Þjóðviljinn - 27.01.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 27.01.1954, Page 10
lö) <— ÞJÖÐVILJIN3M — Miðvikudagnr 37. janúar 19ö4 c Selma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD ' Ofurstafrúin haföi auSvitað tilkynnt frú Möllu Silfv- erstolpe um komu sína, en ekki Karli-Artur, og hún hafði beðið frú Silfverstolpe að segja honum ekki frá neinu. Það var svo gaman að koma honum á óvart. Þegar ofurstafrúin var komin til Enköping varð ný töf. Nú voru aðeins eftir nokkrar mílur til Uppsala, en eitt hjólið hafði losnað og hún komst ekkert áleiðis meðan verið var að festa það Hún var mjög eiröarlaus. Hún haföi verið skelfing lengi á leiðinni og latínuprófið gat hafizt á hverri stundu. En hún hafði lagt leið sína til Uppsala til þess eins að Karl-Artur fengi tækifæri til að biðja hana fyrirgefningar fyrir prófið. Hún vissi, að ef hann gerði það ekki, kæmu honum fyrirlestrar og rökræður að engu haldi. Hafln félli örugglega. Hún gat ekki verið kyrr inni í biðsalnum, sem henni hafði veriö vísað í í veitingahúsinu. Hún fór út hvað eftir annað til að aðgæta hvort vagnhjólið væri komið^ úr smiðjunnit Og þá sá hún allt í einu kerru sem stúdent sat beygja upp að veitingahúsinu, og stúdentinn sem stökk niður úr keirunni var enginn annar — nei, hún trúði varla sínum eigin augum — Það var Karl-Artur! Hann gekk til hennar þar sem hún stóð. Hann tók hana ekki í fang sér, heldur greip um hönd hennar, þrýsti henni að brjósti sér og horfði fögrum, dreym- andi, barnslegum augum sínum í augu hennar. — Mamma, sagöi hann. Fyrirgefðu hvað ég hagaði mér illa í vetur, þegar mamma hafði ætlað áð halda véizlu í tilefni af latínuprófinu mínu. Þetta var næstinn of dásamlegt til að vera satt. Ofurstafrúin kippti að sér hendinni, faðmaði Karl- Artur að sér og kyssti hann hvað eftir annað. Hún skildi ekki hvemig á þessu stóð; hún vissi það eitt að hún hafði fengið son sinn aftur og þetta var sælasta augnablik ævi hennar. Hún dró hann með sér inn á veitingahúsið og þá fékk hún skýringuna. Nei, hann vai' ekki búinn að taka prófið. Það átti að fara fram daginn eftir. En þrátt fyrir það hafði hann nú verið á leið til Karlstað til að hitta hana. —Þú ert óforbetranlegur, sagði hún. Ætlaðirðu að ferðast fram og til baka á einum sólarhring? — Nei, sagði hann, ég lét allt sigla sinn sjó. Ég vissi að ég varð að gera þetta. Það var tilgangslaust að reyna að taka prófið. Ég gat ekki tekið það, fyrr en ég hafði fengið fyrirgefningu þína . — En, drengurinn minn, þú hefðir aðeins þurft að minnast á það með einu orði í bréfi. — Þetta hefur legið á mér eins og mara í allan vetur, sagði hann. Ég hef verið kvíðandi og eirðarlaus án þess að vita hvers vegna. En í nótt sem leið rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði sært hjartað sem ann mér svo heitt. Ég fann að ég gat ekki unnið verk mín eins og skyldi, fyrr en ég hafði bætt fyrir brot mitt við móður mína. Ofurstafrúin sat við borðið. Hún lagði aðra höndina yfir augun sem voru full af tárum og rétti hina í átt- ina til sonar síns. > — Þetta er dásamlegt Karl-Artur, sagði hún, segöu meira. — Jæja, sagði hann. Á sama gangi og ég býr annar Vermlendingur, sem heitir Pontus Frímann. Hann er guðfræðingur, umgengst ekki aðra stúdenta og ég hef ekki kynnzt honum neitt. En snemma í morgun fór ég inn á herbergið til hans og sagði honum hvernig mér liði. „Ég á beztu móður í heimi,“ sagði ég. „En ég hef sært hana og ég hef ekki beöið hana fyrirgefningar. Hvað á ég að gera? —Og hverju svaraði hann? — Hann sagöi ekki annað en þetta: „Farðu strax til hennar!“ Ég sagði honum að ég óskaði einskis frekar, en á morgun ætti ég að fara í skriflegtriatínupróf. For- eldrar mínir tækju sjálfsagt nærri sér ef ég hætti við prófið. En Frímann var ósveigjanlegur. „Farðu strax,“ sagði hann. „Hugsaðu um það eitt að sættast viö móður þína. Guð mun hjálpa þér.“ — Og þú fórst? — Já, mamma, ég lagði af stað til að fleygja mér fyr- ir fætur þér. En ég var ekki fyrr kominn upp í vagninn, en mér fannst ég hafa hagað mér mjög kjánalega. Mig langaði mest til aö snúa við. Ég vissi, að þótt ég væri kyrr í Uppsölum í nokkra daga enn, þá myndi ást þín fyrirgefa mér allt, en samt liélt ég áfram. Og guð hjálp- aði mér. Ég fann þig hér. Ég veit ekki, hvernig þú hefur komið hingað, en guð hlýtur að að hafa komið því til leiðar. Tárin streymdu niður kinnar mæðginanna. Hafði ekki orðið þarna kraftaverk þeirra vegna? Þau fundu að forsjónin vakti yfir þeim. Þau fundu líka greinilegar en nokkru sinni fyrr mátt þess kærleika sem tengdi þau saman. Klukkutíma sátu þau saman á veitingahúsinu. Svo sendi ofurstafrúin Karl-Artur aftur til Uppsala, og bað hann að skila kveðju til Möllu Silfverstolpe, að móðirin gæti ekki komið í heimsókn til hennar í þetta sinn. Því að ofurstafrúin kærði sig ekki um að fara til Uppsala. Tilganginum með ferðalaginu var þegar náð. Nú yissi hún að Karl-Artur stæðist prófið. Hún gat ör- kornf » vee fyrlr mörs hjóna- ugg snúið heim aftur. CjUMJ’ OC_CAMM| Hvernig bíl hefðuð þér helzt hugs- að yður — sex eða átta sílir.dra til dæxnis? Látillátur kaupandi: Gæti ég ekki byrjað með eínn? * * * FóUc sem lifir í g-ierhúsl ætti ekki að gera það. * * * Auglýsing: Okkur vantar stúiku til ajð þvo; straua og mjólka eina eða tvær kýr. * * * Svo er spurningin þessi: Hvar heldur vindurinn sig þegar tetnn. blæs ekki? * * * HeUbrigð skynsemi mundi koraí. • ■ í veg fyrir marga hjónaskilnaði. Hún mundi þó fyrst og fremst III. Allhr í Karlstað vissu að ofurstafrúin var trúuð. Hún var í kirkju við hverja messu, rétt eins og presturinn sjálfur og á virkum dögum hélt hún stutta andakt kvölds og morgna með allri fjölskyldu sinni. Hún þekkti fátæklinga sem hún sendi gjafir, ekki að- iengur á þeim. ,, bönd. * * * Konan hans hlær alltaf að fyndn- inni hans. | Það hlýtur að vera góð fyndni. Nei, en konan hans er það. * * * Unga frúin: Þetta eru mjög ötífi egg. Eg hefði átt að biðja kaup- manninn að láta pútuna Uggja* Bætt greiðsliifyr- irkomulagá bamalífeyri 1 blaði yðar 16. þ.m. birtist smágrein, þar sem gagnrýnt var greiðslufyrirkomulag á barnalíf- eyri. Af því tilefni vill Trygg- ingastofnunin taka fram eftirfar- andi: Allar bætur ber að greiða. eftir á samkvæmt lögum, . greiðslur hafa þó alitaf haflzt um miðjan mánuð. Vegna þess hve bótáþegar eru maxgir, (ca. 13000 greiðslur á naánuði) hefur ekki verið hægt að hefja greiðdiu allra bóta samtím- is eða sama dag, hafa greiðslur ellilífeyris og örorkubóta. verið látnar sitja í fyrirrúmi og þær greiðslur hafizt 15. hvers mánað- ar. Greiðslur á barnalifeyri hafa alltaf hafizt tveimur eða þremur dögum eftir 15. hvers mánaðar, nema í janúar, og stafaöi það ein- göngu af því, a.ð yfir stóðu flutn ingar í nýtt húsnæði til þess að auðve’da afgreiðslu bóta, en hús- næði það, sem hingað til var not- að, (afgreiðsliusalur Sjúkrasam- lags Reykjavíkur) var algeriega ófullnægjandi. Ekki er enn fullráðið hvenær greiðsla bóta hefst í næsta mán- uði og framvegis, en fullyrða má, að þær verða ekki inntar af hendi siðar en verið hefur og að séð verður um að fó'.k þurfi ekki að hverfa frá vegna þrengsla. Þá má og geta þess, að nú verð- Ur hægt að haga bétagreiðslum þannig, að eigi komi að sök þó lögskipaðir helgidagar falli á upphaf bótagreiðaiutímans. H. Guðmundsson. Meira nm ailaminíum Kona sem laa greinina um al- umisiíum sem birtist í Heimilís- þættiaum fyrir nolckru, befur sagt okkur frá aðferð sem létt- ir hreingerningu á kötlum og skaftpottum. Þegar þeir era orðnir mattir og leiðinlegir út- lits tekur hun mjúka servíettu eða andlitsservíettu. Pappírinrt einn getur hmnsað ótrúlega vel, ef viðhöfð er þolinmæði. Ert auðvitað þarf að gera þetta áð- ur en aluminiumáhöldin eru íar- in að láta ailtof mikið á sjá, en þá rejTiist þetta líka prýði- lega. KALT KÓKÓ Mörg börn vilja heldur kaldan mat en heitan, og ef bömunum finnst kaldur matur góður, ,þá ætti það ekki að gera neitt til. Mörg börn vilja t. d. miklu heldur kalt kókó en heitt, sem þau segjast stund- um fá velgju af. Lítil böni sem liggja rúmföst í kvefi eða of- kælingu, missa oft matarlystina og þá er heillaráð að gefa kalt kókó að drekka. Litla sjúkl- ingnum finnst oft dæmalaust gott að fá eitthvað kalt að drekka. Máður þarf að gæta þess að fjarlægja skánina, því að bömurn er yfirleitt meinilla við hana. Freinski boðherbergi Því miður verður maður yfirleitt að sætta sig við baðherbergin. eíns og þau eru í þeim í-l búðum, spm maður er svo heppinn eða c-1 heppinn að búa í; og þær| smálagfær. ingar, sem maður getur sjálfur fram- kvæmt, breytf engu um stað setningu bað- kersins, vasksins o. s frv. Það er ekki hægt að umbylta öilu í| baðherberg- inu á einu augabragði, en þar fyrir getur verið gaman að virða fyrir sér fyrirmyndarbaðherbergi. Hér er mynd af frönsku baðherbergi og það er mjög skemmtilega innréttað. Það er málað í tveim grænum litum og hritum. Baðkerið og veggflísarnar eru ljósgræn, gólfið dökkgrænt. Það er flísalagt en ekki úr terrassó. Kerið sjálft er hvítt og sömuleiðis baðmottan. Vaskurinn er stór o-g rúmgóður og undir honum eru lcrómaðir standar f jTÍr handklæð- in. Yfir vaskinum er löng og mjó dökkgræn hilla úr gljáandi plasti. Spegillinn er greyptur í samskenar plast og á honum er óbein lýsing oíap frá. Or flísarveggnum bakvið baðkerið hafa verið fjarlægðar tvær flísar og þar er komið fyrir sápu og svampi, um leið og skilveggurimi milli hólfanna er nokkurs konar handfang til að hakhi í, þegar maður á erfitt með að kom- ast upp úr baókarinu. Það má vissulega notast við svona bað- herbergi. j <**

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.