Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 11. október 1953 SKÁK Ritstjóri:, Guðmundur Arnlaugsson Snjail3 snjallari... Þegar fyrra helmingi skák- mótsins í Sviss la.uk var pólsk- argentíski taflmeistariim Naj- dorf í fjórða sæti, með Smys- ■ 'loff, Bronstein og Reshevsky fyrir ofan sig, en aðra ekki. Þetta má teljast góður ár- angur, enda er Najdorf vel 'þjálfaður, nýkominn úr síðara einvíginu við Reshevsky. Hann Ibeið þar ósigur, þótt mjórra væri á munura en í fyrra sinn- ið (R. 6, N5, en 7 jafntefli). Skáksftyrkleik verður víst að mæla við árangur manna, og sarokvæmt því er Reshevsky sterkari skákmaður en Naj- dorf, þótt munurinn sé ekki mikill, og vandi sé að segja um, hvor þeirra er snjallari, ef miðað er við þ;að sem þeir hafa bezt gert. Najdorf er nefnilega hugkvæmur, djarfur ==^KS= Sovétskákmeistarmn | Alatortsev teflir annað kvöld ki. 8 fjölskák í Mjóikurstöðinni, Lauga veg 162. og glæsilegur taflmaður þegar honum tekst upp, en hann er dálítið ójafn, taflmennska hans á morgun veltur nokkuð á því hvemig honum gengur í dag. Aftur á móti virðist mótlæti og meðlæti engin áhrif hafa á Reshevsky, jafnaðargeð hans og öryggi gera úr honum ein- hver.n hættulegasta andstæð- ing í einvígi sem hægt er að hugsa sér. Þessvegna væri það einhver skemmtilegustu úi'sl.t þessa skákmóts, sem nú stendur sem hæst, aö t.d. Smys loff og Reshevsky yrðu jafnir efstir og þyrftu að reyna með eér. Að vísu hefur Smysloff •unnið Reshevsky þrívegis, en Reshevsky enga skák unnið af Smysloff til þessa, en einvígi miili þeirra mjmdi engu að síð- ur verða tvísýnt og spennandi. En það verða sýnilega fleiri sem vilja hafa hönd í bagga um úrslit á mótinu, komimi góður skriður a Bronstein og Kotoff búinn að taka hressi- legan sprett, en bilið milli fremstu manna hins vegar svo lítið að ekkert má út af bera. Hér kemur svo einhver fall- egasta skákin úr fyrri hluta mótsins, tefld í fjórðu umferð. Þar teflir Najdorf eins og hann er beztur, stíll hans minnir stundum á Aljeehin. K(Sngsiixdver.sk vöm. Tajmanoff Najdorf 1. d2—d4 Rg8—f6. 2. c2—c4 g7—g6 3. Rbl—c3 Bf8—g7 4. e2—e4 d7—d6 5. Rgl—f3 0—0 6. Bfl—e2 e7—e5 7. 0—0 Rb8—c6 8. d4—d5 Rc6—e7 Með þessu er skákin komin i.nn í afbrigði, sem kennt er við Spasskí, yngsta taflmeist- ara Sovétríkjanna, það hefur reynzt hagstætt svarti og reyn- ist svo enn. Sóknarfæri svarts kóngsmegin eru öflugri en færi hvíts hinum megin. Áþekk staða kom fram á skákþingi íslendinga síðastliðið vor í skák milli Priðriks Ólafsson- ar og Sveins Kristinssonar, þótt byrjunai-leikir féllu þar á nokkuð annan hátt. 9. Rf3—el Rf6—d7 10. Bcl—e3 f7—f5 11. f2—f3 f5—f4 12. Be3—f2 g6—g5 13. Rel—d3 Rd7—f6 Hér lék Spasskí fyrst Hf8— f6—g6 og er hvorttveggja framhaldið gott. 14. c4—c5 Re7—g6 15. Hal—cl Hf8—f7 16. Hcl—c2 Bg7—f8 17. c5xd6 c7xd6 18. Ddl—d2 g5—g4 19. Hfl—cl g4—g3! Þessi peðsfóm er einhver snjallasti leikurinn í allri skák- inni, peðið ryður sókn svarts brautina eftir g- og há-línunum.. 20. h2xg3 f4xg3 21. Bf2xg3 Rf6—h5 22. Bg3—h2 Bf8—e7 23. Rc3—bl Bc8—d7 Hótar að vinna skiptamun með Bg5, en það dugði ekki í þessum leik vegna Hxc8! 24. Dd2—el Be7—g5 Nú er orðið ljóst að biskup- inn hefði betur farið til f2 í 22. leik. 25. Rbl—d2 Bg5—e3f 26. Kgl—hl Dd8—g5 Framhald á 11. síðu Tlfilok efilff Hindc A B C D E F G -H Tafllo'k Rincks þau er hér ‘ eru preotuð ei’u löngu lieims- fræg, enda gerð um hugmynd, sem allir ættu að þékkja. Eng- ir menn vegast oftar á í lokum en hrókar og peð, og oft er sem hér að einn leikur getur ráðið úral'tum. „Hróbar eiga heima. að peðabaki — bæði sinna eig- in og andstæðingsins," ritaði dr. Tai-rasch e'nhverju sinni og hef ur oft sannast.. Hvítur á að viiuia — Lausn á 2. síðu. Að heilsa á hermannavísii Bidstrup teiknaoi YNGSTI maðurinn í fjölskyld- xxtxni átti afmæli og það var dýrleg veizla. 6 eða 8 krak-k- ar gengu í hring á stofugólf- inu og sungu hástöfum „Fram fram fyF.dng". Og svo end- aði leikurinn á því að þau toguðust á, þeir sem vildu txmglið unnu með yfirburðum, en þeir sem vildu sól'na lutu í lægra haldi. Leikir bamaxma eru margir þeir sömu og voru notaðir þegar ég var krakki. Þó sungum við sjaldixar „Fi’am fram fylking", heldur ,,Bi-ú brú og brilli, brotinn stokkur í miðjxmni" og þegar við vildum vera voðalega meiikileg með okkur sungum við það á dönsku og þá hljóð- aði það svo „Brú brú og brilli, kokke ríká rinnevík og keisar inn stökk út í hæðanna mó.“ Þeir þóttú menn með mötonxxm sem kunnu Ixenxaan danska texta. Því miður er ég bú:n að gleyma nema -þessum lín- um. en fyrir stuttu rakst ég á danska barnaþók og þar var þessi texti á álvöru dönsku: j bro brille,' klokken ráxg- / \a3 yot- urtr in „Brú, bm óg brilli" — Bóndinn í Bráðagerði — Vinningaskrá - áheit á Þjóðviljann er elleve og kejseren bor í sit höje hvide slot.“ OG HVERNIG skildi þessi þula vera á alvöru dönsku: „Enika, menika súkkan dí, obbel, dobbel domm og dí, dú ska go í austi ven, lilli bitti spansi sí.“? NÝJA framhaldssagan í Þjóð- viljanum eftjr hann Álf Utan- garðs hefur vakið mikla at- hygli og umtal og það rign- ir yf;r okkur fyrirspurnum um höfundinn. Við erum líka. forvitin hér, en þeir sem eitt- hvað vita um höfxindinh verj- ast allra frétta og eru þögul- ir eins og gröfin. Það er sama hverxxig við þráspyrjum, biðj- ■um og hótum; þeir horfa fram fyrfr sig íbyggnir á svip eins og þeir vildu segja: „Bíðið hæg. Það kemur að því að þið fáið að vita það,“ og við sitj- um eftir með forvitnina eina rýnum í söguskaxnmrinn á degi hverjum ef ske kyxmi að við gætum haft upp á einhverj um höfundareinkennum. Og nógar eru tilgátumar. Álfur Búandkarl er l£ka. forvitinn. Hann sendir Bæjarpóstinxun eftirfarandi bréf um nýju f ramhaldssöguna: KÆRI bæjarpóstur. I Þjóðvilj- anum er xiýbyrjuð framhalds- saga um Bóndann í Bráða- gerði. Okkur hér lízt vel á byrjunina og viljum benda les- endum á að fylgjast með frá byrjun. Það sem komið er er skrifað í léttum kímnum tóni og týpurnar virðast lifandi og hressilegar. Manni skilst að nú á fimmta degi sögunnar sé í ráði að senda fulltrúa úr sveit inni suður á fund valdhafa og gæti ég trúað, að það gæti orð ið sögulegt ferðalag, ef höf- undur hefur áræði til að sjá og segja frá hofmennsku og skrifstofu fargani, sem þeir verða að kynnast sem lenda í slíkum sendifei’ðum. En hversvegna er höfundur, sem býr yfir þessum stíl og frá- sagnargleði, að lcyna nafni sínu? Ekki þarf hann að ótt- ast okkur í>vegleysu sveitum landsins. Takist honum að halda svo fram sem horfir munum vér fylgja sendimanni af áhuga suður í ríki ykkar, sem hafið forajón okkar í skrif bojrðsskúffunni andlega jafnt og líkamlega. Til hamingju með framhaldið. — Álfur Bú- andkarl." SIGGI skrifar: „Heyrðu mig nú, Bæjarpóstur minn. Get- urðu ékki komið þvi á fram- færi við rétta aðila, að Þjóð- viljinn birti vinningaskrá í lxappdrætti.g.I.B.S. og Háskól- ans að staðaldri ? Mér er allt- af forvitni á að vita hvort ég hef fengið vinning á miðann minn, þótt það komi ekki oft fyrir, og mér finnst afleitt að þurfa að fá Moggann lánað- an til þess að aðgæta það. Eg vil geta lesið vinningaskrána í blaðinu sem ég kaupi og ég veit að fjölmargir taka utidir þessi orð min. Sem sé: við viljum að Þjóðviljinn birti vinningaskrána a.ð staðaldri og birti hana ekki seinna en sama dag og Mogginn, Og hér með heiti ég hálfum næsta vinningi mínum á Þjóðviljann, svo framarlega sem ég fæ vitneskju um hann úr Þjóð- viljanvrm fyrstum blaða. > Með beztu kveðjum. - Siggi.111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.