Þjóðviljinn - 17.01.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.01.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN' — Sunnudagur '17. janúar 1954 Selma Lagerlöf: m m Orlagahringuriim 20. áagiis öðru hverju og líta inn í svefnherbergið. f eitt skipti kom hún að fríherrafrúnni grátandi. — Honum líður ver, sagöi hún. Ég'held að hann sé að deyja. Jungfrú Spaak teygði sig niður, tók máttvana hönd Adrians og þreifaði eftir æðaslögunum. — Nei fríherrafrú, sagði hún. Ekki ver, heldur betui'. Henni tókst að sefa matmóðurina, en sjálf fylltist hún örvæntingu. Ef baróninn ungi dæi nú áður en hringurinn fyndist! í skelfingu sinni gleymdi hún andartak að gæta sín. Þegar hún lagöi hönd Adrians frá sér aftur, strauk hún hana mjúklega. Sjálf tók hún varla eftir því, en fríherrafrúin varð þess vör. „Mon dieu“, hugsaði hún, „veslings barn, er þessu þannig varið? Ef til vill ætti ég að segja henni . . . En það skiptir engu rnáli, fyrst við fáum ekki að halda honum. Hershöfðinginn hefur reiðzt honum, og sá sem hershöfðinginn reiðist hlýtur að deyja“. Þegar jungfrú Spaak kom aftur út í eldhúsið spurði hún stúlkurnar, hvort ekki væri í sveitinni einhver per- sóna sem venjulega væri sent eftir þegar mikið væri í húfi. Var óhjákvæmilegt að bíða komu læknisins? Jú, annað fólk sendi eftir Marit Eiríksdóttur frá Ólafsbæ, þegar einhver haföi slasazt. Hún gat stöðvað blóðrás, kippt í liðinn og hún gæti sjálfsagt vakið Adrían bai'ón af dauðadáinu, en sennilega fengist hún ekki að koma til Heiðarbæjar. Meðan stofustúlkan og jungfrúin töluðu um Marit Eiríksdóttur, stóð eldabuskan efst í ti'öppu og gægðist upp á háu hilluna, sem týnda silfurskeiðarnar höfðu fundizt á. — Nei, hrópaði hún. Hér finn ég dálítið sexp ég hef lengi leitaö aö. Hér liggur gamla topphúfan hans Adrinas Jungfrú Spaak varð alveg forviða. Dæmalaus óregla hlaut að hafa ríkt í eldhúsinu áður en hún kom að Heiðarbæ! Hvernig hafði topphúfa Adríans baróns kom- izt þangað? — Þaö er ekkert undarlegt, sagði eldabuskan. Hún var orðin of lítil honum, og hann gaf mér hana til þess að nota hana sem þvottaleppa. Það var gott aö ég fann hana. Jungfrú Spaak tók húfuna af henni. — Það er ekki rétt að klippa hana sundur, sagði hún. Það er hægt að gefa hana fátækum. Svo fór hún með húfuna út í húsagaröinn og fór aö dusta úr henni rykið. Meðan hún var aö því kom bar- óninn út úr stói'u álmunni. — Okkur finnst Adrian líða ver, sagði hann. — Er enginn hérna í nágrenninu sem veit eitthvað um lækningar? spurði jungfrúin sakleysislega. Stúlkurn- ar voru að tala um konu sem heitir Marit Eiríksdóttir. Baróninn stirðnaði upp. — Auðvitað myndi ég ekki hika við að senda eftir versta óvini minum þegar um líf Adrians er að tefla, sagði hann. En þaö væri tilgangslaust. Mai'it Eiríks- dóttir kemur ekki að Heiðarbæ. Jungfrú Spaak þorði ekki að mótmæla þessum orð- um. Hún hélt áfram að leita í allri eldhúsálmunni, ann- aðist miödegismatinn og sá um aö fríherrafrúin fengi að borða. Hringurinn hafði ekki fundizt og jungfrúin endurtók fyrir munni sér: — Við verðum að finna hringinn. Hershöfðinginn læt- ur Adrian deyja ef við finnum ekki hringinn handa honum. Síðdegis lagði jungfrú Spaak af staö til Ólafsbæjar. Hún fór þangað á eigin ábyrgö. Æðaslátturinn hafði verið veikari og hægari í hvert skipti sem hún hafði kom- ið inn til sjúklingsins. Hún hafði ekki eirö í sér til að bíða eftir lækninum frá Karlstaö. Ekki var ótnílegt að Marit neitaði, en jungfrúin vildi ekki láta neins ófreist- að. Marit Eiríksdóttir sat á hinum venjulega stað sínum á tröppunum fyrir utan bjálkahúsið, þegar jungfrúSpaak kom. Hún hafði enga vinnu milli handanna, heldur sat með lokuð augu og hallaði sér aftur á bak. En hún svaf ekki, hún leit upp þegar jungfrúin kom gangandi og , þekkti hana samstundis aftur. — Já einmitt, sagði hún. Senda þau nú eftir mér frá Heiðarbæ? _OG CAMPfq — Hefur Marit þegar heyrt hve útlitið er illt hjá okkur? sagði jungfrú Spaak. — Já, ég hef heyrt það, sagði Marit, og ég vil ekki. koma. I Jungfrú Spaak svaraöi henni ekki einu orði. Hún I fylltist djúpu vonleysi. Allt snerist öndvert gegn henni, j og þetta var allra verst. Hún gat séð og heyrt að Marit4 var glöð. Hún hafoi setið þarna á tröppunum og glaðzt4 yfir óláninu, glaðzt yfir að Adrian Löwensköld átti að deyja. Fram að þessu hafði jungfrúin staðiö sig einsog hetja., Hún hafði ekki kveinaö eða kvartað, þegar hún hafði séð Adrian liggja á gólfinu. Hún hafði aðeins hugsað um að hjálpa honum og öllum öðrum. En við viötökur Maritar var henni alhi lokið. Hún fór aö gráta, ofsá-1' lega og óhindrað. Hiin reikaði aö húsvegg, ‘'hallaðist upp að honum, grét og kjökraði. Marit hallaði sér dálítið áfram. Lengi vel einblíndi,, hún á veslings stúlkuna. „Nú já, er því þannig varið?!< hugsaði hún. En meöan Mai'it sat og virti fyrir sér stúlkuna, sem' grét örvæntingartárum yfir þeim sem hún elskaði," gerðist eitthvað í sál hennar sjálfrar. Hún haföi fengið aö vita fyrir nokkrum klukkustund-, um, aö hei'shöfðinginn hefði birzt Adrian og við sjálft ■ hefði legið að hann hefði hrætt liann til bana, og hún hafði sagt við sjálfa sig að stund hefndarinnar væri Herra, munduð þér vilja leggja 5 dollara til að koma fátækum saxó- fónleikara í jörðina á heiðarlegan. hátt? Hér eru 30 dollarar — grafið sex. * * * Pögur stú’ka: Það hlýtur að hafa þurft mikið hugrekki til að bjarga mér eins og þér gerðuð? Prelsarinn: Ja, ég þurfti fyrst og fremst að slá niður þrjá náunga sem endilega vildu bjarga vður líka. * * * Máður nokkur, sem var ásakaður fyrir það að hafa ekki bibSiuna á heimiii sinu. svaraði með þvi að hann hefði hvert orð þeirrar bók- ar í orðabókinni sinni. * * * Hvernig gengur nýja úrið þitt? Ágætlega — hún kiárar klukku- stundlna á 50 mínútum. * * * Eg sendi manninum 150 krónur fyrir að biarga iífi mínu. Hvernig tók hann því? Hann sendi 75 til baka. * * * Þú ert eitthvað svo niðurlútur, kunningi — livað ertu að hugsa um? Pramtíð niína. Og hvað veldur því að þú ert svona dapur yíir því? Fortíð mín. „ r HugleÉSingar um piis ur að vera samlitt, en má gjarnan vera alls óskyldur lit- ur og á hneppta kjólnum. Ef pilsið er notað hneppt má nota litla blússu eða stóran háls- klút ti’ að hylja stóra háls- málið. Ef efnið er vel valið, er þetta kjóll sem hægt er að brevta á marga vegu. Þriðji kjóllinn er á myndinni saumaður úr tvenns konar efni, Ef maður hefur ekkert á móti frumlegum flíkum, þá ætti nýja tízkan að bjóða upp á nægar fyrirmyndir. Einkum er mikið gert fyrir pilsin. Það er ómögulegt að segja, hvort þröng eða víð pils eru meira í tízku; hvort tveggja er jafn- algengt. Víðu pilsin eru ská- skorin, fellt plígeruð eða rykkt. Þau þröngu eru slétt eða með föllum, og það er þvi vissulega eitthvað fyrir alla. Og þar a.ð auki er hægt að velja þá sídd á pilsum sem fer manni bezt, svo að nýja tízkan býr 3'fii mörgum möguleikum. En snúum okkur að efninu. Nýju pilsin eru oft mjög frnm- leg. Oft sjást skakkar línur eins og í fyrsta pilsinu. Slétt, þröngt pils er skreytt með tveim vösum, mishátt á pilsinu. En munurinn á vösunum verður að vera svo mikill, að fólk haldi ekki að þeir séu skakkir af fljótfærni. Það á að muna 5—8 cm á fjarlægð þeirr?. frá belti, eftir þvú hvort kon?n sern kjólinn á að nota er líth og, grönn eða stói og þrekinn. Að öðru leyti er kjólliftn tvílitur, og annar liturinn svartur. Svartar skinnb'ryddingar á vös- um og ernurn oru í samræmi við svarta litinn á blússunní. Ef maður ætlar að nota brúna skinnafganga er auðvitað nauo- synlegt að hafa blússuna brúr.a eða þá að hafa kjólinn eiulit- an og brvdda hann aðeins með dökku skinni. Næsti kjóli er með hnöppum og hnappagötum og það má ýmist hafa pilsið hneppt eða óhneppt. Það er fallegt að hafa blússu og þröngt pils und- ir hneppta pilsinu og það verð- Fjórar smákrukkur með ferns konar kryddi í. Það má nota þær í eldhúsinu eða á borðstofu borðið eftir vi!d. Krukkurnar eiga að standa á málmbakka með hanka í miðju. Þá má bera þær ailar í einu með því & en alveg eins er hægt að sauma hann allan úr sama efni. Þetta snið er hægt að notfæra sér þegar breyta þarf- eða sauma upp gamlan kjól. Oft verða kjólar of þiröngir eða slitna um of að aftan þegar þeir eru Framiiald á 11. síðu að halda í hankann. Það er ó- sköp einfalt. Lika má nota tvær stærri krukkur á sama hátt, ef tvenns konar sj kur er borinn á borð í ekm. Þótt molasykurinn virðist vera á undanhaldi, þá er.samt fjöldi fólks sem ekk? vill fara á mis við molasopann sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.