Þjóðviljinn - 06.12.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1953, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. desember '1953 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Hlulafélaginu var skylt að greiða laun samkvæmt ákvæðum kjarasanmingsins Laisnþegar firra sig ekki rétti Sil fullra launa á hendur atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningi, þétt þeir semji um og kvitii fyrir lægri launum en samningurmn greinir Hlutafélag, seni aðstoðaði tvo sérleyfishafa við flutningsstarf- semi þeirra, var með dómi Hæstaréttar í fyrradag talið skylt að greiða bifreiðastjóra laun eftir ákvæðum kjarasamnings með sama hætti og sérleyfishafarnir hefðu sjálfir orðið að gera, cnda þótt félagið hefði ekki gengið í Félag sérleyfishafa, sem var annar aðili kjarasamningsins. " Ennfremur skýrir Hæstiréttur í dómi sínum ákv. 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur svo, að þó að starfsmenn hafi kvittað fyrirvaralaust fyrir lægri laun en þeim ber skv. kjarasamningi stéttarfélags síns, eigi þeir samt rétt til að fá mismuninn greidd!- an úr hendi atvinnurekenda eftir Sýning Þorvalds Þorvaldur Skúlason er löng-u við- urkenndur sem einn af gáfuðustu og fremstu listamönnum tslend- ínga. Einkum á hann aðdáendur meðal yngri manna, ekki sízt máiara sem standa i óbættri skuld við hann sem mann og málara enda verið andlegur leiðtogi þeirra sem og ís’enzkrar myndlistar um áratugs bi). Það eitt ætti að vera nóg til þess að fólki leiki forvitni á að fyigjast með listferli hans. Hinsvegar hafa menr> ekki ávallt vérið sammála um stefnu hans í listinni. Hvernig svo sem það álit kann að vera, ætti vanalegum mönnum að vera það aðdáunai’- efni að eiga á meðal sín lista- mann svo eindreginn og óvæginn gagnvart sjálfum sér að hann skirrist ekki við að víkja af braut almennrar viðurkenningar og þeirrar hagsældar er henni fylgir, sem svo sannarlega lá opin fyrir Þorvaldi hér á árunum, til þess að gegna innra kalli. Myndir þær er Þorvaidur sýnir um þessar mundir uppi í List-J vinasal eru um 20 og allar brennd-J ar þessari hrollvekjandi galdra-. rún í augum almennigs: Þær eru abstrakt, óhiutlægar. Það vita flestir hversu erfitt hefur reynzt að uppræta ýmissa hjátrú, en hvenær ætlið þið, fólk, að' hfetta að vera á móti sjálfu ykkur, hætta að þylja þeim bábiljur ykkar og hleypidóma er frekast vilja iétta af þunglyndi ykkar og gefa ykkur bjartari sjón á heiminn að nýju eins og í fyrndinni, eins og þeg- ar við vorum börn, með því að vekja upp þessa elskulegu en að því er virðist gjörsamlega týndu tilfinningu sem hoppar og skopp- ar inn í manni, þegar við sjáum hreinan og vel upp settan lit eða þjáit form. Hvenær? Sýningin sýnir einungis seinasta áfangann í- list Þorvalds. Segja má að gaman hefði verið að sjá meira og þá myndir úr þeim þátt- um er liðnir eru síðan Þorvaldur sýndi seinast, en það mun vera haustið 1949, og vita allir sem til þekkja að margt hefur skeð i list hans síðan, en án efa hefði sýn- ingin sem heild beðið tjón af því, enda er hún mjög samstæð. Um myndirnar sérlega er það að segja, frá minum bæjardyrum séð, að nokkrar eða réttara sagt þrjár finnst mér bera af að öllu leyti: fastari i byggingu, formi og lit, þær eru þéttari, strangari, en jafnframt persónulegri, á þetta einnig við um sýninguna sem heild gagnvart fyrri verkum Þor- valds. Það eru myndirnar nr. 7, ótölusett gouache —mynd í gulu, brúnu og svörtu, en einkurn þó nr. 6. Það er fyrir framan siík verk sem maður byrjar fyrst alvarlega að skammast s'n fyrir að skrifa um myndir. — Horfa, horfa, horfa. ... — Hörður Ágústsson. Island farsælda frón Glæsileg kynningar- og myndabók ura landið Komin er á bókamarkaðinn myndabók um ísland, með ofangreindu nafni, sennilegg, fegursta bók er hér hefur sézt af því tagi. Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðing- ur hefur tekið myndirnar, en Lithoprent ljósmyndað. Mál það, sem hér um ræðir, höfðaði Helgj Einarsson fyrir baejarþingi Reykjavikur gegn Sigurbergi Pálssyni, formanni stjórnar Áætlunarbíla Mosfells- sveitar h. f. f. h. félagsins, til greiðslu um 12 þús. króna skuld- ar, ásamt vpxtum og. málskostn- aði. t Hæstaréttardóminum eru málsatvik rakin og eru þau í stuttu máli þessi: Hinn .1. marz 1947 var þeim Sigurbergi Pálssyni og Sigurð: Snæland Grímssyni veitt í sam- einingu sérleyfi samkvæmt lög- um til fóiksflutninga með’ bif- reiðum milli Reykjavíkur og tiltekinna staða í Mosfellssveit. Sérleyfið var óframseljanlegt og skyidi gilda til í. marz 1952. Hlutafélag aðstoðar við fólksflutningana Nefndir sérleyfishafar höíðu gengizt f'yrir stofnun félagsins Á- ætlunarbílar Mosfellssveitar h.f. Samkv. skýrslum málflytjenda fyrir dómi er hlutafé félagsins 40 þús. krónur, þar af eiga sér- leyíishafar og eiginkonur þeirra 32 þús. og einn nafngreindur hluthafi 8 þús. Sigurbergur Páls- son er formaður félagsstjórnar, en Sigurður Snæl-and Grímsson meðstjórnandi. Félag þetta létu sérleyfishafarnir -aðsjtoða sig við fólksf’.utninga, er þeim var skylt að annast skv. sérleyfinu, en félagið rekur ekki aðra starf- semi. Sérleyfishafinn Sigurbergur réð fyrir hönd félagsins Helga Einarsson til að stunda akstur á sérleyfisleiðinni. Hóf Helgi vinnu hinn 23. sept. 1949, en hætti starfi 27. maí 1950. Sigurbergur og Sigur*ur Srræ- land voru félagsmenn í Félagi sérleyfishafa á þeim tíma, er Helgi réðst til hlutafélagsins og starfaði hjá því, en, hann var á sama tíma félagsmaður í Bif- reiðastjórafélaginu Hreyfli. Stétt- arfélög þessi höfðu gert með sér kjarasamnhig hinn 8. apríl 1949. og var hann í gildi allan starfs- tíma Helga hjá félaginu. Lakari kjör en skv. kjarasamtíingi. Kaupkjör þau, sem Ilelgi E:n- arsson skyldi hafa skv. ráðning- arsamningi hans við Sigurberg Pálsson fyrir hönd hlutafélagsins voru lakari en tilskilið var i nefndum kjarasamningi. Eftir að .Helgi var farinn úr þjónustu fé- lagsins, ’gerði hann þær fjár- kröfur sem lýst er að ot’an. Þ?g- ar málið var flutt í Hæstarétú, hafði hlutafélagið greitt Helga íl. • orlofsfé það, kr. 800,72, er hon- um var gert að greiða með héraðs dómi. Fyrir Hæsarétti sundur- liðaði áfrýjandi (Helgl) kröfur sinar um greiðslu^ 1.0382 króna þannig: 1) Vapgreidd laun kr. 8035.25 og 2) laun í einn mán. vegna fyrirvaralausrar uppsagn- ar kr. 2346.75. Um 1) segir Hæstiréttur: „Áfrýjandi telur stefnda (hluta- fél.) hafa verið skylt að greiða sér laun samkv. ákvæðum fyrr- nefnds kjarasamn’ngs ....... Er fjárhæð sú, sem hann krefst samkv. þessum kröfulið, mismun- ur á launum þeim, sem hann fékk greidd úr hendi stefnda. og launum, er hann mundi hafa fengið, ef farið hefði verið eftir ákvæðum kjarasamningsins. Hið stefnda félag hefur and- mælt því, ,að það sé bundið við kjarasamninginn, þar sem það hafi ekki gengið í Félag sér- leyfishafa. Skylt að greiía kaup skv. kjarasamningi Á þeim tíma, sem hér skiptir má’i, ráku sérleyfishafarnir sjálfir flutningastarfsemina skv. óframseljanlegu sérleyfi sínu, enda þótt þeir létu stefnda að- stoða sig við flutr.ingana. Sér- leyfishafarnir voru bundnir við kjarasamninginn, og var þeim því skylt að láta bifreiðastjóra, er störfuðu að flutningum á þeirra vegum og samningurinn tók til, n.ióta launa skv. ákvæð- um hans. Um þessa skyldu sér- leyfishafaima var hinu stefnda félagi vitanlega fullkuniiugt, þar sem sérleyfishafarnir höfðu á hendi stiórn þess og það laut þeim. yfirráðum þeirra, er að framan greinir. Af þessu leiðir, að þegar félagið tók að sér skv. ákvörðun sérleyfisliafanna að aðstoða þá við flutn'ngana; þá varð því jafnframt skylt að gi-eiða bifreiðastjórum laun eft- ir ákvæðum kjarasamningsins með sama hætti og sérleyfishaf- arnir hefðu sjálfir orðið að gera. Sú mótbára stefnda, sem hér hefur verlð rædd, verður því ekki tekin til greina. Kvittun fit-rir ekki réttí til fullra laum I öðru lagh hefur stefndi borið það fyrir sig, að enda þótt hann yi'ði talinn bundinn við ákvæði kjarasamningsins, þá hafi áfrýj- andi fyrirgert rétti til frekari launa en hann hefur fengið með því að kvitta fyrirvaralaust fyr- ir kaupgreiðslur, þar á meðal fyrir lokagreíðslu, er áfrýjandi lét af starfinu. Á þessa mótbáru verður þó ekki unnt að fallast. Ákvæði 7. gr. laga um stéttar- fé ög og vinnudeilur nr. 80/1938 ber að skýra þannig, að þó að starfsmenn hafi kvittað fyrir- varalaust fyrir lægri laun en þeim bar skv. kjarasamningi stéttarfélags síns, þá eigi þeir samt rétt til að fá mismuninn greiddan úr hendi atvinnurek- anda eftir á. Framhald á 8. síðu /------------—---------- Sjóenenn kjósið X B-lista Stjórnarkjör í Sjómanna- félagi Reykjavíkur hófst 26. nóv. og stendur fram til dagsins fyrir aðalfimd. Kos- ið er alla virka daga frá kl. 3 til 6 e.h. í skrifstofu fé- lagsins Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. í kjöri eru tveir listar, annars vegar listi stjómar- innar, A-listi, en hinsvegar listi starfandi sjómanna, B- listi, borinn fram af yfir 150 félagsmönnum, og er hann þannig skipaður: Formaður: Karl G. Sigur- bergsson. Varaf ormaður: Hólmar Magnússon. Kitari; Hreggviður Daníelss. Féhirðir: Einar Ölafsson. Varaféhirðir: Bjarni Bjarna- son. Meðstjórnendur: Guðmund- ur Elías Símonarson og Valdimar Björnsson. Varastjóm: Aðalsteinn Joch umsson, Stefán Hermanns- son og Ólafur Ásgeirsson. SJÖMANNAFÉLAGAR, kjósið snenima og fylkið ykkur um B-listann, kjósið trausta stjórn fyrir félag v ykluir. — X B-listi___ Columbus hi. flytur í ný húsa- kynni Columbus h/f opnaði í gær- morgun bíla- og varahlutaverzl- un í nýjum húsakynnum í Brautarholti 20, en þar er fé- lagið að reisa verzlunar- og verkstæfiíshús, sem á að verða 3 hæðir og 6 þús. teningsmetrar fuííferC Nú"er' aðeins búið að reisa c-g ganga að mestu leyti frá fyrstu hæð verzlunar- ogl skrifstofuhússins og verkstæð- isbyggingin er komin undir þak, en leyfi til frekari fram- kvæmda vantar- Columbus h/f var stofnað árið 1941. Það rekur umbofis- og heildverzlun með margskon- ar vörur, og hefur m.a- einka- umboð hér á landi fyrir Ren- ault-bílunum frö.nsku og sænsku Penta-bátavélunum. Columbus h/f tók að starfrækja bílavið- gerðaverkstælði árið 1946 í bragga skammt frá íþróttavell- inum en nú verður verkstæðið flutt í hin nýju húsakynni við Brautarholt og byrjað að taka við bifreiðum til viðgerða næstu daga. í bókinni, sem er 132 síður, eru nokkuð á þriðja hundrað myndir, úr bæ og byggð, frá sjó og jöklum, frá heyskap og fisk- vinnslu. Eru þessar mynd'r váld- ar úr geysistóru salni mynda, og eru flestar teknar síðastliðin 2 ár, en hinar elztu eru 6—7 ára. Er í þessari bók lögð öllu meiri áherzla á að lýsa þjóð- ■inni í starfi en gert hefur verlð í öðrum bókum sömu tegundar. Með myndunum eru prentaðir textar á 5 málum auk íslenzku: dönsku, ensku, þýzkú, frönsku og spænsku. Er bókin fyrst og fremst hugsuð sem gjafabók írá íslendingum til vlna og kunn- ingja erlendis. Hjálmar R. Bárðarson er löngu kunnur fyrir Ustrænar og íagrar ljósmyndir, og ber bók.n skýrar Samsöngur Fést!iFi©éFS& ISÁ-' " '■ r'.r " ' Karlakórinn Fóstbræður hefur nýiega efnt til þriggja söng- skemmtana undir stjórn Jóns Þór- arinssonar, sem nú hefur tekið við af Jóni Hal’dórssyni. Á söng- skránni var rúmlega tylft laga, bæði eftir inn'enda og erlenda höfunda. Kórinn flutti margt af þessu vel og áheyrilega, en ef til vill hefði mátt æskja nokkru þjálli söngstjórnar sumsstaðar. — Mjög var gaman að hlusta á með- ferð lagaflokksins „Ettí bond bröl'.op" eftir August Söderman, enda er það einkar skemmtilegt viðfangsefni karlakórs. Einsöngv- arar voru Sigurður Björnsson í laginu „Bára þlá“, Ásgeir Halis- son í sænska þjóðlnginu „Pehr svinaherde" og Gunnar Kristins- son í laginu „Móðurmálið" eftir Engelsberg og fóru állir vel með hlutverk sín. Carl Billich lék und- ir af smekkvísi í Schubertslaginu „Bátsför í Feneyjum". Einkar fal- legur var flautu-einleikur Ernsts Normans í laginu „Náktergalen' eftir Fr. Pacius. — B. F. menjar hvors tveggja. En húrt ber ekki síður góðan vitnisburð starfsfólkinu í Lithoprenti - ei* hefur ljósprentað hana með þe!m hætti að unun er að. Eru mynd- írnar prentaðar í fernsltonar lit— blæ: gulum, brúnum, grænum og b’.áum — handrit úr Njálu í gulum blæ, mynd frá Hellisgerði í grænum o. .s: frv. Hefur listamannsauga og ís- lenzk tækn: lagzt hér á eitt. 75 fiskai aí hverjum 169 Framhald af 12. síðu. fiskimenn fengu kr. 1.37 fyrir kílóið af hausuðum, og slægð- um þorski beztu tegundar en Norðmena kr. 1.60 — 2.06 mið- að við ísl. peninga — og trúi því hver sem vill að norskir fiskkaupendur bjóði svo upp verð að þeir skaðist á kaupun- um. Norska verðið hefði gefið 30 þúsund kr. hásetahlut, þar sem íálenzka verðið gaf 22 þúsund- ir. Miðað við norska nieðal- verðið er því augljóst að 27 fiskar af hverjum 100 sem á land eru dregair eru alls ekki greiddir hér. — Þeir eru hlut- ur söluokraranna. — Það er þungur ómagi, sem sjómenn og útvegsmenn hafa á framfæri sínu. — , í fáum orðum sagt: Sjávarút- vegurinn er tröllriðinn af milli- liðaokrurum, sem stinga í sína hít ótöldum milljónum af afla- verðmætunum og samt telur ríkisstjórnin það eitt ástand frelsi sem nú ríkir í þessum málum. — ■— Ádrepu þessari lét stjóm- in ósvarað og lauk 2. umræðu málsins um miðnætti í fyrra- kvöld með ræðu Karls, þeirri sem þetta er lú*.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.