Þjóðviljinn - 05.11.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. nóvember 1953 bCkarest eimsókn í Textile Gravitu Þurrkherbergi ver ksmið j unnar í þessari sömu álmu er einnig þurrkherbergi verksmiðjunnar. Þ.arna inni var svaland: gustur, sem orkaði þægilega á okkur, þegar við gengum inn. Þvegin ullin er látin ganga í gegnum litla sívala stáltanka, en sterk- ar rafmagnsloftdælur framleiða þurrkinn í tönkunum. Þessir t.ankar og þvottavélar verk- smiðjunnar voru smíðaðar í verksmiðju er nefnist „23. á- gúst“, ðg byggð var fyrir íjór- um árum. Allt rafmagn verk- smiðjunnar, sem er rafknúin, kemur frá rafmagnsveri ann- ars staðar í borginni. — Engan mann sáum við þarna í salnum, þar gengur allt af sjálfu sér, en einn vélfræðingur mun vera þarna til eftirlits. Þvottasalur og kyndararrúm verksmiðjunnar Nú áttum við eftir þriðju álmbygginguna, sem.var aðskil- in frá hinum tveimur og mynd- aði þriðju hlið bakgarðsins. Við gengum aftur út í garð- inn og þvert yfir hann og kom- um nú inn í stóran verksmiðju- sal, þar sem óhrein ullin var þvegin. Það er aðallega um tvenns konar ull að ræða, sem verksmiðjan vinnur úr. >að erx venjuleg ull og camelull. — Þetta er óhreinlegasti saiur verksmiðjunnar og loftið þafna inni var blandað sterkri óþefj- an. — Engu að síður fylgdumst við með því af áhuga, hvernig ó- .hrein ullin. var sett í stórar íerhyrndar stáltrektir, knúðar rafmagnsloftdælum, sem blésu . ullinni gegnum trektarnir og um ieið ryki og öðrum óhreinind- um úr henni, hvernig sívalir valtarar tóku við hennj hver á fætur öðrum, laugaðir sjóð- andi, sterkri þyottablöndu og •að síðustu, hvernig hún gekk frá einni þvott'alaug til annarr- ar á sérstökum færiböndum, þar sem hún skolaðist í hreinu sjóðandi s vatni, þangað til hún ’ var hvítþvegin. Þama inni voru nokkrír verkamenn til eftirlits og stjórn.ar vélunum og þrátt fyrir íremur óþriflega vinnu, virtust vinnuföt þeirra hreinleg eftir atvikum. — Ég var svo heppinn að ná tali af rosknum verkamanni, sem talaði þýzku. Eg spurði hann að því, hvort hann væri ekki óánægður með hlutskipti sitt og dró hann heldur við sig svarið. Þá sagðí hann, að það væri mikill munur á atvinnuöryggi múna og fyrir stríð. Þá heíði verið mikið atvinnuleysi, en nú væri engu slíku til að drelfa. —. „Dann war alles kaput, aber jetz aufbauen wir“, sagði þessi gamli verkamaður, með hlý- legan glampa í augunum og það eru sannarlega orð að sönnu. — Aðspurður sagði . hann, að verkamennirnir hefðu þarna frá 300 lei upp í 500 lei og á næst- unni' stæðu tll kauphækkanir í sambandi við framleiðsluaukn ingu verksmiðjunnar. Að lokum gengum við inn í kyndararúm verksmiðjunnar, en það er ekki náuðsvnlegt að eyða löngu máli í að lýsa olíu- kyntu eldstæði með stórum kötlum. Þama inni ríkti þrifn- aður og regla á öllum hlutum eins og annarsstaðar í verk- smiðjunni. I menningarsalnum aftur Þegar við höfðum lokið könn- unarferð okkar um verksmiðj- una, gengúm-við inn í menning- arsalinn aftur og tókum okkur sæti. Þessi stóri, bjarti salur er ætlaður verksmiðjufólkinu til menningarlegrar starfsemi. Á veggjunum hanga ofin vegg- teppi úr ull, hinn látlausi rú-_ menski listvefnaður, sem þjóð- in hefur tileinkað sér -gegnum aldagamla erfð. Fyrir enda salarins er leik- svið, þar sem verksmiðjufólk- ið á kost á að sjá sígild leikrit Caragiale, þjóðdansa, kórsöng og upplestur góðra bókmennta og eru listamennirnir oftast úr hópi verksmiðjufólksins sjálfs. Þannig er' stuðlað að þroska og menntun, jafnframt heil- brigðrf skem.mtanaþrá, og gengst verkalýðsfélag verk- smiðjunnar fyrir slíkri starf- semi, þar sem stj.órn þess gerir einnig tillögur um allan aðbún- að í verksmiðjunni. Stjórn 'verkalýðsfélagsins er kosin leynilegri atkvæðagreiðslu af verksmiðjufólkinu. Unga verksmiðjustúlkan Þegar við höfðum setið skamma stund og, virt fyrir okk Ur salinn. náðum við tali af ungri verksmiðjusíúlku gegnum túlkinn og heildsalann okkar. — Þessi unga þokkafulla stúlka vann átta stundir á dag í kembisalnum og hafði 900 lei á mánuði fyrir ákvæðisvinnu. Hún var gift byggingarverka- manni með 1200 lei á mánuði og sama vinnutíma. Þau hjónin voru barnlaus. Fyrir fæði. eyddu þau saman 300 lei á mánuði og þar af borgaði kon- an 42 lei fyrir hádegisverð í verksmiðjunni. „ Þau borguðu 14# lei á mánuðii fyrir työ herbergi og eldhús og skattar reyndust 10% af launum þeirra til ríkisins. Þannig eru þau tryggð gegn hverskonar veikindum og slys- um á fullum launum og horfa fram á áhyggjulausa daga í ell- inni. Vinnufatnaður er ókeypis hjá verksmiðjunni. — Bæði hjónin fá tuttugu og einn dag í sumarleyfi á fullum launum og voru þau síðastliðið sumar á baðstrond við Svarta- hafið. — Við spurðum hana, hvernig hún eyddi tómstundum sínum eftir vinnutíma. Auk léttra heimilisstarfa stunduðu þau hjónin ókeypis nám í kvöld- skólum að vetrinum. Þau sóttu leikhús, hljómleika, óperur, kvikmyndahús eða veitinga- staði. Einstaka sinnum fóru þau á fjallahótel í Karpatafjöllum og iðkuðu þar vetraríþróttir. Þessi hamingjusama, nýgifta verksmiðjustúlka virtist ósvik- inn fulltrúi æskunnar, sem framtíðin veitir möguleika til þroska og dáða undir hinu sósíalska skipulagi þjóðarinn- ar. Ovæntur atburðtir Eftir fróðlegt og skemmtilegt viðtal við þessa ungu konu, tók Magnús á móti stórum blóm- vendi fyrir okkar hönd. Það er ekki víst, að unga stúlkan, sem færði honum blómin, hefði bros- að jafn innilega framan í þenn- an kotroskna heildsala og vei-ksmiðjueiganda norðan af íslandi, ef hún hefði skynjuð fals hans og yfirborðsmennsku, undir Ijúfmannlegu brosinu, ■sem verzlunarmaðurinn beitir í útlöndum. En hvað um það. Inn í salinn var nú einnig komin norsk og ítölsk sendinefnd og við ferum j þann veginn að fara, þá gerist óvænt og skemmtilegt atvik. Leiktjaldið dregst frá svið- inu, og stendur þá ekki söngkór verksmiðjunnar fyrir framan okkur, verksmiðjustúlkur og verkamenn í vinnuklæðum, kom in beint frá vélunum, til þess að syngja fyrir okkur. I fyrstu söng kórinn gamlan, angurværan uppskerusöng, þrunginn frjómagni jarðarinn- ar og baráttu verkafólksins gegn ríkum óðalsbændum. Þá söng kórinn tvö lög um nýsköp- un þjóðarinnar og vonir hennar um frið í heiminum. Og það var raunar núna, sem mállausir útlendingar skynjuðu fyrst þann kraft og þær fögru vonir' þessa fólks, sem barðist íyrir lífs- hamingju sinni, frá eymd styrj- :alda og kapitalisma tU friðar og farsældar. Þegar söngnum var lokið birtist á sviðinu dans- hópur í þióðbúningum og dansaði gamlan rúmenskan þjóðdans. Þessi fallegi dans túlkaði þrá vnga mannsins til stúlkunnar sinnar, glampandi af farsælli gleði' heilbrigðrar æsku. Yfir dansinum hvíldi yndislegt lát- leysi og sjálfsöryggi þessa verkafólks, sem náð hefur tök- um á lífskjörum sínum og menningu. Að þessum móttök- um loknum, fórum við að tygja okkur af stað og þökkuðum fyr- ir okkur að gömlum og góðum sveitasið. Þegar við yfirgáfum Textile Gravitu, þá bergmáluðu friðarkveðjur í hug okkar og hjarta og við ókum burtu frá veifandi, brosandi andlitum í hverjum glugga, en borgin beið fyrir framan okkur, full af ævintýrum laugardagskvöldsins. Að leiðarlokum Við urðum nokkuð undrandi, þegar heim var komið og okkur gafst kostur á að lesa greinar og viðtöl þeirra Magnúsar og Guðmundar félaga hans í í- haldsblöðum bæjarins. Það bar svo við að næturlagi, þegar við ókum yfir ungversku sléttuna, að ég lenti í samræð- um við Guðmund um kjör há- skólastúdenta í Rúmeníu. Við höfðum báðir heyrt frá vafa- samri heimild, að synir stórat- vinnurekenda fengju ekki að- gang að háskólum landsins og gekk meginefni samræðunnar út á það, hvort taka mætti gagnrýni kapitalista sem heilág- :an sannleika. — Þegar heim var komið vitnar Guðmundur í mig í Morgunblaðsgrein og telur að annar stúdent geti borið sömu sögu um þennan meginkjarna greinar hans. Til marks. um gagnrýni rú- menskra kapitalista er til Framhald á 11. síðu. Sorphreinsun — Bainakennsla — Mjólkurvinnsla Verkefni fyrir Fegrunarfélagið Bæjarpóstinum borizt austan af Selfossi. ,,Fyrir tveimur árum lét hreppsnefnd Selfosshrepps hefja sorphreinsun frá húsurn þorpsins, sem full þörf var á. Var verkið boðið út og hlut- skarpastur varð barnakennari einn á staðnum. Þótti mörg- um óv:ðfelldið að leitað var eftir mcnnum inn í barnaskól- ann til sorphreinsunar. Að- standendum baruanna þótti Jafnframt væri ekki úr vegi að •1 heilbrigðiseftirlitið liti öðru hverju eftir því, hvaða flutn- ingur er fluttur með mjólkinni að og frá mjólkurbúinu. Myndi ekki mörgum neytendanum verða klígjugjarnt, ef. hann sæi, hvað flutt er með mjólkur- bílunum á degi hverjum og hvernig það fer innan um brús- ana? Kannski. Ameríkaninn hafi séð það og misst lystina á mjólkinni þessvegna •— —Neytandi". það miður viðkunnanlegt, að einn barnakennarinn skyldi ÞANNIG hljóðar bréf Néytanda fara bekit frá kennaraborð'nu frá Selfossi, og har.n hefur í sorphreinsunina og úr sorp- hreinsuninni að kennaraborð- inu, þó að maðurinn færi í sam- festing utanyfir. Þetta þotti því frekar óviðeigandi, þar sem maður þessi hafði nú ekki öðr- um fyrir að sjá, svo að vitað sé, en sjálfum sér og vitan- lega á föstum launum. Má og geta þess, að um þetta leyti gengu starfsmenn hreppsins atvinnulausir yfir lengri tíma. Nú var þessi sorphreinsun boð- in aftur út nýlega og hlut- skarpastir þ.e. lægstbjóðendur urðu tveir starfsmenn úr Mjólkurbúi Flóamanna. Má það teljast einkennilegt ef heil- brigðisyfirvöldin láta það óá- talið, að mjólkurvinnslumenn stundi sorphreinsun jöfnum höndum. sannarlega ærna ástæðu til að stinga niður penna. Sóðaskap- ur allskonar hefur því mið- ur verið allt of algengur til þessa. Það er eklki ýkja langt síðan ég ætlaði að kaupa brauð í bakaríi hér í bænum; það var komið að lokun og stúlk- an var að flýta fyrir sér með því að þvo gólfið jnilli þess að liún afgreiddi brauðin. Þegar ég kom inn hristi hún af sér gólfskolpið, þurrkaði sér síðan beint í handklæðið og ætlaði svo að taka á brauðinu. Ég þarf ekki að taka það fram, að ég keypti ekki brauðið þarna. En nú er búið að stofna hér í Reykjavík neytendasamtök, sem væntanlega reyna að kippa þessum hlutum í lag. Verkefnin eru sjálfsagt nóg. Það er líka til fclag hér í bæn- um, sem heitir Fegrunarfélag Reykjavíkur, og ef til vill á það sinn þátt í því, að það er kominn- þrifalegri svipur á Reykjavík útvortis. Það er að minnsta kosti staðreynd, að fólk gerir meira til þess að hafa snyrtilegt kringum hús sín, hreinsa rusl af lóðum og fegra skrúðgarða. Maður getur ékki verið sóði í snyrtilegu umhverfi. Stundum kemur maður inn á skrifstofur, þar sem ekkert er sjálfsagðara en að drepa í sígarcttustubbnum með tánni á gólfinu. Aðrar skrifstofur eru þannig útlits, að manni finnst maður fremja lielgispjöll, ef maður missir ögn af ösku niður á gólfið, enda liggja þar auðvitað ösku- bak'kar frammi handa reykj- ándi viðskiptavinum. En af því að ég minntist á Fegrunarfélag ið hérna áðan, dettur. mér í hug, hvort það gæti ekki beitt sér fyrir því, að hús Svéins Egilssonar við endann á Hlemmtorgi, milli Laugavegs og Hverfisgötu væri pússað og fullgert að utan. Ég tók af til- viljun eftvr því um daginn, að þetta er allra stæðilegasta hús, stórt og voldugt, og það yrði mikil bæjarprýði ef gengið yrði endanlega frá ytra borði þess. Ég veit ekki hvað veld- ur því að þetta hefur ekki ver- ið gert, sennilega eru fyrir því fullgildar ástæður. Nú vil ég leyfa mér að benda Fcgrun- arfélaginu á að þama bíður þess verkefni, ef það hefur á- huga á að stuðla að því að inn- keyrslan í höfuðstaðinn verði tigulegri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.