Þjóðviljinn - 06.02.1954, Blaðsíða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 6. febráar 1954
í þlÓOVIUINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokkurinB.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (4b.), SigurSur Guðmundsaon.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónpson, Bjarnl Benediktsson, GuO-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Bltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðusU*
10. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði S Reykjavík og n&grennl; kr. IX
nnnara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f.
í 6. febríar
l: Þennan dag, fyrir réttu ári, 6. febrúar 1953, var Þjóðviljinn
Etækkaður í tólf siður. Það var annar stóri áfanginn á ævi
blaðsins. Frá stofnun 31. október 1936 til 17, nóvember 1943 var
Þjóðviljinn fjórar siður, en þá stækkaður í átta. Var það
raunar enn meira átak en stækkunin í 12 síður, blaðið átti þá
undir högg að sækja með prentum og bjó að flestu leyti við
örðug s'kiljTði. En sá stórhugur Sósialistaflokksins, er fram kom
í þeirri stækkun aðalmálgagns hans, reyndist fyllilega á rökum
fcyggður, útbreiðsla Þjóðviljans hefur aukizt ár frá ári, áhrif
bans og vinsældir. Samt var það djarft spor að stækka blaðið
S tólf síður í febrúar í fyrra. En einnig sú bjartsýni hefur reynzt
raunsæ. Enda þótt ritstjórn blaðsins væri óbreytt, nema einum
folaðamanni bætt við, munu lesendur sammála um að tólf síðna
Þjóðviljinn er allt annað og betra blað en fyrir stækkunina, enda
gefa hverjar fjórar síður í viðbót ótrúlega mikla möguleika á
fjölbreyttara efni.
Síðasta átakið fyrir stækkunina, söftiunin í stækkunarsjóðinn,
var tengd nafni og afmæli Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Og ís-
JenZk aiþýða brást drengilega við því kalli. Annað stórt verkefni
foefur verið tengt nafni Sigfúsar og minningu, bygging veglegs
aiþýðuhúss í Reykjavík, verkefni sem leysa verður þegar á
iiæstu árum. Einnig þannig er Sigfús með í baráttu reykvískrar
alþýðu, og þennan dag, eins og svo marga aðra daga, er hans
SKÍnnzt af sárum trega - en líka og e'kki síður - heitu þakklæti.
NsfndakosRÍtigar í bæjarstjérn
Pyrir bæjarstjórnarkosnlngarnar gerði Sósíalistaflokk-
nrinn allt sem í hans valdi stóð til að sameina andstöðu-
flokka íhaldsins um sameiginlegt framboð og samstillta
kosningabaráttu þeirra allra gegn því auðstéttarvaldi sem
ræður Reykjavík. Þetta strandaði á Alþýöuflokk, Þjóð-
yöm og Framsókn. Þessir flokkar lögðu íhaldinu vopn
glundroðakenningar í hendur. Það má telja fullvíst aö
þessi afstaða forkólfa sundrungarflokkanna hafi fært
íhaldinu þann varnarsigur sem því tókst aö vinna í kosn-
ingunum, þrátt fyrir þann minnihluta sem það er í meöal
reykvískra kjósenda.
i Eftir kosningarnar fór það ekki dult að allir heiðarlegir
íhaldsandstæðingar í hópi fylgjenda minnihlutaflokk-
anna í bæjarstjórn ætluðust til þess að þeir tækju hönd-
um saman í andstöðunni og tryggðu meirihluta kjósend-
anna eins sterka aðstöðu viö val manna í áhrifastörf á
vegum bæjarstjórnarinnar eins og kostur var framast á.
Tilraunir Sósíalistaflokksins til þess aö koma þessari sam-
vinnu á voru því hvorttveggja í senn, rökrétt framhald
af fyrri sameiningarstefnu hans og í fullu samræmi við
kröfur og vilja fólksins í bænum sem greitt hafði þessum
flokkum atkvæði á kjördegi.
Þessa samvinnu um nefndakosningarnar 1 bæjarstjórn
hindruðu forkólfar Alþýðuflokksins, hið þrautreynda aö-
stoöaríhald sem haft hefur meiri og minni samvinnu við
íhaldið í bæjarstjórn á liðnum árum og hlotið í launa-
skyni margan molann af boröum þess, sbr. forstjórastöö-
una sern íhaldið rétti á sínum tíma að aðalforkólfi Al-
þýðuflokksins, Jóni Axel og tryggöi sér með því óbrigö-
ula fylgisspekt hans til pólitískra æviloka. Er af þessu
ljóst að enn hafa foringjar Alþýðuflokksins ekkert lært
og engu gleymt þrátt fyrir staðreyndir kosningaúrslit-
anna og nauðsynina á samstarfi allra íhaldsandstæðinga.
Bandalag Gils Guömundssonar við flokkinn sem hindr-
aði vinstra samstarf í nefndakosningunum sviftir síðustu
falsblæjunni af Þjóðvarnarflokknum. Hér eftir þarf eng-
inn að efast um tilgang hans og markmið. En þessir at-
burðir allir munu verða til þess að hvetja alla heiðarlega
íhaldsandstæðinga til nýs og öflugs starfs fyrir því að
ölí alþýða og vinstri menn 1 landinu hefji það samstarf
sem eitt getur lagt íhaldið að velli. Þeir foringjar sem
þar standa í vegi verða að víkja beygi þeir sig ekki fyrir
yilja fjöldans.
Bandaríska herstjómin litur á Island
sem itvarSsföí í kjarnorkustríói
HerfrceSingur lýsir hversu flugstöSvar
og radarstöSvar auka árásarhœftu
I^Tefndir frá Bandaríkjastjórn
’ og ríkisstjóm íslands sitja
þessa dagana á fundum hér í
Reykjavík og ræða breytingar
á hemámssamningnum frá
1951. Þegar hemámið var frairu
kvæmt í maí þaðár, staðhæfðu
ábvrgir, íslenzkir aðiiar að það
væri hrein ncyðarráðstöfun
sem ekkí hefði þótt fært ann-
að en gera vegna yfirvofandi
hættu á stórstyrjöld, sem hefj-
ast myndi með innrás Rússa í
ísland. Var bent á Kóreustríð-
ið því til sönnunar að tímam-
ir væru svo viðsjárverðir að ó-
afsakanlegt væri fið hafa hér
engan hemaðarundirbúning.
Eins og allir vita hefur hægt
en stöðugt dregið úr viðsjám
í heiminum á síðustu árum.
Vopnin hafa verið slíðruð í
Kóreu, allt tal um yfirvofandi
styrjöld í Evrópu er löngu
þagnáð og flestöll lönd með
Sovétríkin og Bandar.kin í
broddi fylkingar hafa dregið
nokkuð úr hemaðarútgjöldum
sínum. Hefðu íslenzkir ráða-
menn írúað sínum eig'n rök-
vun fyrir hernáminu ættu þeir
nú að vera búnir að segja upp
hernámssamningnum, þar sem
foxsendumar sem þeir færðu
fyrir honum eru úr sögunni.
|7n það er öðru nær en að
rætt sé um að við losnum
við bandaríska hemámið. Ljóst
er af skrífum íslenzku stjórn-
ArthongeUb
Kroniladl
’RITISH
ISLES
London
,>CttAND]
tOSWAP.D FIOMTífe JHAN« BASÍS
lASkADOR
iNÍWIOJND.
CANADA
Quebwc
MoaIm
Ollciwo •
Detroit
Pittsburgh
Woshinqton •
POSSIBIE GUIDEO MISSIIE
r- ATTACK FROM RED SUBS
Þetta kort af fyrirhuguðu lofívamakerfi Bandaríkjanna birtist
í bandaríslut tímarilinu Life löugu áður en ísland var hernunjið í
síðara skiptið. Samt er þar gert rkt l'yrir að Island verði hluti af
„yzta radaraðvöruna rkerfmu" cíils og það er kallað á kortinu og
radarstöðvabyggingarnar sem nxi standa J'fir eru framkvæmd á
þeirri fyrirætlun. Þetta og margt annað sýnir að hemám Islands
stafaði ekki af skyndilegri „árásarluettu" heldur er það fram-
kvæmd á löngxi ákveðinni stefnu bandarísku herstjórnariimar að
tryggja sér stöðvar á íslandi til frambúðar.
arblaðanna og ræðum forystu-
manna stjómarflokkanna að í
viðræðunum við Bandaríkja-
menn vakir bað eitt fyrir þeim
að íá fram smábreytingar á
hemámsfyrirkomulaginu ef það
mætti verða til að draga úr
óvinsældum hemámsins meðal
íslendinga. Tilefni hernámsins
er því, eins og öllum mætti
vera ljóst frá upphafi, allt
annað en látið var í veðri vaka
vorið 1951. Hemámssamningur-
inn þá var nefnilega hlekkur í
atburðakeðju sem hófst þegar
Bandarikjamenn neituðu að
efna gefin loforð um að hverfa
héðan með her sinn *í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari og
kröfðust herstöðva til 99 ára.
Sú beiðni spratt af því að þeg-
ar leið undir lok styrjaidar-
innar tók band:aríska herstjórn-
in að semja áætlun um það,
hvaða stöðvar víða um heun
hún ætti að leggja til að
Bandarikin tryggðu sér til
frambúðar til hemaðarafnota.
Fyrir valinu urðu eyjar í Kyrra-
hafi allt að ströndum Japans
og Kiná og Grænland, fsland
og Azoreyjar í Atlanzhafi. Hér
á fslandi féll tréð ekki við
fyrsta högg, bandaríska her-
stjómin tók þann kost að ná
marlci sínu í áföngum. Fyrst
kom KefLavíkursamningurinn,
síðan var ísland gert fjárhags-
lega háð Bandaríkjunum með
Marshallsamningnum, á eftir
fylgdi .inngangan í Atlanzhafs-
bandalagið og loks hernámið
sjálff.
A f skrifum bandarískra hem-
■**• aðarsérfræðinga um her-
nám íslands má nokkum veginn
ráða, hvað bandaríska her-
stjómin hvggst fyrir hér á
landi. Engum þeirra kemur til
hugar að bera fram þá fjar-
stæðu að bandarískur her sé
hér til að verja landið gegn
innrásarhættu, enda þarf ekki
annað en lita á framkvæmdir
hernámsliðsins til að samrfær-
ast úm .að svo er ekki. Hinsveg-
ar hafa bandarískii- hemaðar-
sérfræðingar hvað eftír annað
!agt áherzlu á hve þýðingar-
m’klar stöðvar á íslandi gætu
verið tU sóknar og vamar íyr-
ár Bsndaríkin í kjarnörkustyrj-
öld. Til dæmis segir Hanson
Baldwin, hinn kunni hemaðar-
sérfræðingur New York Times:
„Á íslandi ... ev þýðiugarmikil
veðurathugana- og radarstöð
og gæti ef til stríðs kæmi orð-
ið tnikilvæg flugstöð til sAknar
og varnar og flotastöð". Um-
mæli þessi em í grem um hern-
aðarþýðingu Norðurheims-
skautslandanna, sem birtist 22.
marz í fy'rra.
Oaldwin, sem nýtur mikils
trúnaðar bandarísku her-
stjórnarinnar og er þvi oft
fyrstur með ýmsar fréttir af
hermálum, vék aftur að fyrir-
ætlunum herstjómarinnar varð-
andi ísland í grein um þær
Framhald á 11. síðu.