Þjóðviljinn - 17.03.1954, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1954, Síða 4
4) Þ.JÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. marz 1954 Hótelbygging í Borgarnesi Þegar hótelið í Borgarne&i fei'ann haustið 1949 þótti nauðsynlegt að koma hér upp nýtízku hóteli. Stofnað var hlutafélag með 500 þúsund kr. hlutafé, þar af lét Borgar- neshreppur 100 þús kr. Nokkru eftir að farið var að byggja reyndist framlagið alltof lítið og hefur Borgar- neshreppur nú lagt frara 300 þús. kr. hlutafé, auk ábyrgð- ar fyrir dýru láni. minnst' 7% yexti. — Gengislækkunin sem gerð var 1950 hækkaði byggingarkostnað og allt vöruverð, og varð einn alvar- legasti þröskuldur þessara framkvæmda. —- Sá bluti byggingarinnar sem nú hefur verið tekinn í not, ber með sér að ennþá vanti um 1 millj. kr. til að fullgera hótel bygginguna og fá til þess naujðsynlega hlluti. Nú er meira en fjögur ár frá því byrjað var á byggingunni — og hvert skref sem stígið hefur verið til að mjaka henni áfram, miðast við að fá fjármagn hjá Borgarnes- hreppi og iafnvel að ná í sjóði sem í vörzlu hreppsins eru. Þessi aðferð til að koma hótelbyggingunni áfram sem ráðgert er að kosti allt að 3 millj. kr., þykir lítt skilj- anleg og er mjög óvinsæl, þar sem þessi litli hreppur þarf fyrst og fremst að styðja almennar atvinnuframkvæmd- ir með því fjármagni sem hann hefur yfír að ráða, og hrekkur skammt til. Almennt er talið að hótelbygg- ingin hér sé til að bæta úr aimennri þörf vegna ferða- laga; enda er raunin sú að hingað stefnir fólk allt smn- arið og reynir að hola sér hér niður. Auk þess er þrá- faldlega samgöngustöðvun fyrir Hvalfjörð að vetrinum og fólk fer því hér um sjó- leiðina. Það er undrunarefni, að forráðamenn hótelbyggingar- innar og Borgameshrepps hafa ekki leitáð eftir hjá Al- þingi eða ríkisstjórn að fá opiaberan styrk til hótelbygg- ingarinnar og hagstætt vaxta- lágt lán. Því verður vart neit- að að hótel eru nauðsynlegir hlekkir í samgöíigukerfi. Hvar mundi það t.d. tíðkast erlend- is, að ferðamenn ættu þess ekki kost að komast á hótel 7 Getum við ætlazt til að ís- land sé talið nútímamenning- arland, hafi það ekki boðlega dvalarstaði fyrir ferðafólk. — Ríkið byggir vegi og brýr, veitir styrki til strandferða og opi.nberra bygginga; og veitir aðgaag aó vaxtalágum lánum, — verið er að undir- búa byggingu að nýju skipi í stað Laxfoss, — með stuðn- ingi ríkisins og Reykjavíkur- bæjar. — Það liggur opið fyrir að á fjölförnum stöð- um eins og hér, verður ekki komizt af án hótels, og það verður að gera kröfu til að ríkið leggi fram allverulega fjárhæð sem styrk til að koma þvi upp, og ennfremur að aðgangur fáist að vaxta- lágu láni til að fullgera það. Þess verður að vænta að þingmaður kjördæmisins veiti nauðsynlegan stuðning til að hótelbyggingin komist nú þeg ar áfram svo þáð geti orðið að þeim almennu notum sem til er ætlazt. Jónas Kristjánsson. Manneklan á toffurmnuii Undanfarið hefur töluvert verið talað um skort á mönn- um til starfa á togurunum og jafnvel borgarablöðin talað um að ekki mætti lengi svo til ganga að hernaðarvinna dragi starfskrafta frá höfuðatvinnu- vegi þjóðarinnar. Hinsvegar hefur Þjóðviljinn haldið því fram að kjör sjó- manna á togurum væru það bágborin að menn vildu heldur verða sér úti um snöp i landi heldur en að slíta sér út á togurum við óslitið skrap á heimamiðum. Undir þetta má hiklaust taka. En eftir því að dæma sem allmargir togarasjómenn hafa látið í ljós við mig um þetta, þá eru það þó fyrst og fremst skattaálögur þess opin- hera og . óhóflegur hlífa- og virinufatakostnaður, sem gerir, þáð að verkum að sjómaðiir- iriri 'stendur uppi með miklú • skarðári hlut fyrir meira erfiðr ■ og áhættu en verkamaður sem hefur stöðuga vinnu í lándi. En nú hefur flogið fregn fyrir sem gefur tilefni til að virða fyrir sér aðstöðu sjó- mannsins á enn annan veg en áður hefur verið gert. Blöðin fluttu sem sé þá frétt að einn togari þæjarútgerðar- innar, Pétur Halldórsson, hafi nú legið um hálfan mánuð bundinn sökum þess að engir hásetar fengjust á hann. Og, kom nú fram enn eitt hróp um erfiðleika útgerðarinnar. En er það þá rétt að fyrir hálfum mánuði hafi öll skips- höfnin á Pétri Halldórssyni verið afskráð af skipinu vegna þess að það þurfti að fara upp í slipp til lagfæringar? Er hægt að réttlæta það við- horf stórra atvinnufyrirtækja til verkamannanna að henda þeim út á gaddinn sem hverju öðru verkfæri fyrir stuttan tíma og ætlast svo til að geta gengið að þeim sem heimilis- gagni þegar þeim þykir sér hentara? Það er þetta víðlæga mat ríkjandi þjóðskipulags á gildi vinnandi fólksins í landinu, sem verkamennirnir þurfa að gera sér Ijósara. R. S. Aths. ritstj.: í sarpbandi vjð þá spurn- ingu greinarhöfundar hvort rétt sé að öll skipshöfnin á Pétri Halldórssyni hafi verið afskráð af skipinu vegna þess að það þurfti að fara í slipp til lagfæringar, sneri blaðið sér til forstjóra Bæjarútgerðarinn- ar og fékk þær upplýsingar að það væri ekki á rökum reist. Skipið kom inn 23.^brúar með skipstjórann slasaðan og næstu daga var losað úr skipinu, framkvæmd ketilhreinsun o. s. frv. Þann 27. febr. yar skipið tilbúið á vejðar en þá var sýnt að af því gat ekki orðið vegna mannaskorts. Var skipshöfnin þá fyrst afskráð, nokkur hluti hennar hvarf til vinnu. í fisk- verkunarstöð Bæjarútgerðar- innar og nokkrir menn fóru á Þorstein Ingólfsson, sem vantaði menn til þess að kom- ast úr höfn. Þann 9. marz auglýsti út- gerðin eftir 20 hásetum .á Pét- ur Halldórsson og endurtók þær auglýsingar sínar 10. 11. og 12. marz. Var þá skráð á skipið að nýju og afráðið að fara á veiðar að kvöldi þess 12. marz. En þá kom í Ijós að ekki komu nærri allir sem búnir voru að ráða sig og þótti ekki fært að halda úr höfn með þann mannafla sem fyrir hendi var. Var þá afskráð af skipinu að nýju og fengu mennirnir greitt tveggja daga kaup. Afstaða Kommúnistaflokks Danmerkur í handritamálinu Einn allra danskra stjórnmálaflokka hefur Kommúnistaflokkur Danmerkur tekið eindregna afstöðu með íslendingum í handritamálinu. Þessi afstaða er mjög athyglisverð og lœrdómsrík. Flokk- urinn snýst gegn pví sem sumir nefna „hagsmuni Dana“ og hlýtur að sjálfsögðu ámæli fyrir. Afstaða kommúnistaflokksins er helguð af pví að hann veit að rétturinn er íslands megin. Hand- ritin eru ránsfengur danskrar yfirstéttar, sem liún komst pví aðeíns yfir ,að ísland var dönsk ný- lenda, arðrænd og lítils megnandi. Kommúnista- flokkurinn telur pað ekki hlutverk sitt að ganga erinda Stórdana; hann túlkar afstöðu danskrar alpýðu sem vill vináttu íslendinga og réttlát sam- skipti milli landanna. Á sama hátt var Kommúnistaflokkur Danmerk- ur eini parlendi stjórnmálaflokkurinn sem sam- fagnaði íslendingum með lýðveldisstofnunina 1944. Hann lýsti yfir fullum stuðningi við sjálf- stœðisbaráttu íslenzku pjóðarinnar í blaði sínu Land og FoUc sem pá kom út leynilega. Og for- ustumenn flokksins gáfu sér tíma til pess að senda íslendingum pessa vinarkveðju, pótt peir færu pá huldu höfði, hundeltir af■ pýzku nazistunum og dösnkum erindrekum peirra. Alveg hliðstœð pessu er t.d. afstaða Kommún- istaflokks Frakklands til styrjaldarinnar í Indó- kína. Þar segir frönsk yfirstétt að um sé að rœða hagsmuni Frakklands, stríð sem háð sé í págu Frakklands gegn óvinum pess. Kommúnistaflokk- ur Frakklands tékur engu að síður skilyrðislausa afstöðu með sjálfstœðisbaráttu pjóðanna í Indó- kína, gegn auðvaldi sinnar eigin pjóðar. Þetta er afstaða hinnar róttœku verkalýðshreyf- ingar um allan heim, og hefur verið frá upphafi. Það er réttur sem á að móta samskipti pjó.ðanna, en ekki vald. Vegna pessarar még'inreglu Skapast sjálfkrafa samstaða hinnar róttæku ver.klýðs- hreyfingar í öllum löndum, pess vegna eigá'.rétt- árkröfur pjóða œvinlega vísan stuðning hinna róttœku afla um allan heim. Er hœcgf me§ hormémun @3 auka fáskirœkf i vötnum? Sérfræðingai', sem starfa á vegum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar, Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að auka megi fiskstofna í vötnum með hormónagjöfum. Fyrir skömmu komu fullti'úar frá 16 þjóðum saman í Bangkok til að bera saman bækur sínar um nýungar í fiskirækt í Austurlöndum og hvað hægt væri að gera til aö auka fiskstofn og fiskframleiöslu. Fiskur er þýðingarmikil fæðutegund í Austurlöndum vegna eggjahvítuef.nis, sem yf- irleitt er skortur á í fæðu al- mennings austur þar. FAO, sem lætur sig mjög skipta ráð- stafanir, sem hægt er að gera til að auka matvælaframleiðslu, hefur lengi haft áhuga fyrir fiskiræktarmálum viða um heim. Riskifræðingafundurkm í Bangkok ræddi mikið tvær Framhald á 11. síðu Víst er vor í lofti — Palli fær heilræði — Með epla- poka á vinnustað — Nykofyl óbrigðulí. ÝMSIR voru að veita mér ákúrur í gær fyrir að hafa talað um vorstemningar, vor- Ipft.og vorblíðu 1 miðjum marz- mánuði. Mér var tjáð að enn gætu komið harðindi, þess væru dæmi að vetrarhörkur byrjuðu ekki fyrr en í marz eða apríl og þess vegna væri það alltof mikil bjartsýni að fagna vori þótt nokkrir góð- viðrisdagar kæmu. Það er sjálfsagt mikið til í þessu, en ég sný ekki aftur með það, að það hefur vorið vor í lofti und- anfarna daga, á sunnudaginn kemur er jafndægri á vori, þá er jafnlengd dags og nætur og svo fer birtan að vinna á hægt og örugglega og þá verða jafn- vel hinir allra svartsýnustu að viðurkenna komu vorsins, hvað sem líður kulda og hret- um. MARGIR virðast hafa fundið til með honum Palla, sem var að rekja raunir sínar hér í dálk- unum á dögunum. Daginn eft- ir hringdi maður í mig og bað mig að skila því til Palla, að hann gæti áreiðanlega vanið sig af sígarettum með því að borða epli. Ef hann æti epli í hvert skipti sem hann lang- aði í sígarettu, þá hætti hann von bráðar að langa í þær, því að epli og sígarettur ættu svo illa saman. Eg skýrði vini mín- um Palla frá þessu þegar í stað, en ekki leizt honum á þetta ráð, því að honum fannst óframkvæmanlegt að bera með sér stærðar eplapoka hvert sem hann færi, og hann bar víst ekki við að reyna það. En hér er komið bréf í tilefni af raunarollu Palla og þar er honum bent á gullið ráð til að venja sig af ósómanum og vonandi reynist það honum betra en hin fyrri ráð. Bréfið er svona: „HEILLARÁÐ til „Súkkulaði- Palla“. — Eg fann til með Palla alla leið niður í maga, þegar ég las raunarollu hans í Bæjarpóstinum á laugardag- inn. Hann fór hreinlega úr öskunni í eldinn með því að bæta á sig súkkulaðiáti, vegna þess að það er ennþá verri löstur en fyrir var. Ef hef hing- að til haft þá skoðun að súkku- laðis- og sælgætisát gangi næst ofnautn áfengis. — Þegar nú Palli er búinn að jafna sig eftir súkkulaði „kúrinn" þá vildi ég mega leyfa mér að gefa honum gullin ráð: Gakktu ekki yfir lækinn til þess að sækja vatn. Óbrigðult ráð til þess aðilosna við tóbaksreyk- ingar er að taka NIKOFYL- töflur, þær fást í flestum apó- tekum. — í sumar komst ég upp í 30 sígarettur á dag. Góð- ur vinur minn benti mér á þessar töflur og ég fór bein- ustu leið og keypti mér pakka af Nikofyl í staðinn fyrir Chesterfield og tók nákvæm- lega kúrinn, sem forskriftin segir til, og fylgir pakkanum. Hann reyndist það' vel að nú er ég algjörlega laus undan á- hrifum NIKOTINS. — Palli minn, byrjaðu í dag og sendu mér svo línu eftir nákvæmlega einn mánuð og skýrðu mér frá árangrinum. — Nikofylus“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.