Þjóðviljinn - 15.12.1953, Blaðsíða 8
!)
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. desember 1953
ÁLFUR UTANGARÐS
64. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
# ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÖRl. FRlMANN HELGASON
Það eru til þrjár skýringar á því, sagði bóndinn. Gerði hann
það af heimsku, eða afþví hann var svo gáfaður. í þriðja lagi var
honum það kannski ekki sjálfrátt, að hann lá einmitt þarna.
Kemur útá eitt, sagði félagi Jóns. En jafnvel þótt tilgángur-
inn hafi verið sá, að gera lögreglunni glennu þá sá ég við lek-
anum. Ég þori að veðja húfunni minni uppá það, að þú gætir
ekki getið uppá því, hvernig ég sneri mig úr klípunni.
Ég hefði urðað hræið þarna á staðnum, sagði Jón. Við höfum
þánn sið heima í Vegloysusveit þegar við gaungum framá
pestarskrokka útum hagann.
Nei, ónei, lagsmaður! Ég legg mjg ekki niður við svoleiðis
moldarvinnu. Ég gerði mér lítið fyrir og tók í skankana á líkinu
og dró það alla leið leingst inní Mjóstræti, þessa líka óraleið.
Það kom útá manni svitanum, því þúrigur var hann. Dauðir
menn eru minnsta komsti helmíngi þýngri dauðir helduren á
neðan þeir eru lifandi. v
Ef það er rétt, vil ég af tvennu íllu heldur dragast með þig
lifandi en dauðan, sagði Jón. En hvursvegna varstu að leggja
þetta á þig maður, að drasla líkinu í þetta Mjóstræti?
Til þess að geta skrifað í skýrsluna, að ég hefði fundið hann
í Mjóstræti, ansaði lögregluþjónnitm með hreyikni. Mjóstræti er
skrifað eins og það er talað. Það er lóðið!
Það skal þurfa gáfur til þess að láta sér detta svona í hug,
sagði Jón.
Lögregluþjcnninn hafði ekki látið minnínguna um líkfundinn
5 Fissersundi trufla sig í leitinni til neinna muna. Snuðraði hann
eamviskusamlega inní öll skúmaslcot með iögreglumannslegum
tilburðum og hvatti Jón til að fylgja sér fast eftir. Jón lét sér
afturámóti ekki ótt um leitima, þvi honum var orðið annað meira
i mun heldur en að heilsa uppá fyri'verandi mötunaut sinn, og
á meðan lögregluþjónríinn var að snuðra niðri í einum kjallara-
hálsinum, er var dimmri og torfeitaðri helduren aðrir kollegar
hans, sá Jón sér leik á borði og skaust útúr þessu völundarhúsi.
Var hann tindilfættur uns hann taldi sér óhætt, og linnti ekki
fyrren hann kom heim í herbúðir hjálpræðisins með kjörgrip
sinn áft þess að til frekari tíðinda drægi. Þángað kominn faldi
hann könnuna góðu neðst niðri í poka sínum og hló hugur, er
hann minntist fulltrúa réttvísinnar í ikjallarahálsinum.
Eftir allt sem á undan var. geingið hnigu öll skynsamleg rök
að því, að Jón héldi kyrru fyrir innan húss þartil morgnaði. En
þegar rökkva tók, komst hanti að raun um, að honum hafði
láðst að kaupa neftóbak, og afþví dagur var af lofti áræddi
hann út, því neftóbakslaus gat hann með eingu móti verið
eftir allt sem á daga hans hafði drifið og með heimferð fram-
undan. Flýtti hann sér að ljúka erindínu, en á heimleiðinni var
alltíeinu lögð hönd á öxl hans og fylgdi kunnuglegt ávarp. Jóni
varð snöggvast felmt við, þekkti hann þar ráðunautinn, sem
hann hafði rætt við fáum dögum fyrr.
Sæli og blessaður, sagði ráðunauturinn og það leyndi sér ekki
að honum var það óblandin gleði að mæta bóndanum. Það var
sánnarlega heppni, að ég skyldi rekast á þig.
Ég segi það sama kunníngi, sagði Jón. Það er fátíðara en
búast mætti við, að rekast á mann hér í Reykjavík.
Eftirað við töluðumst við á dögunum, hefi ég verið að velta
þvj fyrir mér, hvernig ég gæti orðið þér að liði, sagði ráðunaut-
urinn og var mikið niðri fyrir. Ef ég man rétt vantar ykkur fyrst
og fremst vinnukraft, góðan, varanlegan og billegan vinnukraft,
Og viti menn! Tímar kraftaverkanna eru ekki etinþá liðnir í ald-
anna skaut. Hafi ekkert ræst úr fyrir þér síðan seinast, vill svo
vel til, að ég hefi ráð á vinnukrafti við ykkar hæfi þarna norð-
urfrá, og það ekki af lakari sortinni.
Mér þykir þú segja tíðindi, sagði Jón hissa. Það liggur við,
að ég eigi bágt með að trúa svo góðum fréttum eftir allt, sem
ég hefi orðið að gánga í gegnum hér í Reykjavík. En hvurslags
vinnukraftur er þetta, kunníngi. Mér er spurn!
Ráðunauturinn sagði íbygginn, að hér væri um að ræða þokka-
gyðju eina útlenska. Hefði hann ekki alls fyrir laungu, vistað
hana til mektarbónda austurí sveit, en einmitt þenna dag hefði
bóndinn komið með umrætt heimilisgagn og grátbeðið sig að ó-
gilda vistráðnínguna. Og eftirað ráðunauturinn hafði ikynnt sér
alla málavexti, féllst hann á að verða við ósk bóndans. En afþví
Viljið pið eignazt BÓNDANN í BRÁÐAGERÐI í
bókarformi? Komi nœgilega margir áskrifendur verð-
ur hann sérprentaður. Sendið nafn og heimilisfang
til Þjóðviljans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík, merkt:
BÓNDINN.
Flokkaglíma Reykjavíkur 1953
Á sunnudaginn var fór
flokkaglíma Reykjavíkur fram
í húsi Jóns Þorsteinssonar.
Ekki verður sagt að glíma
þessi hafi verið ,,sett á svið“
með þeim glæsibrag sem þjóðar-
íþrótt okkar á kröfu til. I
fyrsta lagi var kl. komin 31
mínútu yfir auglýstan tíma
þegar fyrsta glíman hófst. Það
heyrðist sagt að er glíman átti
að vera byrjuð hafi verið far-
ið að sækja vog þá sem vega
átti kappana á og þó var þetta
þyngdarfloikkaglíma! I öðru
lagi voru 28 menn skráðir til
keppni en helmingur þeirra eða
14 komu ekki til leiks, nokkrir
munu hafa haft afsökun en
flestir enga. Er hér um alvar-
legt atriði að ræða. Þeir sem
láta skrá sig til keppni en
mæta ekki eru að bregðast í-
þrótt sinni, félagi sínu og sjálf-
um sér með því að ganga á
bak orða sinna. Þetta er líka
að bregðast þeim tryggu á-
horfendum sem enn koma til að
horfa á glímu. Með sama á-
framhaldi hlýtur- áhorfendum
enn að fækka og má glímam þó
ekki við því.
Þessi framkoma sem nefnd
hefur verið spillti áhrif-unum af
glímu þessari, sem í heild var
nokkuð góð og aldrei beinlínis
Ijót. Komu þama fram nokkur
efni sem lofa góðu.
Unglingaflokkur.
í unglingaflokki voru 6 ikepp-
endur, allir úr Ungmennaféagi
Reykjavíkur. Virðist sem Ung-
mennafélagið eitt skilji þá nauð-
yn að unga menn verður að fá
il glímuiðkana ef tryggja á
ramtíð glímunnar. Margir
essara drengja eru efnilegir
g eiga eftir að láta til sín taka
ins og t.d. Guðmundur Jóias-
on, Erlendur Bjömsson og
Ieimir Lárusson. Helgi Jóns-
on sýndi líka, þótt imi vaxtar
g aflsmun væri að ræða, að í
lonum býr glímni og fékk hann
:lapp áhorfenda að launum.
>að kom líka fram að sjálf-
agt er að skipta yvrgsta aldurs-
lokknum og var það ætlunin,
n þessir ungu menn úr drengja-
1. komu ekki til leiks nema
veir sem glímdu með unglinga-
lokki.
}rslit:
Juðm. Jónsson U.M.F.R. 5 v.
örlendur Björnsson — 4 —
tristján H. Láruss. — 3
lannes Þorkellsson — 2
Juðjón Pétursson — 1 —
. flokkur.
•Aldrei varð neinn. „spenning-
ir“ um úrslit í þessum flokki,
>ví að til þess var Rúnar of ein-
raldur. Ármann J. Lárusson
rar með lasleika í baiki svo
íann gat ekki glímt og var
>að skaði. Anton Högnason
;ekk næstur Rúnari að stig-
im og getu. Hann glímir nokk-
íð létt en þó verður of mikið
um OS- læti í glímum hans.
Honum tókst oft að sameina
og binda saman eitt bragðið af
öðru.
Nýr glímumaður Karl Stef-,
ánsson úr U.M.F.R., aðeins 19
ára stóð allvel að glímu, er
snöggur og með æfingu -ætti
hann að ná árangri. Tómas
Jónsson úr KR lofar nokkuð
góðu, er kröftugur en vantar
reynslu og fjölbreytni, enda
kornungur maður.
Ragnar Ásmundsson úr KR,
nýr glímumaður hér er enn ekki
búinn að ná þeim hraða og
leikni, sem þarf til, en efni er
þar gott á ferðinni.
tjrslit:
Rúnar Guðmundsson Á 4 v.
Anton Högnason Á 3 v.
Tómas Jónsson KR 2 v.
Karl Stefánsson U.M.F.R. 1 v.
Ragnar Ásmundsson KR.O v.
2. og 3. flokkur
í 2. flokki var aðeins ein
glima milli þeirra Gunnars
Ólafssonar U.M.F.R. og Krist-
mundar Guðmundssonar Á.
Var glíman ekki skemmtileg, of
mikil átök og Ijót glímustaða
svo dómari varð að stöðva glím-
una. Fór hún svo að Krist-
mundur vann.
Sama var um 3. flokk að
segja. Þar komu til leiks aðeins
tveir, þeir Hilmar Bjamason
og Sigmundur Júlíusson báðir
úr U.M.F.R. Var glíma þeirra
fjörleg og noikkuð skemmtileg
og lauk henni með sigri Hilm-
ars.
Dómaramir sluppu vel frá
starfi sínu að þessu sinni en
þeir voru Lngimundur Guðm-
undsson, Þorsteinn Kristjáns-
son og Kristmundur Sigurðs
son, Glímustjóri var Guðm.
Ágústsson. Það er athyglisvert
að U.M.F.R. sendir 9 keppend-
ur en hin félögin til samans að-
eins 5.
Erlendur Ó. Pétursson setti
mótið og afhenti verðlaun sem
að þessu sinni voru góðar bæk-
ur og fór vel á að veita slík
verðlaun.
Áhorfendur voru fáir.
LÁTIÐ EKKI
vanta í bókasafnið
Á ævintý.raleiðum Kr. 20,00
Adda í kaupavinnu ;— 18,00
Adda i menntáskó’a — 22,00
Adda trúlofast — 25,00
Bókin okkar ' — 24,00
Bræðurnir frá Brekku — 20,00
Börnin við ströndina — 20,00
Dóra og Kári — 20,00
Dóra sér og sigrar — 35,00
Dóra verður 18 ára — 20,00
Eiríkur og Malla — 23,00
Grant skipstjóri og börn
hans — 33,00
Grænlandsför mín — 19,00
Gullnir draumar — 18,50
Hörður og Helga -— 26,00
I GÍaðheimi (framh. af
Herði og Hetgu) — 32,00
Kalla fer i vist — 18,50
Kappar I — 25,00
Kappar II -— 28,00
Kári litli og Lappi — 15,00
Krilla — 25,00
Krummahöllin — 7,00
Kynjafíllinn — 20,00
Litli bróðir — 18,00
Maggi verður að manni — 20,00
Nilli Hólmgeirsson — 23,00
Oft er kátt í koti — 17,00
Skátaför til Alaska — 20,00
Stella — 25,00
Stella og allar hinar — 29,00
'Stella og Klara — 30,00
Sögurnar hennar ömmu — 28,00
Todda frá Blágarði — 22,00
Todda í Sunnuhlíð — 25,00
Tveggja daga ævintýri — 25,00
Tveir ungir sjómenn — 18,00
Uppi á öræfum — 30,00
Útilegúbörnin
í Fannadal — 30,00
Vala — 20,00
Ævintýrið í kastalanum — 6,00
Klippið listann út úr blaðinu
og hafið hann með ykkur, er
þið komið í bókabúðirnar, þvi
allar ofantaldar bækur fást hjá
næsta bóksala.
BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR
★ Teljið ekki eftir ykkur ♦
★ nokkur spor upp ♦
A Skólavörðustíginn í |
*_--------f
Bókabúð 1
Máis og menningait
Skólavörðustíg 21 — Sími 50551
iÐJA, Lækjargötu 10 —
5 gerðir af vönduðum ryksugum.
Bónvélar, strauvélar og kæli-
skápar með hagkvæmum
greiðsiuskilmáium.
Lampar og ljósakrónur
IÐ J A, Lækjargötu 11