Þjóðviljinn - 15.12.1953, Blaðsíða 10
iG) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. desember 1953
Selma Lagerlöf:
m m
Orlagahriitgurinn
6
benda lifendum á menn sem gert höfðu sig seka um
miklu minna brot.
En þegar fólk komst að raun um, að hershöfðinginn
hafði alls ekki látið sér hringhvarfið lynda, heldur bar-
izt fyrir því að ná honum aftur með sama miskunnar-
leysi og hörku og hann hefði sýnt, ef hringnum hefði
verið stolið frá honum í lifanda lífi, varð enginn undr-
andi yfir því. Það kom engum á óvart, því að allir höfðu
búizt við því.
IV.
Þegar hringur hershöfðingjans hafði verið horfinn í
mörg ár gerðist það einn góðan veðurdag, að prófastur-
inn í Brúarsókn var kallaður til fátæks bónda, Bárðar
Bárðarsonar 1 Ólafsbæ, sem lá banaleguna og vildi
tala við prófastinn sjálfan áður en hann gæfi upp
öndina. Prófasturinn var gamall maður, og þegar hann
heyrði að hann átti að heimsækja sjúkling, sem bjó
margar mílur í burtu og yfir vegleysur og skóga var aö
fara, stakk hann upp á því að aðstoðarpresturinn færi
í hans stað, en dóttir sjúka mannsins, sem hafði komið
með skilaboöin stóð fast á því, aö prófasturinn ætti að
koma og enginn annar. Faöir hennar haföi beðið hana
fyrir kveöju og skilaboö um það, að hann þyrfti aö
tala um dálítið við prófastinn, sem enginn annar í
heiminum mætti fá að vita.
Þegar prófasturinn heyrði þetta fór hann að hugsa
sig um. Bárður Bárðarson hafði verið góður maður. Aö
vísu hafði hann verið dálítið einfaldur, en ekki þurfti
hann aö hafa áhyggjur af því á banalegunni. Já, í
íljótu bragði fannst prófastinum hann jafnvel eiga
hönk upp í bakið á guði almáttugum. Undanfarin sjö ár
hafði ólánið og ógæfan elt hann á röndum. Bærinn hans
hafði brunnið, búféð hafði hrunið niður úr sjúkdómum
eða orðið villidýrum að bráð, frostið hafði eyðilagt akra
hans og að lokum hafði hann orðið eins fátækur og Job.
Loks hafði eiginkonan fyllzt svo mikilli örvæntingu yfir'
allri þessari ógæfu, að hún hafði drekkt sér og Bárður
hafði sjálfur flutt í selkofa, sem var hið eina sem hann
átti eftir. Upp frá því hafði hvorki hann sjálfur né
börn hans sótt kirkju. Mörgum sinnum hafði verið talað
um þetta á prestsetrinu og fólk hafði verið að velta
því fyrir sér, hvort þau væru enn í sókninni.
— Ef ég þekki fööur þinn rétt, hefur hann varla gert
sig sekan um stærra afbrot en svo að hann gæti trúaö
aöstoðarprestinum fyrir því, sagði prófasturinn og leit
brosandi á dóttur Bárðar Bárðarsonar.
Hún var fjórtán ára telpa, en stór og sterk eftir aldri.
Andlitið var stórgert og drættirnir grófir. Hún var dá-
lítið einfeldnisleg á svip eins og faðir hannar, en barns-
legt sakleysi og hreinskilni skein út úr andliti hennar.
— Náðugur prófasturinn er þó ekki svo hræddur við
Sterka-Beiigt aö hann þori ekki að koma til okkar?
spurði hún.
— Hvað ertu aö segja barn?, sagði prófasturinn. Um
hvaða Sterka-Bengt ertu að tala?
— Það er honum aö kenna aö allt snýst öfugt fyrir
okkur.
— Einmitt það, sagði prófasturinn. ‘Og heitir hann
Sterki-Bengt?
— Veit náðugur .prófasturinn ekki að það var hann
sem kveikti í Miðstofu?
— Nei, það hef ég aldrei heyrt áður, sagði prófastur-
inn.
En um leið reis hann á fætur, tók fram handbók sína
og dálitla tréskál, sem hann notaði þegar hann gaf
sakramenti.
— Það var hann sem hrinti mömmu út í vatnið, hélt
telpan áfram.
— Nú þykir mér týra, sagði prófasturinn. Lifir hann
ennþá þessi Sterki-Bengt? Hefurðu séð hann?
— Nei, ekki hef ég séð hann, sagði barnið, en vissu-
lega lifir hann. Það var honum að kenna að við urðum
að flytja út í skóg og óræktarland. Þar fengum við aö
vera í friði fyrir honum þangað til í vikunni sem leið,
þegar pabbi hjó í fótinn á sér.
— Og þú heldur að það sé Sterka-Bengt að kenna?
spurði prófasturinn rólegri röddu, um leið og hann opn-
aði dyrnar og hrópaði til vikapiltsins að leggja á hestinn.
— Pabbi sagði aö Sterki-Bengt hefði galdraö öxina,
annars hefði hann aldrei höggviö henni í sig. Og þetta
var ekki mikið sár, en í dag sá pabbi að kolbrandur
var hlaupinn í fótinn. Hann sagðist fara að deyja vegna
þess að Sterki-Bengt væri búinn að eyðileggja hann og
sendi mig á prestsetrið til að biðja prófastinn aö koma
eins fljótt og hann mögulega gæti.
— Ég skal koma, sagði prófasturinn. Meðan stúlkan
talaði, hafði hann farið í reiðtreyju og sett á sig hatt.
— En eitt skil ég ekki, sagði hann. Hvers vegna var
þessi Sterki-Bengt svona vondur við föður þinn? Bárð-
ur hlýtur aö hafa gert honum eitthvað til miska.
■— Já, ekki neitar pabbi því, sagði barnið. En hann
hefur aldrei sagt hvaö það hafi verið, hvorki mér né
bróður mínum. En ég býst við að það sé einmitt þetta
sem hann ætlar nú að tala um við náðugan prófastinn.
— Já, það má vera, sagði prófasturinn, og þá þurfum
við að flýta okkur til hans. Hann var búinn aö setja á
sig hanzka og gekk nú meö telpunni út og settist á bak.
Alla leiðina að selkofanum mælti prófasturinn tæp-
lega orð af munni. Hann sat og var að brjóta heilann
um allt hið undarlega sem barnið hafði sagt honum.
Hann hafði aðeins þekkt einn mann, sem fólk kallaði
Sterka-Bengt. En vel gat verið að telpan væri alls ekki
að tala um þann mann, heldur einhvern annan.
Þegar hann reið í hlaö kom ungur piltur á móti hon-
um. Það var Engilbert, sonur Bárðar Bárðarsonar. Hann
var nokkrum árum eldri en systirin, stórvaxinn eins og
hún og svipaður henni í andlitsfalli, en augu hans lágu
dýpra og hann var ekki jafn frjálsmannlegur og hrein-
skilinn að sjá.
eimilisþáttur
Bréfakarfa heppileg jólagjöf
Það lætur ef til vill ekki
sérlega frumlega í eyrum og ef
til vill segið þið strax, að þið
þekkið engan sem þurfi á bréfa
körfu áð halda. En liugsið
ykkur betur um; það eru ekki
aðeins þeir sem vinna við
skrifborð eða sitja á skrifstofu,
sem þurfa á bréfakörfu að
halda; þvert á móti. Húsmæð-
ur geta haft gaman og gagn
af he.ntugri bréfakörfu. Sumar
nota hana í eldhúsinu undir
bréfarusl til að komastvhjá að
fleygja því í ruslhkörfuna.
Og ekki má gleyma bömun-
um. Stórir krakkar þurfa mjög
á bréfakörfu að halda, og áð-
ur en þið komið með þau mót-
mæli að börnin ykkar hafi ekki
herbergi fyrir sig og þurfi þvi
ekki á bréfakörfu að halda, er
rétt að taka það fram, að því
mimia rúm sem börnin hafa til
umráða, því meiri þörf hafa
þau fyrir bréfakörfu. Hugsið
bara um hvað börn gera mikið
af því að klippa, líma og teikna
og hve mikill bréfaúrgangur
fylgir leik þeirra. Þegar þau
leika sér við matborðið er
þægilegt þegar bréfaruslið fer
beint í bréfakörfu í stað þess
að lenda á gólfinu. Og börn’n
eru ótrúlega viljug að taka til
eftir sig, þegar þau hafa sína
eigin bréfakörfu til aö láta
ruslið í.
Og það er hægðarleikur að
búa til bréfakörfu heima og
það þarf ekki að kosta mikið.
Ef til vill lúrir kaupmaðurinn
ykkar á einhverjum kassa eða
byttu sem er hentug í laginu.
Þá þarf aðeins að skreyta hann
lítið eitt og þá kemur hug-
myndaflugið í góðar þarfir.
Hægt er að klæða körfuna með
taui, sauma utanum hana eða
líma efnið á, líma bréf á hana
eða mála í skærum litum. Ef
um bréfakörfu handa börnum
er áð ræða er þóð hugmynd að
láta börn búa hana til. Það er
gott ráð að láta bömin búa til
jólagjafir hvert handa öðru.
Látið bör.nin að mestu leyti
sjálfráð um að skreyta körf-
utia; stundum gera börnin ým-
islegt sem fullorðnu fólki finnst
hörmulega ljótt, en önnur börn
verða stórhrifin af. Auðvitað
er nauðsynlegt að hjálpa böm-
unum ef þau geta ekki komizt
af stað og fengið hugmjTOdir
sjálf, en að öðru leyti er bezt
að láta þau sjálfráð. Glans-
pappír, afgangar af gömlu
yeggfóðri og ýmislegt annað er
hægt að nota, þegar skreyta
þarf bréfakörfu.
Að geyma smákökur
Það en ekkert sem mælir á
móti því að hefja jólabakstur-
inn t'ímanlega, stendur í Fem-
inu. Ef smákökurnar eru bak-
aðar í smjöri ber að gæta þess
að þær séu orðnar vel kaldar
"áður en þær eru látnar í dós
og festið síðan lokið á með
glæru límbandi og geymið dós-
ina á þurrum og óaðgengileg-
um stað fyrir sælkera. Þá er
óhætt að baka tveim til þrem
vikum fyrir jól. Þær eru jafn
ferskar og stökkar sem nýjar
væru. Sandkaka bökuð í smjöri,
vafin inn í pergamentpappir
éða plast getur einnig geymzt
■ mjög lengi.
OC CAMMI
Eg þekki stað þar sem kvenfólk-
ið ber aldrei annað á . sér en
perlufesti einstaka sinnum.
Hvaða staður skyldi það nú vera?
Hálsinn á því.
* * *
Piparsveinn: það er maður sem
hugsar áður en hann framkvæmir
—og framkvæmir svo ekki.
* * *
Stoltur faðir: Petta er nú sólset-
ursmynd eftir hana dóttur mína.
Hún var í erlendum listaháskóla.
Vinurinn: Já einmitt, sú mun vera
ástæðan tll þess að ég minnist
þess ekkl að hafa séð sólarlag
neitt líkt þessu hér á Iandi.
* * *
Hversvegna hengdu þeir þessa
mynd upp?
Vegna þess að þeir fundu ekkl
listamanninn sjálfan.
* * ■ *
Söngrödd dóttUr minnar er mér
mjog dýrmæt.
Hvernig þá?
Hún olli því að ég fékk hús ná-
grannans fyrir hálfvirði.
* * *
Finnst þér ritstörf vanþakklátt
verk?
Þvert á móti, öllum handritum,
sem ég sendi frá mér, er skiláð
með þakklætisorðum.
Hæfilega síðer
náttkjóll
Hvers vegna þurfa náttkjólar
alltaf að ná ciiður á tær? Það
er engin skynsamleg ástæða
fyrir því. Fyiir nokkrum ár-
um komu á markaðinn stuttir
náttkjólar, sem kenndir voru
við Jón blu.nd. Þeir náðu aldrei
miklum vinsældum; þeir voru
of stuttir. Nú eru gerðar til-
raunir til að stytta náttkjól-
ana aftur, upp í venjulega
kjólasídd. Það er fallegt og
hentugt og talsvert efni spar-
ast við það, svo að þessir niátt-
kjólar ættu að geta orðið ó-
dýrari en síðu náttkjólarnir.
mi