Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 8
* 8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. maí 1954 Bæjakeppni í sundi milli Keflavíkur og Akraness fer fram á morgun í Sundhöllinni í Keflavík og hefst keppnin kL 2 e. h. Þetta er í fjórða skiptið sem bæjakeppni þessi fer fram, og verður hún vafalaust spennandi. Keppt verður í þessum greinum: 200 m bringusund karla, 100 — skriðsund karla, 50 — baksund karla, 100 — bringusund kvenna, 50 — baksund kvenna, 50 — skriðsund kvenna, 3x50 m þrísund karla, 4x100 m bringusund karla. Þá verður einnig keppt í þess- um aukagreinum, sem ekki eru taldar með þegar stig bæjanna eru reiknuð: 50 m skriðsund drengja, 50 - m bringusund drengja, 50 m skriðsund telpna, 50 m bringusund telpna. Fólk er beðið að taka miða timanlega til að forðast troðn- ing. Byrjað verður að selja að- göngumiða í Sundhöllinni kl. 1 e. h. Verksamband ra!virk]ameistara hyggst greiða íyiit znönnunt nteð gjald- fresti svo og útvegun véla Nokkur rafvirkja fyrirtæki í Reykjavík hafa myndað með sér samtök, í þeim tilgangi, aö verða færari um að inná af höndum betri, hagkvæmari og víðtækari þjónustu í iðn sinni, en hægt hefur verið hingað til. Hugmyndin með þessu er sú, að Verksambandið geti tekið að sér verk á stærri mælikvarða en áður, því að það er takmörk- um bundið, hvað hvert einstakt fyrirtæki er fært um að taka að sér, vegna takmarkaðs reksturs- fjárs og erfiðleika á því að fá nauðsynleg rekstrarlán. <* • t Aðilar þeir, sem að Verksam- bandinu standa, gera sér vonir um að geta létt undir með mönnum og fyrirtækjum, sem í byggingáframkvæmdum standa, þar sem vonir stánda til að unnt verði að veita viðskipta- mönnum gjaldfrest gegn ákveðn- um samningum, og einnig mun það reyna að útvega viðskipta- mönnum sínum öll raftæki og vélar á sama grundvelli. Þess er einníg að vænta, að t. d. hrepps- félög og aðrir slikir aðilar, er í stórframkvæmdum standa á þessu sviði, sjái sér hag í að eiga skípti Við Verksambandið með því að telja má líklegt að skilmálar þeir, sem það vill leit-; ast við að bjóða, séu einnig að- gengilegir fyrir þessa aðila. Vérksambandið mun leitast við að hafa í þjónustu sinni hina færustu menn til hvers konar rafvirkjastarfa og mun það einn- ig leysa af hendi þau verk- fræðistörf, sem þessum fram- kvæmdum við koma, svo og taka að sér uppsetningu rafstöðva, vatnsvirkjanir, teíkningar og auðvitað að sjálfsögðu viðgerðir á hverskonar raftækjum og vél- um. Stofnendur Verksambands raf- virkjameistara eru eftirtalin fyr- irtæki: Finnur B. Kristjánsson, lögg. rafvirkjam., Ljósafoss h. f., Johan Rönning h. f., Segull h. f., Siguroddur Magnússon, lögg. rafvirkjam., Skinfaxi h. f. og Tengill h. f. Fyrst um sinn geta menn hringt til hvers þessara fyrir- tækja varðandi Verksambandið, en bráðlega fær það aðsetur á Laufásvegi 36, og verður þá til- kynntur sími. Stjórn Verksambandsins skipa: Vilberg Guðmundsson, Jón Magn- ússon og Jónas Ásgrimsson. Nitoeche í Þjóðleikhiísinu Framhald af 12. siðu. fram á leiksviði; þá leika Þóra Borg, Inga Þórðardóttir, Hildur Kalman, Bryndís Pétursdóttir og Þóra Friðriksdóttir, nemandi í leikskóla Þjóðleikhússins. Enn skal nefna Ævar Kváran, Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnsson og Baldvin Halldórsson. Þá syngja félagar úr Þjóðleikhúss- kórnum, samtals 12 manns, og 7 stúlkur úr ballettskólanum dansa; en dansana hafa þau Erik Bidsted og Sigríður Ármanns samið. Búningana, sem eru sam- kvæmt 1-9. aldar tízku, hefur Lárus Ingólfsson teiknað; þá hefur hann gert leiktjöldin. Hljómsveit Þjóðleikhússins leikur undir stjórn dr. Urbancic. Óperettan er í þremur þátt- um og fjórum sýningum, og mun flutningur hennar taka um 314 tíma. Það má taka fram að Sigrún Magnúsdóttir, sem leikur titil- hlutverkið í Nitouche, hefur tek- ið þátt í öllum óperettum sem fiuttar hafa verið hér á landi — að þVí er þjóðleikhússtjóri og leikstjórinn tjáðu fréttamönnum í gær. Til sölu 12 tonna móforbátur Bátur og vél í góðu lagi. Árni Gucjónsson hdl. Garðastrœti 17. Sími 5314 v----------—_______________________________/ % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON FYRIRKOMULAG LANDS- MÓTA f KNATTSPYRNU Á aukaþingi KSÍ I vetur gerði ég nokkur skil skoðun þeirri, sem ég hefi á fyrirkomulagi meistaraflokksmóta, en þar sem henni var lítið sinnt, en önnur tillaga um mótafyrir- komulag náði fram að ganga, sem ýmsir geta ekki fellt sig við og þar á meðal ég, þá vil ég vekja máls á þessu. I upphafi vil ég taka það fram, að ég er í grundvallarat- iðum ósammála því fyrirkomu- lagi, sem nú á að ganga í gildi. Við sem knattspyrnu unnum teljum það skipta miklu máli, hversu vandi sá verður leystur, er skapast hefur í sambandi við framkvæmd landsmóta. Eg tel, að deildaskipting sé enn ekki tímabær hér á landi og liggja til þess ýmsar ástæð- ur. Fjarlægðin milli hinna ýmsu staða, er félögin eiga heima, er það mikil og ferðakostnaður mikill samfara því, þá tel ég deildaskipun, svo sem hún er fyrirhuguð ekki hæfa. Eg hefi hugsað mér fram-. kvæmd landsmóta með nokkru öðru sniði, eða á þann hátt, að öllu landinu verði skipað niður í sérstök keppnissvæði. Á þessum keppnissvæðum væru síðan háð mót, þar sem öll félögin á svæðinu kæmu saman og reyndu með sér, en að því loknu mættu þau félög, sem sigrað hefðu, hvert á sínu svæði, keppa til úrslita, en það félag, sem gengi með sigur af hólmi væri þá bezta félagið. Með þessu fyrirkomulagi álít ég knattspyrnuíþróttinni betur borgið en með framkvæmd á framkominni og samþykktri til- lögu. Þá vil ég víkja nokkrum orð- um að svæðaskiptingu þeirri er ég hefi í huga. Ýmislegt verður að hafa í huga, er ráðist verður í þá skiptingu. Skipting sú er mér hefur komið til hugar er á þá leið, að landinu verði skipað niður í fjögur keppnissvæði, en þó kann annað að vera hentugra og ber þá að styðjast við það fremur. Á fyrsta svaeðinu, sem ég hefi hugsað mér, ættu sæti öll fé- lögin í Reykjavík og mynduðu þannig fyrsta keppnissvæðið. Annað svæðið væri síðan skipað félögum frá ísafirði, Akranesi, Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Þriðja svæðið yrði skipað af félögum frá Siglufirði, Akur- eyri og Húsavík. Fjórða keppnissvæðið skip- uðu síðan félögin í Austfirð- ingafjórðungi. Auk þessa væru hin ýmsu héraðssambönd, er ekki hafa verið nefnd hér, flokxuð inn á viðkomandi svæði eiiir legu sinni. Þegar þessi flokkun er gerð verður að taka tillit til atvinnu- hátta og margs annars, sem lýtur að niðurröðun félaganna, svo að ekki þurfi að rekast á mesti annatíminn og keppnis- tímabilið. Úrslit í aðalkeppninni fari síðan fram á svæðunum til skiptis, en gæta verður þess, að á hverju svæði sé völlur, er hæfur skuli til keppninnar. Ef til vill verður fjárhags- leg afkoma ekki eins góð í fyrstu, svo sem nú er, en í stað þess hygg ég, að knatt- spyman verði almennari en nú Íslandsglíman fer fram á morg- un, og hefst keppnin kl. 4 síð- degis að Hálogalandi. Képpendur og hitt er það, að betri árang- eru aðeins 11 frá 2 félögum: ur og meiri ánægja mun veit- ast leikmönnum til handa og hvað fjárhaginn varðar, þá mun hann brátt komast í gott horf aftur. Nú vil ég víkja nokkrum orðum að tillögum þeim, er samþykktar voru á aukaþingi KSÍ í vetur. Margir ^gallar eru á þeirri samþykkt og leitt er til þess áð vita, að slík samþykkt skuli hafa náð fram að ganga með samþykki nær allra fulltrúa. Hið fyrsta er vér rekum augun í er tími sá, er mótið skal standa, en samkvæmt tillögunni er það frá 6. júní og fram um miðjan ágúst. Ráðgert mun vera að leika aðeins um helgar en slíkt úti- lokar öll félög, sem langt eiga að sækja frá þátttöku. Lítum aðeins á færslur þær, er verða eiga milli deilda. Það lið, sem sigrar færist að sjálf- sögðu upp, én neðsta liðið fell- ur niður. Eigi má sama félag eiga nema eina sve:t í hverri deild. Gott og vel, þétta lítur laglega út á blaði, en segjum nú svo, að sama félag sigri í I. 0» Afætur árangur í kringlukasti Á innanfélagsmóti Ármanns í fyrradag kastaði Hallgrímur Jónsson kringlunni 48,43 metra. Þorsteinn Löve varð annar og kastaði 46,24 metra. og 2. deild fimm sinnum í röð, sem hæglega getur komið fyrir, þá kemst liðið úr 2. deild ekki upp, þar sem Framh. 'á 11. síðu.’ fer fram á morgun Ármanni og Ungmennafélagi Reykjavikur. Af keppendum skulu þessir nefndir: Frá Ármanní: Gísli Guðmunds- son, Anton Högnason, Krist- mundur'Guðmundsson og Ingólf- ur Guðnason. Frá ÚMFR: Ármann J. Lárus- son, Gunnar Guðmundsson, Gunnar Ólafsson og Guðmundur Jónsson. Knatfspyrnuleskir í dag og é morgun II. FLOKKSMÓTIÐ HEFST I DAG í dag fara fram tveir leikir í I. fl. á Melavelli kl. 4 og 5 (ekki 2 og 3 eins og í leikja- skránni). Keppa þá fyrst Þrótt ur- og Valur, dómari Karl Berg- mann og síðan KR og Fram, dómari Brandur Brynjólfsson. Rvikurmót II. fl. hefst líka í dag með leik milli Þróttar og Fram á Háskólavelli kl. 4, dóm- ari Valur Benediktsson. — Leikjum er seinkað vegna liandknattleiksins við Svíana. III. FLOKKSMÓTIN HEFJAST Á MORGUN í III. fl. A keppa Þróttur og Valur kl. 10 f.h. og kl. 11 Víking ur og Fram, dómari Atli Helga- son. Kl. 2 III. fl. B. Valur og KR, dómari Magnús Pétursson. og kl. 3 Fram og Víkingur, dómari Sveinn Zöega. Meðal sœnsku handknattleiksntannanna, sem komu hing- að til lands í nótt' og keppa við Reykjavíkurúrvalið á ípróttavellinum í dag, er Ake Móberg, en hann er nú talinn einn af snjöllustu handknattleiksmönnum heims. Á myndinni, sem tekin var í landsleik Dana og Svía í Kaupmannahöfn s.l. vetur, sést Moberg skora mark án þess að dönsku varnarleikmennirnir fái að gert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.