Það vekur því mikla furðu að landsþjálfarinn skuli í blaðaviðtalj fullyrða að liðið hafi verið í góðri þjálf- un en kappliðsnefnd þurfi að skipta um vissar aðferðir! Skipulagsleysi. Annað atriði var það sem kunnugir óttuðust að gæti orð- ið liðinu öriagaríkt en það var kunnáttuleysi þess í skipulagi bæði í sókn og vörn, Það lætur að líkum að upp- gjöfin í síðari hálfleik hafi sumpart orsakazt að skipulags- leysi. í leikaum í Bergen mun fyrri hálfleikur hafa e'akennzt mjög af þessari veilu því Thr. E. J. segir um þetta ariði í dómi sinum um leikinn í Sportsmanden: „íslenzka liðið sem fyrir leikhlé virkaði kraft- laust og sem sýndi varnarleik án minnstu frumundirstöðuat- riði í varnarskipulagi“. Þarna kemur annað stór- Framhald á 11. siðu. Fulltrúi Í.B.H. í bygg- inarneínd Stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur hefur tilnefnt Gunnar Friðrikssca sem full- trúa þess í byggingarnefnd Sundlaugar í Vesturbænum. Var tilkynning um þetta lögð fram á fundi bæjarráðs 28. þessa mánaðar. llthald'ð bilaði sem vitað var. Það sem dönsku blöðunum ber saman um, er það að ís- lendingarnir hafi ekki haft út- hald nema aðeins í 20-30 mín- útur og sum þeirra benda á að liðið verði að hafa úthald í 2X45 mín. til að geta veitt dönsku vel æfðu liði sómasam- lega keppni. Hitanum var að vísu mjög um kennt hvernig fór og sennilega hafa leikmenn sjálfir a.m.k. í orði 'kveðnu tekið undir þessar af- sakanir. Sjálfsagt hefur hitinn haft sín áhrif. Höfuðástæðan þó sú, að flesta íslenzka Frönsku heimsveldissinnarnir vonas til að geta bugað baráttu- þrek vietnömsku þjóðarinnar með morðum, pyndingum 'i og hry ðjuverkum. knattspyrnumenn vantar undir- stöðuþjálfun, og meðan sú hlið er vanrækt hafa þeir ekki út- hald nema í 20-30 mín. Þetta kaan að þykja harður dómur þegar tekið er tillit til þess að dýr þjálfari var fenginn til að annast undirbúning liðsins und- ir leiki þessa. Vera má að þjálfaranum hafi ekki verið kunnugt um a.ð íslenzkir knatt- spyrnumenn hafa undanfarin ár vanrækt undirstöðuþjálfun- ina. Sú þjálfun á að fara fram í félögunum, henni er ekki hægt að ná með nokkrum æfingum, jafnvel þó um frægasta og bezta þjálfara heimsins væri að ræða. Það einkennilega var líka, að hann virtist ekki leggja þá áherzlu á undirbyggingu út- haldsing sem margir óbreyttir leikmenn höíðu gert ráð fyrir. vegna kunnugleika síns á þess- ari veilu í þjálfun knattspyrnu- mannaana hér yfirleitt. Bæði á lýsingu leiksins og blöðum má sjá að íslenzka liðið slapp vel að fa ekki um það bil helm- ingi fleiri mörk og móti því hefðu getað komið 2 af Is- lands hálfu. Á það má benda að danska liðið var ekki talið Vegna fjölda áskcrana verður hin vinsæla Kvöldskemmtun endurtekin á mánudagskvöld kl. 11.15 í Austurbæjarbíói Skemmtratriði: CHIRDN BBUSE syngur og dansar. Gaðmundur Jónsson, óperusöngvari: Einsöngur. Undirleikari F. Weisshappel, píanó- leikari. Brynjólfur Jóhannesson, leikari: Gamanvísur og upp- lestur. Emilía og Áróra, leikkonur: ' Gamanþáttur. Haukur Morthens, dægurlagasöngvari, syngur. Carl Billich og hljóm- sveit leika Karl Guðmundsson, leikari kynnir. Þar sck leikkosan Ch&rcn inse íer héðan á þriciud&^ verður skemmtuiun ekki endurtekin Allra síðasta smn Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói frá kl. 4 S.K.T.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.