Þjóðviljinn - 17.11.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. nóvember 1953
fil/FUB UTANGAEÐS
40. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
A ÍÞR9TTIR
RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON
ekki neytt undirstöðufæðu frá því daginn áður, rifjuðu þarfir
magans upp fyrir honum söknuðinn eftir góðmetið horfna, er
hann hafði haft með sér að heiman. Kom vatn í munn hans er
hann minntist magálsins og síðunnar, en afþví hvorugt var
leingur tiltækt hlaut hann að leita annarra fánga til þess
að fullnægja þessum þörfum ijkamans.
Á þessari gaungu rak hann alltíeinu augun í glugga einn
alístóran hvar margskonar fæðutegundir voru til sýnis. Snar-
síansaði Jón við þessa sjón og neri augu sín sín áðuren hann
sannfærðist um að um ofsjónir væri ekki að ræða. Einsog
hann stóð þarni var ekki um að villast, að innanvið rúðuna
gaf á að líta drifhvítan lúðu'dkling, einnig hákarlsbeitu snjó-
hvíta og skínandi í sárið einsog sólskinsblett í heiði. Þegar
Jón var nokkrum sinnum búinn að kýngja munnvatni sínu
rf íiaungun stóðst hann ekki leingur freistinguna, en brá sér
innfyrir og bað um tiltekið magn af þessu hnossgæti, og hvarfl-
nði ekki að honum að prútta um prísana að þessu sinni, þótt
eftilvill væru þeir í hærra lagi. Hélt hann þaðan sporléttur
heimtil herbergis síns. Hitti svo vel á, að prángarinn var ekki
heima, svo hann gat haft alla sína hentisemi. Var hann ekki
fyrr sestur á rúmstokkinn, en hann dró upp sjálfskeiðing sinn
í-g tók ósleitilega til matar. Hákallinn var hæfilega morkinn,
fa'o hann smakkaðist vel, og ryklíngurinn var ekki þrárri en
f.vo að þurft hefði meira en meðal matvendni til þess að fúlsa
við slíkum kræsíngum.
Þegar Jón var mettur átti hann ennþá nokkuð óétið. Vafði
hann leifunuum innaní bréf, bréfinu stakk hann niðurí sokk-
bol. en sokknum síðan niðurí pokann, er hann geymdi undir
höfðalaginu niðurvið rúmbotn. Hallaði sér útaf, stángaði úr
"öanum og lét sér líða í brjóst. En þegar af honum létti höfg-
anum eirði hann ílla kyrrsetrnni. Vildi þá svo lánlega til að
orð gamla mannsins, sem dagmn áður hafði leyst úr persónu-
legum þörfum hans, runnu upp fyrir honum. Afré'ð hann því að
halda á fund TJtvarpsins til þess að fá úr því skorið, hvort
stofnun sú ætti elcki í fórum sínum eitthvert það hljóðfæri, er
því væri einginn akkur í.
Skammt var að fara og ekki í kot vísað þegar þánga'ð
kom. Úr anddyri lágu stigar upptil hæða, en afþví hann vildi
ekki eiga yfir sér frekari stigamennsku en þá, er hann hafði
þegar kynnst á þessum degi, var honum um og ó að klífa bratt-
ann. Mitt í þessum vanda birtist honuum alltieinu maður í dyr-
nm. Sneri Jón sér að honum, og spurði hógværlega hvar hann
mfti að bera niður til þess a'ð komast í talfæri við Útvarpið.
Maðurinn kvaðst eiga hægt með að stytta honum leið og
bað hann að gánga innfyrir, hvað Jón lét ekki segja sér tvisvar.
Lcka'ði maðurinn dyrunum að baki þeirra og bað Jón að taka
sér sæti. Téð vistarvera var klefi þraungur að þvermáli og
ófýsilegur til leingri dvalar. Jón hafði rétt tyllt sér, er klefinn
tók kipp uppávið, varð honum dálítið bylt við þessi óvæntu
•hðbrögð, svo hauti spratt úr sæti, en maðurinn sagði að ekk-
ert væri að óttast og bað hann sitja kyrran. Þessi ævintýra-
:ega upphafníng stóð skamma stund. Þegar henni lauk, opn-
aðl maðurinn dyrnar og benti Jóni innan eftir laungum gángi,
og skyldi hann knýja þar á dyr, er hann staðsetti nánar.
Þessa góðu og óvenjulegu fy/irgreiðslu þakkaði Jón hjartan-
lega, en klefamaður seig aftu.r niðurí djúpið. Jón hélt hina
filvísuðu leið, drap þar á dyr og opnaði síðan vel til hálfs
án þess að bíða eftir svari. Stórt bor'ð hlaðið skjölum náði yfir,
drjúgan hluta gólfs, en við borðið sat maður og taiaði í síma.
Komdu sæll, sagði Jón. Mig lángar til þess að tala við Út-
varpi'ð.
Maðurinn var einmitt að Ijúka talinu, svo hann sneri sér
að gestinum.
Komið þér sælir, tók hann undir. Svo, þér viljið tala við
Útvarpið ? Það er Ijúft og. skylt að verða vi'ð svo lítilli bón.
Gjörið þér svo vel og gángið þér innfyrir. Fáið yður sæti og
svo röbbum við saman, því til þess að koma í veg fyrir hugs-
anlegan misskilníng er rétt að ég taki það fram, að ég er Út
varpið og Útvarpið er ég. — Eg þykist sjá, að þér eruð hér
ekki daglegur gestur, en því betra, það er ekki svo oft, að við
sjáum ný andlit hér í Útvarpinu. s
Jón þekktist hið vingjarnlega boð mannsins og fékk sér
sæti, og því til staðfestíngar, áð hann væri þarna velkominn
rétti Útvarpið honum höndina. Jón leist þegar vel á þenna
altillega mann, sem auk þess að vera maður var heil stofnun
og það ekki nein smástofnun. Útlit mannsins var í fullu
samræmi við umhverfið, vei á sig kominn, ekki ýkja hár, en
Keppa íslendingar og Danir í
frjálsum íþróttum næsta sumar?
í síðasta tölublaði „Sports-
manden“ er skýrt frá því að
fulltrúar frá Norðurlöndun-
um hafi hitzt nýlega í Stokk-
hólmi til þess að taka afstöðu
til ýmissa frjálsíþróttamála og
landskeppna landanna á næsta
keppnistímabili. Ennfremur var
gengið frá því að meistaramót
Danmerkur, Svíþjóðar og Nor-
egs færu fram dagana 12. og
13. ágúst og Islands 7. og 8.
ágúst n.á.
Frá því er ennfremur skýrt
í blaðinu að ísland og Dan-
mörk keppi í frjálsum íþrótt-
um á næsta sumri og að sú
keppni fari fram í Reykjavík.
Þó mun ekki gengið frá ýmsum
hlutum í þess. sambandi og því
varlegt að treysta því að þetta
só endanleg ákvörðun. Fulltrúi
FRÍ á fundmum var Bragi
Kristjánsson og er hann ný-
kominn heim. Munu nánari
fréttir berast frá fundi þess-
um, þegar hann hefur gefið
frjálsíþróttasambandinu
skýrslu sína.
Fulltrúar á fundinum í
Stokkhólmi urðu sammála um
að leggjast gegn keppni Banda
ríkjanna og Evrópu næsta sum
ar, þar sem hún myndi ekki
geta fallið inni keppnisáætlun
Norðurlandanna næsta ár. En
þetta mál verður tekið fyrir á
þingi IAAF, sem haldið verður
í Briissel í þessum mánuði.
Áætlunin um landskeppmir
Norðurlandanna lítur þann'g
út:
16.-17. júní: Finnland-Júgó-
slavía í Helsingfors.
29.-30. júlí: Svíþjóð-Ung-
verjaland í Stokkhólmi.
2.-3. ágúst: Noregur-Ung-
verjaland í Oslo.
20. -21. ágúst: Danmörk-
Norðurþýzkaland í Khöfn.
21. -22. ágúst: Finnland-Sví-
þjóð-Noregur. Drengjakeppni í
Finnlandi.
Noregur og Saar
gerðn jafntefli 0:0
Um síðustu helgi kepptu
Saar og Noregur í knattspyrau
-'og fór leikurinn fram í Saar í
viðurvist 45 þús. áhorfenda.
Leikur þessi var einn af undir-
búningsleikjum H.M. keppninn-
ar á næsta ári. Jafntefli varð
og ekkert mark sett, en e gi
að síður var leikurinn „spenn-
andi“ og tvísýnn til síðustu
stundar. Vörn Norðmanna var
þeirra sterka hlið en innherj-
arnir brugðust og þar með all-
ur kraftur í sókninni. Saarliðið
var jafnara, og sérstaklega var
sóknin virkari, en sú norska.
Thorbjörn Svenson og As-
björn Hansen voru beztu menn
norska liðsins. Dómari í leikn-
um var Horn frá Hollandi, en
hann er sá sem dæma á le k-
inn milli Englands og Ungverja-
lands 25. þ.m. Næsti leikur Nor-
egs er við Þýzkaland.
29. ág.-12. sept.: Noregur
keppir við Jugóslavíu, Grikk-
land og Tyrkland í nefndum
löndum.
11.-12. sept.: Finnland-Sví-
þjóð í Helsingfors.
Sept.: Finnland-Frakkland í
París.
Öákv.: Island-Danmörk.
Svíar gerlu
jaíntefla m
England
3:1
írland
Svíar og Ungverjar háðu
landsleik í knattspyrnu á
sunnudaginn var. Fór leik-
urinn fram í Budapest og
lauk með jafntefli 2:2. Fyr-
ir leikinn hafði verið skýrt
frá því, av ungverska liðið
yrði sk'pað sömu mönnum
og léku í úrslita’eiknum við
Júgóslava á olympíuleikj-
unum í fyrra, en þann leik
unnu Ungverjar með 2 mörk
nm gegn engu.
Fyrra sunnudag voru Svi-
arnir í Biibao á Spáni og
kepptu við spænska lands-
láð'ð. Jafntefli varð þar einn
ig, 2:2.
Tékkóslóvakía —
Búlgaría 0:9
Síðasta leik í hópi nr. 8 um
þáfttöku í H.M. keppninni, leik-
num Tékkóslóvakía og Búlg-
aría lauk með jafntefli 0:0. Úr-
slit leiksins höfðu engin áhrif
á úrsl'tin í þessum hópi því
Tékkóslóvakía hafði áður
tryggt sér örugga forustu.
Tékkóslóvakía hefur 7 stig,
Rúmenía 4 og Búlgaría 1 stig.
Á miðvikudaginn í fyrri
viku háðu Englendingar og Ir-
ar landsleik í knattspyrnu. Sigr
uðu Englendingar með 3 mörk-
um gegn einu og tryggðu sér
þar með þátttökurétt í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar, sem
fram fer í Sviss í júnímánuði
ciæsta ár. Fyrir leikinn við Ira
hafði enska liðið unnið Wales-
búa, og gert jafntefli við Skotá
en líklegt er að þeir verði
einnig með í úrslitakeppn nni í
Ziirich.
1341 kí. fysir 11 réSta
í síðustu viku komu fyrir 11
leikir réttir á föstum 4 raða
kerfisseðli, en með ágizkunum
eftir liðum og möguleikum, voru
10 réttir það bezta. Fyrir 4 raða
kerfi (1/H, 2/10, 1/9), sem
kostar aðeins 3.00 kr. hlýtur eig-
andinn 1341 kr. En fyrir utan
þennan vinning voru flestir
beztu vinninganna fyrir 10 rétta
einnig íyrir fasta seðla. Þetta
er einnlg bezta þátttökuformið
fyrir þá, sem ekki eiga aðgang
að umboðsst.að í nágrenni sínu,
og síðasta vika sýnir, að mögu-
leikar eru sízt minni með föstum
röðum.
Víðast hvar er reynslan sú,
að þátttaka í getraunum er afr
þreyipg og dægradvöl í skamm-
deginu og vex þátttakan með
minnkandi dagsbirtu. Virðist það
sama ætia ;að verða hér, og með
versnandi tíð jókst þátttakan í
síðustu viku um tíunda hluta.
Vinningar skiptust þannig:
1. vinningur: 1211 kr. fyrir 11
rétta (1).
2. Vinningur: 60 kr. fyrir 10
rétta T20).
3. vinningur: 10 kr. fyrir 9
rétta (129).