Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 6
#>) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. oktáber 1953 lilÓOVlUINN Útgefandl: Pamelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkiulnn. Ttltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssoa. Fréttastjóri: Jón Ejarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ölafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prcntsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Simi 7500 (3 linur). Askrlftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. MorgunblaðiS og marsjallfjötrarnir Morgunblaoið cr ekki af baki dottiö í viöleinti sinni við a'ð finna afsakanir fyrir því að þrældómsfjötrar anarsjallstefnunnar voru lagðir á þjóðina af samherjum bess og hjálparflokkum. Síðast í gær notar þetta höfuð- málgagn amerísku yfirgangsstefnunnar vígslu Laxár- virkjunarinnar í Þingeyjarsýslu til þess að afsaka þá þjón- ustusemi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýöu- flokksins við amerískt auðvald, sem birtist í forgöngu þessara flokka fyrir þvi áö leggja íslenzkt efnahagslíf og Iramkvæmdir landsmanna undir úrskurðarvald erlends stórveldis. Þáð er alveg vonlaust fyrir þetta málgagn amerísku kúgunarstefnunnar að ætla sér þá dul áö blekkja íslend- Inga um raunveiulegt eðli hennar. íslendingar eru ekki -svo skilningssljóir að hægt sé að telja þeim trú um að ó- íyrirleitnasta og fégráðugasta auðvald veraldarinnar stundi venjulega góðgeröastarfsemi eða sé brennandi af á.huga fyrir velgengni og framförum annarra þjóða. Þáð liggur lika löngu síöan Ijóst fyrir hvaö fyrir amerísku auð- valdi vakti með marsjallstefnunni, og þáð var vissulega allt annað og af öðrum toga spunnið en Morgunblaðið og önnur málpöen emierísku yfirgangsstefnunnar á íslandi hafa viljað vera láta. Meö því að binda ísland á kúgunarklafa marsjall- samstarfsins svonefnda undirgengust foringjar hernáms- flokkanna að afhenda ameríska auðvaldinu úrslitavald í efnahagslífi þjóðarinnar. Marsjallflokkarnir uröu viö þeirri kröfu amerísks auðvalds að eyöileggja dýrmætasta markáö sem þjóðin hafði komizt yfiír fyrir aöalfram- leiðsluvörur sínar. Tjónið af glötun markaðsins, sem ný- sköpunarstjórnin aflaði í Sovétríkjunuln meöan hún sat að völdum, hafði ekki aðeins stórskaöaö íslenzkan sjávar- útveg heldur einnig svift þjóðina alla gjaldeyrisöflunar- möguleikum sem seint veröa metnir svo sem v;rt væri og efni standa til. Þessu skyldi ekki gleymt þótt þjónar aane- ríska auðvaldsins hafi nsyðst til að taka viöskiptin upp áö nýju þegar allt var komiö í öngþveiti og sýnt var að' „bandamennirnir“ iitu ekki við framleiðslu okkar. En amerísku flokkarnir á íslandi uröu áð uppfylla lleirii skilyröi til þess að verða náðarinnar aönjótandi. Þeir afhentu ameríska auðvaldinu yfirráðin yfir fjárfest- ingunni í landinu og undirgengust áð loka að inestu íyrir lánsfjárveitingar til atvinnuveganna og nauðsyn legra framkvæmda. Þessa stjórn á fjárfestihgunni og lánsfiái-veitingunum hafa fjárhagsráö og bankarnir haft með höndum undir ströngu og imiskumiarlausu eftirliti hinna erlendu húsbænda..- íslendingar hafa fengið áð þreifa á afleiðingum hinnar -amerísku yfirstjórnar á fjárfestingunni og lánsfjárveit- jngunum. Hvargi hefur þetta þó komiö skýrara í ljós og orðið þjóöinni dýrkeyptara en í byggingamálunum. Þjóð- in hefur verið svipt svo frumstæðum og sjálfsögðum rétti sem þeim að hafa frelsi til aö byggja sér nauðsynleg íbúð-i íirhús. Og ekki nóg með báð. Engar framkvæmdir lands- manna hafa mætt slíkum fjandskap ríkisvaldsins og bank anna hvað lánveitingar áhrærir. Byggingarstarfsemi hef- ur beinlínis veriö meðhöndluð eins og glæpsamlegt at-, hæfi af þeim ráðamönnum þjóöfélagsins sem hafa tekið -að sér framkvæmd hinnar amerísku kúgunarstefnu. Ekkert sannar t>ó betur hve háskasamlegir amerísku f jötrarnir hafa reynzt íslendingum en þaö, hvisrnig leppar þess hafa leikið sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir kröfu hinna íuueil'ku húsbænda marsjallflokkanna hefur ísland stig af stigi veriö aflient amerísku heimsvaldasiimunurn sem stökkbretti og lierstöö í þeirri árásaa-styrjöld si:m þeir und- irbúa af miklu kappi. Takist vinum Morgimblaðsins að Iramkvæma það áform sitt að kveikja nýtt styrjaldarbál er því ljóst aö sú greiðsla getur orðið þjóðinni dýr um það er lýkur, sem „velgerðaimeim“ og „vfcrndarar“ íslands krefjast fyrir þá áðstoð og rausn sem Morgmiblaðið þakk- enn af hundslegastri auðmýkt og undirgefni. ***+ J+má im t*t0m**t „Det gaar saa glat“ Eitt Norðurlanda er ísland hersetið af Bandaríkjunum. Finnland og Sviþjóð eru utan við Atlanzhafsbandalagið, og ráðamenti þein-a þjóða hafa ekikert farið dult með andstöðu sina við þá stefnu sem i bandalaginu felst. Noregur og Danmörk eru hinsvegar aðilar að banda- laginu, en í báðum löndun- um hefur því verið hafnað þverlega allt til þessa dags að heimila bandaríska her- setu. Skyldu menn þó ætla að í öllum þessum löndum væri hin margrædda hætta, iivað nærtækust ; Finnland og Sví- þjóð eru næstu granrdcud Sovétríkjanna; Noregur og Sovétríkin hafa sameiginleg landamæri og Danir hafa einnig Sovéthermenn á næstu grösum. En það er engu lík- ara en liættan af Rússum maguist eftir því sem fjar- lægðia frá þeim vex; hún er engin í Finnlandi og Sví- þjóð, lítil í Noregi og Dan- mörku, mjög veruleg á ís- landi, og sagt er að Banda- ríkjamenn eigi eins mikla von á rússneskum kjarnorku sprengjum og rigningu úr lofti þegar þeir gá t’l veðurs, Virðist þetta vera einhvers- konar herfræðileg túlkun á því alkunna eðli fjarlægðar- innar að gera fjöllin biá og mennina mikla. □ Bandarikin hafa auðvitað lagt á það hið mesta kapp að fá herstöðvar í bandalags- ríkjum sínum, Noregi og Danmörku. Norðmenn hafa jafnan tieitað þeim kröfum á næsta einarðlegan hátt, en lengi vel hafa verið nokkrar vomur á Dönum. Hefur her- seta me:ra að segja verið undirbúin þar í landi ineð gerð mikilla flug\ralla og annarra mannvirkja sem Bandaríkjamenn mæltu fyrir um. En andstaða þjóð- arinnar hefur verið rík fr-á upphaf:, og hefur það ekki sízt mótað opinberar umræð- ur á þessu ári, sökum þess að þrendar kosningar hafa farið fra.m. Er svo að sjá af umræðunum sem reynslan frá íslandi og barátta íslend- inga hafi orðið mönnum einna mest umhugsunarefn’. Þasinig lýsti foringi danskra sósíaldemókrata, Hans Hed- toft, yfir því að hann væri andvígur bandarískri her- setu í Danmörku af einni saman umhyggju fyrir At- lanzhafsbandalaginu. Hefði reynslan frá íslandi sýnt að þessu ágæta bandalagi væri gerður mikill og þungbær ó- leikur með hernáminu; það hefði tendrað andstöðu al- mennings, og Bandaríkja- < menn væru einnig háðir lög- j máli fjarlægðar'nnar en öf- ugt við Rússa; þeir væru <þeim mun skár þokkaðir sem þeir væru lengra í burtu. Þótti þessi túlkun bera vott um mikla le;kni hins æfða stjóramálamacins. □ Þessi röksemd um íslmd- inga virðist liafa haft mikil áhrif i Danmörku og hersetu- menn áttu lengi vel erfitt með svör. En þar kom að þeim barst liðsauki þaðan sem þeir áttu hans sízt von — frá íslenzkum manni. Rit- stjóri Morgunblaðsins, Val- týr Stefánsson, dvald:st í Danmörku í haust, og þegar hann varð var við að bar- átta ísleudinga gegn hernám inu var einnig að kollvarpa áformum Bandaríkjamanna í Danmörku rann honum blóð- ið til þeirrar einu skyldu sem honum er hjartlolg'u. Ilann hafði sem kunnugt er á.tt manna mestan þátt í því að leggja ættjörð sína undir bandaríslkan her, og myndi sá. hróður lians ekki marg- faldast ef honum tækist að tryggja Dönum sömu örlög? Eftir að Valtý Stefánssyni hafði birzt þessi fagri draum ur knúði hann dyra á rit- stjórnarskrifstofu danska blaðsins Berl'ngske Aften- avis, kynnti sig sem „Redak- tören af Islands mest ind- flydelsesrige Avis“ og krafð- ist þess að fá að lýsa yfii því á danska tungu að þær þjóðir einar væru alsælar sem byggju v:ð bandarískt hemám; reynsla íslands væri öðrum þjóðum ekki víti ttl varnaðar lieldur glæsilegt fordæmi, og ættu Danir sem fyrst að tryggja sér sömu skilyrði í landj sínu. □ Yfir’ýsing Valtýs Stefáns- sonar birtist í Berlingske Aftenavis 26. sept. s. 1. og þar dregur hann saman reynslu Islendinga í fjór- um orðum: ,.Det gaar saa glat.“ — „Bandaríkjamenn á íslandi hegða sér þannig að sönn fyrirmynd er .... Sambúð Bandaríkjamanna og ísleod’nga er með ágæt- um. Langflestir hermann- anna hegða sér þannig að þeir eru til sannrar fyrir- myndar. Þetta gengur eins vel og djörfustu vo.nir stóðu til.“ Eftir þessa ljúfu ást- arjátaingu skilst ritstjóran- um þó að hann verði að birta einhverjar skýringar á ótíðindum þeim sem héðan hafa borizt alla leið til Danmerkur, og hann heldur áfram: „Að min.ni hyggju eiga kommúnistar sök á öll- um þorra þeirra erfiðleika sem upp hafa komið stöku sinnum.“ Og loks skreytir Valtýr frásögnina einstök- um dæmum til að sanna mál sitt. Hann segir um þá sem vinna hjá ba.ndaríska hern- um: „Verkamennirnir hafa öldungis ekki verið valdir eftir stjómmálaskoðunum.“ Og enn segir hann: „Banda- ríkjamenn hafa takmarkað bílferðir hermannaema frá flugvellinum. Yfjrleitt er réttur Bandarílcjamanna til að fara um utan flugvallar- ins háður takmörkunum sem Bandaríkiamenn hafa komið á sjá’fir. Hermennirnir verða t. d. að vera komnir aftur kl. 22 í herbúðirnar við fiug- völlinn, þegar þeir hafa út- gönguleyfi." Þaonig er sann- leiksást ritst jórans ekki sí'ðri hinni ástinni sem að her- námsliðinu snýr. □ „Det gaar saa glat.“ Aldr- aður Islendingur hefur þeg- ar verið myrtur, auk þess sem dularfull hvörf og mannslát færast nú ískyggi- lega í vöxt. Fólk er svipt lífi með fantaakstri himia erlendu verndara. Nauðgan- ir eru á nýjan leik komnar ofarlega á afbrotaskrána hérlendis eftir margra ára hlé. Aðeins nokkrum mán- uðum eftir hernámið voru 100 ungar stúlkur komnar á svartan lista lögreglunn- ■aX á Keflavíkurflugvelli ein- um saman. Hóruhúsahald í þágu hinna erlendu manna er orði'ð ný atvinnugrein á Islandi. Eiturlyfjanotkun breiðist út frá Keflavíkur- fiugvelli, og þar vaða uppi kjTispilltir menn og hvers- konar aðrar stórborga- dreggjar. Þúsundir lands- manna liafa verið hraktir frá íslenzkri atvinnu til strits í þágu hrokafullra herraþjóðarmanna við and- stæðustu skilyi-ði. Huridruð manna. fá ekkert þak yfir liöfuði'ð vegna þess að út- lendir hafa rænt húsnæðinu. Og er þá ótalið margt; m. a. hvcrnig leiknir eru þeir eiginleikar sem heita þjóðar. stolt og metaaður og Val- týr Stefánsson þekkir ekki nema af óskiljanlegrí af- spurn. Víst er þetta allt til samirar fyrirmyndar og gengur eins vel og djörf- ustu vonir stóðu til. Það er eins og maður sjái fyrir sér hveinig Valtýr Stefáns- son muni ljóma upp þegar hann fær næstu fréttirr.ar um afrek Bandaríkjamanna og lirópa á máli þeirra herra sem hann þjónaði forðum: „Det gaar saa glat.“ □ ■ Islendingar hafa löngum erft þa'ð við Dani að við þá var kenndur fyrsti maður- inn sem reyndi að leggja ís- land undir erlent va’d, llni danski. Var þó þeim mun rainni ástæða til að erfa þetta sem Is'endingar brugð- ust við sendlinum á þann hátt sem þá þótti sjálfsögð- ust kurteisi við slíka menn, og nú ætti vissulega að vera fullhefnt eftir að Valtýr Stefánsson hefur háð bar- áttu sína. fyrir því að búa frændþjóð okkar bandarískt hernám. Einq og Islending- ar forðum völdu Danir þann kost í kosningunum í haust að hafna boðskap ritstjór- ans en fylgja heldur vitnis- burði og baráttu þeirra ís- lenzku „kommúnista" sem honum lágu verst orð tll. En hliðstæðurnar tiá ekki lpngra. Valtýr naut þess að Danir eru prú'ðir menn og að sá viðurgerningur er sem betur fer niður felldur sem Uni danski hlaut hjá Kálfagróf í kjördæmi Jóns Kjartanssonar, fyri’verandi ritstjóra Morgun- blaðsins. A •w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.