Þjóðviljinn - 05.11.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 05.11.1953, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. nóvember 1953 þlÓiiyiUBNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistanokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Ajskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Samfylking gegn hernáminu Höfuðmálgagn ameríska hernámsins á íslandi ber þess merki í gær að það telur málstað og hagsmuni húsbænda sinna hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli við úrslit stúdentaráðskosninganna um síðustu helgi og þá samv'nnu sem tekizt hefur með öllum and- stæðingum íhaldsstúdenta um stjórnarkjör í stúdentaráði og and- stöðu gegn amerísku yfirdrottnuninni á íslandi. Fyrirsögn Morgunblaðsms yfir frétt þess af stjómarkjörinu var svohljóðandi í gær: „Kommúnistar ráða lögum og lofum í stúdentaráði. Meðan Vaka hafði meiri hluta var lýðræðissamvinna ög kommúnistar einangraðir". Hann leynir sér svo sem ekki söknuðurinn út af því að íhaldið hefur verið svift meiri hluta sínum í stúdentaráði Háskólans og að samstarf hefur tekizt milli allra andstæð:nga þess um stefnu og störf stúdcutaráðs. Og vitanlega finnst Morgunblaðinu það alvarlegra en nokkuð annað að hverju samstarfið beinist, að höfuðmarkm'ð þess er að hefja að nýju að hún meðal háskóla- stúdenta fána djarfrar, þjóðlegrar baráttu gegn ameríska her- náminu á íslandi, afsiðunaráhrifum þess og margháttaðri spill- ingu. meðal æskulýðsins og þjóðarinnar allrar. En þótt íhaldið og Morgunblað:ð sé haldið hryggð og ótti þess við samfylkingu hernámsandstæðinga sem tekizt hefur meðal Háskólastúdenta leyni sér ekki gegnir öðru máli um alla þjóð- holla íslendinga. Almenningur í landinu fagnar af heilum hug ósigri íhaldsins í Háskólahum og þeim straumhvörfum sem sam- vinna andstæðinga þess boðar í afstöðu. stúdenta til hinnar ge:gvænlegu hættu af hernáminu. Háskólastúdentar voru lengi vel í broddi fylkingar í baráttunni gegn herstöðvakröfum Banda- ríkjanna unz Ihaldinu tókst að sundra þeim fyrir nokkrum árum og draga þá í dilk með hernámsliðinu. H'q nýja samvinna her- námsanastæðinga í Háskólanum boðar nýja sókn íslenzkra stúd- enta gegn-spillingu hemámsins en fyrir uppsögn hernámssamn- in^sins og brottflutningi alls herliðs af íslandi. Heiður sé þeim sem að þeirri samvinnu hafa unnið. Heill fylgi störfum þeirra og baráttu fvrir málstað íslenzku þjóðar'miar og frelsi lands henn- ar undan ameríska kúgunarokinu. Söluskatturinn Stjórnarflokkarnir hafa einu sinni enn farið þess á leit við Alþingi að það framlengi þær milljónaálögur á þjóðina sem felast í hinum óvinsæla söluskatti. Kom frumvarp um þetta efni til 2. umræðu á þingi í fyrradag og þarf varla að efa að þingmenn íhalds og Framsóknar hlýði eins og að venju og geri þaö sem fyrir þá er lagt af ríkisstjórninni. Um leið og Einar Olgeirsson mótmælti frumvarpinu harðlega fyrir hönd Sósíalistaflokksins flutti hann tvær breytingartillögur. Er önnur um að undanþiggja allar ís- lenzkar iðnaðarvörur söluskatti og hin að felld skuli niður heimildír. til að stöðva atvinnurekstur manna vegna ó- greidds söluskatts. Söluskatturinn hefur ekki hvað sízt komið hart niður á íslenzka iönaðinum, sem átt hefur í vök að verjast vegna þeirrar fráleitu stefnu stjórnarflokkanna að hrúga inn í landið fullunnum erlendum iðnaðarvörum, sömu tegund- ar og ísienzk iðnaðarfyrirtæki framleiða á fullkomlega samkeppnisfæru verði. Hefur með þessu verið kreppt mjög aö iðnaðinum, þeim unga og efnilega atvinnuvegi, sem veitir sífellt stærri hluta þjóðarinnar atvinnu og sparar gjaldeyri í stórum stíl. Sú fruntalega innheimíuaðferð ríkísstjórnarinnár aö stöðva rekstur fyrirtækja og einstaklinga án allrar misk- unnar sé söluskatturinn ekki greiddur er fyrir löngu landskunn að endemum. Er vissulega tími til kominn að Alþingi grípi hér í taumana og hindri slíkar innheimtú- aðfer'ðir eftirleiðis. Mun áreiðanlega fylgzt meö því af vak- andi athygli hverja afgreiðslu þessar sjálfsögðu breyt- ingatillögur Einars Olgeirssonar við söluskattsfrumvarp- ið hljóta af hálfu Alþingis. Almemtingur í Bandaríkjunum snýst gegn stjérn Eisenhewers Dýrtið og atvinnuleysi hrjá verkamenn en verSfall bœndur Fjótt Dwight Eisenhower hafi ekki setið nema hálfan tí- unda mánuð í forsetastóli Bandaríkjanna er bandarískur almenningur þegar búinn að fá nóg af honiun og stjóm hans. Fyrir ári síðan var*E:senhow- er 'kjörimi forseti með atkvæði 442 kjörmanna en keppinaut- ur hans, Adlai Steveuson, fékK aðeins 89. I haust liafa hins- vegar hverjar aukakosningarn- ar af öðrum gengið í mót for- setanum og flokki hans. Er það nú ahnennt viðurkennt i Bandaríkjuniun að kosninga- úrslit þessi beri vott megnri óánægju meirihluta kjósenda með stefnu stjómar Eisen- howers og vonbr'gðum yfir embættisrekstri hans. Fyrir þremur vikum kom . fyrsta áfallið fyrir re- publikana, andstöðuflokkur þeirra demókratar fckk í fyrsta skipti í sögunni kjörinn þingmann á sambandsþingið í Washington í níunda kjördæmi Wisconsinfylkis. I fyrradag var svo kosið á ýmsum stöðum og alla þá bardaga sem fylgzt var með af mestri eftirvænt- ingu unnu demókratar. Fram- bjóðandi þeirra, Robert Wagn- er yngri, var kjörinn borgar- stjóri i New York. Demókrat- inn Robert Meyner var kjör- inn fylkisstjóri í New Jerseý og republikanar töpuðu auka- kosnmgu um sambandsþings- sæti úr sama fylki. í Virginia þóttust republikanar ömggir um sigur í fylkisstjórakosn- ingu en töpuðu þrátt fyrir mjög lélegt framboð demó- krata. T^essi kosningaúrslit em svo * samhljóða að eng:nn vafi leikur lengur á því að í augum bandarískra kjósenda eru E:s- enhower og stjóm hans veg- in og léttvæg fundin. Eftir aukakosninguna í Wisconsin reyndu sumir foringjar re- publikana í Wash’ngton að hugga sig við það að kosninga- þátttaka hefði verið lítil og úrslitin væri því ekki að marka. Frambjóðandi republik ana, sem tapaði í kosningunn:, sagði þá: „Úrslitin sýna svo ekki verður um villzt að bænd- um og verkamönnum gezt ekki að stefnu núverandi ríkis- stjómar". Sá dómur hefur nú verið eftirminnilega staðfest- ur. Wisconsin er eitt af latid- búnaðarfylkjunum um miðbik Bandaríkjanna. New Jersey, þar sem republikanar töpuðu í fyrradag, er hinsvegar eitt af helztu iðnaðarríkjummi á At- lanzhafsströndimii og f)rlk:s- stjórnin hefur verið í höndum republikam frá því árið 1940 þacigað til nú. Ef republikan- ar tapa einnig aukakosningu t:l sambandsþingsins í Kali- forníu 10. þessa mánaðar, verð ur ekki um það deilt að um öll Bandaríkin eru kjósendur að snúast gegn forsetanum sem þeir kusu með yfirgnæf- andi meirihluta fyrir ári síð- an. Oepublikönum tókst að koma því svo fyrir að forseta- kosnngamar snerust aðallega um menn en ekki málefni og þar vann auðvitað liin víð- fræga og vinsæla stríðshetja. En bandarískum almenningi er ekki lemgur efst í huga góð- látlegt kosningabrosið á svip- m'klu andliti Ike, heldur af- leiðingamar af gerðum millj- óciaranna, sem blekktu liann upp á kjósendur með sömu auglýsingaaðferðum og beitt er til að selja bíla og unar var að draga úr „of- þenslu“ ým’skonar fram- kvæmda og það liefur saneiar- lega tekizt. Framkvæmdir liafa dregizt saman, notkun stáls og annarra hráefna frá iðnaðin- tun minnkað og verkafólki ver- ið sagt upp eða vinnutími styttur hvarvetna. Kaup- sýslutimaritið U. S. News & World Report skýrði frá því 9. október að atvinnuleysi væri vaxandi og myndi komið upp í fjórar milljónir um mitt næsta sumar. Blað'ð bætti því við að minna atvinnuleysi en þrjár til fjórar milljónir manna mætti telja ,,óeðl;legt“. Erlend tíðindi Dwight Eisenhower sígarettur, og hafa síðan not- að valdið sem hann gaf þeim yfir stjórnartaumum Banda- rikjanna tii að maka krókinn á kostnað alþýðu manna. Full- trúar hringavaldsins í ráð- herrastöðunum í stjórn E'sen- howers hafa með verkum sín- um ýtt rækilega við bændum og verkamönnum Bandaríkj- anna. IJændur hafa enn sem komið " er orðið harðast úti. Milli- liðir hækkuðu útsöluverðið á landbúnaðarvörum til neyt- enda, en vjð það drógst salan saman. Sölutregðan olli verð- falli til framleiðenda. en smá- söluverðið hefur haldið áfram að hækka. Jafnframt hafa nauðsynjar bænda hækkáð í verði svo að kjörvjieirra hafa versnað að mun. Er nú svo komið að ríkisstjórain hefur bannað bændum að sá hveiti og baðmull í eins sfóra akra og undanfarin ár. Nautgripa- ræktarbændur fóru í síðasta mánuði hundruðum saman til Washington að bera upp vand- ræði sín fyrír Benson landbún- aðarráðherra en fóru heim aft- ur án þess að hafa fengið nokkra úrlausn. m Otóriðjuhöldurinn Humphrey, ^ sem E senhower gerði að fjármálaráðherra í stjóm sinni, beið ekki boðanna þegar hann var seztur í ráðherrastól- inn og skipaði lánsstofnunum að draga úr útlánum. Yfirlýs- ur tilgangur þessaxar ráðstöf- Sama blað skýrði frá því 16. október að „viðskiptrdofna smátt og smátt vegna sam- dráttar í eftirspurn neytenda og fyrirtækja eftir vörum.“ Rekur það síðan verðfall á ma- ís, svínum og húðum í síðastl. mánuði, bendir á að upp- sögnum verkama.nna. fer stöð- ugt fjölgandi og eru komnar upp í 50.000 á viku, getur um mmnkandi eftirspurn eftir stáli og slær því laks föstu að bílaframleiðsa í Bandaríkj- unum verði 14% minni á næsta ári ea þessu vegna vax- andi sölutregSu. Jafnframt hækkor vöruverö t.il neytenda jafnt og þétt. Vísitala fram- færslukostnáðar í Bandarikj- unum hefur hækkað -mánuð eftir mánuð síðan í apríl í vor. Sérstaklega hefur húsa- leiga hækkað ört síðan stjóm Eisenhowers lét falla úr gildi lög um hámarkshúsaleigu. A uðhringamir þurfa lrnsveg- ar ekki að kvarta. Skýrsl- ur um gróða þeirra á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs sýna aukinn gróða stórfyrir- tækja eins og Du Pont, Gene- raj Electric, Shell oliufélags- ins (aukning 52%), Republic stálfélagsins (aukning 172%) o. s. frv. Það er því ekki furða þótt skoðunarkönnunar- stofnun Gallups komist að raun um það að vinsældir Eis- cohowers forseta hafa minnk- að ört síðustu vikurnar og algengasta orsökin er það álit að hann og stjórn hans hafí svikið kosaingaloforð sín um blómlegt atvinnulíf, þvert á móti hafi stjórnin valdið at- vinnuleysi, skaðað bændur og verkamenn en h1aðið undir stóreignamenn og atvinnurck- endur. Ekki bætir það heldur úr skák að forsetinn hefur sí- fellt verið áð skreppa frá Washington til að leika golf eða fiska svo að með sama á- framhaidi mun hann taka sér frí tvo mánuði af fyrsta. stjómarári sínu. 17'osningar til fulltrúadeildar Bandarílcjaþings og þriðj- ungs sætanna í öldungadeild- inni fara fram að ári. Nú hafa republikanar 47 sæti í öldungadeildinni, demókratar 48, og einn er utan flokka. I Framhald á 1L slðu. i 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.