Þjóðviljinn - 24.12.1953, Page 18
18
ÞJÓÐVILIINN
Jólin 1953
tilgangslaus, moð því að lcsa létta skáldsögu — hann gat
ekki einbeitt sér að neinu alvarlegu efni, hann var stöðugt á
verði og hrökk upp við niinnsta marr í hurð eða vcikan
óm af fótataki í fjarska. Einu sinni læddist hann eins og
þjófur að gangdyrunum, en þær voru kyrfilega læstar.
Hann forðaðijst heimili stúlkunnar í fyrstu, hélt að það
væri skynsamlegast að sýna sig þar sem sjaldnast eftir þenn-
an ieynifund með henni. Á íjórða degi stóðst liann samt
ekki mátið lcngur og fór í heimsókn til móður hennar. Hún
tók honum jafn vingjarnlega og að vanda og bauð honum að
snæða hádegisvcrð mcð fjölskyldunni. Inging kom tii borðs.
Svipur hennar var kaJdur og settlegur eins og áður, svo að
engan hefði getað grunað af hinni minnstu hroyfingu, að
þeim hefði nokkuð sérstakt farið á milli. Hann beið eftir
einhverju sliku merki, en stúlkan var sannkallaður blekk-
ingameistari. Ilún deplaði ekki brá, þó hann liti til hennar
nærgöngulum augum. I-Iann ímyndaði sér, að móðir henn.ar
kynni að ala á einhverjum grun, og því væri þessi ofurvar-
kárni. Einhvcr ástæða hlaut að vera fyrir þögn hennar.
Tvær vikur liðu án þess nokkuð gerðist frekar. Iíann
minntist ekki á þetta við Jang vin sinn, og ef hann bauð
honum að kvöldi að gista-hjá sér, þá stóð hann fast á því
að fara heim í klaustrið af ótta við, að hann kynni annars
að missa af heimsókn hennar. Ilann gat ekki slitið sig frá
þessum stao. Ilann samdi langt kvæði, ein scxtíu vísuorð,
þar sem sagði frá kynlegri reynslu hans af kynnum við huldu-
mey, hrifningu hans til hæstu tinda og djúpri þrá- — „Ög
hafdjúpin æst; svo hátt sem ský; en huldan koni aldrei síðan“.
Kvöld eitt nær miðnælti, var eins og bæn hans væri svar-
að með marri í ganghurðinni. Hann þaut til og opnaði hana;
Húngníang stóð fyrir utan. Hún trúði honum fyrir því, að
húsmóðir sín hefði látið gera lykil að skránni, svo að þau
gætu hitzt í vestursalnum. Hún hefði kornið því svo fyrir,
að hcngilásinn myndi sýnast aftur, cn hann gæti ýtt honum
upp og komizt eftir stuttum gangi inn í vesiursalinn. Þó
Júan væri allur í uppnámi af fögnuði, hlaut hann að undr-
ast af hvílíkri dirfsku og kænsku unnusta hans hafði lagt
þessi drög til funda með þeim.
Upp frá þessu kvöldi kom Inging til móts við hann í vest-
ursalnum aðra hverja nótt, eða svo oft sem hún féklc
við kornið, og alltaf sendi hún boð með þernunni, ef ekki
gat orðið af samfundum þeirra. Hún kom næstum alltaf að
afliðnu miðnætti og hvarf aítur til herbergja sinna fyrir
dögun.
Júan var eins og ölvaður af harpingju. Stúlkan opnaði hon-
um hjarta sitt og unni honum ákaílega. Þau hétu hvort öðru
tryggðum, hvað sem fyrir kæmi. Það var erfitt að skilja, að
jafn litill líkami skyldi búa yfir svo mikilli ást. Hugsun
hennar var þroskuð, og hún hafði áhuga fyrir öllu, sem hann
fékkst við og ætlaðist fyrir. Þau hvíldu saman í myrkrinu,
hlið við hlið, og töluðu í hvíslingum, því þau áttu á hættu
að uppvist yrði um fundi þcirra, enda þótt Júan væri sífellt
á varðbergi. Samt lét hún aldrei í ljós, að hana iðraði gerða
sinna hið minnsta. Eina skýringin sem hann fékk, er hann
vék að þessu, var ástríðufullur koss hennar og lcæít hvísl:
„Ég get ekiei að því gert, ég elska þig svo heitt“.
„En ef móðir þín kemst nú að þessu?“, spurði hann einu
sinni.
„Þá verður hún að gera þig að tengdasyni sinum“, svaraði
Inging og brosti.
„Ég tala við móðux- þína, er þar að kemur“, sagði Júan,
og' Inging vék ekki tali þeirra lengra inn á þessa braut.
Svo dró að því, að þau hlytu að skiljast. Júan sagði Inging,
að hann yrði að fara til höfuðborgaiánnar. Hún lét engin von-
brigði í ljós, en sagði rólega: „Ef þú þarft þess, þá verður svo
að vera. En það er aðeins fárra daga fcrð héðan tii höfuð-
borgarinnar. Þú kcmur aftur í sumár. Ég vil að þú komir
aftur“. Hún var svo örugg um sig.
Kvöklið íyrir brottför sína bjóst hann til að eiga stefnu-
mót yið hana að vanda, en af cinhvcrjum ástæðum kom
hún ekki. ,
Seint um sumarið kom hann aftur í stutta heimsókn, i'étt
áður eh hin keisaralegu haustpróf skyldu hefjast. Þess sáust
cngin mcrki, að móðir Inging vissi neitt um samband þeirra.
Ilún tók honum jafn hjartanlcga og áður og bauð honum að
dveljasl heima hjá þeim. Ef til vill vakti fyrir henni, að hún
kýnni að eiga eftir að gifta honum dóttur sína.
Júan hugsaði til þess með gleði að fá að sjá Inging að degi
til. Þau voru saman í eina unaðsiega viku. Hún var nú ekki
framar íeimin við hann og stundum sá hann hana leika sér
við bróður sinn, bregða bát úr blöðum og strám og fleýta
honum niður eftir lindinni í bakgarðinum. Leynd ást þeirra
var honum uppsprelta rikrar gleði.
Það fór ekki fram hjá Jang vini hans, hve hamingjusamur
hann var. Hann kom í heimsókn og sá hvaö var í ofni, óðar
og orðalaust.
„Hvað er hér á seyði, Veisj.í?“ sagði Jang og ávarpaði
Júan með kurteisisnafni. Júan brosti.
Móðir stúlkunnar sá það líka. Daginn áður en Júan fór,
spurði hún hana um unga manninn, og Inging svaraði af
óhagganlegu trúnaðartrausti: „Hann kemur aítur- Ilann þarf
að fara til að taka landsprófin“.
Þeim gafst tækifæri um kvöldið ti-1 að vera ein saman.
Júan var mjög hryggur og barst illa af, en Inging treysti
ást hans til fullnustu. Það brá til um tvennt í fari hennar-
Stúlkan, sem titraði í faðmi hans eins og strá, hún var laus
við viðkvæmni og skýr í hugsun á úrslitastundum. Hún
mælti ekki óþarfa orð. Hún sagði við hann rólega: „Vertu