Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laafardagur 22. ma, 1954
INNAN
VII)
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
8.
hennar — sem var frábrugðinn smekk hans — og lék
venjulega lög eftir Hándel eða Elgar til að geðjast henni.
En í dag var honum það um megn. Hann hafði litla
löngun til að ganga með henni, en hann fann að hún
r.afði meðfram stungið upp á þessu hans vegna, og því
hafði hann ekkert á móti því.
Hún tók undir handlegg hans, það mátti sjá að hún
eignaði sér hann, og bann gekk við hlið hennar í áttina
til Ormeau skemmtigarðsins. Þau voru snemma á ferli,
en þó var talsvert fólk á ferli, konurnar stássklæddar,
karlarnir virðulegir og sjálfumglaðir í sunnudagaföt-
um sínum, og aldrei slíku vant gerði þetta Páli gramt
í geði. Meðan þau róltu um garðinn sagði hann hálf-
kæfðri röddu:
„Ég er ekki í skapi fyrir þessa skrautsýningu."
Hún varð dálítið gremjuleg, en sagði ekkert. Þótt hún
væri ekki sérlega tilfinningarík, hafði hugur hennar
iengi snúizt um hann. Siðsemi hennar leyfði hénni ekki
að láta það uppi og þótt Páll teldi hana ágæta vinkonu
og móðir hans gæfi stundum ýmislegt í skyn um sam-
band þeirra, hafði hann tekið vináttu hennar með jafn-
iyndi og kæruleysi, án þess að gera sér ljósan þann reg-
jnmun sem var á þeim, frjálslyndi og léttlyndi hans
sjálfs og siðvendni og þröngsýni hennar. Samt sem áöur
leit Ella á þetta sem ákveðið mál- — framtíðaráætlanir
hennar byggðust á væntanlegu hjónabandi þeirra. Hún
var mjög metnaðargjörn bæði fyrir sína hönd og hans
og taldi víst gáfur hans og reglusemi hennar færu
vel saman. Hún sá í anda hvernig hún gæti mgð áhrifum
sínum þokað honum áfram á framabrautinni, unz hann
væri kominn í glæsilega lærdómsstööu og þau umgengj-
ust frægt og mikils metið fólk.
Vegna alls þessa höfðu upplýsingar síöustu daga sært
stolt hennar djúpu sári. Hún sá líka, hve Páll hafði orðið
fyrir miklu áfalli. En ef hún væri fús til að gleyma því
öllu, því skyldi hann þá ekki vera það? Þetta var ekki
banahögg, þetta lá allt grafið í fortíðinni og með dálit-
jlli aðgæzlu var hægt að koma í veg fyrir að nokkurn
þyrfti að gruna hið minnsta. Þannig var afstaða hennar.
Og þegar hún fann að hann var enn eins og lamaður,
fann hún til nokkurrar gremju í hans garð, sem þokaði
samúðinni til hliðar. Hún var skapmikil, þótt hún færi
vel með það, — hún var ekki ofsafengin en nöldursöm
og þessa stundina meöan hann var að tala, kostaði
það hana mikla áreynslu að dylja gremju .sína.
„Mér finnst eins og ég hafi siglt undir fölsku flaggi
í öll þessi ár.“ Hikandi og vancþ’æðalegur reyndi hann
að finna ömurlegum hugsunum sínum orð. ,,Ég get ekki
einu sinni kallað mig Burgess lengur — ég heiti Mathry,
Páll Mathry .... ef ég nota ekki það nafn er ég lygari
og svikari. Ef ég nota það má ég búast við að fólk bendi
á mig, hvíslist á um mig .... þetta er Mathry, sonur
mannsins sem ......“
„Vertu ekki að þessu, Páll,“ greip hún fram í. „Þú
gerir þetta svo erfitt. Enginn þarf að komast að þessu.“
„En ég veit þaö, þótt enginn annar viti það.“ Hann
hélt áfram göngunni og starði þjáðum augum fram fyrir
sig. „Já hvað um mig, sjálfan mig ...... hvað á
ég að gera?“
,,Þú verður að reyna að gleyma þessu öllu“.
„Gleyma?“ endurtók hann agndofa.
„Já.“ Hún var aö missa þolinmæðina. „Það er ofur-
einfalt. Þú verður að hætta að hugsa um .... þennan
Mathry.“
Hann leit á hana með ofsa í augum.
„Afneita föður mínum?“
„Hefurðu ástæðu til að vera hreykin af honum?“
„Hvað svo sem hann hefur gert, þá hefur hann greitt
lyrir það meö fangelsisvist .... mannfjandinn.“
„Ég var aðeins að hugsa um þig,“ svaraði hún snögg-
-ega. „Og ég verð að biðja þig að bölva ekki í návist
minni.“
„Ég sagðí ekkert ljótt.“
„Víst gerðirðu þaö.“ Hún gat ekki stillt sig lengur.
Blóðið þaut fram í kinnar hennar. Hún tók andköf.
„Þú notaðir ljótt orð sem engin siðsöm stúlka getur
þolað. Framkoma þín er óþolandi.“
„Hvernig ætlastu til að ég hagi mér?“
„Dálítið kurteislega. Þú virðist ekki skilja, að þetta
snertir mig alveg eins mikið og þig.“
„Ó, Ella, í guðs bænum reynum að haga okkur eins
og fullorðið fólk.“
Hún rétti allt í einu úr sér, henni var stórlega mis-
boðið og hún fann hjá sér ómótstæöilega hvöt til að
beita áhrifum sínum á hann. Það var grænleitur fölvi
á andliti hennar, augu hennar voru rök og galopin.
„Ég er hrædd um .... fyrst þú ert í svona skapi . . .
að það sé tilgangslaust að við göngum lengur saman.“
Það varð þögn. Hann einblíndi á hana. Hugur hans
var langt burtu.
„Alveg eins og þú vilt.“
Það kom henni á óvart aö hann skyldi taka orö henn-
ar bókstaflega, og hún beit á vörina og reyndi að bæla
niður reiðitár. Og fyrst hann gerði enga tilraun til að
halda í hana, brosti hún dauflega til hans, brosi blöndnu
ásökun og réttlátri reiði — píslarvættisbrosi kristinnar
meyjar frá fyrri öldum sem klipin var glóandi töngum.
„Jæja, ég sný þá við og fer heim. Vertu sæll. Ég vona
þú verðir 1 betra skapi þegar við hittumst næst.“
Hún sneri sér við og gekk af staö háleit og tíguleg
stúlka sem hafði verið særð holundarsári. Andartak
stóð hann og horfði á eftir henni, harmaði þennan
."urðulega misskilning, en um leið fagnaði hann því aö
vera orðinn einn. Þegar hún var horfin sýnum, gekk
hann hægt af stað í aðra átt.
r
r 'C^eiwiiiisþáÉÉiir \
V y
!/V r/
:iAJ-s/s- rrss's. «•
/////.' /sr/ /»/>//
////v*//> /
'S/sSS, ý
V ’ .
S.' S-S ? ////,%
■~S ' / s /.'yj-s/ss S '■<
'V>>V/V S’/
-/S/sS-r S S/ ■■//■//
- //■/ // /S/ rs
■'//./■//'/.<■ /-.//■/■+:;£
'■/ ■/ s S/ - / /s S - ' :
t- r / ■/ r/r/r//'/■>
'.y *■/■/■ / / -*ý ;í •
*s-/.//■?/ /•/ •/ ■+x%ý$sjjí/Á
'////. f S' s * ■.
• s.. '// /sSSSS/S/Z
- /,*//ý>/>>;i
/;/S//.rs.
\./ss/ /////.
■■: /S-, \/ s-r-'^s/s s /:
's/////<?//:.
{.«!&/SSS/S'
^rsssss//-
V///////*
'/■//■S /■/.//y
t'/ss.-ssr'/:
/■/>///■/
' - jr .. ■■//■//
Vý'/V/:/;
"■/>/'//
. '■/> .';//■
y/.ssrr
[/*•> ■>’//■/
y,.,, ..... \s;/:/SS',./
'■/ .:\/>///■/
.
«■ W&& : \ r-sr r/
, 'sr/
- > JSA'.■/
._._>/ss/:s
■/■s-ss-s^
;/srs/s\
með viðum ermum og vidd
■■:. ....
i bakið. .
Hin kápan er einnig ætluð
ungri stúlku. Hún er hentug
og stílhrein, tvíhneppt með kraga
og hornum og risastórum Vös-
um. Þessari kápu verður mað
ur síður leiður á en hinni, en
ungu stúlkurnar eru nú ekki allt-
af fyrst og fremst að hugsa um
það.
Skrýtin kápa
og falleg kápa
Kápur þurfa ekki að vera
leiðinlegar og einkum geta'ungu
stúlkurnar valið um skemmtileg I
kápusnið. Kápan með munka-
kraganum er skemmtileg kápa
á unga stúlku. Líka er hægt að
bretta kragann niður. Kápan er
úr þykku ullarefni og kragirn
er ekki einungis skringilegur,
heldur einnig hiýr. Kápan er
Þa3 sem mestu skipti
í Suður-Afríku voru fyrir
skömmu haldin réttarhöld yfir
ungri stúlku sem ákærð var
fyrir að hafa stungið mann með
hníf. Nánari lýsingar á máis-
atvikum eru ekki fyrir hendi,
því að eftir símskeytum við-
staddra blaðamanna að dæma
hafa þeir haft áhuga á allt
öðru — sem sé að fullyrða að
viðliomandi stúlka hafi verið
glæsilegasti kvenmaður sem
nokkru sinni hafi stigið fæti í
réttarsal í Suður-Afríku.
AcCall's
'783
Tveir kjólar
fyrir einn!
Athugið að með því að nota
MC CALL'S '
sniðim og sauma sjálfar, get-
ið þér fengið tvo kjóla fyrir
andvirði eins tilbúins
Ný sending af
Mc Call's sniðum
og fcönskum
sumackjólaefnum
Vogue
Bergstaðastræti 28.
GCfJLT
OC CAMÞN
Hann var frægur rithöfundur,
en var mjög andvígur h!jóm-
list og bar heldur ekkcrt skyn
á hana. Eitt sinn iánaðist
dóttur hans að teyma hann
með sér á hljómieika; en áður
en fyráéi vérkið hófst, laut
harin að henni og hvís'aði:
Þú ættir að skýra, þetta verá:
út fyrir mér, svo að ég ’átj x
ljós þá réttu geðshi-æringu yfir
því.
í aluminíumkötlum og pottum
myndast oft dökkleit húð. Hún
er óskaðleg, en ef maður vill
ná henni burt er bezt að sjóða
í katlinum eða pottinum vatn
með álúni í. Upplausnin á að
vera ca. 10%, með öðrum orð-
um 10 hlutar vatn og 1 hluti
álún.
Það var eitt sinn verið að
sýna óperuna Fá&t í erlendri
sönghöl. Sýnt var það atiáði
er Mefistófeles og Fást taka
að síga niður til Vítis, en.
höfuðin á þeim stóðu enn upp
lyrir sviðsgólfið er pallurinn
sem þeir stóðu á staðnæmdist
snögglega, þannig að þeir konx-
ust ekki lengra. Þar stóðu þeir
og máttu sig ekki hræra. Eftir
nokkurt þóf kallaði Iri nokkur
meða'. áihoi-fcnda upp yfir sig
í fögnuði:
Þá er ég hó’pinn — helvíti er
fullt!
* * -x- x-
Fabia Dollabe'Ja sagðist vera
þritug að a'dri, og varð þá
S'seró að orði:
Það hlýtur að vera satt, því ég
er búinn að heyra það svo
Jengi.