Þjóðviljinn - 17.03.1954, Qupperneq 11
,4«S
- Miðv'ikudagur 17, marz 1954—• 'ÞJ-Ó©VIIi‘jrNN — '(11
Faust-sögnin að fornu og nýfu
Barátta skipasmiða
Framhald af 7. síðu.
But his dominion that exceeds
in all this,
Stretcheth as far at doth the
mind of man...*)
Það hefur verið sagt um
þetta leikrit Marlowe, að það
sé eina verkið um Faust-sögn-
ina, þar sem engrar tilgerðar
gæti.**) Það er ekki undrunar-
efni. Marlowe skrifaði ekki að-
eins um Faust-sögnina. Hann
lifði hana líka.
Faust-sögnin er enn tákn-
rænni nú en hún var á dögum
Marlowe. Vandi mannkynsins
á 20. öldinni er að finna leið
til að færa sér í nyt frelsi
sitt, vald sitt yfir umhverfinu,
án þess að fara sér að voða.
Marxisminn er lausn á þeim
vanda. En að geta ráðið fram
úr þeim vanda eða geta það
ekki skilur milli þess að hafa
eða hafa ekki traust á mann-
inum.
III.
Prófessor Ilarry Levin, höf-
undur þessarar nýjustu bókar
um -Marlowe er allþekktur fyr-
ir bók sina um James Joyce.
Hann er lærður vel í enskum
bókmenntum frá 16. öld og set-
ur ekki ljós sitt undir mæliker.
Stíll hans flóir yfir af spak-
mælum. Og margar snjallar at-
liugasemdir hrjóta raunar úr
penna hans: -Hann - skilgreinir •
Marlowe méð alls. kyns sáman-
burði við gamla og nýja höf-'-
unda. Það ef' cngin tilviljun, að '
í nafnaskránni má lesa hlið við
hlið nöfn: Picasso og Pindar,
Sade og Sankti Ágústus, Sappó
og Sartre.
Ýmsir gagnrýnendur hafa
ekki getað fallizt á sumar nið-
urstöður prófessors Levin, eins
og gengur. í snjöllum, nafn-
lausum ritdómi í Listener 18.
febrúar 1954 segir:
„Fyrirmynd Tamburlaine er
ekki Akilles Hómers, heldur
Herkúles Senecu. (Sjá: M.
Praz: Machiavelli and the
Elizabethans). Prófessor Levin
fylgir þelrri hefð að telja
„Hero and Leander“ brot, en
nýlega hafa ungfrú Bradbrook
í Englandi og dr. Gabriele
Baldini í ítalíu leitt sterk rök
að því, að Marlowe hafi ætlað
sér að láta kvæðið enda á
þennan hátt“.
Þrátt fyrir mælsku og lær-
dóm Levin, sýnist Marlowe
alltaf vera honum framandi.
Skýring þess er ekki vandfund-
in. Hann skýrir Marlowe að-
eins að litlu leyti í ljósi sögu
þess tímabils, sem hann lifði á
og skóp hann.
—H—r~---,---
*) Ó, hvílík veröld gagns og
gleði, áhrifa, heiðurs og alveld-
is stendur opin ástundunar-
sömum vísindamanni! Allt,
sem hrærist milli hinna hljóðu
heimsskauta skal vera á valdi
mínu: keisurum og konung-
um er aðeins hlýtt í umdæm-
um þeirra, en veldi þess, sem
skarar fram úr í þessu (þ. e.
vísindum) nær eins langt og
hugur manns.
**) E. M. Butler: The Fortun-
es of Faust; Cambridge 1952.
efni. Marlowe skrifaði ekki að-
eins um Faust-sögnina. Hann
llfði hana líka.
To-morrow is Already
Here. By Robert Jungk.
Ilart-Davis. 16 s.
Robert Jungk er blaðamaður
við svissneskt borgarablað. í
bók þessari segir hann frá ferð
sinni um Bandaríkin fyrir
nokkru. Þótt stíll lians minni
óþægilega á bókmenntir þær,
sem á ensku eru kallaðar
„science fiction", er útleggst
orðrétt „vísindaskáldskapur“,
er frásögn hans um margt at-
hyglisverð. Á ferð sinni gerði
hann sér einkum far um að
kynnast kjarnorkurannsóknum
og vísindalegum tilraunastöðv-
um. Hann skýrir ý-tarlega frá
leynd þeirri og tortryggni,
sem hvílir yfir allri þeirri starf-
semi. Og hann vekur um leið
máls á að öryggisráðstafanir
þær og leyniþjónusta, sem eru
í kringum rannsóknir þessar
og vopnasmiðjur, séu ekki
lengur einskorðaðar við þær,
heldur hafi breiðzt út um allt
þjóðlíf Bandaríkjanna.
Jungk fær ekki betur séð en
það liryllilega þjóðfélagsaf- .
styrmi, sem Orwell uppmálaði
í skáldsögu sinni 1984, sé að
verða staðreýnd i Bandaríkj-
unum. Eins og marxistiskum
gagnrýnendum varð ekki skota-
skuld úr að segja fyrir, hefur
martröð þeirra Huxley og Or-
well reynzt vera fyrirboði um
þróun auðvaldsþjóðskipulags-
ins í stað þess að verða ádeila
á samvirkt þjóðfélag, eins og
borgaralegir gagnrýnendur
vildu hafa fyrir satt.
Kingslby Mar.tin,, r|tstjóri
fabíanska tímaritsins New
Statesman and Nation og einn
fremsti rithöfundur Verka-
mannaflokksins um þjóðfélags-
mál, skrifar ritdóm um bók
þessa í tímarit sitt 6. fébrúar
1954 af tregablandinni angur-
værð að hætti skárstu máls-
vara þess stefnulausa flokks.
Hann kemst svo að orði:
„Ef við tökum ekki lengur
undir hróp Swinburne: „Lof og
dýrð sé manninum, því að
hann er herra tilverunnar“, þá
er það sökum þess, að vísindin
eru komin ægilega nálægt því
að uppfylla þau fyrirheit sín.
Heimsspekingar og skáldsagnar
höfundar hafa tekið höndurti
saman við blaðamenn til þess
að sannfæra þessa kynslóð, að
vísindin hafi lagt harðstjórum
kúgunartæki upp í hendur
með því að ráða gátur efnis-
heimsins, og að trúarbrögð
framfaranna, sem voru leiðar-
ljós viðleitni mannkynsins um
fjórar aldir, kunni nú að leiða'
til þrælkunar en ekki lausnar
úr áþján. Hugsjón þessara trú-
arbragða er mestu horfin sjón-
um. Hún var sú að létta erfða-
syndinni af herðum mannkyns-
ins, að drepa úr dróma sköp-
unarmátt þess og gefa tóm til
sjálfsræktar þeim, sem strita í
sveita síns andlitis; markmið
hennar var að uppræta sjúk-
dóma og fátækt í þeirri trú,
að með batnandi kjörum yrðu
mennirnir vitrari, betri og
hamingjusamari ekki síður en
hreinni, auðugri og heilbrigð-
ari. En í dag hafa rithöfundar
eins og Hauxley og Orwell
dregið upp myndir af þjóðfé-
lagi því, sem vísíndin eru að
búa mannkynlnu, þjóðfélagi,
sem sækir að okkur í svefni,
unz við vöknum æpandi með
andfælum urn miðjar nætur“.
„Gagnstætt kommúnistum,
sem eru nægjusamir og láta
sig dreyma um að útrýma fá-
tækt og styrjöldum með vald-
boði, stefna þeir (þ. e. for-
ráðamenn Bandaríkjanna) að
því að fljúga til tunglsins,
leggja undir sig Marz og ger-
ast súpermenn“.
Höfundur bókar þessarar
heldur ekki, að Bandaríkin eigi
aðra leið út úr öngvegi því,
i,sem þau eru komin í, en að
teppa allar framfarir í vísind-
um og tækni. Hann virðist ekki
fremur en leiðtogar þess þjóð-
félags, sem hann skrifar um,
sjá fram á neina leið til þess,
að maðurinn • geti fært sér í
nyt vald sitt yfir náttúrunni
án þess að fara sér að voða.
Lundúnum, 12. marz 1954.
Haraldur Jóhannsson.
Framhald af 3. síðu.
mannsson, Jón Guðjónsson.
Auk þess vom kjörnir tveir
varaendurskoðendur og tó!f
manna trúrtaðarmannaráð.
Þá var og skýrt frá úrslitum
atkvæðagreiðslu um lagabreyt-
ingar, sem fra.m fóru samtím-
is og voru þær samþykktar með
159 atkvæðiun gegn 144.
Skrifstofustjóri félagsins las
rekstrar- og efnahagsreiking
þess og voru- þeir samþykktir
samhljóða.
. Greici.dir ^tyrkh' á árinu námu
nær 42:0(K>,0Ó;1{r; Reksturshagn
aður ársins reyndist vera kr.
145.750,00, sem skiptist á hina
ýni3u sjóði félagsins. Eignir fé-
lagsins nertia nú rösklega 1,1
milljóti króna:
Skrifstofustjóri ■ félagsins er
Ragnar Þórarinsson og hefur
yerið það frá stofnun skrifstof-
unnar.
Fi&MræM
Framhald af 4. síðu.
tegúndir nytjafisks, önnur teg-
undin var vatnakarfi en hin
nefnist ,,tila-pia“. Síðarnefnda
tegundin þykir góð til átu en
aðalkostur þessa fisks til rækt-
unar er talinn vera sá, að hann
vex ótrúlega ört og viðkoma
hans er svo mikil, að eitt par
getur hæglega eignazt 10.000
afkvæmi á ári. Á fjórum mán-
uðum vaxa tilapia seiðin frá
því að vera smáseiði í ætan
fisk. Það virðist ekki skipta
máli fyrir velliðan tilapia-fisks-
ins hvcrt hann <-r frjáls ferða
sinna, eða er ræktaður í fiski-
þróm og lokuðum vötnum.
Vatnakarfinn, er einkum er
ræktaður í Indlandi, er einnig
talin góðfiskur. En sá er galli
á, að þegar hanei er hafður í
haldi í þróm eða vötnum hætt-
ir hann að hrygna. Nú hafa
fiskifræðingar í Brasilíu fundið
ráð, að því að talið er, til að
gera fisk frjósaman á ný með
því að gefa þeim hormóna.
Líkar tilraunir hafa verið
gerðar í Japan og á Indlandi.
Því miður liggja ekki fyrir
enn öruggar vísindalegar sann-
anir, en þær rannsóknir, sem
þegar hafa verið gerðar, gefa
góðar vonir um að auka megi
fiskrækt með hormónagjöfum.
Framhald af 1. síðu.
vinnu og nýbyggingar, til
þess að- hafa næg verkéfni allt
árið. Aðeins ein eða tvær
viðgerðarstöðvar eru þannig
settar, að þær geti þrifist á
viðgerðarvinnu allt árið um
kring.“
„Með tilliti til alls þess, sem
fram hefur komið, við athugun
vora, og til endurreisnar, upp-
byggingar og réttlátrar verndun-
ar hins íslenzka tréskipaiðnað-
ar, leggjum vér til, að eftirfar-
andi ráðstafanir verði gerðar, áð-
ur en yfirstandandi Alþingi
verður slitið:
1. Innflutningur notaðra og
nýrra tréskipa undir 200 rúm-
lestum verði takmarkaður þann-
ig, að alls cngin innflutnings- og
gjaldeyrisléyfi verði veitt, fyrr
en nákvæm rannsókn héfur leitt
í ljós óyggjandi nauðsyn slikra
ráðstafana.
2. Öll nýsmíði, sem flram-
kvæmd er erlendis fyrir íslenzka
aðila, skal háð eftirliti Skipa-
skoðunar ríkisins.
Skylt skal kaupanda að kosta
mann, sem Skipaskoðun ríkisins
viðurkennir, til þess að hafa
stöðugt eftirlit með smíðinni,
þar tii henni er lokið.
3. Óheimilt skal vera að taka
innflutt, notuð skip til siglinga
hér við land, fyrr en þau hafa
verið styrkt upp og þeim breytt
i samræmi við íslenzkar reglur.
Óheimilt skal skipaskoðunar-
st.ióra að veita undanþágur frá
þessu ákvæði.
5. Óheimilt skal vera að festa
kaup á notuðu skipi, fyrr en það
Íiefur verið - skoðað og sam-
þykkt sem liæft til breytinga í
samræmi við íslenzkar reglur.
Einiungis skipaskoðunarstjóri,
eða maður viðurkenndur af lion-
um, skal annast slíka skoðun.
5. Af cif-verðmæti innfluttra
skipa skal greiða tilskilin gjöld
til ríkissjóðs og er ráðherra ó-
lieimilt að gefa þau eftir eða
endurgreiða þau í neinu formi.
6. Allir tollar og bátagjald-
eyrisálag á efni í innlenda báta
skal endurgreitt, t. d. með vissri
uppliæð á rúmlest.
Skal þessi upphæð háð endtír-
skoðun sámkvæmt ákvörðuu
ríkisstjórnarinnar. Eins og stend-
ur skal þessi upphæð teljast
kr. 1.362,00 á rúmlest.
Skal liún greiðast á tímamót-
um í smíðl bátsins, samkvæmt
nánari reglum, sem Alþingi eða
ríkisstjórn setur.
7. Um leið og samið hefur
verið um smíði báts, skal ríkis-
sjóður hefja greiðslu verðupp-
bótar, sem með núverandi verð-
lagi skal yera kr. 2.400,00 á rúm-
Iest.
Heimilisþáttas
Framhald af 10. síðu.
grind innan á skáphurftinni,
Þetta eru aðeins nokkrar
tillögur, _ en þegar maður er
farinn að betrumbæta tilhög-
unina lijá sér kemur alltaf
fleira og fleira í ljós sem
hægt er að lagfæra með lítilli
fyrirhöfn og litlum tilkostnaði,
en getur þó verið til mikils
léttis í hinum daglegu störfum.
Ef einhverjir af lesendum
Heimilisþáttarins hafa ein-
hverjar tillögur í þessum efn-
um eru þær þakksamlega þegn-
ar.
Greiðsla þessarar uppbótar
skal fara fram á tímamótum í
smiði bátsins, samkvæmt nánari
reglum, sem Alþingi eða ríkts-
stjóni setur.
8. Bátasmiður skal setja ful!-
nægjandi tryggingu fyrir því, að
smíði báts, sem hann fær greiðsl-
ur út á skv. 6. og 7. gr„ verði
lokið innan tiltekins tíma.
\
9. Illutazt verði til um, að
Fiskveiðasjóður íslands greiði að
öðru jöfnu frekar fyrir lánum til
inniendra bátabygginga.
10. Alþingi heimili ríkisstjórn-
inni að lilutast til um, að hafin
verði nú á næstunni smíði allt
að 1000 rúnxlestum fiskibáta und-
ir 100 rúmlestum hver, og skal
hú.n leitast við að dreifa smíð-
inni á sem flestar skipasmíða-
stöðvar úti um land og þá að
öðru jöfmi þar, sem árstíðabund-
ins atvinnuieysis gætir mest cg
það er tilfinnanlegast. Æskilegt
væri, að heimildin gerði ráð fyr-
ir, að ■ næstu f jögur ár yrðu
smiðaðar 800-1200 vúnilestir
árlcga.
11. Framkvæmd verði gagn-
gcr athugun á viðgerðar- og ný-
byggingarskilyrðum hinna ýmsu
skipasmíðastöðva uti uin land,
og Alþingi heimili lánveitingar
til cndurbóta á þessum skilyrð-
uni þar, sem rannsókn leiðir í
ljós, að þau eru ófullnægjandi
fyrir þá útgerð, sem rekin er á
staðnum eða í nágrenni hans.
Skai fyrst og fremst heimila lán-
veitningar til endurbóta og/eða
nýbygginga dráttarbrauta þar,
sem þcim er ábótavant eða vant-
ar aiveg. Það skilyrði skal. sett
fyrir Iánveitingunni, að dráttar-
brautin taki a. m. k. 110 rúm-
lesta skip.
Nákvæm skýrsla um þetta efni
liggi fyrir næsta reglulegu Al-
þingi.
12. Hafin veröi skipuleg rann-
sókn á þvi, livaða stærðir báta
verði lieppilegastar með tilliti til
þeirra breyttu aðstæðna, sem nú
eru að skapast vegna hinnar
breyttu landhelgislínu, og enn
frekar reynt að samræma og
„standardisera“ staérðir og gerð-
ir þeirra báta, sem smíðaðir
verða víðsvegar urn landið með
tilstyrk ríkisins.
13. Allar skipasmíðastöðvar,
sein smíða báta með tiistyrk rík-
issjóðs, skulu skila sundurlið-
uðöm kostnaðarreikningi yfir
raunverulegt kostnaðarverð báts-
ins. Rikissjóður skal eigi inna
af höndum síðustu greiðslu skv.
6. og 7. grein, fyrr en fullnægj-
andi reikningsskil liafa verið
gerð. Skulu útbúin sérstök eyðu-
blöð og leiðbeiningar um sundur-
liðun byggingarkostnaðarins.
14. Settar verði strangar reglur
um gæði og ineðliöndlun efni-
viðar í báta, með það fyrir aug-
um að fyrirbyggja, að þurrafúi
taki sig upp. Hafin vcrði víðtæk
rannsókn á því, hvaða ráðum
skuli beitt, til þess að fyrir-i
byggja skemmdir á máttarviðum
bátaima af völdum þurrafúa og
fúa yfirleitt.
15. Framkvæmd verði gagn-
ger athugun á íslenzku
smíðareglunum með það fyrir
augum að finna, hvort nokkrar
breytingar mætti gera á þeini,
sem ííklegar væru til þess að
gera bátana ódýrari f smíði, án
þess þó að rýra gæði og styrk-
ieika þeirra.“