Þjóðviljinn - 06.02.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.02.1954, Blaðsíða 12
Hzeppsmál i Kópavogi rædd iyrir opnum tjöMum r ki. ó e.n. i nag Ihaidið þorir ekki að veita kjósenáem málfrelsi og vill ekki tryggja þeim aðgang að fundarhúsi hreppsins f dag kl. 3 verður opinn hreppsnefndarfundur í Kópavogi og að honum loknum hefjast umræður kjósenda um hreppsmál. Munu Kópavogsbúar f jölmenna á þann fund. íhaldið í Kópavogi er svo átakanlega hrætt við fundahöld í hreppnuin fyrir kosningarnar að það hefur þverneitað' að almeim- ir kjósendur fái málfrelsi á framboðsfundum og þvertekur fyrir að kjósendum í Kópavogi sé tryggður aðgangsréttur að fundar- húsinu og hyggst að fylla húsið með klappliði úr Heimdalli neð- an úr Reykjavík! Fundur hreppsnefndarinnar í Kópavogi hefst kl. 3 í dag í 'bamaskólanum. Að loknum hreppsnefndarfimdinum em kjósendum heimilar spurningar og frjálsar umræður um hrepps mál, og munu þeir því f jölmenna vel á fundinn. Skorað á frambjóðendur aft- urhaldsflokkanna að mæta. Hreppsnefndin hefur skorað á frambjóðendur andstöðuflokka núverandi hreppsnefndarmeiri- hluta að mæta á fundinum í dag og taka þátt í umræðum um stjóm hreppsins. Mætti ætla að þeir fögnuðu slíku tækifæri. íhaldið er hinsvegar svo hrætt vi'ð fundinn að það lætur skólanefndina auglýsa í dag að skólahúsið sé hreppsnefndinni óheimilt í dag til fundahalda!! íhaldið hyggst banna hrepps- nefndinni aðgang að fundar- húsi hreppsins! Skólahúsið er fundarhús hreppsnefndarinnar og mun það einsdæmi í sögunni á íslandi að nokkrum detti sú speki í hug að baeina hreppsnefndinni aðgang Sjávarutvegssýn- iug í Alasuiidi Dagana 13.-24. júní í sumar hafa Norðmenn sjávarútvegs- sýningu í Álasundi í Noregi, en í ár eru 90 ár liðin frá því slík sýning var fyrst haldin í Noregi, og þá einmitt í Álasundi. Sýningunni er skipt niður í níu deildir: A skipasmíðar, B vélar í notkun á fiskiflotanum, C ýmiskonar útbúnað skipa, D tæknilegan útbúnað, svo sem bergmálsdýptarmæla, radar. og asdic-tæki o.fl. o.fl., E veiðar færi, F búnað sjómanna, G framleiðsla ftókafurða, þ.e. vél- ar og tæki við hana, I útflutning ur, þ.e. yfirlitstöflur, umbúðir o.fl. og loks deild fyrir sport- veiðar. Sýning þessi er jafnframt skipulögð sem markaður þar sem seljendur og kaupendur hittist og hafa Norðmenn boð- ið erlendum framleiðendum véla og-búnaðar til fiskveiða þátt- töku í sýningunni. að fundarhúsi hreppsins!!! Em það tveir íhaldsmenn í nefnd- inni sem látnir eru gera þessa gáfulegu auglýsingu. Bera þeir við að Kvenfélaginu hafi verið leigt húsið um kvöldið, — en hreppsnefndarfundurinn hefst hinsvegar kl. 3 og rekst því ekki á kvenfélagsfundinn — nema í höfðum hræddra íhalds- manna. Vitanlega verður opni hrepps nefndarfunduriim haldinn í fundarhúsi hreppsins á tilsett- um tíma, hvað sem hræddum íhaldsmönnum kann að detta i hug. íhaldið neitar kjósendum um málfrelsi! Við undirbúningsumræður um framboðsfundinn á sunnu- daginn gerði Finnbogi Rútur Valdimarsson að tillögu sinni að kjósendum yrði ætlaður nokk- ur ræðutími á fundinum, en íhaldsmenn þvemeituðu að veita almennum kjósendum nokkurt málfrelsi á fundinum. Þá þvertók íhaldið ennfremur fyrir að oddvitinn, Finnbogi Rútur, fengi að flytja skýrslu um störfin á kjörtímabiliiiu áð- ur umræður frambjóðenda hæf- ust. ______ Barnaskemmtiin Víkíngs Hin nýstárlega barnaskemmt- un Víking3, þar sem nær ein- göngu böm skemmta, er á morgun í Austurbæjarbíói. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun ísafoldar til kl. 4 í dag, en þeir voru á þrotum í gær. Kom með 170 tonn Akureyri. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Kaldbakur kom af veiðum s. 1. mánudag með 170 tonn af saltfiski og 30-40 tonn af nýj- um fiski til herzlu. Sléttbakur landaði á Þingevri s.l. miðviku- dag hluta af afla sínum tíl frvst ingar. Harðbakur veiðir 5 salt Kaldbakur veiðir í ís fyrir frystihús og til herzlu. Jörund- ur veiðir einnig í ís til frysting- ar og herzlu. C-lista hátíð að Hótel Borg C-listinn býöur tU hátíðar n.k. sunnudag kl. 8.30 e.h. að Hótel Borg peim, sem störfuðu fyrir list- ann á kjördag. — Þeir sem hafa hugsað sér að taka pátt í hátíðinni eru beðnir að sœkja miða sína í sjcrifstofu Sósóíalistafélagsins, Þórsgötu 1 í dag. Ætla að senda þangað Heimdellinga. Þá lagði Finnbogi ennfremur til að kjósendum í hreppnum, — en þeir eru á tólfta hundrað — væri tryggður aðgangur að fundarhúsinu með því að hverj- um kjósanda yrði sendur að- göngumiði, og fengju utan- hreppsmenn síðan aðgang eftir því sem rúm leyfði. íhaldið neitaði með öllu að fallast á þetta. Astæðan til þessarar neitun- ar á því að tryggja kjósendum forgangsrétt er augljós og ein- faldlega sú, að Ihaldið ætlar að fylla húsið með klappliði Heim- dallar!! Kjósendur í Kópavogi eiga eftir að svara thaldinu fyrir að vilja neita þeim um málfrelsi og forgangsrétt að fundarhúsi hreppsins. Laugardágur 6. febrúar 1954 — 19. árgangur — 30. tölublað Nýtt allsherjarverkfall ' undirbúið í Frakklandi Alþýðusamband Frakklands, CGT, hvatti í gær félaga sína til að búa sig undir nýtt sólarhrings allsherjarverk- fall til að knýja fram meiri hækkun á lágmarkskaupi en ríkisstjórnin hefur fyrirskipað. í fyrradag fyrirskipaði franska ríkisstjómin hækkun á lágmarks- kaupi. Það var áður sem svar- ar 915 kr. ísl. á mánuði, en Tveir umsækjendur um bæjarstjórastöðuna á Akureyri Akureyri. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Tveir menn hafa sótt um bæj arstjórastarfið á Akureyri, þeir Steinn Steinsen núverandi bæj- arstjóri og Jón Sveinsson fyrr- verandi bæjarstjóri. Dönsk samninga- nefnd til Moskva Daitir vilja auka viðskipti í austurveg til að verjast afleiðingum kreppuitnar Kaupmannahafnarblaðið Information skýrði frá því í gær, að í ráði væri að senda samninganefnd frá Dan- mörku til Moskva til að semja um aukin viðskipti á milli landanna. Horfurnar í nmrkaðsmálum Dana hafa undanfamar vikur vakið miklar áhyggjur þar í landi. Menn hafa þótzt geta séð fyrir algert hrun í danska land búnaðinum, ef ekki tækist að auka mjög sölumöguleikana frá því sem nú er. Viðskiptalöndin í V-Evrópu hafa dregið úr kaupum sínum á dönskum land- búnaðarafurðum og kreppan sem nú gerir vart við sig í auð- valdsheiminum mun enn tor- velda sölu þeirra. Síðustu mánuði hafa því kom ið fram ákveðnar Ikröfur frá samtökum danskra bænda um að reynt verði að auka við- skiptin í austurveg mjög veru- lega. Marsjallstofnunin í París hefur m.a.s. bent Dönum á, að í þá átt væri að sækja eina bjargráð þeirra frá efnahags- Barnaskemmtun Ármanns í dag gengst Glímufélagið Ármann fyrir barnaskemmtun í samkomusalnum Laugavegi 162 (mjólkurstöðinni) og hefst hún kl. 5 e.h. Skemmtun þessi er fyrir meðlimi félagsins og er aðgangur ókeypis, en verði á gosdrykkjum verður einnig stillt í hóf. Ýms skemmtiatriði verða. Næsta laugardag munu hin- ir eldri félagar skemmta sér í Sjálfstæðishúsinu. A morgun verður skiðamót félagsins í Jósepsdal. > kreppu og afleiðingum hennar. Viðskipti Dana og Sovétríkj- anna hafa einnig aukizt mjög í seinni tíð og eru Sovétríkin nú þegar annað stærsta viðskipta- land danska landbúnaðarins. Samsteypustjórn á Ítalíu? 1 útvarpsfrétt frá Róm var í gær sagt, að hinir svonefndu hiiðflokkar í ítölskum stjórn- málum, kaþólski flokkurinn, frjálslyndir, lýðveldissúnnar og sósíaldemókratar, hefðu komið sér saman um meginatriði í stefnuskrá samsteypustjórnar. Eftir helgina mun Einaudi for- seti kveðja til einn af leiðtog- um stjómmálaflokkanna til að mynda stjóm. Ekki er talið ó- sennilegt, að De Gasperi muni fyrstur reyna. hækkaði samkvæmt tilskipun riklsstjómarinnar uPP í 1050 kr. Um 700.000 verkamenn í Frakk- landi vinna fyrir þetta lágmarks- kaup. ÖU verkalýðssamböndin lýstu því yfir þegar og kunnugt varð um tiiskipun ríkisstjórnarinnar, að þau álitu þessa hækkun allt of litla. Það er í samræmi v'ð þessar yfirlýsingar að CGT boð- ar nú til allsherjarverkfalls. Sallskipið úrhættu Saltskipið, sem var á leið hing- að til lands, er leki kom að í fyrradag, er nú úr allri hættu. Það var ranghermt í fréttum, í gær, að skipi'ð væri sænskt og á leið frá Bilbaó, það et* norskt, frá Þrándheimi og heit- ir Strindheim og kemur frá Pinatar við Miðjarðarhaf með 2400 lestir af salti til útvegs- manna í Eyjum. Skipið var und an norðvesturströnd Fralck- lands, þegar Jekinn kom að því. Hjálparskip eru nú komin þrf til a'ðstoðar. Bát rekur upp í Sandgerði Sandgerði, Frá frétta- ritara Þjóðviljans Ofsaveður og óvenjumikið brim var hér í fyrramorgun og slitnaði þá upp vélbáturinn Þor steinn frá Dalvík og raJk á land. Mun hann eitthvað hafa brotn að, en óvist hve mikið. Ætlunin var að ná bonum út á flóðinu x gærkvöldi. Síðustu dagana hefur ekkert verið róðið, en óvíst var síðdeg- is í gær hvort róið yrði s.l. nótt iítokkunrmil Trúnaðamanna- og fulltrúa- ráðsfundur í SósíalistaféJa.gi Reykjavikur verður haldinn n. k. þriðjudagskvöld Jd, 8.30 í Breiðfirðingabúð uppi. Nánar auglýst síðar. Skíðanét ármanns fer fram á morgun Skíðamót Árma.nns fer fram í Jósepsdal á morgun. Keppend- ur eru 38 frá 5 félögum, en þau eru Ármann (17 keppend- ur), ÍR (11), KR (11), Valur (5) og Skátar (4). Keppt er í 4 manna sveitiun og einmenningskeppni. í A- og B-flokki eru 21 keppandi, í C- flokki 16, í drengjaflokki 3 og kvenfl. 9. t aðalkeppnina eða 4 manna sveitakeppni sendir Ármann, ÍR og KR, í C-flokk sendir Ármann og Öt og í' kvennaflokk Ármann og KR. — Keppni hefst kl. 11 f.h. í A- flokki og drengjaflokki. Ferðir í Jósepsdal verða frá Ferða- skrifstofunni Orlof kl. 9 f. h., kl. 2 og 6 e.h. Á sunnudag kl. 9 f.h. AJlir beztu skíðamenn bæjar- ins eru skráðir til keppni og verður gaman að fylgjast með röð þeirra á þessu fyrsta ekíða- móti vetrarins. Snjór er nú allmikill í Blá- fjöllum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.