Þjóðviljinn - 10.12.1953, Page 3

Þjóðviljinn - 10.12.1953, Page 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. desember 1953 Smávegis um þá ítölsku þjóð Prófessor Salvemini lýsir Itölimi svo: „ltalir eru mjöff frábmgBnir þeirri hugmynd, sem útlendlngar gera sér að jafnaði um J>á. Þeir em atorkusamir, siðferðilega grandvarir, lítið áliugasamir um pólitík, auðsveipir, en um lelð ó- kúganlegir, fjörlegir í fasi, en til- finnalifið þó ekki heitt. Þeir eru ekki táliyndari en aðrar þjóðir. Xaumast jafnmiklir hæfileika- menn og almennt er álitið. Frek- ar má telja þá þunglynda en glað- lynda, og þeir eru hirðulausir í trúmálum. Efnalega eru þeir bæld- ir af fátækt landsins, en andlega mótaðir af þrjú þúsund ára gam- alli menningu þess“. Við þessa lýsingu má bæta, að þeir eru tald- ir viimusamir og nægjusamlr. Þeir hafa mikla fegurðartilfinn- ingu og eru smekkmenn bæði á söng og fagrar Iistir. Þeir em örgeðja og fljótir til hrifningar, en ekki að sama skapi þolgóðir. Þeir er.u mildir í skapi og frið- samir. Tilraunir víkinga og ribb- alda tll að gera þá að herþjóð hafa mistekizt, enda liafa þeir stórveldistíma sinn að baki og þekkja fánýti þess að ráða yfir öðmm þjóðum. Hafa ltalir ást og virðingu allra þeirra, sem kynn- ast þeim, því að flestir hrífast af þessari kui-teisu, fríðu, söng- elsku, lis.telsku og mildu þjóð. — (Helgi P. Briem: Suðurlönd). C i 1 dag er fimmtudagurinn 10. ™ desember. 344. dagur ársins. Bókmenntagetraun. Það var upphafið að Sóloni ls- landusi eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er við 'birtum í gær. Þessi kafli er úr heimsfrægri bók eftir útlendan höfund: Menn munu heldur ekki skiija okkur, því að á undan gengur kynslóð, sem lifði að vísu þessi árin ásamt okkur, en átti sér þó starf og samastað; hún mun aft- ur setjast í sínar gömlu skorður — og á eftir okkur vex upp önn- ur kynslóð, svipuð okkur áður; hún mun líta á okkur sem vanda- lausa menn og bola okkur burt. Sjálfum finnst okkur við vera menn, sem ofaukið er. Við mun- um lifa og eldast, nokkrir munu samlagast hinu nýja umhverfi. aðrir sætta sig við það, en margir standa uppi úrræðalausir. Árin líða, og um síðír munum við far- ast. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna halda skemmti- og kynningarfund í kvöld kl. 8 30 í Tjarnarkaffi uppi. Mörg skemmtiatriði, m.a.. kyikmynd frá Heimsþingi kvenna í Kaupmannahöfn í sumar, frú Guðrún Sveinsdóttir leikur á lang- spil, þjóðdansar, upplestur ofl. — Pólagskonur, fjölmennið og takið með ykkur eiginmennina.eða aðra gesti. J Næturvarzla er í Lyfjaþúðinni .Xðunni. Sími 7911. ■— Það er mikið spurt eftir Jæssum vögnum. Við seljum þá í tugatali. — Ó, jamrn, ég ætlaði nú bara að fá eiitn! Kl. 8:00 Morgunút- varp. 10:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Dönskukennsla II. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Enskulcenns'a I. fl. 18:55 Framburðarkennsla í dönsku. 19:15 Þingfróttir. 19:30 Lesin dagskrá næstu viku. 19:40 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20.20 Ávarp á mannréttindadegi Sam- einuðu þjóðanna (Ben. Gröndal ritstjóri). 20:30 Kvöldvaka: a) Ól- afur Þorvaldsson þingvörður fiyt- ur erindi: Á vegum úti. b) Andrés Björnsson flytur hugleiðingu eftir Þorbjörn Björnsspn bónda á Geita skarði: Á Landsspítalanum um síðustu jól. c) Tónlistarfélagskór- inn syngur; dr. Victor Urbancic stjórnar. d) Karl Guðmundsson leikari les ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarson, úr bókinni „Handan um höf". e) Broddi Jó- hannesson les kafla úr bókinni „Undir tindum“ eftir Böðvar Magnússon bónda á Laugarvatni. 22:00 Fréttir og veðurfr. 22:10 Sin- fónískir tónleikar (pl.) a) Kon- sert í F-dúr fyrir fagott og hljóm- sveit op. 75 eftir Weber. b) Sin- fónía nr. 5 í e-moll eftir Tschai- kowsky. — Dagskrárlok kl. 23:05. Ereiðfirðingafélagið hefur félagsvist í Breiðfirðingabúð kl. 20.30 í kvöld. Veitt verða kvöld verðlaun og heildai’verðiaun. Dans á eftir. Athyglisverður xipplesíur Á kvöldvökunni í kvöld les Karl Guðmundsson leikari upp úr hinu ágæta og spánýja þýðingasafni Helga Hálfdanarsonar Handan um höf —- en það er ein bókin í hin- um nýja kjörbókaflokki Máls og menningar. VXSA UM REGNIÐ Það var mikil rigning í gær. Af því tilefni varð Tryggva okkar Emílssyni vísa á munni, og er hún svohljóðandi: Stormur egnir strok á kinn, ströngu megni rýkur. Lemur regn og skefur i skinn skitnar gegnum flíkur. ÆFR Þeir félagar, sem hafa undir höndum irnihelmtugögn fyrir Landnemann hafi samband við skrifstofuna strax., Með þakklæti fyrir skerfinn. 1 grein, sem ég skrifaði í öll dag- biöðin hér í Reykjavík í tijefni af slysi því er varð, þegar litla stúik- an Daðey María Fétursdóttir týnd- ist frá Hólmavík, mæltist ég til að velviljaðir Reykvikingar og aðrir góðir menn fyndu hvöt hjá sér til að leggja samdn í litinn sjóð til Slysavarnaféiagsins, sem bæri nafn Daðeyjar Maríu, og ennfrem- ur lítinn legstein á leiði hennar en hún hefði orðið fjögurra ára. En þessi góða von mín brást. Að- eins 2 komu. M.M. gaf 250 kr. sem Þjóðviljinn tók á móti, og jafnaldra Daðeyjar gaf 50 kr. sem Alþýðublaðið tók á móti. Til hinna Þriggja blaðanna barst ekkert. Vegna veikinda minna síðan þetta gerðist, hef ég ekki getað sinnt þessu. Eg þakka M.M. og jafn- öldru Daðeyjar fyrir góðvilja sinn. Ólafur Hvanndal Mývetnskur öldungur ber xmga menn á 19. öld sanian við 18- aldar menn: Þessir ungu memi hérna í sveltlnni nxina eru lxelzt ögn í lxerðunum, én fjal- þunnir, mjókka svo ’éfnatV nið- ur og rasísinn enginn. - Eii' gömlu mennirnir voru þaiinig, að ein bunxban stóð fram og önnur aftur og höfuðið fram úr bringunnl. Dagskrá Alþingis fimmtudaginn 10. desember 1953. Sameinaö þing Ul. 1.30 síðdegis. Fjárlög 1954, 2. umr-. Atkvgr. Efrideild kl. 9 síðdegis. Gengisskráning o. fl. Víxlar. Tókkar. Síldarleit úr lofti. Útflutningsgjald- af sjávar- afurðum. Þingfararkaup alþingismanna. Innflutnings-, gjaldeyris- og fjárfestingarmál o. fl. FÉLAGAK! Komið t sfcrifstofu Sösíalistafélagsins og grelðlð gjöld yklcar. Skrifstofan er op- In daglega frá kl. 10—12 f. h. og 1—7 e.h La trariata í Stjörnubíói. 1 kvöld kl. 9 sýnir Stjörnubíó enn einu sinni hina stórbrotnu söngva- mynd La traviata, eftir óperu Verd s. Ekki ér mjög langt siðan myndin var sýnd í bióinu, en hún mun verða sýnd nú nokkrum sinnum. Aðsókn mun ráða hve oft það verður. Tómstundakvöld lcvenna verður í Aðaistræti 12 i kvö’d kl. 8 30. Skemmtiatriði: Upplestur, söngur, handavinnukennsla, kaffi- drykkja o. fl. Alla'r konur vel- lcomnar meðan húsrúm leyfir. ÚTV AKPSSKÁKIN: 1. borð 21. leikur Reykvíkinga er Dd2—e3 2. borð 21. leikur Reykvíkinga er c7—c5 Söfnin eru opins Þjóðmlnjasaf nið: kl. 13-16 á sunnu dögum, kl. 13-15 á þriðjudögum fimmtudögum og laugardögum. Landsbókasafnlð: kl. 10-12, 13-19 20-22 alla vlrka daga nema laugar daga kl. 10-12 og 13-19. Llstas&fn Einars Jónssonar: opif frá kl. 13.30 til 15.30 á sunnu- dögum. Náltúrugrlpasafnlð: kl. 13.30-15 6 sunnudögum, kl. 14-15 á þrlðjudög um og flmmtudögum. GENGISSKRÁNING (Söliigengl): 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadiskur dollar 16.73 1 enskt pund kr. 45,70 100 tékkneskar krónur kr. 226,67 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgískir frankar kr. 32,67 1000 franskir frankar kr. 46,63 100 svlssn. frankar kr. 373,70 100 þýzk mörk. kr. 389.00 100 gyllinl kr. 429,90 10Q0 lírur kr. 26,12 Mlnnlngarspjöld Landgrasðslusjóðs fást afgreldd í Bókabúð Lárusax Blöndals,, Skólavörðustíg 2, og é ikrifstofu sjóðslns Grettlsgötu 8 Krossgáta nr. 248 • ÚTBREIÐIÐ a Þ,IÓf)VfX..JA.VX Lárétt: 1 reyna 4 ryk 5 ná í 7 þrír eins 9 neyzla 10 kínverskt nafn 11 forfaðir 13 kyrrð 15 t'ma- mælir 16 vopn. Lóðréct: 1 skst. 2 blaðasala 3 for- setning 4 ekki þessi 6 óskar heilla 7 fora 8 flýtir 12 lýsingar- orð 14 fæddi 15 séi-hlj. Lausn á nr. 247 Lárétt: 1 vanefnd 7 öi 8 fáar 9 U1 11 krá 12 ár 14 RP 15 Isar 17 ól 18 Nil 20 kornótt. Lóðrétt: 1 völd,2 all 3 ef 4 fák 5 narr 6 drápi 10 lás 13 rann 15 ILO 16 Ríó 17 ók 19 lt. ’Trá hóíninni* Elmskip. Brúarfoss fór frá Akranesi í fyrradag til Newcastle, London, Antverpen og Rotterdam. Detti- foss er 1 Reykjavík. Goðafoss fór frá Antverpen 5. þm. til Hull og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith í fyrradag til Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá New York á sunnudaginn til Reykjavíkur. —- Reykjafoss fór frá Hamborg o. þm. til Leníngrad. Selfoss fór fiá Hamborg í gær til Hull og Reykja vikur. Tröllafoss fór frá New York á sunnudaginn til Reykja- vikur. Tungufoss er í Stykkis- hólmi; fer þaðan til Grafarness, Akraness, Hafnarfjarðar og Rvík- ur. Drangajökull lestar í Ham- borg um helgina. Skipaútgerð rílrisins: Hekla er .í Rvík. Esja er á Austfj. á suðurleið. Herðubreið er á leið frá Austfj. til Rv'kur. Skjaldbreið er væntanleg til Rvíkur árdegis í dag að vestan og norðan. Þyrill var i Keflavik í gær. Skaftfelling- ur á að fara frá Rvík á morgun til Vestmannaeyja. Baldur átti að fai'a frá Rvik i gærkvöld til Gils- fjai'ðahafna. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arfeli kom til Reykjavíkur í gær frá Spáni. Jökulfell er í New York. Dísarfell kemur til Rvilcur i dag. Bláfell er í Raumo. Desemberhefti Heimilisritsins hef ur borizt með for- síðumynd af Sig- urði Ólafss; söngv- ara. Síðan kemur smásagan Sporhundurinn eftir I. G. Þorsteinsson. Elías Mar hefur þýtt næstu sögu: Konan — ofjarl karlmannsins eftir Karin Apel. Þá er sagan Manndáð, eftir Krist- ínu Sigfúsdóttur. Éftir það kem- ur kafli úr bók urn þróun lækna- visindanna eftir H. W. Haggard. . Margt fíeira er i heftinu, flest af útlendum toga spunnið. — Xs-~ lenzkur iðnaður, 39. tölublað, er nýkominn út og fjallar að þessu sinni um Iðnaðarmálastofnun Xs- lands er tók til starfa 24. nóy- ember síðastliðinn. Ritsafn JónsTrausta Bókaútgáfa Guðjóns ð. Sími 4169. Eftir skáldsófu Charlra de Costep* ^ T«iknln*ar. eítír Htiíge; Kuhn-Niclsen 214. dagur Ugluspegill hlustaði ekki d hana lengur, Pólkið þyrptist saman umhverfis þau. En heldur hljóp til fangelsisins. HúLnn fá þá koniu fangaverðirnir út og skii>uðu þeim móður s na sitja þar á þröskuldinum, og- Satínu og. Ugi'uspegii að hypja burtu og hún kyssti hann i tárum. það heldur fyrr en seinna. Þau gengu heim til hreysisins hennar Nélu er stóð rétt hjá þeirra elgin kofa, en ffam- an við dvr hans sat einn hinna leigðu förumanna. Það var mikill, uppþembdur raumur. Gg einmitt- á, þessari stundu var hann öniium kafinn við að sjúga siðastá droþann úr brennivínsfiösku sinni. Fimmtudagur 10. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Hernámsflokkczrnlr samfylkja Framhald af 1. síðu. Stefán Pétursson fyrrv. ritstj. Varamean: Magnús Jónsson alþm., Andrés Kristjánsson, Kristján Gunnarsson, Hannes Jónsson, allir af lista hernáms- flokkanna, og Sverrir Kristjáas son af lista sósíalista. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn inganna 1943. Kosnir: Jón Pálmason, Jörundur Bryajólfs- son, Sigurjón Á. Ólafsson, með 40 atkv., Ásmundur Sigurðs- son hlaut 7 atltv., auðir seðlar 4, Þingvallanefnil. Kosnir : Gísli Jónsson, Hermann Jónasson, Haraldur Guðmundssca, með 40 atkv., Brynjólfur Bjarna- verður skreytt Fegrunarfélagið skipuleggur skreytingu í Austurstræti fyrir jólin. Verða sAtar flaggS'tengur beggja vegna götunnar og línur línur strengdar á milli þeirra vafðar greni og lynsi, ásamt marglitum liósum. Rafveita Reykjavikur sér um uppsetmngu Ijósanna, Jón H. Björnsson skrúð- garðaarkitekt annast alla skreyt- ingu. Verzlanir og önnur fyrir- tæki við götuna gre’ða kostnað við skreytinguna. Rausnarleg gjöí: Herbergi fyrir aldraða sjomemi í gær barst Slysavarnafélagi Is-. lands 11 þúsund króna gjöf frá frú Sigríði Pálsdóttur, til minn- ing,ar um mann hennar Agúst Guðmundsson yfirvélstjóra. Cskar hún að giöf þessi renni til Dvalarheimilis aldraðra sjó-’- manna og beri eitt herbergi byggingunni nafn Ágústs Guð mundssonar. Hafa börn hins látn,a áskúið sér rétt til þess að útbúa hið væntanlega herbergi í Ðvalarheimilinu. Jafnframt óska geiendur þess að herbergi A- gústs Guðmundssonar verði við hliðina á herbergi til minningar um Hafliða Jónsson 1. vélstjóra á m.s. Goðafossi, en þeir voru kunningjar miklir og áttu báðjr lengi sæti í stjórn Vélstjórafé- lags íslands. son hlaut 7 atkyæði, 4 seðlar auðir. Landskjörstjórn. Kosnir: Jón Ásbjörnsson, Sigtryggur Klem- enzson, Einar B. Guðmunds- son, Vilhjálmur Jónssont Vil- mundur Jcasson, með 40 atkv. Ragnar Ólafsson hlaut 7 atkv., 4 auðir. — Varamenn: Björg- vin Sigurðsson, Benedikt Sig- urjónsson, Gunnar Möller, Hannes Guðmundsson, Einar Arnalds. Stjórn fisldmálasjóðs. Kosn- ir: Sverrir Júlíusson, Lúðvík Krfttjánsson, Davíð Ólafsson, Sigurvin Einarsson, Jón A>tel Pétursson, með 40 atkv., Lúð- vík Jósefsson hlaut 7 atkv., 4 seðlar auðir. — Varamenn: Jakob Havsteen, Hallgrimur Oddsson, Sigurður Egilsson, Jón Sigurðsson, Sigfús Bjarra- soa. Verðlaunanefnd Gjafar <íóns Sigurðssonar. Kosnirr Matthías Þórðarson, Þorkell Jóhannes- son, Þórður Eyjólfsson. Stjórn byggir.garsjóðs. Kosn- ir: Jón G. Maríusson, Eysteinn Jóasson, Sveinbjörn Hannes- son, Björn Guðmundsson, Stef- án Jóli. Stefánsson! Fékk listi þeirra 40 atkv., Áki Jakobsson hlaut 7 atkv., auðir seðlar 4. — Endursk oðendur: Dr. Björn Björnsson, Gísli Guðmundsson. Tryggingarráð. Kosnir með 40 atkv.: Gunnar Möller, Helgi Jónasson, Kjartan J. Jóhanns- son, Bjarni Bjarnason skólaátj., Kjartan Ólafsson. Bryajólfur Bjarnason hlaut 7 atkv. 4 seðl- ar auðir. Varamenn: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Jóhannes Elíasson, Ágúst Bjarnason, Ei- ríkur Pálsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson. Raforkuráð. Kosnir: Itigólfur Aðalfundur Sam- einaðra verktaka Aðför Eysteins ú Valdimari Frá neytendasam- tökunnm Neytendasamtök Reykjayíkút hafa ákveðið að veitá þeim verzl- unum viðurkenningu, sem sér- staklega skara fram úr um verð- merkingar og annað, sem verða má til að flýta fyrir og auðvelda bæði afgrejðslu og vöruval. Er mikil nauðsyn a úrbótum í þessu efni hér í bæ,. ekki sízt fyrir jólaösina. Td. myndu afgrelðslunúmer, sem fólk tæki, um leið og það kæmi i búðina, draga úr troðn- ingi og tryggia réttláta afgreiðslu röð. Fólk er beðið að hafa sam- band við skriístöfu Neytendasam- takanna, í sima 82722, og gefa henni upplýsingar um verzlanir, sem gætu átt viðurkenningu skil- ið. Aðalfundur Sameinaðra verk- taka var ha’dinn i Reykjavik 5 desember 1953. Stjórnin var öll endurkosin svo og varastjórn, endurskoðendur og útreikningsnefnd tilboða. Stjórnina skipa: Halldór H Jónsson, arkitekt, forinaður, Ámi Snævarr, verkíræðingur, vara- formaður, Tómas Vigfússon byggingameistari, ritar:, Einar Gí'slason, málarameistari, gjald- keri og Guðmundur Halldórsson býggingameistari. í varastjórn: Hara'.dur Bjarna- son byggmgameistari, Þorbjöm Jóhannesson, forstjóri, Ingólfur Finnbogason, byggmgameistari Vigfús Guðmundsson, bygginga- meistari,'* og Indriði Níelsson byggingameistari. Útreikningaiíefnd skipa: Ingólf ur B. Guðmundsson, forstjóri Einar Kristjánsson, bygginga- meistari, Þorkell Ingibergsson, múrarameistari. Endurskoðendur: Jón Berg- steinsson, múrarameistari, og Steingrímur Bjarnason, bygginga- meistari. Fundinn sóttu 78 þátttakendur, þar á meðal fullrúar frá Aðal- deild Sameinaðra verktaka, Verk- takafélagi málarameistara, Smiðj unum í Revkjavík, Félagi vatns- virkja og Rafvirkjadeild Sam- einaðra verktaka. Fram komu á fundinum um 94% atkvæða. (Frá S. V.) Jónsson, Daniel Ágústínusson, Magnús Jónsson, Skúli Guð- mundsson, Axel Kristjánsson, með 40 atkv. Sigurður Thor- oddsen hlaut 7 atkv., 4 seðlar auðir. Stjórn Landshafnar í Kefla- víkur- og Njarðiikurhreppum. kosnir með 39 atkv: Alfreð Gíslason, Danival Danivalsson, Þórhallur Vilhjálmsson. Sigur- bjöm Ketilsson hlaut 7 atkv., 4 seðlar auðir. — Endurskoð- endur: Guðmundur Guðmunds- son, Valtýr Guðjónsson. Landsbaukanefnd. Kosnir af lista hernámsflokkanna: Sig- urður Kristjánsson, Skúli Guð- mundsson, Hallgrímur Bcne- diktsson, Þórður Björnsson, Eggert Þorsteinsson með 40 atkv. Áki Jakobsson hlaut 7 atkv., 4 seðlar auðir. ^ Sjémenn kjósið X B-lista Stjórnarkjör í Sjómanna- félagi Reykjavíkur hófst 26. nóv. og stendur frant til dagsins fyrir aðalfund. Kos- ið er alla virka dagá frá kl. 3 til 6 e.h. í skrifstofu fé- lagsins Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. í kjöri eru tveir listar, annars vegar listi stjórnar- innar, A-listí, en hinsvegar listi starfandi sjómanna, B- listi, boriim fram af yfir 150 fé.lagsmönnum, og er hann þannig skipaðnr: Formaður: Karl G. Sigur- bergsson. Varaformaður: Hólmar Magnússon. Ritari: Hreggviður Daníelss. Féhirðir: Einar Ólafsson. Varaféhirðir: Bjarni Bjarna- son. Meðstjórncndur: Guðmund- ur Elías Símonarson og Valdimar Björnsson. Varastjórn: Aðalsteinn Joch umsson, Stefán Hermanns- son og Ólafur Ásgeirsson. S JÓMANN AFÉLAGAR, kjósið snenuna og fylkið yfckur um B-listann, kjósið trausta stjórn fyrir ykkar. — X B-listi félat Framhald af 12. síðu. stórfé hjá Eysteini fyrir ofgreidd- an söluskatt! — Og samt heldur Eysteinn á- fram að rukka? — Já, hann Eysteinn neitar að þessi Hæstáréttardómur gúdi nema um bókaútgáfuna Hlaðbúð. Og enn strita þeir fyrir „vinina1* Þannig lýsti Valdimar Jóhanns- son viðskiptunum við Eystein, og sannast hér enn að ekki verður ofsögum sagt ,af rukkunarástríðu þessa manns. Ólán Valdimars virð'.st m. a. liggia í því að>hann hafi hvorki átt gamlan skúr sem þurfti að rífa, né niðurryðg- aða verksmiðju. Söluskattsinnsiglun þessi beinir verðskuldaðri athygli að hugul- semi og hugkvæmni Eysteins. Forlagsbækurnar voru nýkomnar úf og hefur Eysteinn gaett þess að láta ekki loka fyrr en út- sending þeirra átti að hefjast. Ætti nú vart að skyggja á jóla- gleðina hjá Eysteini eftir að hafa sent gömlum flokksbróður s'mum slikan jólaglaðning. Fyrir Ey- steinsflokkinn hefur Valdimar unnið dyggilega á undanförnum árum^ og verður trúmennska Þjóðvarnarmanna se:nt oflofuð, því enn í dag strita þeir fyrir sína gömlu húsbændur með þvi að sundra röðum hernámsand- stæðinga í landinu. Drekkingarliylur og Brimarhóhnur Ein þeirra bóka sem var að koma úr pi'entsmiðjunni og Ey- steinn brá við til að læsa inni og innsigla, er Drekkingarhylur og Brimarhólmur eftir Gi’.s Guð- mundsson. Hefur sú bók inni að halda 10 dómsmálaþætti frá seytjándu, átjándu og nítjándu öld. Þættir þessir heita. Bræðra- tunguhjón og Árni Magnússon; „Víðar er diöfullinn en í Aðal vík“; Yfirvöld og tilberar; Hvarf Snori’a Flóventssonar; Vatns- blandað messuvin; Bréfið til Sof'fíu í „rauða p;lsmu“; Tvi- kvænismaður; Pilturinn frá Eyvakoti; Örlög Guðmundar „kíkis“; Höggstokkur, gálgi og Drekkingarhylur. Enn sem komið er ráða her,- námsfiokkarnir hvoi'ki yfir drekk- ingarhyl, gálga nú brimarhóími, — en Eysteinn hái'námsráðherra ræður yfir söluskattinum! Um öll heimsins höf heitir önnur af bókum Draupn-^ isútgáfunnar. Er hún frásögn skipstjóra er fór um öll heims- ins höf og lenti í öllum hugsan- legum ævintýrum —* nema þess er ekki getið a5 Eysteinn hafi lokað hjá honum vegna sölu- skatts! Ævintýrahafið eftir Enid Blyton, er fram- hald þriggja ævintýrabóka, éftir sama höfund, er Draupnisútgáfan hefur gefið út. Unglingarnir sem eiga fyrri bækurnar ættu að spyrja Eystein hversvegna 'þéir fái ekki framhalýið á þessum jólum. Þrjár skáldsögur Loks voru svo nýútkomnar hjá Draupnisútgáfunni 3 skáldsögur: Sumardansinn, eftir Per Olof Ek- ström, saenskan höfund, Gestir í Miklagarði, „gula skáldsagan“, eftir Erich Kastner og loks Erfða- skrá hershöfðingians eftir Slaugh- ter. Benni í skóla heitir nýjasta Bennabókin, sem nýlega er komin út hjá Norðra. Segir í þessari bók frá skóla- námi Benna úti í sveit þegar bíl- ar voru sialdséðir, flugvélar engar og útvarp ekki til. Samt sem áður mun Benn; haf.a haft einhver ráð með að lenda í skemmtilegum ævintýrum að vanda. Fyrri Bennabækurnar hafa átt vinsældum að fagna meðal drengja, og mun þeim þykja gaman' að fá enn eina í safnið. FrelisráSið Framhald af 4. síðu. gerðar, sagði Brynjólfur. Ríkis- stjómin hefur gert sér ljóst, að öll stefna hennar í efna- hagsmálum, sem nátcngd er lögunum um f járhagsráð og framkvæmd þeirra, er fordæmd af þjóðinni. Ákvæði 8. gr., um rjnnkun á byggingafrelsi, er líka undanhald. En þó er óséð, hve mikil frelsisaukning það verður, eigi að halda við láns- fjárkreppunni. Þó má segja, að þetta séu a. m. k. þó nokkrir tilburöir til undanhalds. Brynjólfur varaði sérstak- lega við ákvæðum 9. gr., þar sem Framkvæmdabankanum er falin yfirstjóm efriahagsmála á íslandi, en hann réði yfir mót- virðissjóði og væri þar með i beinum tengslum við hús- bændur.na í Washington. Haraldur Guðmundsson deildi einnig á fmmvarpið. Málinu var vísað til 2. umr. og fjárlaganefndar. Öryrki segir Irá viéskiptnm við bæ|arst|érnarmeiriMiita Maður nokkur sem varð öryrki í slysi er hann Varð fyrir í einni af -verstöðvum landsins héfur sagt Þjóð- viljanum eftirfarandi sögu: Hann fékk bragga til íbúðar hjá húsaæðismálafulltrúa Sjálf- stæðisflokksins hér í bæ. Var það raunar ekki nema annar endi bragga.ns, er hann fékk til íbúðar, ;ásamt konu sinni og 6 ára barni. 1 hinum enda bragg- ans bjó annar maður. Fljótt kvað hann hafa komið í ljós að mótbýlismaðurinn í hinum braggaendanum stundaði mjög víndrykkju og hávaða um næt- ur, ennfremur hafi hann oft látið dólgslega og fór svo að öryrkinn kvað sér ekki hafa verið orðið vært í bragganum le.ngur vegna mótbýlismanns þessa. Kvaðst hanei hafa farið á fund fulltrúa bæjarstjórnar- meirihlutans og óskað að gerð- ar væru ráðstafanir til þess að hann mætti haldast við í bragganum, — scm raunar var lítt íbúðarhæfur. Skrifaði hann bæjarráði, — sem vísaði mál inu til umsagnar húsnæðisfull . trúans, er kvað hann eiga að fara heim í braggann aftur, og halda áfram sambýlinu, og stoðaði ekki þótt hann legði fram læknisvottorð um að mót- býlismaðurinn væri geðsjúkur drykkjusjúklingur. Svari þi’ssu áfrýjaði öryrkinn til félagsmálaráðuneytisins og ítrekaði beiðni sína til bæj- arráðs. Hvorki hann né félags- málaráðuneytið munu hinsveg- ar hafa fengið svar frá hátt- vii^u bæjarráði enn. Þegar ör- yrlaon flýði braggann fékk hann að liggja inni á Hjálp- ræðishernum til bráðabirgða, og mun nú senn liðinn mánuður sem hann hefur ekki að morgni vitað næturstað fyrir barn sitt og konu, en samið um að fá að liggja eina nótt inni í einu á Hernum. — En meðal ann- arra orða, tilheyrir ekki starfi barnaverndarnefndar að athuga mál þessa 6 ára barns sem en. einn aðilinn i þessum kuldalega 1 leik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.