Þjóðviljinn - 15.12.1953, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. desember 1953
Ég hef litlu umtalsverðu náð
úr útvarpi síðustu viku. Kvöld-
vaka vikunnar hefur oft verið
betri, og má þó mikils meta
bæði söng Tónlistarkórsins og
upplestur Karls Guðmundsson-
ar á ljóðaþýðingum Helga Hálf-
dánarsonar. Karl er ágætur
ljóðaupplesari, og hinn klass-
iski húmanismi, sem svo ríku-
- legur er í kvæðum eldri skáld-
anna, sem Helgi hefur einkum
lagt lag sitt við, nýtur sín alveg
sérstaklega vel á íslenzkri
. kvöldvöku, að minnsta kosti
að smekk okkar eldri mann-
anna,. og kvöldvaka hlýtur
alltaf að leggja áherzlu á það
að tengja stundina við liðinn
t’íma. Það var skemmtilegur
fróðleikur fólginn í upplestri úr
bók Böðvars á Laugarvatni, en
hitt tvennt, sem lesið var,
heyrði hvorki undir skemmtun
Félagar í
Máli 09 meimingu
Verzllð í ykkar eigin
bókabúð. — Látið ykkur
ekki muna mn noltkur
skref upp Skólavörðustíg
Bókabúð
★
Máls ogmenningar
Skóiavörðustíg 21 — Simi 5055
Skrafað við skólasystur — Botnlangalaus hetja —
Öfundast yfir útsaumuðum mögum — Sjúkrahús í
töfraljóma
né fróðleik, en kvöldvökuatriði
þyrftu að vera annað hvort.
Orð Benedikts Gröndals þetta
sama kvöld í tilefni af mann-
réttindadegi Sameinuðu þjóð-
anna voru ekki ólagleg, og hún
var meinleg sneiðin, sem hann
gaf Bandaríkjunum, þótt ekk-
ert nafn væri nefnt í sambandi
við brot á mannréttindaákvæð-
um Sameinuðu þjóðanna.
Væri ég sjómaður eða tengd-
ur sjómannalífi, mundi ég hafa
haft enn meira yndi af ís-
lenzkri málþróun hjá Halldóri
Halldórssyni, en hún er einn
þýðingarmesti allra fastra
þátta Útvarpsins.. — Dagur og
vegur í munni Rannvegar Þor-
steinsdóttur var mjög sóma-i
samlegur. Vænti ég, að sú á-
gæta stjómmálakona láti ekki
sitja við orðin tóm, en fylgi
því fast eftir, að réttindi verði
látin fylgja námi verknáms-
skólanna og brotið verði skarð
í einveldismúr iðnmeistaranna
um inngöngu í iðngreinarnar. —
Mér þykir það mjög átakan-
legt, hve sjaldan er ástæða til
að vekja athygli á vettvangi
kvenna, og það hefði heldur
ekki verið ástæða til áð geta
hans að þessu sinni, ef ég
teldi ekki rétt að vekja athygli
á því, að spumingar, sem
snerta spurðan sérstaklega per-
sónulega, geta verið óviðfeldn-
ar í Útvarpi. Það er nokkuð
nærgöngult, að spyrja sjó-
mannskonu þess frammi fyrir
alþjóð, hvernig henni Ííði, þeg-
ar eiginmaður hennar siglir á
hættusvæði í heimsstyrjöld.
Framhald á 11. síðu
STUNDUM DETTA manni hinir
ótrúlegustu hlutir í hug, þegar
maður hittir gamla kunningja.
Eins og til dæmis um daginn
þegar ég rakst á gamta skóla-
systur mína frá því \ bama-
skóla, sem ég hafði ekki séð í
áratugi. Hún var á gangi með
9 ára strák sem hún átti, ég
fór að hrósa stráknum eins og
vera ber, tala um jólainnkaup,
veðurfar, húsnæðismál og allt
þetta venjulega sem sjálfsagt
er að ræða, þegar maður hittir
einhvern á götuhorni og gefur
sér tíma til að staldra við. En
meðan á samtalinu stóð var ég
að hugsa um leikfimistímana í
gamla daga, þegar þessi kunn-
ingjakona m'n var smástelpa
með maga til að státa af, því
,að hún hafði verið skorin upp
við botnlangabólgu, botnlang-
inn tekinn úr henni, ripp úr
þvi hafði hún fengið lífhimnu-
bólgu og sitthvað fleira, legið
á sjúkrahúsi fyrir dauðanum- í
margar vikur, þá aðeins sex
eða sjö ára gömul. Hún var
vissulega hetja leikfimiátim-
anna, ,því, að þótt fleiri heíðu
legið fyrir dauðanum og
nokkrar aðrar væru botnlanga-
lausar, þá var hennar sjúk-
dómssaga svo langsam’ega
mergjuðust. Skelfing þótti mér
leiðinlegt iað hafa aldrei legið
fyrir dauðanum og vera með
strýheilan maga, og til Þess að
leiða athyglina frá hreysti
sjáifrar mín sagði ég í stað-
inn furðusögur af því, þegar
bróðir minn var skorinn á háls
á borðstofuborðinu heima að
viðstöddum tveim læknum,
“hjúkrunarkonu, íofeldrum og
ættingjum, og blóð og eitur
spýttist upp í loftið í borð-
stofunni og sat þar þangað til
gert var hreint um vorið. Svo
andaði hann gegnum slöngu í
margar vikur, gat ekki talað,
ekki borðað og gat yfirleitt
ekki nokkum skapaðan hlut.
Hann lá svo sannarlega fyrir
dauðanum og það var þó dálít-
il sárabót að eiga bróður sem
var svo forframaður. En svo
kom það stundum fyrir að ég
var yfirheyrð um mína eigin
sjúkdóma og þá varð ég að
játa. að alvarlegasti sjúkdóm-
ur minn hefði verið hettusótt,
því að þá hafði ég ekki getað
borðað annað en bleyttar tví-
bökur, í heila tvo daga.
Nei, ég gat ekki áflað ,mér
virðingar meðal félaganna með
útsaumuðum maga eða bana-
legum en Anna, sú sem ég
minntist á áðan, fékk óspart
að njóta frægðarferils síns á
sjúkdómsbrautinni. Eiginlega
fundum við til hálfgerðrar öf-
undar í hennar garð og þótt
undarlegt megi virðast varpaði
frásögn hennar einhverjum
töfraljóma yfir sjúkrahús og
spítala, -sem’ enn hefur óskilj-
anleg áhrif á mig. Eg er sem
sé ekki enn búin að sætta mig
við að hafa aldrei legið á
spíta’a og aldrei legið fyrir
dauðanum. Að vísu veit ég ,að
það er ástæða til að fagna því
i stað þess að harma það, en
svona diúpstæð eru áhrif
bernskuáranna, að ég get senni-
lega aldrei losnað við þau til
fulls.
um
Sigfús Sigurhjartarson
Minningarkortin eru til sölu-
í skrifstofu Sósíalistaflokks-"
ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu"
Þjóðviljans; Bókabúð Kroti"
Bókabúð Máls og menningar,'1
, Skólavörðustíg 21; og í"
, Bókaverzlun Þorvaldar
Bjarnasonar í Hafnarfirði.
GRÆNMETI:
WatjyjSiweuit
GRÆNMETI:
Grænar baunir
Gnlræiur
Gulrætur & grænar baunir
Blandað Grænmeti (6 teg.)
Blómkál
Hvítkál
Rauðkál
Rauðróíur
Hgurkusalat
tJR VALINNI NORÐURLANDSSÍLD:
Kryddsíldarflök í 5 Ibs. ds.
I lbs., 3% oz. ds.
Gaffalbitar
Marineruð síld
Saltsíld í dósum og iunnum,
heil og flökuð.
Bismarksíld ;Æ0
Bismarkkrúllur
Viðeysíld (súrsild)
aiLTftF NYBEYKTBR TISKUB: Bcykiar síIdarsneiSar í olíu
Ýsa Smásíld í ©líu og tómat
Þorskur Síld í Maupi
Karfaflök Reykt síldarflök í olíu og iómat
SJðLAX
SL
OPINBfRU,
IJmfram allt
VORUVÖNDUN
UR GLÆNÝRRI ÝSU: MURTA ÚR
Fiskbollur ÞINGVALLAVATNI
Fiskbúðingur
Heilagfiski
Þorskhrogn
NATBORGHF