Þjóðviljinn - 17.11.1953, Side 12
Nyfa ílnán fékm 1 nöfkun 10.
okt. - hilaSi i fyrsfa sinn
160 nóvember
I fyrrinótt biluffu báðar rafleiðslurnar frá Soginu, svo irni
tíma hafði Reyjavik ekki rafmagn nema frá Elliðaárstöðinni.
Viðgerð var lokið síðdegis í gær.
Nýja linan bilaði skömmu
fyrir kl. 7 í gærmorgun. Slitn-
iuðu vírar skammt frá rafstöð-
inni við Sogið.
Gam’a línan bilaði um stund-
arfjórðung fvrir kl. 8 í gær-
morgun og höfðu vírar slegizt
saman. Um noiikurn tima hafði
Reykjavík því aðeins rafmagn
frá Elliðaárstöðinni.
í gærkvöldi fékk Þjóðviljinn
þær upplýsingar að lokið væri
viðgerð á nýju línunni.
Handarfsk fftaigvél frá Keffta-
vfkfirflngvelfii talin af
Talið er fullvíst að flugbátur frá bandaríska hernum
á Keflavíkurflugvelli, með 5 manna áhöfn, hafi farizt
vestan við ísland s.l. sunnudagsmorgun.
Flugbátur þessi var af gerð-
inn Grumman Albatros SA 16,
var þetta björgunarflugvél og
iagði hún af stað kl. 8.25 í gær-
morgun og var förinni heitið til
Bluie West I flugvallarins' á
Grænlandi. Kl. 9.44 sendi flug-
vélin ske.vti um að hún hefði
snúið við, annar hrevfijlinn
hefði stöðvazt og að flugvélin
lækkaði stöðugt, hefði lækkað
úr 10000 fetum í 7000 fet. Jafn-
framt gaf flugvéiin upp staðar-
ákvörðun. Það var það síðasta
sem heyrðist til vé’.arinnar.
Björgunarflugvél var send frá
Keflavíkurflugvelli kl'. 12.20 og
varð hún einskis vör á staðnum
er hin fiugvélin hafði gefið upp,
enda var skyggni afleitt. Veður-
athuganaskip fór einnig á stað-
ánn, en varð einskis vísara. í
•gærmorgun var ekki hægt að
senda flug\'élar til að leita vegna
veðurhæðar. Er því talið að flug-
vélin muni hafa farizt.
Þrátt fyrir rokið
Áætlunarflugvél frá Pan
‘American Airlines var á leið til
Keflavíkurflugvallar í gær-
(kvöldi frá Bandaríkjunum,
væntanleg til Keflavíkurflug-
vallar og mun hafa haldið ferð
sinni áfram í nótt.
Áætlunarflugvélar Pan Amer-
ican-fclagsins eru af gerðinni
DC 6 B eða stærsta og nýjasta
gerð skymastervéla.Þærtalca 48
farþéga. Að þær geta halöið
ferð s.’ani áfram- i veðri eins
og í gær kemur af því að þær
fljúga fyrir ofan storminn í
loftinu.
BÆR-þing seft
— og frestað
Ársþing BÆR — Bandalags
æskulýðsfélaga Reykjavíkur var
sett s. 1. sunnudag.
Formaður BÆR, Ásmundur
Guðmundsson prófessor setti
þ.'ngið og minntist hins látna
biskups, Sigurgeirs Sigurðssonar
er var forgöngumaður að stofnun
bandalagsins og studdi það í hví-
vetna,-
Forseti þingsins var kosinn
Jónas B. Jónsson fræðsTufulltrúi
og annar forseti þess Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi. Þing-
haldi var frestað um hálfan
mánuð, til 27. þ. m., og munu
jiefndir starfa á ' þessu tímabili.
Snæfel! m Siai
2000 mál komin til
Iírossaness
Akureyri. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
I gær var ekki veiðiveður á
Eyjafirði, sökum suðvestan-
storms, að öðru leyti var veð-
ur sæmilegt. Bátarnir voru að
veiðum á sunnudaginn en
fengu lítinn afla. Alls liafa nú
verið lögð á land í Krossanesi
2000 mál.
Isafirði. Frá fréttar't-
ara Þjóðviljans.
Tveir bátar hafa hafið hcð-
an línuveiðar, en afli verið
tregur, eða 2-3 tonn í róðri.
Einn bátur fór á síldveiðar.
Leitaði fyrst síldar í Jökul-
f jörðunum, en íór síðan til
Grundarfjarðar.
Togararnir hafa báðir fiskað
fyrir inalendan markað, aflinn
verið lát'nn í frystihúsin. hér.
Vélbáturinn Snæfell og Súl-
an lentu í lirakningum í óveðr-
inu mn helgina, en Snæfellið
dró Súluna sem var með bilaða
vél.
Vél Súlunnar b'laði í Grund-
arfirði og ætlaði Snæfellið að
draga hana til Reykjavíkur í
fyrradag. Komust þeir suður
fyrir Snæfellsnes en urðu þá að
snúa við. Slitnaði dráttartaug-
in hvað eft:r annað. Ætlunln
var að komast til Ólafsvíkur,
en enn slitnaði dráttartaugin
og horfði óvænlega um tíma að
Súluna ræki stjómlaust undan
storminum, án þess að yrði
gert, en loks tókst Sciæfellinu
að draga hana inn t’l Ólafs-
vikur og var hún bundin þar
v:ð bryggju um tvöleytið.
JÖÐVIUmN
Þriðjudagur 17. nóvember 1953 — 18. árgangur — 259. tölublað
svívirðingum og ósannindum
Morgunblaðsms og Vísis
Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi samþykkt stúd-
entaráðs, sem gerð var með 5 atkv. gegn 4.
„Stúdentaráð samþykkir á fundi sínum, 12. nóv. 1953,
að víta Iiarðlega þau skrif, sem birzt hai'a í siunum
dagblöðum bæjarins um störf ráðsins, þar sem hiaðið
hofur verið saman svívirðUegum og rakalausum ósann-
indum, sem virðast eingöngu til l>ess gerð, að sverta
meirihluta ráðsins og gefa almenningi villandi mynd af
störfum þess.
Stúdentaráð harmar þessi óviðeigandi afskipti af sér-
málum stúdenta“.
Gctmla fólkið og öryrkjar eiga
réttlætiskröfu á hærri lífeyri
FrMtnvearp sésíalisfa ym breyf-
”mgar á tryggingarlögunum
Í€@pwiS fii 2. umrceðu
1 bátar siitnuSu
ipp í Nafnarfirði
í ofviðrinu í fyrrinótt dró
togarinn Maí (gamli Maí) legu-
færin þar sem hann lá á ytri
höfninni, svo hann lokaði næst-
um um tíma 'nnsiglingunni.
Tveir bátar, Hafdís og Fiska-
klettur, slitnuðu frá að aftan
þar sem þeir lágu við vestari
bryggjuna í Hafnarfirði og rak
þá upp í króknum við bryggj-
una. Náðust þeir á flot aftur
á f lóðinu. Um skemmd'r er
eklci vitað, en þeir láku ekki.
Njósnamál
i Noregi
Norska leynilögreglan tilkynnti
í gær að í fyrrinótt hef3u fjórir
menn í Kirkenes í Norður-Noregi
verið handteknir fyrir njósnir i
þágu erlends ríkis. Forstöðumaður
leynilögreglunnar sagði í gær að
menn þessir hefðu ekkert hver
um annan vitað, þeir hefðu eng-
um þýðingarmiklum upplýsingum
komið úr landi og þeir yrðu sótt-
ir til saka eftir lögum, sem há-
marksrefsing við að brjóta er
tveggja ára nauðungarvinna.
Það er réttlætismál, aö búa vel að þeim, sem skilaö
nafa löngu ævistarfi og eins hinum, sem ekki hafa afl
til þess aö framfleyta sér og sínum, sagði Karl Guöjóns-
son í gær, í snjallri framsöguræöu fyrir frumvarpi um
breytingar á tryggingarlögunum, sem hann flytur á-
samt Sigurði Guönasyni og Gunnari Jóhannssyni.
Veigamesta breytingin sem frumvarpiö flytur er 25%
hœkkun á ellilífeyri og örorkulífeyri á 1. verölagssvæði
úr 533 kr. í 667 kr. fyrir einstakling á mánuöi, en úr
854 kr. í 1067 kr. fyrir hjón (miðaö við vísitöluna 157).
Jafnframt hækka skeröingartakmörkin, svo að einstakl-
ingur hefði samkvæmt reglum frumvarpsins mátt hafa
7586 kr. tekjur (í staö 6069) árið 1952 án þess að lífeyrir
hans skertist, og hjón 12138 kr. í staö 9710 kr.
Aðrar breytingar em þær að
heiðurslaun, ólögboðin, skuli
ekki dregin frá elliliífeyri þess
er þau hlýtur, éins og nú er —
að fjölskyldubætur nái einnig
til þeirra bama, sem bamalíf-
eyrir er greiddur með. Nú fá
t.d. öryrkjar engar fjölskyldu-
bætur vegna bama sinna, ekki
heldur gamalt fólk sem fær
ellilífeyri og hefur börn í fóstri,
né aðrir sem hafa börn í fóstri
og fá með þeim barnalífeyri —
að réttur giftra kvenna tll
sjúkrabóta verði sami og ann-
ðfviðri en litlar
skemmdir
Sandgerði. Frá fréttarit-
ara Þjóðviljans.
Ofsaveður gekk hér yfir í
fyrrinóít og einnig var hvasst
í gær.
Mörgum mun ekki liafa orð-
ið svefnsamt í fyrrmótt, en
skemmdir af völdum veðursins
urðu litlar, miðað við veður-
hæðina. Nokkrar járnplötur
fuku áf tveim húsum, rúður
brotnuðu og tr'llubát sleit upp,
en hann skemmdist lítið. Eng-
inn var á sjó þegar óveðrið
skall á.
arra, en úr gildi numið það
fáránlega ákvæði að giftar kon-
ur fái þvi aðeins greiddar
sjúkrabætur, að þiær færi sönn-
ur á að maður þeirra geti ekki
séð þeim farborða.
Frumvarpinu var að lokinni
umræðu vísað til 2. umr. og
nefndar.
Sökk við áreksteir,
21 rirukknaðn
Franskt 7000 tonna skip, Perú,
s'gldi í gær ítalska 3000 tonna
skipig Vittoria Claudia í kaf á
Ermai-sundi. Sökk Vittoria
Claudia á fimni mínútum. Brezk-
ir björg-unarbátar komu á vett-
vang og björguðu fimm mönn-
um úr sjónum og fundu sex Iík.
AUs liafa 20 menn farizt.
styrk úthlutað
Á fundi sínum 13. þ. m. skipti
bæjarráð þeim 150 þús. kr. sem
veittar eru á fjárhagsáætlun yf-
irstandandi árs til sumardvalar-
starfsemi. Var styrknum úthlut-
að þannig: Rauði Kross íslands
104 þús. kr., Vorboðinn 36 þús.
kr. og Mæðrastyrksnefnd 10 þús.
Bráðabirgða-
stjórn í Fiimlandi
Tuomioja ríkisbankastjóri í
Finn’.andi, sem reynt hefur undan-
farið að mynda nýja stjórn, lauk
í gær við að semja ráðherralista
sinn og leggur hann í dag fyrir
Paasikivi forseta. Ráðherrarnir
eru menn af öllum flokkum nema
sósíaldémókrötum og lýðræðis-
bandalagi kommúnista og vinstri-
sósíaldemókrata. — Ráðherrarnir
sitja í stjórninni á eigin ábyrgð
en ekki fyrir hönd flokka sinna.
Meginverkefni stjórnarinnar verð-
ur að láta fara fram nýjar kosn-
ingar.
Kvöldvökur
góðtemplara
Þingstúka Reykjavikur og
góðtemplarastúkumar í bænum
efna nú í vikunni til kvöldvaka
í Góðtemplarahúsinu. Samkom-
ur þessar standa yfir fjögur
kvöld í röð og var hin fyrsta í
gærkvöldi. Á kvöldvökum þess-
um flytja ýmsir þjóðkunnir
menn ræður og erindi. Auk
þess verður þama kórsöngur.
kvartettsöpgur og einsöngur;
meðal þeirra sem þarna syngja
einsöng verðn: séra Þorsteinn
Björnsson og Sigfús Halldórs-
son. Þá eru leikþættir, upp-
lestrar og þjóðdansar og kvik-
myndasýning.
ÖMmð kona
sftasast
Um sexleytið í gær varð nær
hálfáttræð kona, Hanna Kolbeins-
dóttir að nafni, fyrir bíl á Vestur-
götunni. Gekk hún út á götuna
fyrir bílinn, en aö öðru leyti eru
tildrög slyssins óljós. Þess má þó
geta að mjög var sleipt á göt-
um bæjarins í gær.
Konan var þegar flutt á Lands-
spítalann. Er Þjóðviljinn hafði tal
af kandxdat á spíta’anum í gær-
kvöidi sagði hann að konan væri
mikið veik, en þó með fullri rænu.
Kvað hann meiðsli hennar ekki
fullkönnuð, en þó mundi konan
vera eitthvað brotin: