Þjóðviljinn - 06.12.1953, Blaðsíða 8
ÍB) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. desember 1953
'ÍLLFUR UTANGARÐS
57. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
reingja framburð sakbornings, en orð og athafnir hans hinn
síðasta sólarhríng væru í grunsamlegri mótsögn við téðar stað-
hæfíngar. Væri það ekkert launúngarmál, að endaþótt téður
þíngmaður væri í stjórnarandstöðu bæri einginn honum á brýn
þjóðhættulegt innræti.
Ertu kannski að drótta því að mér, piltur minn, að ég sé eitt-
• hvert viðriui í pólitík? spurði Jón snöggur uppá lagið. En þótt
ég segi sjálfur frá, tel ég mig elkki lakari Islendíng en geingur
og gerist, og að minnsta kosti snöggtum heiðarlegri helduren
þessir bannsettir prángarar, sem ætla sér að selja landið.
Spyrjandinn sagði, að í þessum sökum hefðu staðhæfíngar
sakbothíngs lítið gildi, því hann hefði með atferli sínu sannað
liið gagnstæða. Óhrekjandi sannanir væru þegar fyrir því, að
sakborníngur hefði ekki einasta verið óbreyttur liðsmaður, held-
ur haft forustuhlutverk um það að steypa löglegri ríkisstjórn
og kollvarpa ríkjandi stjórnskipulagi með byltíngú.
Býltíngu! át Jón eftir. Ég tel mig kunna íslensku, en ég er
ckki svo vel að mér, að ég viti almennilega hvað þú átt við,
kunníngi!
Öpyrjandinn ansaði að hér væri "ekki um móðurmálskennslif
a.ð.ræða. En hann viídi fá við því gild og greið svör, hverja að-
ild sakborníngur hefði átt að nefndri byltíagartilraun framyfir
það, sem þegar var skjallega sannað, auk þess nöfn vitorðs
manna hans er einhver slægur væri í.
! Ég held þú sért galian, piltur minn! sagði Jón og það var
tekið að síga í hann. Byltíng! ekki nema það! Réttast væri að
ansa ekki svona bölvaðri vitleysu einu orði.
Fulltrúi réttvísinnar sagoi drýldinn, að orðbragð af þessu tagi
lilyti að skoðast móðgun við réttvísina, og væri það eitt útaf
fýrir sig ærið sakarefni. Jafnframt vifdi hana minna sakborn-
íng á það, að málstað hans væri það lítill akkur að neita stað-
reyndum, sem þegar lægju fyrir sanaaðar undir eiðstaf.
Ég fer að verða forvitinn að vita hvað það er, sem ég hefi
gert, sagði Jón. Mér vitanlega hefi'ég ekki brotið neitt af mér,
sem varðar við tukthús enn síður meira.
Spyrjandinn lét þess kost og voru lesnar yfir Jóni lángar klásúl
úr og lítt skiljanlegar, þarsem orð og athafnir bóndans voru
rokin af meiri nákvæmni en vænta mátti, alltfrá orðaskakinu
i mathúsinu þartil hann hné að velli fyrir kylfuhöggum málaliðs
manna prángaranr.a.
Oft er í holti heyrandi nær, sagði Jón þegar lestrinum var
lokið. Ég stend við það að leggja til hrísið til þess að hýða
þessa herjans bjálfa, sem eru nógu manndómslausirjál að selja
ættjörð sína fyrir vesæla penínga. Ég er á móti því að selja land-
ið afþví ég er ærlegur Islendíngur. Að selja ættjörð sína er
emsog að selja foreldri sitt ------.
Staðgeingill réttvísinnar greip framí fyrir honum þegar hér
var komið, og sagði að skoðanir sakborníngs væru algert auka-
atriði, enda skoðanir og réttvísi hugtök óskyld með öllu.
• Margt er skrítið í kýrhöfðinu, sagði böndinn. Skoðanalausir
getið þið verið mín vegna gf .ykkur þóknast, en hinsvegar tel
ég mér frjálst að hafa skoðun ef mér sýnist svo.
Játið þér að hafa lagt mann að velli í þessarri misheppnuðu
bvltíngartilraun, svo lá við lemstrum ? spurði fulltrúi réttvísinnar
Ég er ékk'i meiren1 svo trúaður á að um almeianilegan mann
hafi verið að ræða, eftir því hvernig hann leit út til andlitsins,
ansaði Jón. En hvort heldur var um mann eðá ekki mann að
ræða, lagði ég hann, afþví ég líð eingum það að berja mig bóta-
laust.
Spyrjandinn sagði að hér væri þó vissulega um að ræða spor
í rétta átt. Með þessari játníngu hefði sakborníngur raunar
meðgeingið þær sakargiftir aðrar, sem á hann væru bornar.
Væri því einfaldast fyrir alla aðilja, að hann gerði. hreint fyrir
sínum dyrum og játaði allar sakir bæði sannaðar og ósannaðar.
Ég er vanur því að gángast við því, sem ég hefi gert, svaraði
Jón óþolinmóður. Og þú þarft ekki að halda það, piltur minn, að
ég fari að játa annað, aðeins til þess að þóknast þér. Ef ykkur
bráðliggur á tukthúslimum, getið þið smellt hnappeldunni á
pessa ólánsmenn, sem ekki treysta sér til þess leingur að vera
íslendíngar. Svo ansa cg ekki frekari vitleysu. Ég hefi öðrum
hnöppum að hneppa helduren hánga hér.
Spyrjandinn sagði það ekki á valdi sakborníngs að segja
réttvisinni fyrir verkum. Og til þess að hann færi ekki að gera
sér ótímabærar hugmyndir um hvað hann ætti í vændum væri
jafngott að hann gerði sér ljóst, að réttvísin ætti eftir að segja
síðasta orðið.
Ekki er fjandinn iðjulaus, ansaði bóndinn. En hvað sem
pvj liður þarf ég að bregða mér útundir vegg.
# ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
Síðasi SiSio sumas var sSöiuað þar
íþrótlasamband
Þáð kann að þykja nokkuð
undarlegt að rætt sé um íþrótt-
ir á Grænlandi. Flestum mun
í þvi sambandi helzt detta í
hug að varla geti verið um
aðrar íþróttir að ræða þar en
kappróður á húðkeipum eða
skautahlaup. Varla mun mönn-
um heldur detta í hug að þar
sé mikill áhugi fyrir t d. knatt-
spyrnu en enginn fyrir húð-
keiparóðri gða öðrum slíkum
,,grænleazkum“ íþróttum. í
,Idrætsliv‘ segir svolítið frá því
að einn úr unglingaráði danska
íþróttasambandsins hafi dvalizt
í Grænlandi frá 3. júlí til 26-
september s.l. sumar að tilhlut-
an sambandsins- Gaf hann leið-
beiningar og kenndi ýmsar í-
þróttir. Auk þess skýrði hann
fyrir mönnum þar hvernig ætti
að skipuleggja íþróttahreyfing-
uma. Höfðu Grænlendingar sjálf
ir óskað eftir að fá kennara.
Við þetta tækifæri komu full-
trúar á fund til að ræða hin
sameiginlegu mál, og var það
í fyrsta skipti í sögu landsins,
að því er fulltrúinn skýrði frá.
Á fundi þessum var einróma
sámþykkt að stófná íþrótta-
sambandið- Þó að þarna séu
nokkrir Danir, sem taka þátt
í skipulags- og stjórnarstörfum
er hér um að ræða algerlega
grænlenzkt samband.
Mestur áhugi fyrir knatt-
spyrnu-
— Hvernig er íþróttalífið á
Grænlandi ?
K. R. Hansen, en svo hét
fulltrúinn, segir að áhugi sé
mikill fyrir íþróttum í öllum
þeim byggðarlögum, sem hann
heimsótti. Sérstaklega hafa
Grænlendingar gaman að leika
knattspyrnu- Enginn vafi er á
því að þeir hafi möguleika á
að læra hana. Og þeir eru
óvenju slyngir í knattmeðferð,
en eins og víða annarstaðar
vantar þá velli, og eins er
erfitt að koma Grænlendingum
í stkilning um þýðingu reglu-
bundinna æfinga. Á meðan ég
dvaldist á Grænlandi, sagði
Hansen, var varla hægt að
finna finna nokkurn Grænlend-
ing, sem tók leikinn alvarlega.
Og þó íþrótt eigi að vera leik-
ur þá verður maður að æt!ast
til þess að þátttakendurnir hafi
svolitla alvöru með ho.num-
— Aðrar íþróttagreinar ?
— Eg kenndi þeim hand-
knattleik, sem var alveg ný-
mæli fyrir þá, en þeir skemmtu
sér vel við hann. í frjálsum
íþróttum var næstum aðeins
um kastæfingar að ræða, því
að íþróttasvæðin leyfðu ekki
aanað- Vafalaust eru þeir góð-
ir skíðamenn, en á það reyndi
ekki um sumartímann. Græn-
lendingar. cru frábærir í kapp-
akstri á. hundasleðum, en í
þeirri íþrótt munu þeir ekki
hafa tækifæri til að keppa við
erlenda þátttakeadur.
Húðkeiparóður ekki lengur
í tízku.
— Skautahlaup, húðkeipar
og róður?
—■■ Um skautahlaup er það áð
segja, að þá íþrótt er ekki hægt
að iðka á Græn’andi, því að
vatn vantar! Þetta hljómar
kynlega en meðfram ströndinni
er ísinn alltof óslét.tur til þess
að hægt sé að nota hann til
skautahlaupa. Inni í landinu
er aftur á móti svo lítið vatn
•að uppistöður eða lón sjást
ekki.
Ekki er áhugi fyrir húð-
keiparóðri sem íþrótt af þeirri
einfoldu ástæðu að hinir ungu
Grænlendingar eru hræddir við
að drukkna, Vatnið er alltof
kalt til þess að þeir geti lært
að synda. Það er aðeins eldri
kynslóðin sem heldur við leikni
sinni í þessari íþrótt- Róður á
svonefndum „konubátum" cr
lika íþrótt sem falli.n er úr
tízku. Þegar Danakóngur heim-
sótti Grænlaad var það a m.k.
allerfitt að ná í einn ,,konubát“
til að sýna hans hátign.
En sem sagt: Það er enginn
yafi að það er knattspyrnam,-
sem Grænlendingar hafa mest-
an áhuga fyrir-
Etlh áustlirðÍBga
Framh. aí 7. síðu.
þótt hans eða skyldfólks hans
sé ekki jafn gremilega getið'
. sem sumra annarra í riti þessu,
og hafa verður það í huga, að'
höfundi hefur vafalaust ekki
verið jafn mik.'ð áhugamál að
geta samtiðarmanna sem að ná
sem mestu af eldri hynslóðum“.
Áskrifendur geta vitjað rits-
ins til Benedikts Gíslasortar,
Mjóstræti 8, kl. 5—7 e. h. dag-
lega fyrst um sinn.
Hlytafélðginu sky!t að greiða.
Azchie Mooze gegn
Rocky Marciano
Hnefaleikarinn Archie Moore,
sem er heimsmeistari í létt-
þungavigt, hefur nýlega lýst
því yfir að hann muni keppa
um heimsmeistaratitilinn J
þungavigt við Rocky Marciano
í byrjun næsta árs.
Framhald af 3. síðu
Með skírskotun til þessa, sem
að framan segir, ber að taka
þenna kröfulið áfrýjanda til
greina . .
Um , kröfulið 2) segir Hæsti-
réttur m. a.: „Áfrýjandi tók að
kvárta undan því við fyrirsvars-
menn ‘stefnda ekki slðar en í
aprilmán. 1950, að hann nyti
ekki þess kaups, er honum bæri,
en stefndi sinnti því: ekki. Siðar,
að því er, virðist hinn 27. maí
1950;'bar áfrýjandi fram ákveðna
kröfu um greiðslu vangoldinna
launa, en fyrirsvarsmaður
stefnda neitaði frekari kaup-
greiðslu og tjáði áfrýjanda, að
ef . hann vildi hætta störfum,
væri honum það heimilt. Lét á-
frýj.andi þá af starfi sínu hjá
stefnda. Neitun stefnda á Því að
greiða áfrýjanda þau laun, er
honum bar, verður að telja slíka
vanefnd, að hún jafngildi fyrir-
vara'aust uppsögn. Af því leið-
ir, að taka ber þenna kröfulil
til grejaa“.
Skv.' þessu . daihidi Hæstiréttur
Áætlunarbíla Mosíellssveitar h.f.
til að greiða Helga Einarssyni
10382 krónur ásamt vöxtum og
málskostnaði eins og krafizt
var.
Sératkvæði
Dómendur Hæstaréttar urðu
ekki á eitt sáttir um þessa nið-
urstöðu. Tveir þeirra, Árni
Tryggvason og Gizur Bergsteins-
son, skiluðu sératkvæði og töldu
að héraðsdómurinn ætti að vera
óraskaður, en í héraði urðu úr-
slit málsins þau að hlutafél, v.ar
aðeins dæmt til að greiða Helga
Einarssyni 800 króna orlofsfé.
Eftir að málsatvikum hefur ver-
ið lýst í stórum dráttum segir
svo m. a. í sératkvæðinu: „Þeir
Sigurbergur og Sigurður Snæ
land fólu Áætlunarbílum Mos-
feLLssveitar h. f. að annast fyrir
sig fólksflutninga á sérleyfisleið-
inni. Ál'rýjandi samdi við hluta-
fé!ag þetta og saékir það til
greiðslu í máli þessu. Þeir S'g-
urbergur og Sigurður Snæland
standa að vísu að hlutafélagi
þessu og eiga ásamt konum sín-
um meirihluta hlutabréfa í því.
En ekki er véfengý að hlutafél.
sé lög’egt, og því sérstakur aðili
að lögum, með sjálfs sín réttindi
,og skyldur, Hlutafél. hefur ekki
gerzt að'li að kjaras.amningi
þeim, sem Bifreiðastjórafél.
Hreyfill og Fél. sérleyfishafa
gerðu hinn 3. apríl 1949, tekið
á sig eða með öðrum hætti orð-
ið skylt til að veita áfrýjanda
kjör skv. þeim samningi. Brest-
ur því lagarök til að dæma hluta-
fél. ábyrgð á persónulegum
samningsskyldum þeirr.a Sigur-
bergs og Sigurðar Snælands.
Skv. þessu ber að sýkna hluta-
fél. af þeim kaupkröfum, sem
áfrýjandi þeíur uppi í, máli þéssu.
ósannað er af hcndi áfrýjar.da,
,að honum hafi verið vísað úr
v'st hjá stefnda. Ber því og að
sýkna steínda af kröfum áfrýj-
anda vegna uppsagnar". Dóm-
endur þessir fé lust hins vegar
á skilning meir.'liluta Hæstarétt-
ar á ákvæðum 7. gr. laga nr.
80/1938.
T I L
LIGGUR LEIÐIN
m