Þjóðviljinn - 06.02.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.02.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 1902— 6. f ebrúar — 1954 sem þjóðin fara að ráðum hans Form lýðræðisins til að við- halda alræði auðstéttarinnar Hér eru birtar tvær stutt- ar greiuar eftir Sigfús. Haustið 1950 ritaði hann í í»jóðviljaun greinaflokk er hann. nefndi „Hringurirai“ og lýsir þar einkiun aftferð- um Sjálfstæftisfloklisins gagnvart alþýðu Beykjavík- ur. I>etta eru tvær síftustu gi-einarnar, en allur greina- flokkurinn er birtur í bókinni „SIGUBBRAUT FÓLKSINS". Tækniþrólinin leiðir í öil- !Um auðvaldslöndum til þess að f r amlei ðslutæk i og fjármagn færist á færrl hendur og að hinir fáu handhafar auðsins leitast við að skipuleggja fjár- plógsstarfsemi sína með aðstoð ríkisvaldsins. Þegar þessu stigi þróunarinnar er náð verður auðstéttin ekki aðeins háð fmmleiðsTutækjum og fjár- magni heldur og með vissum hætti ríkisvaldinu, það er að segja, henni er lífsnauðsyn að halda ríkisvaldinu í 'styrkri hendi. Bresti það úr hendi hennar er va’d; hennar yfir at- vlrmulífi þjóðarinnar hætt. Auðstéttir allra landa ^eyna i lengstu lög að nota form lýð- ræð'sins til bess að halda al- ræði sínu. Þær revna að v'ð- ha'da kosriingarétti og kjör- gengi, og láta líta svo út sem alræði þeirra sé „byggt á þjóð- arvilja". Meira og minna óaf- vitandi hefur ís’.enzk alþýða til sjávar og sveita sífellt verið að nota hið borgaralega lýð- ræði til þess að skapa sér tæki í baráttunni við auðstéttina. Fvrst ber þar að nefna verka- lýðssamtökin og samvinnusam- tökin. Það er augljóst, að þessi samtök eru, eðli málsins sam- kvæmt, í beinni andstöðu við þá hagsmunahópa auðstéttar- 'irmar, sem nú ráða á Islandi. Engum er þetta ljósara eti þeim mönnum, sem fremstir standa í hagsmunaklíkunum þremur, ég gat um í síðustu grein, og nú er svo komið að mjög reynir á hvort þeim tekst að halda alræði sínu innan hins; islenzka ríkis með þvf að nota. form lýðræðisins. Aðferðin sem beitt er g-egn ■þessum baráttutækjum alþýð- unnar, er að vinna þau innan frá, ■ fá sumpart mútuþega og sumpart lítilsiglda menn til að befjast til valda og áhrifa inn- an þessara félaga, og siæva þar með eggiar þeirra, gera baráttu þeirra við auðstéttirn- ■ar að marklausum sýndarleik, sbr. hina alkunnu tvéggja króna baráttu alþýðusambands- stjórnarinnar í sumar og hið makalausa sjómannaverkfall, sem var hafið á þeim tíma er útgerðarmenn vildu leggja skipum sínum í naust, og þannig stjóniað, að þegar út- gerðarmenn loks höfðu fengið áhuga fyrir að hrinda á flot, eftir nær fjögurra mánaða stöðvun, þá hafði stjóm sjó- Framhald á 9. 6Íðu. Mér finnst vel vifteigandi, nú á afmæúsdegi Sigfúsar Sigur- hjartarsonar, aft minna á bók- ina Sigurbraut fólksins. Bókin kom út á síðastliðnu vori og hefur aft geyma nokkrar af ræðum og ritgerðum Sigfúsar. Mér kemur ekki til hiigar að fara hér að skrifa ritdóni um bói-dna, þar er rætt um svo fjö'mörg atriði mannlegs lífs, að rældlegur ritdómur hlyti, óhjákvæmilega, aft vera orð- margur, en yrði þó, að rniimi hyggju, áfteins svipur hjá sjón, m’ðað við lestur bókarinnaf sjálfrar. Við, sem áttum því láni að fagna, að kynnast Sigfúsi Sig- urhjartarsyni og starfa með honiun á eiuu eða öðru svifti Lsíenzkra félagsmála, vitum og munum hve snjall ræðumaður hann var og hversu glöggur hann var aft greina kjarna frá hismi í hverju máli. Sigurbraut fólksins vitnar þetta einnig grcinilega á hverri síftu. Eg hygg aft jafnvel andstæðingar hans í stjórnmálum, bindindis- málum og yfirleitt. í hverju menningarmáli, sem þar er rætt, hljóti að viðurkenna að þar er tekift á málunum af djúpsltyggni og öruggri rök- festu. Eins og kunnugt er F.utti Sigfús ræður sínar oftast blaða- laust, þaft eru því fjölmargar, ágætar ræður hans sem ekki er unnt að framkalla á pappír til lesturs. Úr þvi verður ekki bætt, en vift getum notfært okkur það, sem varðveitzt hef- ur og þá fyrst og fremst Sig- urbraut fólksins, því að þó að margt, sem þar er skráð, hafi verift mælt eða ritað af sér- stöku tilefni, þá er það þannig mótað og byggt, að það hefur fullt gildi enn í dag og urn ókomna framtíð. Sigfús lagði fram krafta sína til þess að beina þjóð sinni jnn á hcillabraut samúð- ar og samvinnu. Það mun sannast, þó síðar verði, að þvi fyrr, sem þjóðin ber gæfu til að fara að ráðum lians þvi betra er Það fyrir alda og ó- boma þegna henuar. Sigurbraut fólksins á erindi til allra manna sem eitthváð vilja hugsa um líf fólksins í þessum heimi okkar. Lestu hana því með athygli, ekki að- eins einu sinni, heldur oft og þú munt verða betri maður við hvern lestur. Guðgeir Jónsson, veroiiF in's 1-v þurrka ót álirií íhalds- iiiauiini • ■ . i - j i I 1 Tilefni þess, að ég hóf að skrifa þennan greinaflokk, var sú staðreynd, að Málfundafé- lagið ’Óðlnn, sem er félag Sjálf- stæðismanna innan verkalýðs- félaganna í Reykjavík, hefur á- kveðið að beita sér fyrir því, að Óðinsfélagar hefðu forgang að vinnu sem Sjálfstæðismenn ráða yfir. Það er Ijóst að fram- koma Óðins er aðeins einn þátt- ur í kúgunarherferð Sjálfstæð- dsflokksins gegn hinum vinn- andj fjölda, en markmið þeirr- ar herferðar er að 'tryggja þremur auðklíkum völdin í Reykjavíkurbæ og í þjóðfélag- inu. Hvað Reykjavík snertir er kprfi skoðanakúgunarinnar býsna fullkomið. Hlutverk Óð- ins er að kanna skoðanir verka- manna, hlutverk Ráðningarstof- unnar er að velja menn til upp- sagna og ráðninga eftir bend- ingum Óðins, og hlutverk fram- færslunnar áð taka við þeim útskúfuðu, og veita Þá auðmýk- •ingu, sem íhaldið telur nauð- synlega. Með aðstoð þessara þriggja stofnana hyggst íhaldið draga hring ófrelsis og skoð- anakúgunar um all.a alþýðu þessa þæjai-. En því hef' ég gerzt svo margorður um þetta efni, að í atvinnuofsóknarherferð ílialds- li.ns í Reykjavík birtist sameíg- inlegt einkenni allra auðvalds- þjóðfélaga, sem eru á síðasta þróunarstigi' kapítalismans, en á því stigi þolir valdaaðstaða .auðsiéttarinnar ekki það lýð- ræði, sem hún mest hefur stát- að af, og því er re>mt með hverskonar hót-unum og ofsókn- um að gera sérhverja kosrúngu -að gervikosningu, en takist ekkí .að hindra að fyrirkomu- lag þjóðfé'agsms byggist á þjóðarvil.ia, með þessu móti, þá er auðstéttin þess albúin að þurrka hið borgaralega lýðræði út með öllu, þ. e. að koma á fasistísku einræði, og fyrir- byggja þar með, að formi þjóð- félagsins verði breytt á friðsam- legan hátt, en slíkt athæfi hlýt- ■ur fyrr eða síðar, að framkalla það sem allir heiðarlegir menn vilja að aldrei þyrfti til að koma, sem sé valdbeiting hinna kúguðu, til þess að ná þeim rétti sem þeim ber að fá á friðsamlegan hátt. Hvar og hve- nær sem slíka atburði ber að . höndum, skrifast Þeir á r'eikn- ing þeirra, sem gengu brautina frá atvinnuofsóknum og skoð- anakúgunum til faistísks ein- ræðis. Eg er þess fullvivss, að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga v;ll friðsamlega þróun á vett- var,gi stjómmálanna, og ég er þess einnig fullviss, að megin- þorri þeirra er andvígur valdi þeirra auðmanna, sem raun- verulega stjóma landinu eins og nú standa sakir. Æn ég tel hinsvegar nijög m'kla hættu á,' að verulegur hluti þjóðarinnar skilji ekki hvert þessar auð- klíkur eru að leiða hana. Með þessum gre'.num hef ég viljað benda á þaú óheillavæn- legu áhrif, sem atvinnurek- endavaldið, þ. e, auðklíkurnar sjálfar, - hafa náð innan verka- lýðsfélaganna. Eg teldi eóna hina mestu gæfu, ef allir þeir sem sjá og skilja þá hættu, sem í þessu felst, sýndu nú það vit og þann manndóm, að sameinast gegn þessarj herferð aukliknanna. Verkalýðurinn þarf að þurrka út, innan sinna vébanda, áhrif þess flokks, Sjálfstæðisflokks- ins, sem klíkurnar beita fyrir s:g, en eitt veigamikið atriði í því sambandi er að veita hon- um ekki forystuaðstöðu, hvorki að meira né minna leyti I verkalýðsfélögum eða sam- bandi þeirra, þar sem hann ræður ekk,i yfir meirihluta at- kvæða, en sennilega á flokkur þessi ekki meirihluta í einu einasta verkalýðsfélagi, og full- trúatala ihans á Alþýðusam- bandsþingi er ekki há. Það er Því staðreynd, að með aðstoð manna, sem eru and- stæð'.ngar Sjálfstæðisflokksins og þeirra klíkna, sem hann er fúlltrúi fyrir, eru honum gefin völd innan verkalýðshreyfing- arinnar. Með þessu framferði eru verkamenn að gerast sjálfs sín böðlar og böðlar stéttar sinnar. Slíkt hefur áður gerzt, og eru gleggstu dæmin frá Þýzkalandi nazismans. Þau spor hræða. Eg gat þess áður, að tvennt það dýrmætasta, sem auðvatds- þjóðfélagið hefði fært mann- kyninu, væri tækniþróunin og aimennur kosningaréttur og kjörgengi, þ. e. hið borgaralega lýðræði en þetta tvennt mundi verða naglar i líkkistu þessa þjóðskipulags. Tæknlþróunin hefur gert tvennt. Hún hefur skapað hin- ar fámennu auðklíkur, sem öllu ráða í auðvaldsheiminum, og hún hefur skapað kreppumar, hvort tveggja af því að hún er í höndum stétta, sem mis- nota hin dásamlegu tæk'færi sem hún gefur. AU:r sem skilja það þjóðfélag sem þeir búa i, og ekki tilheyra auðstétímni, eru andvígir þessari m:snotkun tækninnar og vilja að hún verði skilyrðislaust tekin í þjónustu fjöldans. Hjá sérhverri vel upp- lýstri og gáfaðri þjóð hlýtur þvi hinn almenni kosningarétt- ur að leiða til ósigurs fyrir auðklíkumar, ef hann fær. að Framhald af 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.