Þjóðviljinn - 01.11.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.11.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. nóvenaber 1953 ----------------- þi5®yiyiiSS" Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Ejarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 linur). Áakriftarverð kr.,20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. AtvinnuleysistryggÍHgar ' Þrátt fyrir þær umbætur sem fengizt hafa á síðari árum á þjóðfélagslegum réttindum verkalýðsins og alþýðu yfir- leitt, fyrir atbeina verkalýðssamtakanna og pólitíska bar- áttu verkalýðsstéttarinnar í landinu, býr verkalýðsstéttin enn við þá frumstæðu aðstöðu að þjóðfélagið lætur sig það engu skipta þótt heimili hennar standi uppi bjargarlaus á atvinnuleysistímum, þegar undan er skilinn möguleik- inn til að sækja um opinberan framfærslustyrk. Fyrir löngu síðan hófu verkalýðssamtökin baráttuna fyrir því að fá lögfestar atvinnuleysistryggingar. Þing eftir þing hefur Sósíalistaflokkurinn flutt þetta réttlætis- og hagsmunamál íslenzkrar verkalýðsstéttar á Alþingi og háð haröa baráttu fyrir framgangi þess. Hefur frumvarp- ið um atvinnuleysistryggingarnar verið flutt að tilhlutun yerkamannafélagsins Dagsbrúnar, hins reynda og trausta forustufélags íslenzku verkalýðsstéttarinnar. Fjölmörg verkalýðsféiög víðsvegar um land hafa sent Alþingi áskor- anir um aö samþykkja frumvarpið og sama er aö segja um undanfarandi þing Alþýðusambands íslands. Allt hefur þó komið fyrir ekki. Frumvarpið um atvinnuleysis- tryggingar hefur ekki fengizt afgreitt úr viðkomandi þing- nefnd fyrr en á síðasta þingi, er minnihluti heilbrigðis- og félg.gsmálanefndar neðri deildar, þeir Jónas Árnason og Gylfi Þ .Gíslason, lagði til aö frumvarpið yrði samþykkt með smávægilegumi breytingum, en meirihlutinn, fulltrú- ar íhalds og Framsóknar, lagöi til að því yrði vísaö til ríkisstjórnarinnar. Var sú tillaga samþykkt en ekkert hef- ur síðan um málið heyrzt frá ríkisstjórninni. í desemberverkföllunum í fyrra gerðu verkalýðssam- tökin kröfuna um atvinnuleysistryggingar að einu helzta baráttumáli sínu og gerðu ráð fyrir að fyrirkomulagi þeirra yrði hagað meö líkum hætti og lagt hefur veriö til í frumvarpi Sósíalistaflokksins. Þessi krafa verkalýös- samtakanna náði þó ekki fram að ganga. Enn er því þessi sjálfsagði réttur verkalýðsins ótryggður, enn eiga íslenzkir verkamenn engan aðgang aö atvinnuleysissjóðum þegar atvinnuleysið herjar, enn verða þeir þegar í nauðir rekur að sætta sig við skortinn eða leita á náðir hins opinbera um framfærslustyrk. Þetta ástand er ekki aöeins óviðunandi fyrir verkalýðs- stéttina heldur er þaö þjóðfélaginu til háborinnar skamm- ar. Það er til skammar að þjóðfélagið skuli ekki búa verkamanninum þann sjálfsagða rétt sem felst í atvinnu- leysistryggingum í stað þess að dæma hann til skorts eða þvingandi göngu á fund opinberra framfærsluyfirvalda þegar fylgja auðvaldsþjóðfélagsins, atvinnuleysið, ber aö dyrum. Meðan málum er svo háttaö að verkalýðnum hef- ur ekki verið búið fullkomið atvinnuöryggi hlýtur hann því að halda áfram baráttiínni fyrir sem fullkomustum atvinnuleysistryggingum. Sósíalistaflokkurinn hefur því enn á ný lagt fram á Alþingi frumvarpið um atvinnuleysistryggingar á vegum verkalýösfélaganna. Er þaö flutt af þrem þingmönnum flokksins í neðri deild, þeim Gunnari Jóhannssyni, Sig- urði Guðnasyni og Einari Olgeirssyni. Hefúr Gunnar Jóhannsson þegar fylgt frumvarpinu úr hlaði og sýnt með ljósum rökum hins þaulkunnuga verkalýðsleiðtoga íram á nauðsyn þess að þetta réttlætismál nái fram að ganga. Eigi að síöur er fullvíst að til þess að Alþingi eins og það nú er skipaö samþykki frumvarpið þarf að rísa á ný sterk og öflug alda meðal alls verkalýðs í landinu fyrir framgangi málsins. Það má ekki undir neinum kringum- stæðum fara fram hjá alþingismönnum að það er- ein- róma krafa og vilji allrar íslenzku verkalýðsstéttarinnar aö atvinnuleysistryggingarnar verði lögfestar. Verkalýðsstéttin verður að bera þetta mikla hagsmuna- mál sitt fram til sigurs. Einhuga barátta hennar hefur áður tryggt henni 8 stunda vinnudaginn, 15 daga orlof og togarasjómönnum 12 stunda hvíld. Gegn öllu þessu stóðu atvinnurekendur og afturhaldsöflin meöan stætt var en uröu að lokum aö láta undan þunga „samtakanna. Söm veröur reynslan um atvinnuleysistryggingamar en verkalýðsstéttinni er það mikið nauðsynjamál að þær nái fram aö gang» án frekari tafar. - Stjómendur Bandaríkjanna yfirvega gjörbreytta hemaðaráætlun YfirherráSiS fylgjandi einbeitingu aS kjarnorkuhernaSi á íundi sínum með blaða- mönnum í síðustu Viku varði Eisenhower Bandaríkja- forseti miklum tíma til að bera til baka fregnir af þvi að fyrir dyrum stæði fækkun her- liðs Bandarikjanna í Evróþu og Asíu. Fregnir þessar voru runnar frá sjáfum iandv.arna- ráðherra Bandaríkjanna, Char- les Wilson, sem sagði blaða- mönnum 19. október að með tímanum þegar ný vopn jrrðu tekin í notkun myndi verða hægt að fækka bandarísku her- liði erlendis. Bent; hann á að nokkrar fallbyssur, sem skjóta má úr kjarnorkusprengikúlum, hefðu nýlega verið sendar til Vestur-Þýzkalands, en jafn- framt hætt við fyrirætlun um Eriend tíðindi að senda þangað fullbúna véla- herdeild í viðbót við þær sem fyrir eru. IJandarísk blöð haía mjög " rætt mál þetta undanfarið. Þeim blaðamönnum, sem greið- astan aðgang eiga að æðstu eipbættismönnum Bandaríkj- anna, ber saman um að á döf- inni séu fyrirætlanir um ger- breytfca bandariska hemaðar- áætlun en engin endanleg á- kvörðun hafi verið tekin enn og verði varla tekin fyrr en einhvern tíma á næsta ári. I haust var algerlega skipt um menn ' í yfirherráði Bandaríkj- anna. James Reston, yfirfrétta- ritari New York Times í Was- hington, sem venjulega veit svo vel hvað' er að gerast bak við tjöldin í Washington að stéttarbræður hans stríða hon- um á því að hann virðist ala mestallan aldur sinn undir gólfteppunum í skrifstofum ráðherranna og forsetans, seg- ir 21, október að yfirherráðinu hafi verið falið að athuga, . hyemig hægt sc að lækka her- kostnað Bandaríkjanna án þess að herstyrkurinn minnki við það. Reston skýrir frá því að yfirherráðið sé nú búið að segja forsetanum að vilji hann að þa<ð lækki hernaðarútgjöld- in á fjárlögum verði hann að leyfa þvi að fækka banda- rísku herliði erlendis og draga úr framleiðslu eldri vopna- gerða til að hægt sé að leggja megináherzlu á framleiðslu og notkun kjarnorkpvopna. 1>eston segir að það sé þegar orðið greinilegt í Washing- ton að al'ar hemaðaráætlanir hneigist í áttin.a til einbeiting- ar að kjamorkuvopnum og minnkaðs herstyrks erlendis en ákvarðanir um meiriháttar stefnubreytingar hafi ekki ver- ið teknar og komi ekki til kasta Eisenhowers og Þjóðarör- yggisráðsins fyrr en að vori í fyrsfca lagi. í Þjóðaröryggis- ráði Bandaríkjanna eiga auk forsetans sæti utanríkisráðherr- ann, landvamaráðherrann, fjármálaráðherrann og yfir- maður leyniþjónustunnar. Ráð- ið fjallar um öll meiriháttar mál sem snerta hernað og skipti við önnur ríki. Yfirher- ráðið hefur hinsvegar gert und- irbúningsrannsóknir og segir Reston að það sé þeirrar skoð- unar að kjamorkuvopn séu þúsund sinnum ódýrari en eldri vopn með sama eyðing- armætti. '%Terði það úr að Bandaríkja- ’ stjórn hverfi að þvf ráði að byggja hernaðarmátt sinn að mestu á • kjamorkuvopnum þýðir það að hún getur ekki þótzt vilja semja um bann við kjarnorkuvopnum og alþjóð- legt eftirlit með framkvæmd'" þess, segir Reston. I öðru lagi yrð; iafleiðlr.gin sú að takmark- aðar styrjaidir eins og sú í Kóreu yrðu háðar með kjarn- orkuvopnum með allrj þeirri auknu hættu á stórst'yrjöid sem iaf því myndi le.ða. Reston seg- ir í grein í New York T mes 25. október að liklegt sé að rökin fyrir einbeitingu að kjarnorkuhervæðingu fái yfir- höndina í Washington. „Her- menn sem hugsá í eyðingar- mætti, hagfræðingar sem hugsa í fjárhagsstyrk og stjómmála- menn sem hugsa í stjórnmála- valdi sjá allir mikinn hag við breytinguna", segir hann. ¥ Tmmæli ýmissa bandarískra ^ áhrifamanna styrkja þessa skoðun Restons. Til dæmis sagði Wilson landvarnaráð- herra við blaðamenn 19. októ- ber að ,3andaríkin gætu vegna yfirburða sinna hvað kjarn- L Gordon Dean --f. ~ Charles Wilson. orkuvopn snertir, ráðizt á Sov- étr kin frá flugstöðvahring sín- um i kringum rússneska heims- ve'dið . . . Fólkinu gæti orðið það til veru’egrar hughrevst- ingar ef það vildi gera sér í hugarlund hvernig því myndi líða ef það byggi í Sovétrikj- unum — .byggi þar vitandi af því að (Bandaríkin) hafa yf- irburði í kjamörkuvopnum og ráða yfir stöðvum hringinn í kring um Sovétríkin, sem hægt er að beita þessum vopnum frá“. (New York Times 20. okt. bls. 8 í flugpóstútgáfunni). Skýrar hefur aldrei verið lýst yfir tilganginum með banda- rískum herstöðvum í öðrum löndum. ¥»á var Gordon Dean, sem var formaður kjarnorkunefnd- ar Bandarikjastjórnar þangað til á þessu ári, ekki myrkur í máli í ræðu í veizlu Verzl- unarráðsins í Los Angeles 23. október. Dean, sem er einn af eigendum Lehman bankans í New York, sagði: „Við ættum að láta Rússana vita .af því að við erum reiðubúnir að nota kjarnorkusprengjuna ef þörf krefur . . . Við skulum gera það deginum liósara að ef Rúss- land hreyfir sig beinlínis eða óbeiniínis í Kóreu, í Mið-Aust- ur’.öndum eða í Norðurheim- skautslöndunum munum við ekki aðeins heldur verð um við að tortíma liffærum þeirrar hreyfingar — sérhverri járnbraut- arstöð, sér- hverri birgðastöð, öllu því iðnverkafólki sem að þessu vinnur . . . Segjum þeim að við munum ekki þola nein- ar umræður um hvað sé árás. Slíkar umræður kynnu ,að standa árum saman. Höfum við árás fyrir augunum mun- um við kannast við hana. En leiki nokkur vafi á skulum við gera það deginum ljósara að um árás sé að ræða ef sprengja eða vébyssuvagn írá Skoda- verksmiðjunum I Tékkósló- vakíu finnst í grennd við dauð- an mann frá hinum Vestræna heimi. Það er nóg ef MIG-flug- vél, sem notuð er til að aðstoða/ við árás, verður rakin til rúss- neskrar verksmiðju“. (New York Times 24. okt. bls. 5 í flugpóstútgáfuqni). Þessi banda- ríski stórlax krefst þess sem sagt arf Bandaríkjastjórn lýsi því yíir að hún áskilji sér rétt til að hefja gjöreyðingar- styrjöldt'með kjarnorkuvopnum hvénær sem henni þóknast. ¥jiréttaritari brezku fréttastof- unnar Reuters í Washing- ton, Paul Scott Rankine, skýrir í skeyti frá flestu hinu sama og Reston. Bretinn bætir því þó við að bandarísk íjárhags- aðstoð verði í vaxandi mæli notuð „til ,að koma upp, vopna cg birgja evrópskar herdeildir búnar venjulegum vopnum, því að ódýrara ér að halda þeim útí en bandarískum herdeild- um“. Restoij lætur orð liggja að hinu sama er h-ann segir, að ekki sé hægt að fækka að neinu ráði bandariskum her- sveitum í öðrum löndum fyrr en búið sé .að koiha upp veruleg- FramhaJd & 11. eíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.