Þjóðviljinn - 17.01.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1954, Blaðsíða 6
'6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 17. janúar 1954 y* |ll6oyiUINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (á.b.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. i Kosningar eru hagsmunabarátta ■ thaldið sem stjómað hefur Reykjavík í þrjá áratugi er gripið imiklum ótta vegna bæjarstjórnarkosninganna sem framundan eru. Þetta er ekki óeðlilegt. Það hefur alla tíð stjórnað bænum með hagsmuni fámennrar auðklíku að leiðarstjörnu en níðzt á fþeim sem minna máttu sín, verkalýðnum og millistéttinni, þeim mikla fjölda Rcykvíkinga sem ber uppi bæjarfélagið með vinnu sinni og gjöldum til sameiginlegra þarfa þess. ' Og nú er komið að skuldadögunum. íhaldið er ikomið í von- lausan og algjöran minnihluta meðal reykvislkra kjósenda. Það eýndu alþingiskosningaraar í sumar svo ljóst að ekki verður ium villzt. Þessa staðreynd þarf öll alþýða og annað vinstri sinnað fólk að hagnýta sér með því að verja atkvæðum sínum skynsam-; lega, gæta þess að skemmta ekki skrattanum með dreifingu þwirra á vonlausa frambjóðendur, ikrata, Þjóðvarnar, og Fram- sóknar. Verkalýðurinn í' bænum þarf alveg sérstaklega að minnast Iþess nú hvernig íhaldið hefur frá fyrstu tíð til þessa dags Dtomið fram í hagsmunabaráttu hans. Ihaldsmeirihlutinn hefur eklii aðeins í hverri einustu vinnudeilu skipað bæjarfélaginu fast við hlið atvinnurekendavaldsins en gegn réttmætum hagsmuna- kröfum verkamanna og annarra lauaþega, það hefur auk þess gengið fram fyrir skjöldu í beinum tilraunum til kauplækkunar þegar atvinnuleysi og skortur þrengdi sárast að heimilum verka- i manna, sbr. 9. nóv. 1932. Og það er ek'ki lengra en síðan 1947 að íhaldið í bæjarstjórn með góðum stuðningi fulltrúa (kratanna samþykkti að verða ■við þeim tilmælum Vinnuveitendasambands Islands að segja upp kaupsamningum við Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög í • þeim tilgangi að lækka kaupið. Þeirri árás var hrundið eins og kauplækkunarherferðinni 1932, en söm var gerð íhaldsins og bjálparkokka þess eigi að siður. Verkamenn og aðrir launþegar þurfa nú i bæjarstjórnarkosn- ingunum að minnast þessara árása íhaldsins og fjandskapar þess við verkalýðinn og hagsmuni hans í hverri einustu vinnu-. deilu sem háð hefur verið. Það eru allar líkur til að framundan séu tímar harðnandi baráttu fyrir bættum lífskjörum verka- ( lýðsstéttarinnar og þá er það brýnt hagsmunamál hvers verka-. manns og launþega að bæjarfélaginu verði ekki lengur beitt- sem baráttutæki í þágu atvinnurekenda og auðvalds heldur standi það við hlið hins vinnandi fólks. \ En til þess að svo megi verða þarf íhaldið að falla en flokkur verkalýðsins að eflast að valdi og áhrifum. Það er þvi brýnasta verkefni verkamanna og allrar alþýðu að fylkja sér öfluglega um Sósíalistaflokf.rinn í kosningunum og vínna á allan hátt að því að tryggja honum sigur. 'Bæjarstjóraarkosningarnar eru ekki aðeins átök milli stjórnmálaflokka, þær eru einnig þáttur í hinni almennu hagsmunabaráttu verkalýðsins og allrar alhýðu. e Othverfin eg íhaldid Með glundroðanum og skipulagsleysinu sem rikir í byggingar- málum Reykjavíkur undir stjóm íhaldsins hafa þúsundir manna verið hraktir út i úthverfin. Þau eru að mestu byggð af verka- mönnum og öðru alþýðufólki enda hefur frammistaða bæjar- St jórnaríhaldsins í hagsmunamálum þeirra eimkennzt af furðu- legu tómlæti eða beinum fjandskap. Það er ekki ofmælt að úthverfi Reykjavíkur skorti flest þæg- indi sem talin eru sjálfsögð i hverjum menningarbæ. Kröfur þeirra um umbætur á ástandinu eru hunzaðar ár eftir ár og allar tillögur sósíalista í bæjarstjórn varðandi bætta aðstöðu þessa fólks hefur íhaldið fellt án þess að láta sér bregða. Ep þess skemmst að minnast áð á síðasta bæjarstjórnarfundi vísaði ílialdsmeirihlutinn frá tveimur tillögum sem miðuðu að þvi að bæta hag úthverfanna, annarri frá Guðmundi Vigfússyni um að Innkaupastofnun bæjarins kaupi inn olíu og kol og selii þeim sem búa utan hitaveitusvæðisins á kostnaðarverði, en það myndi. lækka stórlega kynrlingarkostnaðinn, og hinni frá Nönnu Ólafs- dóttur um 50% lækkun á strætisvagnagjöldum til og frá út- Jivérfumun. Þannig hefur öll íramkoma íhaldsins verið í málefnum út-? hverfs.búanna. Og undrar svo nokkurn þótt þvi þyki ekki áren.ii - legt að standa fyrir máli sínu frammi fyrir því fólki sem býr í, úthverfum Reykjavíkur? Vissulega er það ekkert undrunarefnt eius og málstaður ihaldsins er og afstaða þess til vandamála þeirra þúsunda sem úthverfin byggja. í Þarna eru útsvörin okkar Morgunblaðið komst þaiui- ig að orði um andstæðinga, sina í fyrradag: „Máigögn þeirra eru dag hverti full af persónulegum dylgjum og rógi um einstaka menn. I heila viku snerust skrif þeirra t. d. nær því eingöngu um síldarbræðsluskipið Hær- ing.“ Þannig er Hæringur kominn í mannatölu og ber eflaust analitsdrætti þess á- gæta leiðtoga sem skipar áttunda sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins. Munu þó þjóðfræðamenn eflaust vilja flokka þessa nýju persónu Morgunblaðsins undir vofur, þótt vitrun blaðsias verði þá næsta raunalegur fyrirboði um kosningarnar. Athyglis- verðara er þó hitt að Morg- unblaðið telur umræður um Hæring dylgjur og róg. Þar hefur sem kunnugt er 18 rnilljónum króna verið sóað í forngrip frá fyrri öld sem grafinn var . upp í skipa- kirkjugarði vestur á Kyrra- hafsströnd, löngu eftir að rekum hafði verið endanlega kastað. Og ekki hrekkur það til að 18 milljónum hefur verið kastað á glæ, heldur hefur skipið þegar valdið miklum usla í Reykjavikur- höfn vegna tregðu Sjálf- stæðisflokksins við að jar-ða það í annað sinn. Þó hefur því nú loks verið valinn hvílustaður í vogi þeim sem réttilega er kenndur við gröf. Fyrir átján milljón- ir hefði verið hægt að byggja 100 ágætar íbúðir; en hvað er það, segir Morg- unblaðið, hjóm og hégómi, rógur og dylgjur. 1 Sjálfstæðismenn gera sig þan.nig ekki seka um neina smásmygli í peningamálum — á kostnað þeirra sem út- svörin greiða. Og þeir kunna lagið á því að búa vel að sínum beztu mönnum, einnig þeim sem ávinna sér verð- leika á þurru la.ndi. Þannig hefur borgarstjórinn í kaup fyrir störf sín, sem fram- kvæmdastjóri, bæjarráðs- maður og þátttakandi í ýms- um nefndum bæjarins, ekki fjarri 100.000 kr. á ári, og er þá ótalin myndarleg risna hans sem var 88.000 kr. ár- ið 1952. Og vegna þess að hann er ágætlega starfsam- ur og afkastamikill eins og alkunnugt er hefur hann getað tekið að sér ýms önn- ur störf í frítímum sínum; hann er alþisigismaður, að ógleymdum fjölmörgum launuðum nefndum í viðbót við þær sem starfa á veg- um bæjarins. En til þess að anna þessu þarf hann að komast fljótt yfir, og það hefur verið talið rét* að bæjarbúar stæðu sérstaklega straum af flutningi þessa atorkusama maras milli húsa. Ekki er þó kostnaður þessi fólginn í því að skór hang séu sólaðir fjmir út- svör bæjarbúa; hann fær ekki heldur ókeypis miða að hinum prýðilega skipulögðu strætisvagnaferðum sínum; ekki er konum boðið að taka sér leigubíl þegar á þarf að lialda; honum er ekki ætl- að að aka sjálfum í myndar- legri bifreið. Hér dugar ekkert minna en einkabíl- stjóri. Enda kostar tilflutn- ingur borgarstjórans aðeins um S0 þúsundir króna á ári; og hverju máli skiptir það meðan útsvörin eru skilvís- lega greidd af þeim sem sjálfir ferðast á tveimur jafnfljótum eða geta dag- lega rifjað upp hugkvæmni og atorku Sjálfstæðisflokks- ins í strætisvögnum. Eii allt er þetta auðvitað dylgjur og rógur og eflaust öfund í þokkabót, en hana telur Morgunblaðið til hinna lægstu hvata cem einkenni austræna menn. Og víst er gott að uppræta öfundina, enda hefur þess verið vand- lega gætt í stjórn bæjarins. Það er ekki aðeins borgar- stjórinn scm er fluttur á milli húsa fyrir 80 þúsur.dir á ári, heldur geta allir nán- ustu samstarfsmean hans gengið í iitsvörin í sama skyni. Bílakostmiðurinn við stjór.n bæjarins n'emur ellefu hundruðum þúsunda á ári. I þetta eitt fer drjúgur hluti af gjöldum fótgangandi manna, í þessu skyni einu greiða allmörg hundruð bæj- arbúa útsvör sín. Og víst hlýtur sú tilfinning að auka á vellíðan og starfsorku borgarstjórans að vita að ekki er gotið til hans öf- undaraugum á skrifstofum bæjarins, þegar hann geng- U£. að einkabifrelð sinni og einkabílsljórinii tekur kurt- eislega ofan, hneigir sig og opnar hu.róina. Borgarstjórinn hirðir um 90 milljónir króna í útsvör á ári, og fyrir þá upphæð er hægt að gera ýmislegt fleira en að grafa upp úr kirkjugörðum forn skip og aka í bifreiðum. Það er einn- ig hægt að gera gott. Skðmmu fyrir forsetakosn- ingarnar i hitteðfvrra skorti eitin ágætan heildsala skot- silfur. Hann átti Iiús sem var engu eldra og hramara í hópi húsa en Hæringur í hópi skipa, cg auk þess var undir húsinu dálítill lóöar- skiki. S jálf stæðismaðúrinn bar upp vandkvæði s'n við þá sem ráða yfir útsvörum bæjarbúa og gekk síðan burt af )<3im fundi með 950 bús- undir króna í vasamim. cn útsvarsgjalde.ndur höfou eignazt alduthnigið hús, vtrt ó 13 þúsundir að fasteigna- mati. Slík er góövild bæjar- yfirvaldanna við bágstadda, og maðurinn ge.t ekki aðeins leyst úr þsrsónulegum \-and- kvæðum sínum, lieldur einn- ig lagt drjúgan skilding í sjóð til að tryggja íslandi réttan forseta. Er það vissu- lega ekki sízt þakkarvert •þegar útsvör bæjarbúa fara til svo ágætra þarfa. 1 Elztu mötinum ber ekki saman um livenær Sjálfstæð- isflokkurinn hafi byrjað að lofa bæjarsjúkrahúsi. Þa'ð hefur dregizt, en hins vegar er kirkjugarð'urinn ágætur. Og í nánd við hann er ný- komið nokkurt jarðrask, þsr sem sagt er að sjúkrahúsið eigi að rísa í fyllkigu tím- ans, en þaö er einnig hægt að nota til að stækka kirkju- garðinn ef haldið verður á- fram að leysa sjúkrahúsmál- in á þann hátt. I stað þess að byggja sjúkrahús hefur útsvörum verið varið öðru- vísi. Ein af fjölmörgum nefndum bæjarins hefur fengið handa á milli fjórar og hálfa milljón króna, og auk þeirra launa sem hún hefur hirt og aðeins nema um 400 þúsund krónum hef- ur hún keypt 350 sjúkra- rúm með rúmfatnaði og hjúkrunargögnum, en þa'ð eru jafnmörg rúm og fyrir era í öllum sjúkrahúsum þeim sem hér eru. Auk þess keypti aefndin 3G00 brekán sem voru gölluð og gengu ekki út hjá einu ágætu fvrir- tæki Sjálfstæðisflokksins. Og «\in keypti nefndin hvers- kyns tæki, hjúkrunargögn og lyf sem að haldi mega koma sjúku fólki. Allt lief- ur þetta síðan verið læst rammlega inni á tveimur stöðum í bæauni, og er þess vandlega gætt að ekki kvis- ist hverjir þeir staðir eru, ef skc kynni a5 sjúklingar sem hvergi fá hælisvist kynnu að vilja brjótast þar inn e'ða húsnæðisleysingjar færu að taka upp á því að hjúfra sig í sjúkrasæng und- ir gölluðu brekáni. Þarna skal geyma rúmar fjórar milljóíiir af gjöldum bæjar- búa þar til hin erlenda vernd snýst í athafnir. En kirkju- garðurinn heldur áfram að gegna hlutverki sínu án ó- þarfra áfaaga af hálfu bæj- arins. Hér hefur aðeins verið leyst örlítið frá eiau horni þess kosningapoka sem ber áletrunma: Gætileg f jár- málastjórn Sjálfstæðisflokks ins. Og víst er þeim málura öllum stjórnað af stakri gát. Það er engin tilviljun hvert útsvörin rennk, aílt frá foringjaskipi áttunda mannsí.ns til falinna sjúkra- rúma. Er sízt að undra þótt Sjálfstæðisflokkurinn geri sér góðar vonir um þakklæti bæjarbúa, og sérstaklega mun borgarstjórinn sjá fyr- ir sér þan-i ugg ssm grípur útsvarsgjaldendur þegar hann lýsir yfir því, að ha.nn rnuni ekki taka að sér að aka i bil á kostnað þeirra r.ema fyrrverandi skipherra Hærings fái enn aðstöðu til að stunda þá fjármálastjóra sem minnis- m stæ'ðust má vera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.