Þjóðviljinn - 22.12.1953, Page 4
’4) — ÞJÓÐVlLJINK — Þriðjudagui’ 22. desember 1953
Ég miseti .af miðvikudags-
kvöldinu og hef víst farið mik-
ils á mis. Ég hef vist einhvern
tíma lagt því liðsyrði af mann-
úðarástæðum, að Jónasi frá
Hrifiu sé leyft að ausa úr sér
í Útvarpi til að létta á hjarta
sér cinstaka sinnum. Og eftir
því sem ég heyrði af upphafi
erindisias og greinargóðir menn
hafa- sagt mér af framhaidi, þá
virðist hann hafa sett furðu
skýrlega fram þá lífshugsjón
sína í menningarmálum, að við
reiðum okkur á, að nokkrir af-
burðamenn munu alla tíð brjót-
ast í gegn til mennta og frama,
þótt við mikla erfiðleika sé að
eigá, og svo eigi þjóðfélagið
ekkí að vera að kosta til að
vera að mennta hitt fólkið, sem
fyrirfram er ákveðið tii að vera
ekkert annað en sauðsvartur
almúgi. Sennifega hei'ur þess-
um sjálfkjörna menningarfröm-
uði láðst að geta þess að þessu
s'nni, að vilji hið opinbera ekki
láfa .meira til sín taka um skóla-
hald én það gerði á æskuárum
Guðmrundar Finnbogasonar, þá
erum við viss með að ná hárri
hundraðstölu ólæsra' manna og
évo hárri, að nálgast mundi
met í ísiandssögu nú um nokk-
ur hundruð ár. En væntanlega
á það eftir að koma fram í er-
indum hans og þá um leið sú
fagnaðarríka yfiriýsing, að í
þeim efnum er ekki leiðum að
likjást, því að í þá átt steínir
þróúnin í Bandaríkjunum hröð-
um skrefum. — Öðru erindi hef
ég miög heyrt hrósað frá þvi
kvÖldi. Það var Spurningar og
svör um íslenzkt mál hjá
Bjarna Vilhjálmssyni. Um leið
og ég viþv ítreka hjartanlegt
þakkiæti mitt fyrir erindi Hall-
dórs Halldórssonar um máiþró-
unina, þá mælist ég til þess,
að þau erindi komi ekki á
kostnað málvöndunarþáttanna
Spurningar og svör. Það má
ekki minna vera en lagt sé tif
beipnar atlögu gegn máilýtum
daglggs máls í heilum erindis-
tíma einu sinni í viku. og auk
þess ætti að taka 5 mínútur á
hverjum einasta degi á sama
hátt og Eiríkur Hreinn gerði
tvrgv.ar i viku í fyrra. Það ó
F.F.. HEFUR SENT Eæjarpóst-
inmn bréf, sem haan er þakk-
látur fyrir. Það er að vísu ekki
ætlað til birtingar, en ég ætla.
Bamt að leyfa mér að biita
kafla úr því.
..... En það eru nefnilega
fleiri sem gleyma eða látast
gleyma vinum sínum þegar
þeir veikjast. Ég tala af eigin
reynslu og einnig annarra, sem
ég hef dvalizt með hér í nokk-
ur ár; Ætli þetta fólk geri sér
3jóst live mikið og djúpt það
hefur kært gömul skólasystkin
eða gamla viai, seon einu sinni
voru þekn órnissandi í sorg og
gleði. F.yrstu mánuði mína hér
litu nokkrir vinir inn aimað
slagið, ’aðra hef ég ekki séð
eftir að ég veiktist, og má
mörgum getum að því le-iða
hvers vegna þeir komu ekki —
og sjálfsagt líka afsaikandi —
i og ber ég engan kala til þeirra,
ekki að vera til of mikils mælzt
við Útvárpið, þegar svo mikið
er í húfi um ír.amtíð íslenzkrar
menningar og nú er í dag.
Um eldhúsdagsumræðumar
er fátt að segja framyfir það,
■sem áður hefur verið sagt í
tilefni af fyrri úívarps.umræð-
um og 1. desember. Vekjá
mætti þó athygli á þrennu,
þótt ekki geti það að vísu tal-
izt til nýmæla. í fyrsta lagi:
ræður þeirra ráðherranna Ólafs
Thors og Eysteins voru á enn
lægra stigi stjómmálaalvöru og
ráðherra- og þingmannsvirðu-
leika en jafnvel þá, sem á verstu
e!ga von á því sviði, gat órað
fyrir. í öðru lagi kom það í
ljós, að á þriðja mánuði þing-
mannsferils síns. opinberaði
Gils Guðmundsson skepnuskap
á svo ka’drif jaðan hátt, að bæði
Ólafur Thors og Eysteinn Jóns-
son mættu líta' til hans öfund-
araugum. Það skal þurfa sterk
beá til að lyfta fána fagurra
hugsjón.a með svik í brjósti. I
þriðja lagi kom það skýrar í
Ijós en nokkru sinni fyrr, hve
stjórnai'flokkunum er Ijóst, hve
höllum fæti þeir standa með
stefnu sína frammi fyrir dóm-
stóli þjóðarinnar, þegar þeir
báðir sjá sái- það vænst, að
senda úr herbúðum sínum
menn til að ráðast á veigamik-
il atriði stjómarstefnunnar.
Húnvetningar mega af hjarta
fagna þeim sóma, er þeim var
sýndur með því að þingmenn
þeirra voru valdir til þessarar
farar.
Umræðufundurinn í útvarps-
sal á sunnudagskvöidið var
merkileg tilraun eins og út-
varpsstjóri mundi segja.
Frammistaða þótti mér lág-
kúruleg að undanteknum 7
mínútna reiðilestri Dungals.
Mundu fáir leika það eftir út-
varpsstjóra að draga niður-
stöðu af víðræðunum, sem
reyndar vár engin niðurstaða.
Ég leyfi mér að hvetja til þess,
að tilraunum þessum verði
haldið áfram, mætti jafnvel
taka sama umræðunefni öðru
sinni, en velja þá ekki mennta-
menn á sextugsaldri, heldur
ráðast nú á aðra flokka manna,
svo sem vörubílstjóra eða sjó-
menn, og mætti segja mér, að
með því mætti fá betri út-
komu.
Flugdagurinn var mjög sæmi-
legur, einkum samtalsþáttur-
inn. Hef ég engan heyrt spyrja
eins vel í Útvarp og Sigurð
Magnússon í þeim þætti. Ann-
ars þótti mér skorta 'á léttleik-
ann, þar bar dr. Alexander af,
ég mrssti að vísu af Jóhannesi
Snorrasyni. — Akureyringar
Völdu prýðilega dagskrá sína
og hún var stemmningsrík. En
ekki var laust við að stemmning
in færi í baklás við og við hjá
hinum hástemmda þul og upp-
lesara. — Erindin frá útlöndum
eru því betri, því meiri’ óvissa
sem hvílir yfir stríðsvelda-
stefnunni og því ógerr sem
ræðumenn vita, hvað þeim ber
að segja. Einkum á þetta við
að því er snertir Þórarin Þór-
arinsson. — Sérstaka athygli
vil ég vekja á því, hve vel tókst
samfellda dagskráin „Úr lífi
og Ijóðum Jónasar Hallgríms-
sonar“- í barnatímanum á
sunnudaginn. Gefur það tilefni
til að hvetja barnatímann til
að leita meira til skólanna um
útvarpsefni en hann hefur gert.
Laugardagskvöldið var hið
ánægjulegasta með uppiestri
nýjustu bókmenntanna. L.i'öa
sem ég ekki þekki áður, á', ég,
erfitt að njóta í upplestri. Sú
vöntun mín- kom ekki að sök
gagnvart kvæðum Kristjáns frá
Djúpalæk, en ekki var ég
ánægður með val þeirra. Gunn-
ar Dal var mér með öllu ókunn-
ur, en segja mætti mér, .að
bæði ég og ýmsir aðrir ættu
eftir að kannast betur við þann
höfund, ef að líkum fer. —
Ekki fann ég ilminn í upplestri'
Hagalíns, og er mér það alltaf
sama ráðgátan, hvernig menn
geta fundið list í frásögnum
hans. Þá var miklu listrænni
kraftur í frásögn Guðmundar
Daníelssonar. En eftir er að
vita, hvort honum tekst að
leiða sína óhugnanlegu frásögn
með dramatískum stíganda til
dramatískra loka. Sigurður
Magnússon náði prýðilega list-
rænum og áhrifamiklum bjæ
yfir frásögn sina.
G. Ben.
BAÐHDS REYKJAVÍKUR
verður opið fyrir jólin sem hér segir:
Þriöjudaginn 22. des. frá 8—22
Miðvikudaginn 23. des. frá 8—24
firpmtudaginn 24. des frá 8—12
lAllar konur
Þær eru margbreytilegar óskirnar um jólagjafir.
Flestít óska sér þó gjafa, sem í senn eru til
skcmmtunar og hafa varanlegt gildi. Karlmenn
eru oft í vandræðum með að veljá konum jóla-
gjafir. Sá vandi er auðleystur með ]>ví að gefa
þeim OIi\iu, skáldsöguna, sem ’mest er nú um-
töluð, því allar konur, jafnt ungar sem cldri,
halá ánægju af fögrum ástarsögum, einkum ef
þær eru jafu skemmtilegar aflestrar og f jalla um
svo sérstætt efni sem Olivia gerir. Gefið því vin-
konum yðar, unnustum og eiginkonum skáld-
söguna OIiviu í jólagjöf.
Duiræn fyrirbæri
Það er gömul hneigð hjá íslendingum að hafa
áhuga fyrir dulrænum fyrirbærum og þeir
* munu vera fáir, sem eldu liafa velt fyrir sér
spurningimni um framhaldslíf. Höfundur bókar-
innar um Oliviu segir frá dulrænum fyrirbærum
og tekur til meðferðar líf manna eftir dauðann.
Frásögn hans af þessum máliun er fíngerð og
liugmyndir hans frumlegar, enda bókin mótuð
af heilbrigðu lífsviðhorfi og góðu hugarþeli.
Olivia er því bók fyrir alia, sem lesa vilja skáld-
sögur um dulræn efni.
Umtalsefnið m jólin
Um jólin er venjulega mikið rætt um þær bæk-
ur, sem út hafa komið. Olivia cr svo sérstæð og
óvenjuleg bók, að það er ekki að efa, að um hana
mun mikið verða rætt og e. t. v. deilt. Alþýðu
blaðið sagði 11. þ.m.: „Saga þessi hefur vakið
mikla athygli erlendis og sumstaðar orðið nokkur
úlfaþytur út af henni. Er eftír að vita, hvort
sama sagan endurtekur sig hér á Iandi.“ Allir,
sem fylgjast vilja með, þurfa því að lesa Oliviu.
Adv.
Kaflar úr bréfi frá F.F. — Þegar vinirnir gleyma
manni — Skeytingarleysi hrausta fólksins — „Góða
fólkíð og jólin — Burt með ölmusur
en minnist oft góðu og glað-
væru stumdanna, sem alltaf
verða þó til að lýsa og ylja.
Það sem maður hefur átt miss-
ir maður ekki — Það er það
sem maður átti ekki, sem mað-
ur missii . Jæja en árin liðu og
þessir fáu sem komu hættu að
koma. Ég veit að þetta fólk
hefur ekki gleymt mér, og ef
til vill segir það stundum við
sjálft sig: Ég ætti nú að fara
í heimsókn! En þá er orðið
svo langt síðan síðast, að það
kemur sér ekki að því ....
Enginn sjúklingur játar það
opinbert að hann vilji láta
aumkast yfir sig — en hann
vildi gjarnan hafa það manns-
gildi, að vinir hans gerðu það
sjálfra sín vegna að líta inn til
hans. Það er maimkærleikur
sem ræður liér mestu ....
Fvrir nokkrum árum las ég
ágæta grein eftir sætiska blaða
konu um þetta kæruleysi
hreystimannanna. Og þar
sagði hún m.a., að engum ætti
að vera ofviða að heimsækja
sjúkan vin einu sinni í mánuði
— og gera um leið sjálfan sig
glaðau. — Og það er einmitt
þetta að líta inn einstaka sinn-
um sem selur punktinn yfir
i vináttunnar. Það eru fyrst
og fremst þeir scm tapað hafa
hreysti sinni um lengri tíma
eða fyrir fullt og allt, sem
þurfa á heilnæmum vindblæ að
utan að halda ....
OG NÚ FARA jólin í hönd, há-
tíð barnanna og hátíð birtu
okkar íslendinga. Þá býst ég
við að góðgerðarstofnanir og
„gott“ fólk hlaupi sig upp að
hnjám við að líkna sjúkum og
fátækum — en okkur vonda
fólkinu þætti betra, að það
kynnti sér og reyndi að skilja,
að landsmálum er stjórnað hér
af skammsýni, vægast sagt.
Og það gerði þárfara verk með
því að kasta ékki atkvæði sínu
hugsunarlaust og af gömlum
vana á þá menn, sem vinna að
því að fátækt haldist og sjúkir
séu ómagar, annað hvort þess
opinbera eða sinna nánustu. —
Þetta *kallast kannski uppá-
stöndugheit, en við biðjum
ekki um að okkur sé sýnd náð
og miskunn. Við viljum teljast
menn, eis og þeir ríku og
hraustu. Burt með allar ölm-
usur ....“
BRÉF ÞETTA frá F.F. er at-
hyglisvert og innihald þess á
erindi til allra. Bæjarpósturimi
sendir F.F. og öllrnn þeim sem
eins er ástatt fyrir innilegustu
jóla- og nýárskveðjur með
ós’kum um það að framtíðin
færi þeim bætta heilsu og
bættan hag. Og að lokum:
Þökkum fyrir bréfið, F.F. og
þau hlýju orð sem beint er til
mín persónulega. Ég vona að
þú skrifir mér einhvern tíma
aftur.