Þjóðviljinn - 10.12.1953, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.12.1953, Qupperneq 1
 Vishinski fær Lenínorðuna Skýrt var frá því í Moskva í gær að Andrei Vishinski, aðal- fulltrúi Sovétríkjaniía • hjá SÞ, hefði verið veitt Leninorðan, æðsta heiðursmerki Sovétríkj- anna, á sjötugsafmæli haus. Tuiðvikudaginn 9. desember 1953 — 18. árgangur — 278. tölublað Hernámsflokkamir þrír samfylkja til ai útiloka sósíalista úr nefndum Þjóðvarnarflokkurinn hafnar kosningasamvinnu, sem tryggt hefði hsrnámsandstæðingum mikilvæga aðstöðu Allsögulegar kosningar fóru fram í sameinuöu Al- þingi í gær. Hafði þingflokkur Alþýðuflokksins gert sam- fylkingu viö íhald og Framsókn í því skyni aö útiloka fulltrúa sósíalista úr öllum þeim nefndum sem kjósa átti til, en tryggja Alþýöuflokknum sæti sem hann á ekki samkvæmt þingfylgi sínu. Sósíalistaflokkurinn og Þjóð'varnarflokkurinn hefðu til samans getað komið manni í allar fimm manna nefnd- irnar. Bauð Sósíalistaflokkurinn að kjósa Þjóövarnar- flokksmann í útvarpsráö og menntamálaráð gegn stuön- ingi hans við hinar nefndirnar. Þessu boöi hafnaði mið- stjórn Þjóðvarnarflokksins, en vegna uppstillingar sósí- alista virtust böndin ekki halda, og voru fulltrúar af lista sósíalista kosnir í menntamálaráð og útvarpsráð. Eftir uppstillingu Alþýðu- flokksins að dæraa virðist Stefáns Jóhanns-klíkaa nú búin að ná meirihluta í þingflokkn- um með því að innbyrða Egg- ert Þorsteinsson, og munu for- nmður og ritari Alþýðuflokks- ins hafa skilað auðu við allar kosningarnar í gær! Tjrslit kosninganaa urðu sem hér segir. Menntamálaráð. Af lista her- námsflokkanna þriggja með 40 atkv.: Valtýr Stefánsson, Pálmi Hannesson, Vilhjálmur Þ. Gísla son, Haukur Snorrason. Af lista sósíalista: Einar K. Laxness stud. mag., með 9 atkv., 2 seðl- ar auðir. Fimmti maður her- aámsflokkanna var Guðmundur Hagalín, sem Alþýðuflokkurinn ætlaði að troða þar inn í stað Barða Guðmundssonar. tJtvarpsráð'. Af lista hernáms flokkanna: Magnús Jónsson fyrrv. form. fjárhagsráðs, Þór- arinn Þórarinsson, Sigurður Bjarnason, Rannveig Þorsteins- dóttir og af lista sósíalista Björn Th. Björnsson. — Sá sem féll af hernámslistanum var Framhald á 3. síðu. Sambúð Breta og Frakka stór- versncsðí vl§ i< Magnar andstöðu íranskra þingmanna gegn V-Evrópuhernum Harold King, fréttaritari brezku fréttastofunnar Reut- ers í París, sagöi í gær að þess sæjust þar ljós merki að sambúð Bretlands og Frakklands hefði stórversnað við Bermúdafund æöstu manna Vesturveldanna. King segir, að ráðamenn í Frakklandi séu mjög gramir framkomu Churchills á Bermúda- fundinum, þar sem hann veitt- ist að ráðherrunum Laniel og Bidault með brigzlum um franskt -stefnuleysi og dáðleysi. Gremja þessi setur svip á skrif íranskra blaða um Bermúdafundinn og King segir það deginum ljómra •að hún muni magna andstöðuna á þingi gegn fullgildingu samn- inganna um stofnun Vestur-Ev- rópuhers. Ósamkomulag Vesturveldanna Franska íhaidsblaðíð Le Monde -segir að tilkynningin, sem gef- ■in var út i lok Bermúdafundarins, sé rislág og þar reki sig eitt á annars horn. Framhald á 11, siðu Einar K. I,axness kosinn af lista sósíalista í mennta- má’aráð. Björn Th. Björnsson kosinn af lista sósíalista í varpsráð. Samið um víðari landhelgi Færeyja Samkomulag sagt í London um 4 mílur frá beinum grunnlínum Það kvisaöist í gær að lokið væri í London samning- um danskra og brezkra stjórnarvalda um stækkun land- helgi Færeyja. út- Reutersfréttastofan segir að samkomulag hafi orðið um það að Bretar viðurkenni við Færeyj- ar fjögurra sjómílna landheigi Dregur til tíðinda í Indó Kína Franska herstjórnin í Iadó Kína tilkynnti í gær að búast mætti við stórorustum þar á næstunni. Sagði hún að ein herdeild sjálfstæðishreyfingar- inaar Viet Minh sækti í tveim fylkingum að tveim borgum í norðvesturhorni Tokin, nyrsta hluta Viet Nam. Önnur er Lai- chau, höfuðstaður landsvæðis þess í Indó Kína sem byggt er þjóðinni Thai, sem eitinig bygg- ir Thailand og héruð í Burma og Kína. Andvígir Eis- enhower Urgur er í ýmsum flokks- bræðrum Eisenhowers forseta á Bandarikjaþingi yfir tillögu hans um kjarnorkustofnun SÞ. Fulltrúadeildarmaðurinn Ker- sten sagði í gær að ekki næði neinni átt að taka upp neitt samstarf við Sovétríkin á þessu sviði og Duran úr kjarnorku- nefnd þingsins sagði að þingið myndi aldrei samþykkja tillögu Eisenhowers eins og hann hefði sett hana fram. Hafnfirðingar Sósíaiistaflokkiuiiin hefuj- opn- aö skrifs.tofu til undlrbúnlngs bæjarstjórnarkosningununi. — Skrifstol'an er í Strandgötu 41 og opin daglega kl. 4—7. — Sími 9521. „Frelsisskráin" miklei orðin iurðu hversdagslegt Irumvarp! Brynjólfur Bjarnason deilir á loddaraleik stjórnar- flokkaniia í f járhagsráðsmálinu Það var eins og Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráö- herra ætti lítiö eftir af hrifningunni miklu úr neöri deild er hann lagði nýja fjárhagsráðsfrumvarpiö fyrir efri- deild í gær, og fór bónarveg að þingmönnum aö hleypa málinu til nefndar án verulegra umræðna. Þessi stórkostlegu ,,frelsisskrá“ sem hann og Ólafur Thors sungu fegurst um fyrir nokkrum dögum, var nú oröið mjög hversdagslegt frumvarp, sem „gefur manni góðar vonir um aukið frelsi“ svo viðhaft sé orðalag ráð- herrans. Brynjólfur Bjarnason tók ,,frelsisskránni“ tak í stuttu máli. Benti á hve mjög virtist nú dregið af forsvarsmönnum frumvarpsi.ns. Hann minnti á öll þau miklu loforð sem stjórnarflokkarnir hefðu gefið er þeir voru að setja lögin um fjárhagsráð. í framkvæmd þeirra hefðu fá lög orðið óvin- sælli. Nú kæmi ríkisstjórn sömu flokka og þeirra, scm alla ábyrgð bera á fjárhagsráðslög- unum og framkvæmd þeirra, og t'eldu sig ekki geta gert þjóðinni meira góðverk en af- nema þau, afnema fjárhagsráð! Með þessu ómerkilega frum- varpi væri verið að láta líta svo út sem ríkisstjórnin ætlaði að láta undan þrýstingi fólks- ins og hverfa frá stefnu sinni. En meginefni frumvarpsins væri það, að breyta um nafn á fjárhagsráði og fella niður öll fögru loforðin sem gefin voru í fjárhagsráðslögunum. Samt felst undanhald í þeim sýndarráðstöfunum sem hér eru Framhald á 3. síðu. og sé hún miðuð við beinar grunnlínur f.vrir flóa og sund. Séu þær dregnar eftir sömu regl- um og þeim, sem beitt var við- landhelg'sákvörðun við Noreg og Bretland kærði árangurslaust fyrir aiþ.ióðadómstó’.num í Haag. Háværa’r kröfur um stækkun landhelginnar komu upp i Fær- eyjum eftir að landhelgin við ís- land var stækkuð. 'íóbahið seht* sala mlnnhar Sigarettusala í Bandaríkj- unum hefur minnkað verulega á fáum vikum s’ðan læknar tilkynntu að það væri endan- lega sannað að efni J tóbaks- reyk geta valdið krabbameini. Samtímis voru birtar skýrslur sem sýna að krabbamein í lungum er meira en 20 sinn- um tiðara meðal mikilla si'ga,- rettureykingamanna en meðal samsvarandi hóps sem ekki reykir. Ahrif þessara tíðinda eru nú farin að ,gera vart við sig í verðbréfaviðskiptum á kaup- höllinni í New York. f gær lækkuðu hlutabréf í sígarettu- verksmiðjum i verði á kaup- höllinni frá einum dollar til fjóra dollara hvert. Stýrislaust skip með 644 farþega Norska stórskipið Stavanger- fjord missti í gær stýrið jí of- viðri á Atlanzhafi. Var það á Ieið frá Bandaríkjununt með 644 farþega. Sltipið er með tvær skrúfur og hví ekki stjórn laust en öðru skipi frá sama félagi hefur verið snúið við til að fylgja Stavangerfjord til hafnar. ' ----------------■---\ Jólatrésfagnað' nr Sósíalista- félagsins að Hótel Borg 30. desember Sósíalistafélag Reyltjavíkur gengst fyrir jólatrésfaghaði fyrir böm félagsmanna og stuðnlngsmanna sinna að Hótel Borg miövikudaginn 30. desem- ber síðdegis. I»eir sem hug Iial'a á að taka þátt í jólatrés- fagnaðinum eru beðnir vmi að minnast dagsins. Nánar verður auKlýst síðár um fyrirkonmlag skemmtunarinnar. V.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.