Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.10.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 10. október 1953 96 eimllisþáttur »^d*#V#^#*S#*#^#'#'#>#'#^##S##<»#S#*^#>###S##S#-##V###N#-#s»###^<*#»#'#<*<»'»»#^*#S*»>#>##-> Litir gegna þýSingarmiklu hlutverki á heimilum Við höfum víst öll komið inn á heimili, þar sem ekkert er til sparað. Húsgögnin og áklæðið á þeim eru dýr og vönduð, •gólíteppið lýta- laust, vegg- fóðrið dýrt, gluggatjöldin eftir því qg : irrnkiu hefur' verið eytt í að kaupa mál- verk á vegg- ina. Samt vantar eitthvað á að manni þyki stofan vistleg og íalleg. Aftur á móti getur maður komið á heimili, sem virðist hafa verið útbúið með tiltölu- lega litlum kostnaði, en er Þó á ailan hátt notalegt og vistlegt'. Ef maður fer að lí-ta í kringum sig, uppgötvar maður allt í einu að hægindastóllinn sem fer svo vel í stofunni, er alls ekkert rarítet — hann er gamall og á- klæðið víða slitið. Og ef maður lieldur áfram að litast um, kémst maður oft að þeirri niðurstöðu, að það eru litimir sem eiga sinn þátt í því, hvað manni líður vel í stofunni. Það er engan veginn auðvelt að velja réttu litina. Sam-t marg- borgar sig að leggja á sig aukna fyrirhöfn þeirra vegna. Hvemig á að fara að því iað velja liti í íbúðina sína? Margir leiða vandamálið hjá sér og velja eintóma „milliliti“, sem meiða að vísu sjaldnast augað en eru oft hvorki íugl né fisk- ur. Og það er hægt að gefa fólki góð ráð í sambandi við lita- val. Málarar hafa bezt kynnt sér vandamál iiéanna og þeir hafa flokkað l'itina í andstæða liti og samstæða liti. Andstæðu litirn- dr hafa greinilegan hæfdleika til að magna hvor annan, og með rannsóknum á evrópskri málara- 3ist hefur þessi yfirlitstafla, sem við birtum í dag, orðið til. Lit- limir sem standa hvor á móti öðrum eru andstæðir litir. Andstæður eru nauðsynlegar *— en það er ekki hægt að hreyfa sig innan um eintómar andstæður, nema mcð því að 'hafa aðeins tvo andstæða liti í stofunni. Maður verður líka að nota samstæðu litina og þá er valið oft erfiðara, en það getur verið mjög áhr'famikið — tveir mismunandi rauðir litir Rafmagnstakmörkun KL 10.45-12.30 Sunnudagur 11. október 5LyAr(i Vesturbærinn frá Að- • n?6ÍII alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnlr, Gríms- etaSaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kapla- •kjói ag Seltjamames fram eftir Mánudagur 12. október IhllAPfÍ Hafnarfjörður og ná- » llVvfll grehhi, Revkjanes. VilHgœsir geta farið afbragðsvel saman, en maður er alltaf eins og á nálum, þegar maður er að ger.a tilraun- ir. Þá er hægara að eiga við brotnu litina. Þá fær maður með bví iað bæta hvítu eða svörtu í hre'nu litina — og það er eiginiega hægt að gefa Þá reglu, að þeir litir sem innihalda jafnmikið af hvítu eða svörtu samsvari hver öðrum. Það er einnig hægt að fá góða samsvör- un, ef maður blandar sama lit- inn með mismiklu af hvitu eða svörtu og setur saman m'smun- andi brotna liti — þeir eru kall- aðiy misjafnlega litamettað.'r. En vandamá’in eru fleiri. Aug- að tekur við rauðum, rauðgulum og gulum litum sem hlýjum, en grængulir, grænbláir, bláir og fjólubláir eru kaldir. I stofu vilja flestir hafa hlýja liti, en svefnherbergí má til dæmis vera í kaldari lit. Maður verður einncg að gæta Þess að þeir renni ekki saman fyrir .augunum, þó litim.'r séu skyldir, er eins og rauðleitu litcrnir séu nánari .auganu en l>eir bláleitu. Einnig má geta þess, að ef ljósir lib.'r eru í síofu, virðist hún stærri en ei hún er máluð í dökkum iitum, Ljósir Ltir nýta dagsbirtuna 10 til 15 sinnum betur en dökkir litir. Það er hættulegt að nota hreina liti á stóra flet'ii — öruggara er að nota brotna liti. Enginn vafi ér á því að litir hafa sálræn áhrif; þó hefur það ekki veríð rannsakað nægiiega. Það er þó taiin regla að grænt sé þægilegt fyrir augað, gult fjörgandi, fjóiublátt lamandi og rautt hátíðlegt. Bunaslys í hælishít pu m Á s'ðustu tveim mánuöum hafa fimmtán börn í Banda- ríkjunum og Kanada frosið í hel í kæliskápum, sem þau hafa lokazt inni í. Síðasta slys- ið átti sér Sta'ö í Windsor í Ontariofylki, þar sem tveir fjögra ára drengir biðu bana á þennan hátt í síðustu viku. eftir MARTHA OSTENSO, getur ckki haft neitt við það að athuga.“ Linda var farin að ltalla Caleb hann eins og hitt fólkið. „Ekki það —“ Sveinn hló gremjulega. „Haim myndi fyrr skera af sér nefið en hami léti mig kvænast Júdit. Hann vill halda henni heima og þræla henni út. Hann myndi skjóta mig ef ég kæmi í námutida við bæinn. En það er ann- að sem ég ætla að segja þér. Hann hefur veríð að tala um þ'g og Mark Jordan í Yellow Post.“ „Tala — hvernig þá?“ „Ilann hefur verið að gorta af því, að hann gæti fljótlega bundið endi á samband ykkar ef honum sýndist svo. Eg heyrði hann segja það við Jóhannesson og e'nn Islendinginn. Hann vill láta líta svo út sem hann sé allsráðandi. Hann sagði það efcki með berum orðum, en hann gaf í skyn, að hann gæti auðveldlega kippt fótunum undan Mark Jordan. Hann lét eins og hann vissi eitthvað illt um liann. Eg gekk til hans og sagði: „Þú ættir að fara varlega í að tala illa imi Mark Jordan, Caleb Gare.“ Hann leit á mig, brosti kynlega og sagði: „Þykist þú ætla að vaða ofaní m;g? Þú ættir ekki aa skipta 'þér af því sem þér kemur ekki við.“ Svo hló hann og fór út úr búðinni. Eg hefði slegið hann ef hann væri ekki svona gamail. Eg v'ssi hvað bjó undir því sem hann sagði við mig. En ég veit ekki hvað liann átti við með orðum sínum um Mark. Þú ættir að vara þig á honum, ungfrú Archer. Hann situr um hvert tækifæri t'l að skaða þig og Mark. Ef til vili heldur hann að þú sért að ýta undir Júdit.“ Linda þagði um stund. „Ef til vill reynir hann að v'nna Mark eitt- hvert tjón, en hann getur það ekki. Mark í- lendist ckki hér. Hann getur ekkert gert hon- um og hið eina sem hann getur gert mér er að láta reka mig frá skólanum, og það sk;ptir ekki miklu máli.“ „En þú ættir samt að segja Marlc að vera á verði.“ „Það skal ég gera, Sveinn. Á ég að skila nokkru til Júditar ?“ „Viltu fá henni þetta —“ Sveinn fór niður í brjóstvasa sinn og tók þaðan umslag. ,.Eg er búinn að bera þetta á mér í marga. daga. Ef til vill svarar hún þessu.“ Linda brosti í myrkrinu að því hvað Sveinn var stuttaralegur. Ma rk kom ríðandi t;l þeirra og Sveinn sneri heimleiðis. „Það er svo dimmt að ég sé varla framan í þig, Linda,“ sagði Mark um leið og hann fór af baki. „Eg verð að ganga úr skugga um að þetta sért þú.“ Hann vafði hana örmum og húti beygði sig niður og kyssti liann. „Ertu viss um þaðnúna?" hvíslaði hún. Þau riðu af stað í norðurátt, sem var eftir- lætisleið þeirra. Rétt áður en þau komu að Garebúgarðinum, þóttist Linda sjá skugga á hreyfingu þar sem skógai-stígur'nn mætti þjóð- veginiun. Hann var of stór til að geta verið af ikoma. „Mark“, sagði hún og færði sig nær honum. „Eg er citthvað taugaveikluð í kvöld. Eg sá á- reiðanlega einhverja veru þama á veginum.“ Mark rýtidi út í myrkrið. „Eg sé ekki ne’tt. Vertu ekki hrædd, ástin mín. Það er ekki líkt þér. Það er enginn úti sem ekki á með það.“ Þau beygðu inn á skógarstíginn og heyrðu niðinn í regninu gegnum trjákrónuruar sem lúktust saman yfir höfðum þeirra. Það var svo dimmt, að þau gátu ekki greint tréri frá himn- inum en þau höfðu óljóst hugboð um að þau væru þar. Linda hallaði sér að Mark. „Veiztu það, að Caleb Gare er búinn að setja þig á svartan lista?“ spurði hún lágri röddu. „Sveinn sagð'st hafa lieyrt hann tala um þig í Ycllow 'Post.“ 61. dagur „Um mig?“ sagði Mark undrandi. „Hvað í ósköpunum — ef til vill er það vegna þess að ég varaði Anton við að selja heyið fyrir þaö verð sem Caleb bauð honum fyrir það.“ „Það getur verið — en ég vona að hann geri. ekki neitt, sem kemur veslings Anton út úr jafnvægi." „Eg líð honum það ekki. Og þá man ég það, að Anton er búinn að senda skýrslu til stjómar- innar. Eftirlitsmennirnir koma bráðlega. Vesl- ings maðurinn, hann á sannarlega skilið aðeign- ast þessa jörð.“ Þau vom komin að endanum á skógarstígnum og framundan var autt svæði. Þar var ekkert skjól. fyrir regninu og Linda sneri til baka, Þegar þau riðu aftur út á þjóðveginn leit hún í kringum sig til þess að rita, hvort hún sæi nokkurs staðar sömu skuggaveruna og áður. Hún mundi það að hún hafði verið þrekleg og' álút eins og bjamdýr. Hún leit í kringum sig en minntist ekki á neitt við Mark. Ein hún sá ekki neitt nema þéttan, svartan rökkurvegginn. Ekk- ert ljós var sýnilegt hjá Garebænum og þau sáu ekki húsið, þegar þau námu staðar til að kveðjast. Linda bað Mark fyrir hestinn, sem Sveinn hafði léð henni. Þegar Linda var komin inn run hliðið og búin að kveðja Mark, heyrði hún eitthvert Mjóð í myrkrinu og hrökk í kút. Það var eing og trjágreinar strykjust saman. Myrkrið var svo svart að hún gat ekki greint nema óljósar útlinur gripahúsanna. Það var Ijós í eldhúsinu og hún tók á rás heim að bænum. Þegar hún kom inn í eldhúsið var Júdit þar að þvo skilvindúna. Hún talaði við hana í lágum. hljóðiun. „Júdit, þú skalt ekld nefna það við neinn, eo. ég þóttist heyra einhverja hreyfingu hjá lim- gerðinu við veginn. Eru allir komnir inn?“ „Þau em öll háttuð nema hann og mamma," svaraði Júdit. Linda sá Amelíu á ferli í iimra hcrbei'ginu. „Eg fer út með Pésa og lít í kring- um mig þegar ég er búin að þessu,“ bætti Júdit við. Linda fór upp á loftið og fór úr blautu úlp- unni. Hún stóð um stund í myrkrinu og horfði út um gluggann. Þá sá hún þreklega skugga- vem koma gangandi heim að bænum. Ljósið úr eldhúsglugganum féll á hana og hún sá að það var Caleb Gare. Fyrst í stað létti henni svo, að hana langaði mest til að hlæja. En samstundis fylltist hún skelfingu. Hann hlaut að hafa verið að njósna um þau. Það var hann sem hafði flýtti sér inn í skuggann þegar þau beygðu inn á skógarstíginn. Hver var tilgangur hans með því að hafa gætur á þeim? Linda setrist á rúmið án þess að kveikja á lampanum. Hún heyrði hann ganga inn í húsið þungum skrefiun. Það var eitthvað óheillavæn- legt í fótataki hans. Það fór hmllur um Lindu og hendur hennar skulfu meðan hún afklæddi s:g. Hún losaði um hárið á sér og fór upp í rúm- ið. Júdít kom upp og kveikti á lampanum hinum megin við tjaldið. „Júdit“, hvislaði Linda. 1 qlxms oc cMfpm Tvoir menn höfðu eitt. slnn ferðazt tvo daj;a. f. járnlirautarkicfa án þess. að sklptast nokkra sinnl á orðL Að morgni þrlðja dagslns tók öðr- um manninuni að lelðast þóflð, svo honum varS að orði: Gott veður í daj;. Hver s&gSl að þáð vasri eliki? svaraðl hinut maðuriun. Gömul járnbrautarfyrirvnæli frá Kansas: Er tvær lestir nálgast Iivor aðra á skiptisporí skulu liáðar nema staðar, oj; hvorug halda aft- ur af »tað fyrr en hin er farín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.