Þjóðviljinn - 07.01.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1954, Blaðsíða 4
4) — I>JÓÐVILJINN — Fúajntudagur 7. janúar. 1954 Hi8 ný]a leikrit Arthurs Millers, Deiglan, er atlaga oð bandariskum galdraofsóknum i Frægð Arthurs Millers hef- ur undanfarin ár borizt vítt um lönd með leikriti hans Sölumaður -deyi'. í>etta leik- rit hefur einnig verið sýnt ' hér á landi, í Þjóðleikhúsinu vorið og haustið 1952; vaicti það verðuga athygli, bæði sökum forms og efnis. Það var þó hvergi nærri algert verk: ádeilan of persónubund- in, endiiinn of væminn, osfrv. Énda hefur Arthur MiUer ekki látið þar við sitja. Það mim hafa verið snemma fyrra árs sem hann sendi frá sér nýtt leikrit, The Crucible (Deiglan); og er nú farið að sýna það ví,ða um lönd, var t d. sýnt í Osló í haust. Ein- tök af þessu leikriti hafa nú. ' borizt hingáð til lands. Það er merkilegt merk. Leikritið gerist í Massa- chusetts í Bandaríkjunum árið . 1692. Það er samið um ‘at- buröi er raunverulega gerðust, þótt höfundur taki fram í for- . mála að það sé eklci sögulegt verk í sagnvísindalegum skiln- . ingi. Sýnist sem hann hafi gengið líkt til verks og Hall- dór Kiljan Eaxness 'V’ið samn- ingu felandsklukkunnar. Efn- ið sem tekið er til meðferðar er galdramál. Galdratrú var - útbreidd í Ameríku á þessum árum ekki síður en á íslandi og annarstaðar í Evrópu- Þótt höfundur neiti því fyrir sinn hlut að raunverulegur galdur hafi nokkru sinni \-erio um hönd hafður, þar sem þau dulmögn er hann útheimti hafi ekki fyrirfundizt, þá trúði fólk á þeim tíma öðru. Varð það að sjálfsögðu til þess að gott og saklaust fólk leitaði oft fyrir sér um þá mögu- leika er þama kynnu áð dylj- ast til að koma fram vilja sín- um og fá óskum framgengt. Og sá atburður er hrindir ör- lögum þessa leikrits af stíió er næturdans nokkurra ungra stúlkna úti í skógi. Leitar ein þeirra sambands við dul- aröfl er snúi hjaita fyrrver- andi elskhuga hennar aftur heim til hermar. Kemur prest- ur þorpsins að stúlkunum þar sem þær starfa að særingum og dansa. Verður dóttir hans svo hrædd að hún fellur í yf- - irlið, og er ótti hennar raiui- ar slikur að hún þorir ekki að vakna aftur fyrst um sinn. Þar með er hún talin hafa orðio fyrir galdri; skriðan er byrjuð að falla- Æði gripur um sig í þorpinu og hefjast gegndarlausar galdraofsóknir. Stúlkurnar verða verkfæri’ hinna ofstopafjdlstu og ákæra hvern manninn á fætur öðr- um. — Abigail: Ég sá frú Hawkins með djöflinum. Betty: Ég sá frú Bibber méð djöflinum. Abigail: Eg sá frú Both með djöflinum. Þannig lýkur fyrsta þætti. Það væri of langt r.iál að rekja hér nánar efni og, gang þessa viðamikla leikrits; en það er óhætt að segja að það er samið af valdi: samtölin sterk og hnitmiðúð, mannlýs- ingar hnífskarpar, hin sál- fræðilega rökfæi’sla óvefengj- anleg. Hér ér skáld sem kann sína grein. En hvað er það i þessu forna galdramáli sem freistar Arthurs Millers til að ldæða það listrænum búningi tveim- ur og hálfri öldum siðar? Svarið liggur í augum uppi- Það er líking þessa máls rið Arthur MiUer atburði í samtímanum, í Am- eríku nútímans. Þetta má bæði lesa út úr leikritinu sjálfu, en þar að auki hefur höfundur gert okkur þann greiða að skrifa nokkra kafla um leikrit sitt eíni þess og hugmyndina að baki því; og er þeim dreift inn leikritið bér og þar í útgáfum þess. Er hann til 'dæmis lýsir and- . rúmsloftinu í hinu guðhrædda Salems-þoq>i, þar sem niðjar hinna púritönsku innflytjenda búa, segir hann: „Þeir trúðu því í stuttu máli, að þeir héldu á ljósi heimsins í styrk- um höndum sínum. Við höfum erft Jx:s.sa trú. .. .“. Skömmu seinna segir svo: „Þegar slcppt er þiræ1abrögðum, sem nokkrir einstaklingar beittu í þessu máli, getur maður ekki annað en haft vorkunn með .öilu þessu fólki, á sanm hátt og eftirtíminn mun hafa með aumkc un með okkur. Það er eklci hægt áð skipuleggja þjóð- félagslifið án forboða, og vér bíðum þess enn að finna hið rétta jafnvægi milli skipulags og frelsis". í veigamesta kaflanum lýs- ir höfundur bví hvernig djöf- ullinn hafi um þjóðlönd og aldir verið notaður í vald- streitu manna og stofnana; og hvernig hugmj-ndin lun hið skilyrðislausa góða annars- vegar og hið skilyrðislausa illa hins vegar: guð gegn djöflinura, marki enn viðhorf samtímans í ríktun niíeli. Tii dasmls sé kommúnisminn svo illur í sjálfum sér, í augum Amerikumanna, að hvað sem tauti og rauli skuli þeir trúa því og haJda þvi fram að í Rússlandi sé konan þjóðnýtt, viöhorf j. vúso&ng til konunnar sá vióhorf hins munuðsjúka til götudrósarinnar. Þessu fári að vísu víðsfjaiTÍ, í Ráð- stjómarrílcjunum sé fjölskyldu lífið í mikimn háyegum liaft; ! Rússar hafi raunar tilhneig- ingu til að sveipa konuna meiri dýrðarblæjum en hún rísi í rauninni undir! í þessum kafla segir enn: „Orsök þess hve erfitt okkur veitist að skilja hið -pólitíska hlutverk sem djöfullinn hefur leikið, er í höfuðatriðum sú að hann hefur ekki aðeins verið notaður og fordæmdur af andstæðingum okkar í þjóð- félagsbaráttunni, heldur eiim- ig af okkar eigin liðsmönn- um, hverjir svo sem þeir hafa verið. Vegna Raimsóknarrétt- arins hefur katólska kirkjan orðið sérstaklega fræg fyrir að gera djöfulinn að fremsta óvini mannkynsins, en and- stæðingar katólskunnar hafá einnig notfært sér hann f baráttunni . um mannssálina. Lúter sjálfur vamsakaðúæ tmi að hafa gert samning við djöfulinn, og hann. sakaði and- stæðinga sína um nákvæmlega hið sama. Það gerði hlutina síður en svo auðveldari að hann trúði því að hann hefði haft samband við djöfulinn og rætt við- Iiann guðfræðileg spursmál. Mér kemur þetta ekki á óvart, því á atúdents- árum mínum kom þaj eitt sinn fyrir að prófesspíirn okkar — sem var góður mót- mælandi — kallaði okkur stúdentana saman í' fyrir- lestrasalnum, dró gluggatjöld- in niður og náði síðan sam- bandi við Erasmus. Eftir því sem ég bezt veit sætti hann engu aðkasti fyrir þetta. Or- sölcin er sú að háskólalceim- aramir, sem flest okkar hinna, voru börn söguskoðun- ar er framvegis sækir vatij í Framhald á 8. síðu Eins og kunnugt er liéldu sjómenn mðsíefnu hér í Reykjavdk í nóvember til að undirhúa kjarabaráttu sína. Var J>ar ákveðið að auk jiess sem félögin á hverjum stað bæru fram sérhagsmuni sína skyfdu öil félögin standa saman um það að verð á }>orski hækkaði upp í kr- 1.30 íyrir kíióið. Hal'a fisk- kaupmeun rauiiverulega feng ið J>að v'erð fyrir fiskinn undanfarið með bátagjald- eyriniuu, en sjómenn hafa verið sviknir um sinn hlut þvert ofan í gildandi samn- inga. Þjóðviljanum þykir rétt að birta að nýju ályktun sjómannaráðstefnunnar um kjaramál til J>ess að al- menniugiu- geri sér sem bezt ljóst hvemig þCssari mikil- f vtegu deilu er háttað. Fer , ályktunin hér á eftir: fl/.-.iíri_ ;.;/!Í/í hiV. ■ I.’.fíjóixcaunaráóatefna A.S.Í., lialdin ‘1 .Reykjávík dagana 21. og 22. nóvember 1953, telur mjög æskilegt að ráðningar- kjör bátasjómanna yrðu sam- ræmd, eftir þvi sem aðstæður á hinum ýmsu útgerðarstöðum á landinu leyfa, og þá sérstaklega á þann hátt að horfið verði frá þvi að sjómenn taki þátt í út- gerðarkostnaði skipa eins og á- kvæði eru um í mörgum gild- andi samningum, en þar sem >úast má við, að eins og sakir standa, náist ekki um þao nanðsj'nleg samstaða félaganna, jtelur ráðstefnan slika samræm- ingu ekki framkvæmanlega nú, J>ótt sjálfsagí sé að að því verði unnið nú og í framtíðinni, eftir því sem ástæður leyfa. Húisvegar telur ráðstefnan nauðsynlegt, að öll stéttarfélög bátasjómanna taki höndum saman til baráttu fyrir hækk- uðu fiskverði. Um Jætta veigamikla atriði eiga öll félög' að geta staðið saman, hvar sem er á landinu, enda er slik órjúfandi samstaða frumskilyrði þess að bátasjó- menn fái í þessu efni leiðrétt- ingu á því ranglæti, sem þeir hafa verið beittir á undanföni- um ámm. Hin almenna og eðlilega óá- nægja bátasjómanna með nú- gildandi fiskvei-ð er svo mikil, að óþarft er með öllu að rök- styðja nánar þetta milda hags- munamál, enda vill ráðstefnan treysta því, að félögum bátasjó- manna hvarvetna á landinu sé Ijúft að bindast samtökum um þessi mál. í framhaldi af þessu telur ráðstefnau eðlilegt að einnig sé leitað eftir samstöðu þeirra ann- arra stéttarfélaga.. bátasjó- manna, t.d. vélstjóra, skipstjóra- og stýrimamia, sem hér hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Ráðstefnan telur, að félög bátasjómanna eigi nú að krefj- ast þess í sambandi við nýja samninga, að þorskverð til sjó- manna verði kr. 1.30 pr. kg miðað við slægðan fisk með haus og verð annarra fiskteg- unda hækki til samræmis við markaðsverð liverrar tegundar. Ráðstefnan telur heppilegast að kosin verði nefnd til þess að fara með samninga um þessi mál fyrir hönd heildarsamtak- anna, enda geri þá ekkert ein- stakt félag bindandi samninga um fiskverð eða annað án sam- ráðs við slika nefnd. Þá telur ráðstefnan sjúlfsagð- an. r."‘: sjómanna samtakanna að fá aöUd til samninga með út- gerðarrr.önnum þegar samið er um fiskverð, þar sem ráðningar- kjör eru algengust þau, að á- höfn, skios á vissan hundraðsr hluta aflans og kjör manna þvi venileca undir því komin hvaða verði aflinn er seldur. « Framhald á 11. síðu Þegar ósköpin gengu yíir og Hæringur íór á ílakk — Hvort mun framkvæmdastjórinn flakka? — Ljóð 2. síðunnar — Ljóðasöfnun og rithandasýnishorn. MIKIL ÓSKÖP eru nú búin að ganga á í veðrinu, bátar og skip fóru á fleygiferð og lá-gu eins og hráviði út um allt að ósköpunum loknum, Tveir frið- samir borgarar, sem höfðu leitað hælis fyrir vindi og veðri Í einum bátnum og sofnað þar væran, vöknuðu við vondan draum. Og meira að segja ,Æ, Hæringur gat ekki á sér setið, hann Þokaði sér af stað með JÆJA, OG ÞÁ ER komið en sumir voru að spá því ,að þetta flakk í Hæringi myndi boða það, ,að framkvæmda- stjóri Hærings fengi líka að flakka úr sínum stað í bæjar- stjóminni við væntanlegar kosningar. Ekkí yrði Bæjar- 'pósturinn hlessa á'því. fimm stórskip í eftirdragi, við sjálft lá að hann lokaði hafn- armynninu, en svo gafst hann upp á flakkinu, bað tókst að tjóðra hann að nýju, án þess að hann hefði valdið stór- skemmdum á skipum.eða hafn- armannvirkjum að þessu sinni, og eftir frásögn hafnarstjóra gengur það kraftaverki næst, að hann skyldi þó ekkl gera meira af sér á þessu brölti. Nei, þeir losnuðu ekki við hann á' þennan þægilega 'hátt, að bréfi dagsins. Hrafn sendir okk- ur linu um aðr,a síðu Þjóðvilj- ■ans . og ýmislegt fleira. Hann skrifar: — „Einn af vinum Þjóðviljans hefur sagt, að 2. síða hans væri hálfgerð rusla- kista og að bezt muni vera að taka ekki of alvarlega sem þar stæði. Með þessum línum færi ég Þjóðviljanum mínar beztu þakkir fyrir Ijóðin sem önnur siðan færir mér nær daglega. Mörg eru ljóðin mjög fágæt og komin t.ii ára sinna. N.ú vildi ég ráðléggja ungu fólki sem •ann Ijóðagerð að safna þeim saman í skrifbók og raða þeim þar haglega niður og gleyma eklci höfundamafninu og dag- setningu. Þetta ætti þegar tím- ar Iíða orðið mjög fróðlegt safn af fágætum Ijóðum höf- unda frá ýmsum tímum. Með þessarf' ábénding minni er annað atriði 'sem fyrir mér vak- ir, og það er að rithönd safn- arans með öllum sínum breyti- leik sem á skrift manna verð- ur með.árunum er þar ,að finna. Þú sem ert 10 ára 1954 verður árið 2000 aðeins 56 ára ef þú lifir þau aldamót. Elcki þarf að efa að þeir íslendingar, sem þá lifa í landi sínu munu halda mikil og margs háttar hátíða- höld. Eg sem þessar línur sendi var unglingur árið 1900, en frá þeim tíma eða aldri á ég ekki annað af skrift minni en nafn mitt og 2 re'kningsdæmi í Brotum úr Reikningsbók Briems, og var ég þó látinn skrifa mikið árin fyrir ferm- ingu, en alit er Það löngu týnt og tröllum gefið. Unga stúlka og piltur! Safnaðu öll- um ljóðum Þjóðviljans á einn .stað, og varðveittu rithönd þína írá glötun — frá æsku til elli. — Farsælt — Hrafri'. komandi ár!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.