Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. október 1953 t l'TAN'GAKÐS 9. DAGUR í Bráðaserði ? v % y> í'alda fénu inn i dalnum á meðan ég er að heiman, ef hann kynni »ð skella snögglega á. Já, pabbi, ansaði Jón ýngri. Ég skal passa, að það rási ekki Jángt. Og ef það dregst, að ég komi heim er rétt, að þú takir hrútana úr ámim. Það fer að segja til sín eðlið þegar þessi tími er kom- inn, óg það'er lítið í það varið að fá fyrirmálslömb einsog ásetn- íngurinn er. Já, pabbi, sagði Jónsi. Ég skal passa uppá, að þeir geri eingan óskunda. Þú mátt treysta því. Þahnig hélt Jón bóndi áfram að leggja syni sínum heilræði. Ek'.di beinlínis af þvi að haan vantreysti honum, því Jónsi var öttili piltur og hafði skepnuvit í betra lagi, heldur af föðurlegum ■vana. Jonsi mundi spjara sig, og því mundi hann ekki gera það næstumþví þrítugur únglíngurinn? Þegar þeir kvöddust átti hann tmargt ósagt, cn það varð að bíða betri tíma. Þarna kom vélreið- ín brunandi eftir veginum, og það var rétt, *að hún hafði tíma til þess að stansa og taka hann með. V. kafli. Íf þessum kafla segir frá kynnum Jóns btmda við sessunauta sína og samferðamemi. Það var nokkuð þraungt um Jón bónda í sætinu. Hægramegin við hann var ikona ein rúmfrek og ekki úng, en á hina hlið var fclóðlítill únglíngsp'itur með fínt um hálsinn og hinumegin við piltinn sat úng stúlka og leit ekki illa út. Þarmeð var bekkurinn fuilsetinn og einnig öll önnur sæti í véíreiðinni. Aftast í vagn- 5num var eitthvað af únglíngsdóti og heyrðust þaðan öðruhvoru annarleg hljóð, ekki óskyld þeim, sem heyra má í stóðhrossum á fjalli, þegar lífskrafturinn eir:r þeim ekki friðar. Jón kom poká sínum fyrir við fætur sér og þegar hann var Ifcúinn að finná viðunkndi stellíngar, gat hann farið að fram- ífevæma þá sjálfsögðu kurteisi að heilsa uppá það' af' s.amferða- fólkinu, sem næst honum var. Komdu sæl! sagði hann v ð konuna til hægri og rétti henni liendina, þó aðstaðan væri fremur óhæg til liandbragða. Konan leit á hann einsog henni kæmi þessi mennlngarbragur ékunnuglega fyrir sjónir, en sagði þó: Sælir! en bar ekki við að svara kveðjunni að öðru leyti, kannski af því hún þurfti að fc.alda á ýmiskonar smávarníngi, sem hún geymdi í sinu víðáttu- Biiikla fángi. IBæriIegt veður, sagði Jón. Konan sagði: Já. Þetta hefði þótt brúkleg flæsa hjá okkur í sumar, hélt Jón áfram, því hann var í ágætis viðræðuskapi. 1 fulla tvo mánuði þomaði aldrei af strái hjá okkur í Vegleysusveit. Var það jafn bölvað í þ'nni sveit? Konan virtist vera eilítið tvíbent i því að leingja viðræðurnar ®ð sínum hluta en sagði þó: Fyrirgefið! En ég er ekki úr sveit. Það er ekkert að fjmirgefa, ansaði Jón. Jæja, svo þú ert ekki úr sveit. Hvar áttu þá heima ? Konan þurfti að horfa útum gluggann, svo Jón varð eingu nær rjm he’milisfáng hennar. Þessi höfuðsnúningur konunnar rétt- lætti þó einganvegin tregðu hennar við að láta jafn útlátalitla fræðslu í té. Jón lét þó fálæti konunnar ekki á sig fá, því hann eirði því jafnan illa að vera innanum fólk, sem svaraði ekki þegar á það var yrt. Hann hóf því nýja sókn, en beindi henni að þessu cinni í aðra átt. Hváðan ert þú, piltur minn? spurði hann sessunaut s:nn til fíinstri. Ég á heima í Strympu, ansaði pilturinn tregðulaust. Það er og! Hvemig var heyskapartiðin hjá ykkur i sumar? ' Alltaf sólskin, var svarið. ' Það hefir þá, vænti ég, heyjast bærilega hjá ykkur? Pilturinn jánkaði því gre:ðlega. Þið hafið þá trúlega, ekki þurft að skera af fóðrunum einsog (yið neyddumst t;l að gera í Vegleysusveit? Hjá okkur var eingin skepna skorin, ansaði pilturinn. Já, aldeil:s! sagði bóndinn hissa. Settuð bara al'lt á! Það eru 'tfíng'm smákot, sem þola slíkan búskap. Strympa er besta jörðin á landinu, fullyrti pilturinn. Eftir ásetníngnum að dæma, er hún ekki svo afleit, játaði 'Jón. Ég vil þó draga í efa, að þar sé annar eins humall í jörð og í Vegleysusveit, enda þarf mikið til þess að jafnast á við landgæð- in þar. En hvað um það. Það verður ekki amalegt fyrir þig að ,teika við jörð og búi af pabba þínum. þegar þarað kemur. l Ég ætla ekki að búa, sagði pilturitm. Ég ætla að verða prestur! Spurningar og svör um knattspyrnulög Svar við 9. spurningu. Nei, alveg rangur. Sé knettinum ekki sparkáð í átti.na að marki þegar vitis- spyrna er dæmd, eða ef sá cr spyrnir snertir knöttinn tvisv- ar án þess að mótherji hafi snert hann í millitíð, skal dæma óbeina aukaspyrnu á sóknarliðið. Við öil önnur brot af hálfu sóknarli'ðsins, t.d, ef sóknarmaður fer of fljótt yfir vítateigslínu, skal, þó knöttur- inn hafi farið í mark, láta taka spyrnuna aftur. Það skal því endurtaka spyrnuna' í um- ræddu tilfelli, og auk þess á leikmaðurinn sem fór of fljótt innfyrir að fá áminningu. Svar við 10. spurningu. Ef frásögnin er rétt, og við verðum að gera ráð fyrir þvi að svo sé, þá hlýtur það að vera dómarinn sem ekki er strangur í túiktin reglanna. Enginn mælir í móti a,ð leik- maðurinn í marki er í stöðu sem kalia má rangstöðu, en hann er ekki refsiverður þegar haon hefur ekki áhrif á leik- inn né gerir tilraunir til að hafa hagnað af stöðu sinni. Það er möguleiki að dómarinn vilji halda fast við þá skoðun . ■■ ! Kepph' hanit með baitda- ríska lioinu aS sumri? WHITFIELD sigurvegari í 800 m hlaupi á olympínleikiinurn í Lonon og Helsmki. Sovétmet í 1000 metra boöhlaupi Frjálsiþróttafólk það sem var á ferð í Noregi um dag- inn keppti í Halden, og við það tækifæri setti boðhlaups- sveit þeirra sovétmet á 1000 m. Tími sveitarinnar var 1,54,8, N. Dalispvili hljóp 60 m á sama tíma og heimsmetið er eða 7.3 sek. Kusnelsoff kastaði spjóti 73,7 og Egil Danielsen Noregi kastaði 70,77. Kúts hljóp 3000 m á 8,37,2 og Bomd arenko hljóp 400 m á 49,8. Kringlukast kvenna varm Pan- omartva, kastaði 45,68 m. sina, að ieikmaðurinn í mark- inu hafi haft áhrif á leikinn með sálrænum áhrifum á mark- manninn, en samkvæmt opin- berum ályktunum er því slegið föstu að’ það lið sem í varnar- stöðu er getur ekki haft hagn- að af því að markmaður láti hafa áhrif á sig af athafnalaus- um mótherja sem liggur inni í markinu. Ef leikmaðurinn hyggst með köllum til mark- manns eða einhvers amiars hafa áhrif, skal dæma hann rangstæðan, en það virðist hann ekki hafa. gert sig sekan um, svo dómarinn hefur álykt- að ranglega. Samt sem áður er það dómarans álit sem ræður, en ef hann vill halda. fast við dóm sinn — vitisspymu — Heimsmeistaramót skíða- manna 1954 fer fram í Falun og Áre í Svíþjóð, og sér sænska skíðasambandið um mótið. Til- kynningar um þátttöku áttu að •vera komnar til framkvæmda- nefndarinnar fyrir .1. okt. Þá höfðu tilkynnt þáttöku sina 19 lönd úr þrém heimsálfum og er það meiri þátttaka en áður hef- ur verið. Ekki hefur Íþróttasíð- unni tekizt að fá staðíestingu á því hvort ísiand er með cn allt bendir þó til að við munum eiga fblltrúa á móti þessu. Einn af beztu skíðamönnum okkar Haukur Sigurðsson dvel- ur i Sviþjóð í vetur og má gera Sænskir knatt- spyrnumenn ferð- ast mikið Sænskjr knattspyrnumenn haía ferðast mikið síðustu ár- in, og i haust virðist sem þeir ætlj .að halda uppteknum hætti. Landsliðið fer í þessum mánuði til Belgíu og i næsta mánuði til Spánar og Ungverjalands. En það má segja að þetta sé að fara svona bæja á milli á móti fyrirhuguðum íerðum sænskra knattspymuíélaga. Djurgárden sem fyrr í sum- ar fór til Moskva ráðgerir ferð til Japan i næsta mánuði. Norr- kjöping hugsar sér að fara til Ástralíu og boð hafa komið til félagsins að keppa í Suður- Ameríku og Norður-Afríku og Israel. — Degerfors stendur í samningum um ferð til Colum- bia, A. I. K. við ísrael og Malmö F. F. við Brasilíu. Fyrir nokkr- um órum síðar Þegar félagið var á toppnum, lék það í Brasi- líu með slæmum árangri. I dag , er félagið mikið lakara. Það hef- ur þo alltaf haldið sambandinu við brasilinska ífélagið og væntir þess að geta fengið Vasco da Gama-félagið til að keppa á Rásunda vellinum í apríl n.k. byggðan á þeirri skoðun að dvöl leikmannsins í markinu sé nóg til þess að hafa áhrif á Ic!k- inn, væri það ómaksins vert að bera fram mótmæli, ekki sízt vegna þess að við eigum að leika eftir sömu reglum og me'ð sömu túlkun allstaðar í landinu. 11. spiirning: Má markmaour hrcyfa lik- ama eða hendur þegar vítis- spyrna er tekin? 12 spurning: Geta tveir menn unnið að því að gera marlk úr sömu vítis- spyrnunni, eða á sá sem spyrn- ir að sparka fast og reyna að skora? Sem sagt: Á að spyrna vítsspyrnu beint á mark? róð fyrir að hann keppi. Heyrst hefur að tveir aðrir ísfirðingar hyggi á Sviþjóðardvöl í vetur, og þá ekki óUklegt að þeir keppi þar sem um mjög góða menn er að ræða. Er vonandi að íslenkir skíðamenn geti fjöl- mfennt á mót þetta' sem haldið er', sVo nærri okkur. Danmörk Finnland 6:1 Um síðustu helgi kepptu Dan- mörk og Fmnland í knattspyrnu og fóru leikar svo að Danir unnu 6:1. í hólf’eik stóðu leik- ar 4:1. Leikurinn var ekki verulega góður þó hinir 32.000 áhorfendur fengju iað sjá nokkur skemmti- leg augnablik. Finnska liðið, sem nýlega hafði gert iafntefli bæði við Svia og Belgiu sýndu örlagaríkt kunnóttuleysi í skipulagi (tak- tik) og samleik, flestar sending- arnar fóru ekki til þeirra sem ætlað var, en leikmennirnir voru fljótir og hreyfanlegir og flestir höfðu ágæta leikni. Finnska vömin 'gat ekki stöðvað á- hlaupin. Danir voru í sókn frá byrjun og fengu 4 horn á fyrstu 5 minúíunum. Marlt Finnanna var sjálfsmark, þar sem annar bakvörðurinn hitti knöttinn illa svo hann lenti i eigin marki. Aftur á móti unnu Finnar B- landsleikinn ste-m fram fór í Hclsingfors með 3:1 (2:1). /-----------------------N Nýtt heimsmet í kuluvarpi kvenna I fyrradag sefcti sovct- konan Sjúdína nýfcfc heims- met í kúluvarpi kvenna, varpaði 16,20 mefcra. Mefc- ið var sefct á íþróttamóti í Noregi. Heimsmót á skíðum 19 þjóðir hafa tilkynnt þátttöku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.