Þjóðviljinn - 10.12.1953, Qupperneq 8
8) —' ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. desember 1953
ALFUR UTANGAHÐS 60. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
Og hTngaðtil hafa útlendir peníngar ekki fært okkur neina
biessun. •
ísland er fátækt land, sagði þíngmaðurinn. Það sem okkur
■vantar eru peníngar. Eigi maður nóga pemnga, getur maður
keypt allt. sem mann iángar til að kaupa, og gert allt, sem mann
lángar til að gera.
Island er rikasta land í heimi, sagði bóndinn. Það eru ekki
peníngar, sem, okkur vantar, heldur manndómur. Ef íslendíngar
flosna uppaf sinu eigin landi verður það ekki af peníngaleysi
iieldur af manndómsleysi. Svo mikið er ég búinn að læra þessa
daga, sem ég er búinn að dvelja í henni Reykjavík, kall mimi!
Þíngmaðurinn kvað það valda sér bæði hryggðar og furðu
að - verða þess var, að lífsskoðun bóndans hefði tekið óheilla-
•"ænlegum breytingum frá þvi hann heimsótti hann nyrðra fyrir
t.iðustu kosníngar.
Maður lærir á meðan maður lifir, sagði Jón. En segðu mér
eitt, þíngmaður góður! Ertu kannski í slagtogi með þeim, þessum
óbótamönnum, sem vilja selja?
Þíngmaðurinn svaraði, að enda þótt hann væri í stjórnarand-
s' öðu, setti hann hagsmuni þjóðar sinnar ofar öðrum hagsmumun.
Þú ert þá sami bölvaður prángarinn og allir hinir, sagði Jón
fastmæltur. Peníngar og aftur peníngar, það eru ykkar ær og
kýr. Þegar þið getið ekki lengur grætt nógu mikið á því að selja
sjálfa ykkur þá seljið þið bara landið ykkar og þjóðina ykkar.
Ég skal segja þér, kall minn, að það er ekki svo afleitt að vera
í tukthúsi þegar öllu er á botninn hvolft. I tukthúsi hefur maður
t’.ma til þess að hugsa I heilan sólarhríng hefi ég ekki gert annað
en að hugsa, og svei mcr, ef ég er ekki einsog nýr maður. Mér
þykir leiðinlégt, að þú skyldir ómaka þig híngað mín vegna,
þíngmaður sæll, fyrst þú ert ekkert skárri en hinir horngrýtis
mángararnir. Ég er ekkert uppá þig kominn leingur, og ég skal
lofa þér því, að þau skulu ekki verða mörg atkvæðin þín í
Vegleysusveit í næstu kosníngum. Strax og ég losna úr þessum
hundsrassi fer ég beina leið heim, því ég ætla ekki að slíta fleiri
skóm á því að gánga á milli þín og þinna líka. Kannski skiptir
'þiið ekki miklu máli hvorum megin við liggjum í Veglej'susveit,
en við munum lifa og deyja sem Islendingar hvað sem j skerst.
Þíngmaðurinn gerðist dálítið órólegur undir ræðu kjósanda
sins, og ekki að ástæðulausu þarsem yfirstandandi kjörtímabil
átti ekki lángt í land. Reyndi að blíðka bóndann með því að
slá úr og í, lét jafnvel skína í, að hann væri fús til þess að
- hlutast til um, að bóndinn feingi fulla uppreisn mála sinna. Aft-
urámóti vænti hann þess, að hann nyti stuðníngs kjósenda
sinna í Vegleysusveit framvegis einsog híngaðtil, enda ekki
aema sanngjart að greiði mætti greiða.
Ég vil ekkert af þér þiggja, ansaði Jón snúðugt. Mér er sáma
þótt ég sitji i tukthúsi til eilífðamóns ef svo ber undir. Það
er að minnsta kosti heiðarlegra heldur en að gánga laus eftirað
hafa selt foreldri sitt. Farðu svo í fjandans rass, þíngmaður
sæil. Mér verður flökurt af því að hafa þig leingur fyrir augun-
um.
Þíngmaðurinn virtist í fyrstu tvíbentur í því hvort hann ætti
að verða við þessum ótvíræðu tilmælum kjósanda síns, en þar-
sem bæði orð og æði bóndamannsins lofaði eingu góðu um á
íramhaldið tók hann þann kostinn að hverfa af hólmi, enda full-
komlega tímabært, því um leið og hann hvarf útúr dyrunum,
létti Jón á skapi sínu með því að gefa þíngmanni sínum svo
rækilegt spark í bakhlutann, að hann fleytti kerlíngar lángt
frameftir gángi með fremur óþíngmannslegum tilburðum. Skildi
þar með þíngmanni og kjósanda í bráð og leingd.
XIX. KAFLI.
Jón losnar ór prísundinni. Lendir ennþá einu sinni í klóm ltíg-
reglunnar, en tekst að skjóta fulltróa liennar ref fyrir rass.
Eftirað þíngmaðurinn með flaumósa tilburðum, og ekki að öllu
leyti sjálfráðum, hafði yfirgefið vistarveru kjósanda síns, æddi
hinn síðarnefndi góða stund aftur og fram um gólfið, þótt
skammt væri á milli veggja, en þó kom, að brimskaflana í skapi
hans tók að lægja nógu mikið til þess, að hann sá framá tilgángs-
leysi þessa gaungulags. Fleygði hann sér uppí fletið og reyndi að
hugsa, en að þessu sinni reyndust hugsanirnar eingu viðráðan-
legri en þriggja vetra foli óbandvanur, og þótt Jón væri þaul-
vanur tamníngamaður, tókst honum ekki að þessu sinni að
'beisla það bráðólma hugmyndastóð, sem ýmist jós eða prjón-
aði í heilabúi hans.
„Wembleymet með 6 mörk fynr lista-
mennina og 3 fyrir erfiðismennina“
(Niðurlag).
Mikiivæg atriði.
Hér kom sigurinn vegna þess
að Hsíin sigraði kraftinn.
Heilinn sigraði Iíkamann,
glæsimennskan sigraði van-
máttarkenndina.
Yfirburöir Ung\erja byrj-
uðu á betri knattmeðferð, meiri
nákvæmni í sendingum, og skiln
ingi á hugsjón leiksins, og þeg-
ar við bættLst betTa skipulag er
flest upptalið.
Einkenni úrvalsknattspyrnu-
manns er leikur hans, þegar
hann hefur ekki knöttinn. Þeir
beinlínis „flutu“ fram 2 til 4
þegar samherjarnir htíffu
knöttinn. Þeir voru alltaf stað-
settir til að taka á móti knetti,
og alltaf kom knötturiim til
einhvers af þeim og þá venju-
legast til þess sem var bezt
staðsettur.
Við getum kallað þetta
„a,utomatiskan“ Ieik. Syo sjálf-
sagt, einfalt og nákvæmt leit
þetta út.
Athugaði maður hina bre/.ku
leikmenn gekk það ekki eins
létt og auðveldlega — vegna
yfirburðanna. Hér var um að
ræða mismun í leik án knattar.
Það er möguleiki að þetta stafi
af betri knattmeðferð. Leik-
menrt Englands komust sjaldan
í frjálsa aðstöðu vegna þess að
sendingarnar voru ónákvæmar.
Maður getur sagt að oft sá-
ust tilfelli þar sem veajulegt,
næstum letilegt, öryggi í stað-
setningum rugluðu ekki aðeins
mótherjana heldur einnig þá
100 þús. áhorfendur sem sátu
á Wembley. Á sama hátt sýndu
undramennirnir frá Ungverja-
landi hvernig á að hafa vald
jfir knetti. Glæsilegasta atvik-
ið var markið sem Puskas
gerði. Töframaðurian — vinstri
innherjinn — fékk háa send-
ingu frá útherjanum Csibor
sem einmitt þá var í „heim-
sókn“ hægra megin. Á svo sem
hálfri sek. hafði Puskas stöðvað
knöttinn með vinstri fæti, snú-
ið sér heilhring og skotið frá-
bærlega. Allt gekk eins og vel
smurð vél einfalt, hratt og kom
svo óvænt að markmaður Breta
hafði engan tíma til að álykta;
hann horfði aðeins í áttina til
Csibor — þaðan sem knöttur-
inn hafði komið!
Ungverjar leika nútíma knatt-
spyrnu. Oft með þrjá bakverði
en oft sá maður hægri bakv.
Buzensky fylgja áhlaupunum
fast eftir og var þá, sem sókn-
arframvörður á vallarhelmingi
Breta.
Eg hef oft bent á að smátöp
heima gætu bjargað brezkri
knattspymu. Það sem skeður
utan Englands veit hvorki fólkið
né blöðin. Flestir á Bretlands-
eyjum hafa haldið að Engiand
væri stöðugt bezta knattspyrnu-
þjóð heimsins. Stórt blað með 1
milljón eintaka skrifaði tveim
dögum fyrir leikinn að lands-
leikurinn við Ungverjaland
mundi verða „fyrir heimaliðið
eins og að borða kökubita“, sem
sagt tap'ð er björgun.
Eg hélt að tapið á HM i Rio
1S50 mundi hjálpa en það
reyndist ekki rétt af því að for-
ustumenn stóru atvinnumanna-
hlutafélaganna sem nefna sig
,,félög“ eru svo staðir og íhalds-
samir. Þó má finna lið sem leika
eftir gömlu ensku og skozku
leikaðferðunum sem nú eru
neíndar „Vínarskóli“, sem Ung-
verjar, Júgóslavar og Suður-
Ameríkumenn hafa tileinkað sér:
Meðal þeirra fáu eru West
Bromwich, Tottenham og Manc-
þester United, og eðlilega hafa
framkvæmdastjórar þessara
hlutafélaga lært þetta erlendis,
Rowe í Ungverjalandi, Carver í
Ítalíu, svo eitthvað er i því að
hægt sé að læra í öðrum lönd-
um.
Á sinum tíma kenndi • Eng-
l.and heiminum knattspvrnu, nú
á þetta að snúast við um skeið.
7/7 þœginda
iyrir heimilið
Við sprautum skó, flesta liti, (nýtt efni), gljábrennum
kökukassa og dósir, málum húsgögn, notuð og ný, mál-
um skilti og litum perur, loðsprautum (nýjung). Tök-
um einnig að okkur alls konar málaravinnu .
HörSur og Kjartan h.f.
Málarastofa — Mávahlíð 29
Sími 80945.
Aðrir símar 81144, 7198 og 6960
JÓLAGJAFIR
u/
Iíertastjakar,
skrejftir, margar gerðir.
Ilmvatnssprautur,
mikið úrval.
Postulínsvörur
Snyrtivörur
GAL.A OF LONDON — YARDLEY — REVLON
MAX FACTOR — SULTON —- OLD SPICE o. fl.
Pétur Pétursson,
Laugaveg 38.
Hafnarstræti 7.
IÐJA, Lækjargötu 10
5 gerðir ai vönduðum ryksugum.
Bónvélar, strauvéiar og kæli-
skápar með hagkvæmum
greiðsluskilmálum.
Lampar og ljósakrónur
IÐJA, Lækjargötu 10