Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Latigardagur 22. maí 1954
þJÓOVIUINN
Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigíússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson.
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7S00 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
....................................................'
í Samstarf íhaldsandstæðinga
Húsnæðisskorturinn er óumdeilanlega mesta vandamál-
ið sem steðjar að reykvískum almenningi. Orsakirnar eru
alkunnar. Byggingarbann, skipulagður lánsfjárskortur,
afnám þeirra varna sem í húsaleigulögunum fólust og at-
hafnaleysi bæjarstjórnarmeirihlutans í byggingamálum
er undirrót þess húsnæðisskorts og leiguokurs sem vax-
andi fjöldi reykvískra alþýðumanna á við að stríða.
Öllum sem af heilum hug vilja knýja fram raunveru-
iegar umbætur á því óviðunandi ástandi sem ríkjandi er
í húsnæðismálum bæjarbúa hlýtur aö vera það fagnaöar-
efni að um þessi mál hefur tekizt hin ákjósanlegasta
samvinna milli allra andstöðuflokka íhaldsins í bæjar-
stjórn Reykjavíkur. í staö þess að hver flokkur um sig
beiti sér fyrst og fremst fyrir sínum sjónarmiðum og til-
iögum til lausnar hafa fulltrúar þeirra allra tekið upp þá
sjálfsögðu starfshætti að samræma sjónarmiðin og beita
sér sameiginlega íyrir framgangi tillagna sem til umbóta
mega horfa á því hörmungarástandi sem íhaldið hefur
leitt yfir Reykvíkínga.
Þannig hafa andstöðuflokkar íhaldsmeirihlutans að
undanförnu beitt sér fyrir heildarrannsókn á húsnæðis-
ástandinu í bænum í samræmi við ákvæði þeirrar heil-
’origðissamþykktar sem íhaldið hefur samþykkt en svikizt
um að framkvæma. Fulltrúar allra andstöðuflokka íhalds-
ins fluttu á næst síöasta bæjarstjórnarfundi tillögu um
byggingu 100 íbúða sem herskálabúum juði gefinn kost-
ur á að eignast fokheldar. Og á fundi bæjarstjórnar í
fyrradag lögðu fulltrúar sósíalista, Alþýðuflokks og Þjóð-
varnar fram sameiginlega tillögu um að gripið yrði til
róttækra bráðabirgðaráðstafana því fólki til hjálpar sem
sagt hefur verið upp húsnæði en ekki hefur tekizt að út-
vega sér aðrar íbuðir og er því raunverulega á götunni.
Enda þótt hinn steinrunni meirihluti íhaldsins í bæjar-
stjórn hafi drepið þessar tillögur allar og þar með hunz-
að réttmætar kröfur húsnæðislauss fólks um raunhæf-
ar athafnir af hálfu bæjarfélagsins til að bæta úr sár-
ustu neyðinni er hér stefnt í rétta átt og undan þessu
sameiginlega átaki fulltrúa meirihluta bæjarbúa mun
íhaldið verða að láta fyrr eða síðar. Þetta veit íhaldið og
þess vegna hatast það svo mjög við samstarf andstöðu-
flokka sinna sem raun ber vitni.
¥esfurblökkin er krosssprtmgin
Brezk borgarahlöS saka Bandarskjasfjórn
um oð sfofna heimsfriSnum i voSa
F»egar Winston Churchill
* forsætisráðherra hafði
skýrt neðri deild brezka
þingsins frá því í fyrradag,
að stjórnir Bandaríkjanna og
Frakklands hefðu tekið að
ræðast við um beina þátttöku
Bandaríkjamanna í stríðinu í
Indó Kína án þess að hafa
fyr'r því a5 láta Breta vita,
að svo öriagarík ákvörðun
væri á döfinni, reis einn af
þingmönnum Verkamanna-
flokksins úr sæti sínu og
spurði: „Álítur forsætisráð-
herrann ekki að slík vinnu-
brögð séu brot á viðtekinni
hefð í skiptum ríkja sem eru
í bandalagi hvert við annað?'*
„Jú, það er það vissulega,"
svaraði Churchill.
□
Orðaskipti þessi á enska
”þinginu eru að dómi
brezku fréttastofunar Reut-
ers sönriun þess að „djupstæð-
ur ágreiningur er kominn
upp milli Breta og Banda-
ríkjamanna.“ Þessi ágreining-
ur, orsakir hans og afleiðingar
var he:zta umræðuefni rit-
stjórnargreina brezku blað-
anna í gær. Verkamanna-
flokksblaðið Daily Ilerald
benti á þann ágreining f\TÍr
löngu en íhaldsblöíin hafa í
lengstu lög reynt að gera sem
m’nnst úr honum. Nú er það
ekki lengur hægt. Forsætis-
ráðlierrann hefur á þingi sak-
að he'.ztu bandamenn Breta-
um að fara á bak við
þá í máli sem varðað
getur strið eða frið í
heiminum. Öllu lengra er ekki
hægt að ganga án þess að
slíta bandalaginu fyrir fullt
og allt.
□
Thaldsblað'ð Birmingham
-*• Post tekur einna dýpst í
árinni í ritstjórnargre’n sinni
í gær. Það lætur í Ijós á-
hyggjur um að til alvarlegra
árekstra muni draga í sam-
búð Bandaríkjanna og Bret-
lands. Hvað sem stjórnmála-
mennirnir segi tali verkin
skýru skýru máli. Upp á síð-
kastið hafi Bandaríkjastjórn
tekið þann liátt upp að fara
á bak vij Breta í hverju mál-
inu eft'r annað. 1 Asíu og
annarsstaðar í heiminum er
Erlend
tíðindi
alltaf sama óðagotið á Banda-
ríkjamönnum, segir Birming-
ham Post. Þeir vilja gera eitt-
hvað, hvað sem þeim dettur
í hug, og skeyta ekkert um
afleiðingarnar. Forystumenn
Bandaríkjanna eru ój.x>iinmóð-
ir við Breta og líta gætni
þeirra illu auga. Annað i-
haldsblað, Yorkshire Post,
segir berum orðum að þegar
allt komi til alls greini stjór.n
ir Bretlands og Bandaríkj-
anna á um það, hvcrt Vest-
urveld’n eigi að hætta á þoð
að steypa heiminum út í stór-
stvrjöld. Ekk: þýði að draga
fjöður vfir það a* í alþjcða-
málum vilji núverandi stjórn-
endur Bandaríkjanna re:5a
sig á va’dbeitingu. Times vík-
ur að hinu sama þegar það
segir, að í Austur-Asíu líti
Bandaríkjamehn á málin frá
e:nstrengings;egu hernaðar-
sjónarmið; og skeyti þvi éngu
þótt það verði til þess að fæla
ríki eins og Indland, Indónes-
íu og Burma frá samstarfi
við Vesturveldin. Það sé ófrá-
víkjanieg skoðun Breta að
án þátttöku eða- að minnsta
kosti þegiandi samþykkis
þessara ríkja sé hernaðar-
bandalag eða aðrar same:gin-
legar aðgerSir í Austur-Asíu
einsk’s virði.
' □
Qannarlega eru það meira
^ en lítil tíðindi þegar var-
færnustu íhaldsblöð Bretlands
staðhæfa að stefna og starfs-
aðierðir Bandaríkjastjórnar
stofni friðnum í heiminum í
voða. En svona er málum nú
komið. Fvrir þyem vikum
skiptust íorsætisráðherrarnir
Churchill og Maiénkoff á heit-
um óskum um náin tengsl
Bretlands og Sovétríkjanna
og nú eru Times og Pravda
nánast orðin sammála um ut-
a.nríkisstefnu Bandaríkja-
stýqpnar. .;;Á jtððstefnunni í
Gepþ um A&ívpufd keppast ut-
anríkigráðherrafnir Eden og
Molptqfjf. (yi-5 að bera fram
málamiðlimartillögur til að
reyna að brúa bilin milli
sjónarmiða deiiuaðiia í Indó
Kína og Kóreu. Margt hefur
breytzt síðan Churchill héit
hina frægu ræðu i Fulton um
að Bretland og Bandaríkin
yrðu að taka höndum sama.i
og sýna Sovétríkjunum í tvo
heýjiana.
□
T"7restirnir í Yesturblökk-
imi verða sífellt fleiri og
dýpri. Sá sem mesta athygii
vekur er viðleitni stjcrnenda
Bretlands til að táka upp sjálf
stæðari stefnu gagnvart
Bandaríkjunum én verið hefur
nokkur undanfarin ár. Sé
vandiega að gáð kemur í ljcs
að grunnurinn undir samstarfi
Vesturveidanna er allur orð-
inn krosssprunginn. Það var
rakið hér í biaðinu fyrir fá-
um dögum, að annar stærsti
borgaraflokkur Vestur-Þýzka-
lands hefur kveðið u púr með
að vesturþýzka stjórnin, sem
flokkurinn stendur að, eigi að
Framhald á 11. síðu.
j < |
Þeir áttcst einingB sSþwt annar
Morgunblaðið ber því nú daglega vitni að margvíslegt and- j
streymi steðjar að íhaldinu. Burgeisaklíkan sem stjcrnar Morg- j
unb^iðsflokknum var farin að trúa því, að í skjóli hins banda-1
ríska hernáms á íslandi gæti hann sigit hraðbyri til flokkslegrar
valdatöku og þvælt Framsókn og Alþýðuflokknum eins og tusk- j
um í kring um sig meðan verið var að ná því marki, en látið
hina dyggu þjóna svo út fyrir garðinn þegar markinu væri náð. 1
Taugaskjálfti burgeisanna sem . stjcrna íhaldsflokknum er
þannig til kominn að þeir sjá nú ýmsar biikur á lofti sem
boði, að ekki sé víst að Alþýðuflokkurinn fremji það pólitíska
sjáifsmorð, sem framhaldanai samvinna við íhaldið hlyti að
verða. Fram hafa komið í Alþýðublaðinu eindregr.ar kröfur um
að hinni öriagaríku samvinnu Alþýðufiokksins við afturlialdið
í iandinu um mál verkalýðsfélaganna verði hætt. Þær raddir
hafa hiotið mikinn hljómgrunn meðal alþýðufólks í Alþýðu-
flokknum bæði hér í Reykjavík en þó ekki sízt úti um land.
gegn sívaxandi frekju og yfirgangi afturhaldsins í landinu rís
nú alda í alþýðusamtökunum og krefst einingar allra stéttvísra j
verkamanna gegn ófreskju burgeisavaldsins.
Það er þessi alda sem íhaldið óttast. Það veit að sterk og ein-
huga verkalýðshrej ling er það afi sem eitt er þess megnugt að
sigra afturhaidið é Islandi. Öskurlæti Morgunblaðsins þessa
daga eru ekki stykleikamerki. Og sízt er það á valdi þess óþjóð-
lega, fjarstýrða blaðs að setja einn eða neinn Islending utan-
garðs í þjóðfélaginu. Það munu burgeisar íhaldsflokksins fá að
læra, kannski fyrr en þá varir.
Fyrirsétianirnar um Vestur-Evrópuher hafa orðið til þess að auka stórum álfúð milli Vestur-
veldanna. Myndin sýnir fyrirrennara hinna vesturþýzku sveita, sem éttu að vera hluti af hern-
um, vopnaða „Iögreglu“ á hersjTiingu í Bonn þegar Kobert Lehr lét af störfum innanrQdsráð-
herra í stjóm Adenauers.