Þjóðviljinn - 22.01.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 22.01.1954, Side 6
£) — ÞJÍtf)VTLJINN — Föstudagur 22. janúar 1954 þióoyiuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurlnn. Ritstjórar: Magnús KJartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaóamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuS- xnundur Vtgfússon, Magnús Torfi ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Rftatjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðustig 19. — Sími 7600 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 anaars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakiS. Prentsmiðja Þjóðviljans ta.f. [ Sékn gegn spillingunni Frjáls pjóð kom út í gœr með frásögnunum um fall leið- toga flokksins í bæjarmálum, og meðferð blaðsins á því máli er mjög lœrdómsrík. Það hefði vissulega gefið til- efni til alvarlegra greina, en í staðinn er um pað fjaUað af veiðiskap og dekri við spillinguna. Það er forðazt að rœða nokkuð mál Báröar, en pó er reynt að gefa í skyn að hann sé alsaklaus, afsögn hans sé aðeins snjöll og nýstárleg kosningábrella! Blaðið segir: „Málið er afflutt og blékkingum og beinum ósannindum óspart beitt til þess að pyrla upp sem mestu moldviðri og villa sem mest um fyrir álmenningi“. Og enn segir blaðið að VEGNA ÞESS sem nú hefur gerzt eigi menn að kjósa Þjóðvarnar- flokkinn. Öllu lengra er vart hægt að komast í óheiðar- leika og pólitískum loddarabrögðum, enda átti Bárður Daníelsson að vera beita á fundi flokksins í gærkvöld, og minnir pað heldur ópœgilega á bandaríska auglýsinga- starfsemi eins og hún er verst. Það er augljóst mál áð Bárður fellur ekki af neinu öðru en pví að hann er sannur að sök, mál hans er svo augljós spilling að engum dylst. Ef maður er borinn af- fluttum sökum, blekkingum og beinum ósanhindum — eins og Frjáls pjóð segir að Bárður hafi orðið fyrir — bregzi hann ekki pannig við a.ð flýja af hólmi, heldur hreinsar sig fyrir opnum tjöldum og stendur sterkari eft- ir. Ef kenning Frjálsrar pjóðar vœri rétt œtti að vera hægt að sópa öllum frambjóðendunum af lista Þjóðvarn- arflokksins aðeins með pví að bera á pá ósannindi; peir œttu pá að heimta opinbera rannsókn og draga sig í hlé á meðan! Þjóðvarnarflokkurinn átti pann kost að koma bljúgur fram fyrir fylgjendur sína og mœla við pá af alvöru. Kann varð að játa að orðið hefðu hin alvarlegustu mis- tök á vali leiðtoga flokksins í bœjarmálum og að af pví hlyti að fálla eðlileg tortryggni á hina nýju og óreyndu forustu. Þetta hefði verið heiðarlegt. En viðbrögðin eins og pau birtast í Frjálsri pjóð eru fullur óheíðarleiki og dekur við spillinguna. Slík framkoma er pólitískt sið- leysi sem enn hlýtur að opna augu margra peirra sem áður fylgdu Þjóðvarnarflokknum í von um að par væri annað andrúmsloft en í gömlu hernámsflokkunum. Fáll leiðtoga Þjóðvarnarflokksins hefur sett í brenni- depil kosningaátakanna eitt ömurlegasta einkennið á íslenzku pjóðlífi, óheiðarleikann og spillinguna. Dœmin blasa hvarvetna við. Hernámsflokkamir eru aðeins tæki leiðtoganna til pess að hirða ágóða og völd á kostnað almennings. Á undanförnum árum hefur Þjóðviljinn flett ofan af einu stórhneykslinu af ööru, milljónarán- um, svikum og óheilindum. Af pessum sönnunum einum ' vceri hægt að fylla margar bœkur, og petta verður síðari kynslóðum ófögur vitneskja um mannskemmdir hernáms- áranna. Við hlið pessa er saga Bárðar Ðaníelssonar lítil, ‘en pað er sama hvort ránsfengurinn er smár eða stór — hugurinn að baki er sá sami. í sókn almennings gegn spillingunni parf trausta for- ustu og almenningur parf að hafa af henni árálanga reynslu. Margsinnis hefur sókn alpýðunnar gegn óheiðar- leikanum verið svikin, og nœgir par að minna á stökk- ið frá fyrstu frumkvöðlum samvinnuhreyfingarinnar til Vilhjálms Þórs, frá brautryðjendabaráttu Alþýðuflokksins til Stefáns Jóhanns. Það er aðeins einn flokkur sem aldrei hefur brugðizt, sem œvinlega hefur valið leið álþýðunnar og aldrei óttast mótblástur. Öll pjóðin pekkir forustu- menn hans af verkunum og þeir hafa verið undir stöð- ugri smásjá andstæðinganna álla tíð. Það er ekki erfitt val að gera upp á milli peirra og nýliða, sem eru reynslu- lausir og ókunnir, allra sízt eftir pá atburði sem nú hafa gerzt. Baráttan gegn spillingunni parf að verða einkunnarorð pessara kosninga. Sá frambjóðandi sem pegar er fallinn parf að verða hinum fyrirboði þeirra reiknisskila sem eru ein brýnasta nauðsynin í íslenzku pjóðlífi. FANGARNIR I KÓREU FANGAMÁUÐ stóð nú eitt í vegi fyrir samkomulagi um vopnahlé í Panmunjom. — Bandaríkjamenn buðu þá kosti áð þeir skyldu skila 70000 föngum en héldu eftir 100000. Fangamir á Koje tóku þá til sinna ráða. Þeir handtóku yf- irhershöfðingja búðanna, Dodd hershöfðingja, og hótuðu að gera útaf við hann ef þeir yrðu sendir annað en heim til sín. Fangamir héldu fundi með Dodd og hlýddi hann á skýrsl- ur fulltrúa allra fangabúða á eyjunni, skýrslur um morð, pyntingar, nauðganir (kven- fangar voru þarna í haldi), grimmdaratferli í öllum mynd- um. Fangamir birtu honum skilyrði fyrir því að hann yrði Játinn laus: 1. Þegar í stað verði hætt pyntingum, ógnunum, múg- morðum, skotárásum með byssum og -vélbyssum, notkun gass og sýklavopna og til- rauna á föngum með áhrif atómvopma. 2. Éngin „sjálfviljug heim- sending“ fanga. 3. Engin sundurgreining eða endurvopnun fanga. 4. Viðurkemning fulltrúanefnd- ar fanga og samvinnu her- stjómarinnar við hana. Colson hershöfðingi, eftirmað- ur Dodds, ritaði föngunum svarbréf þar sem hann játaði að allir þessir upptöldu glæp- ir hefðu verið framdir gagn- vart föngunum og lofáði að koma i veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Að því svari fengnu var Dodd sleppt laus- um. Fulltrúum Bandaríkjanna í Panmunjom komu fregnlr um þetta heldur óþyrmilega í opna skjöldu, þarsem þeiu héldu því fram að einmitt þessir fangar væru andkomm- únistískir og fráhverfir heim- semdingu. Um framkvæmdir loforða Colsons er önnur saga. Þó að þau væru gefin í sam- ráði við yfirstjóm fangabúð- anna, þá kom brátt í ljós hvernig á málið var litið á æðstu stöðurn. Dodd og Col- son voru sviptir öllum met- orðum og gerðir að ofurst- um (colonels), yfirstjóm fangabúðanna var tekin úr höndúm Van Fleet og fengin í hendur Mark Clark. Sem yf- irmaður fangabúðanna á Koje var útnefndur Haydon L. Bo- atner, sem gekk undir nafn- inu „Bull“ (naut). Skipanir þær sem honum hafa verið gefnar vom brátt framkvæmd- ar. 1 kring um hverja fanga- búð vom varðtumnr mannað- ir og var þar gnægð skot- vop.na og handsprengna. Um- hverfis hverja fangabúð var raðað skriðdrekum og skytt- um. Þann 20. maí var tilkynnt að 86 fangar hefðu verið drepnir cg sær'ðir i fangabúð nr. 10 hjá Púsan á megin- landinu, en hún hafði að geyma' sjúka fanga. Höfuð- stöðvar Van Fleets tilkjmntu að örfáir kommúnistískir starfsmenn við sjúkrahúsið hefðu komið af stað óeirðum. Föngunum hafi þá verið skip- að að ganga fram í hóp á op- ið svæði. Einungis þrír hlýddu. Hinir „örfáu kommúnistísku starfsmenn“ rejmdust þá vera 1597 af 1600 er vom alls í þessari fangabúð er geymdi að sögn amerísku herst jómar- innar þá fanga eina er kysu fremur daúðann en heimsend- ingu, enda kvaðst hún ekki hafa flutt aðra fanga til meg- inlandsins. Skeyti frá Associ- atet Press segir að alvopnaðar hersveitir ásamt skriðdrekum hafi ráðizt til inngöngu í fangabúðina. Föngunum var tilkynnt að þeir fengju ekki mat fyrr en þeir hlýddu skip- unum. Fangarnir snerust til varnar, óvopnaðir gegn skot- árásinni, og reyndust menn er misst höfðu einn eða fleiri útlimi hinir huguðustu í bar- daganum. Slilca baráttu lá nú fyrir Bull Boatner að heyja á Koje. 23. maí var bréfi undirrituðu af föngum í fangabúð 76 á Koje smyglað út úr búðinni. Þeir lýsa þar viðburðum síð- ustu daga. 19. maí tilkynnti stjórn fangabúðar 66 að fang- ar er kysu að fara heim til Norður-Kóreu eða Kína skyldu safnast saman kl. 7 e.h. fyrir framan svefnskýlin. Allir án undantekningar vildu fara heim og hlýddu því þessu boði. Amerískar hersveitir hófu þá skothríð, myrtu 127 fanga. 23. maí hjuggu amerískir her- menn höfuðin af fjórum föng- um í fangaþúð 76 og hengdu þau upp til að hræða fangana til undirgefni. 18 fangar voru blindaðir þann dag méð þvi að rafmagnsstvaiuni var beint að augum þeirra. Nú leið að því að Bull Boatner léti til skar- ar skríða. Tilgangminn með aðgerðunum kvað hann vera að skipta föngunum í smærri einingar svo að hægara væri uia vik að nundurgTeina þá, sía hina harðsvíruðu kommún- ista frá. Þann 10. júní réðust skriðdrekar inn í fangabúðim- ar, þeir notuðu auk skotvopna táragas og eldvörpur. Herlið hélt fram. Og þegar dauísærð- ir fangar hlupu um æpandi af kvölum milli lognndi bragg- anna og yfir lík fallinna fé- laga, þá lýsti Bull Boatner þvi sem „dásamlegri sjón“, samkvæmt vitnisburði Jolly- more liðsforingja, en hann tólc þátt í þessum aðgerðum og gaf seinna skýrslu um þær í fangabúðum í Norður-Kóreu. Bandaríslia herstjórnin kvað 41 hafa verið drepna og 279 særða þennan dag. James Van Fleet hershöfðingi óskaði Boatner til hamingju með þessa vel heppnuðu at- gerð, en Boatner svaraði að hann vonaðist til að hafa komið í vég fyrir mótþróa. Þrir kanadískir hermenn sem tóku þátt í moröunum á Koje hafa gefið skýrslur um aðfar- irnar bæði 10. júní og síðar, eftir áð þeir voru teknir til fanga og dvöldust í fangabúð- um í Norður-Kóreu. Menn þessir voru: Jollymore liðs- foringi, William Bell, liðþjálfi; og Private Allan. „Þaim 12. júní, sagöi Bell, var brezkum og kanadískum hersveitum skipað að ráðast inní fanga- búð 66 þar sem fangar þar sýndu mótþróa með þvi að syngja kommúnistíska söngva og hefja upp fána Norður- Kóreu og Kína. Gkkur var skipað að skjóta og skutum vi'ð 5 umferðir hver. 20 voru drepnir í þetta sinh. og ég drap einn eða fleiri a£ þeim“. Slíkar aðgerðir voru sdfellt endurtéknar, stuíidum oft á dag, vegna þess að fangar sýndu mótþróa með því að kref jast að verða sendir heim til sín. Stöðugt hélt áfram sundur- greining fanga. Hver fangi var yfírheyrður útaf fyilr sig og spurður: Ert þú kommún- isti? Vilt þú dvelja áfram í Suður-Kóreu? Að sögn Bells sem tók þátt í þessum yfir- heyrslum var hver fangi sem neitaði að svara blóðgaður með byssusting. SíÓan var honum sleppt til þess að með- fangar hans sæju hverju þeir ættu von á, ef þeir gæfu ekki hin réttu svör. Fangar sem neitúðu að koma til yfir- heyi’slna eða svöruðu ekki í fyrsta sinn, voru teknir til svokallaðs Monkey House, þ.e. a.s. ef þeir höfðu ekki verið skotnir þegar í stað fyrir þrjóskuna. í Monkey Housé fóru.pyntingarnar fram. Pynt- ingaaðferðir þær sem Bell vissi um að voru notaðar, voru þessar: barsmíðar, högg á iljamar, yddar eldspýtur sem stungið var undir negl- urnar og síðan kveikt á, negl- Framhald á 11. siða Fangarnir á Koje mótmæla pyndingum og sundurgreiningu. — Bandarískir hermenn í þann veginn að ráðast á vopnlausa fangana.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.