Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. maí 1954 —* ÞJÓÐVILJINN — (11 Vesturblökkin er krosssprungin Framhald af 6. siðu. hætta að reiða sig á fulltingi Vesturveldanna og taka í staðinn upp beina samninga við Sovétstjórnina um samein- ingu Þýzkalands. Þessi stefnu bTeyting sprettur af einum ör- lagaríkasta þverbrestinum í Vesturblökkinni, ágreiningn- um um stofnun Vestur- Evrópuhers. Tveggja ára lát- laus eftirrekstur frá Washing- ton hefur ekki megnað að knýja Frakka til að afsala sér fullveldi sínu og ganga í fóstbræðralag við Vestur- Þýzkaland. Hótun Dulles ut- anríkisráðherra um að Banda- ríkjamenn muni taka alla af- stöðu sína til Vestur-Evrópu til gagngerðrar endurskoðun- ar ef Frakkar láti ekki undan hið fyrsta hefur ekki haft meiri áhrif á stjórnmálamenn- ina í París en vatnsgusa á gæs. ííkisstjórnir Italíu og Júgó slavíu urra enn hvor framan í aðra út af Trieste enda þótt misseri sé liðið síð- an ryðja átti því þrætuepli úr vegi með bandarískum Saló- nonsdómi. Spánski fasistinn Franco, bandamaður Banda- ríkjastjórnar, krefur Breta um virkið Gíbraltar, sjálft tákn brezks sjóveldis, og gef- ur óspart í skyn að hann njóti til þess fulltingis Bandaríkja- manna. Stjórn Papagosar í Grikklandi, sem komið var til valda með beinni íhlutun bandaríska sendiráðsins um Gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 9. Söngvari Sigurður Ólafsson. Hljóms'Qeit Carls Billich leikur. Sigurður Eypórsson stjórnar dansinum. ^ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. — Sími 3355. Pantaðar trjáplöntur verða að sækjast fyrir hádegi í dag, annars seldar öðrum. Höfum til sölu Birki, Reynivið, Gráreyui, Alaska- ösp, Hlín, Sitkagreni og Lerki. — Ennfremur stórar Kifs- og Sólberjaplöntur. Afgreiðslan er á Grettisgötu 8 Skógræktaifélag Reykjavíkur Skógrækt ríkisins SUNDNÁMSKEIÐ hefst í Sundlaug Reykjavíkur fyrir börn 7 ára og eldri mánudaginn 24. maí kl. 10.30 f.h. Sundkennari Ólafur Pálsson. —, Sértími fyrir konur hefst á sama stað frá kl. 9.15 til 10.15 fyrir hádegi, og eftir há- degi fyrir konur í grynnri laug frá kl. 7.30—8.30 e.h. Þau börn, sem fædd eru á árinu 1947 og verða þvfskólaskyld frá 1. september n.k., skulu koma til innritunar og prófa í barnaskóla bæjarins, þriðju- daginn 25. maí n.k. kl. 2 e.h,- Eldri börn, sem flytjast milli skólahverfa, veröa innrituð á sama tíma. Skulu þau hafa með sér flutingsskírteini. Frœðslufulltrúánn. samningu grískra kosninga- laga, hótar að draga Breta, bandamenn sina i Atlanzhafs- bandalaginu, fyrir dómstól Sameinuðu þjóðanna fyrir þrá- setu þeirra - á eynni Kýpur. Þannig mætti lengi- rekja á- greiningsefni og deilumál Vesturveldanna hvers við ann- að. ¥ andakröfur og aðra póli- ■*'* tíska togstreitu ber jafn- an hæst í fréttum en undir niðri er háð miskunnarlaus samkeppni um markaði og hráefni, sem er ekki síður af- drifarík þótt færri sögur fari af henni. Átökin um markað- ina milli Vestur-Þýzkalands og Bretlands komu óvenju skýrt í ljós þegar vesturþýzki ríkisbankinn fylgdi Englands- banka fast eftir í lækkun út- lánsvaxta og lét þá skýringu fylgja að það væri gert til þess að þýzkir framleiðendur og kaupsýslumenn stæðu ekki höllum fæti í samkeppni við þá brezku. Fjármálamenn í London sögðu hins vegar að Englandsbanki hefði lækkað vextina vegna þess að brezka rlkisstjórnin væri orðin sann- færð um það að samdráttur- inn í atvinnulífi Bandaríkj- anna myndi ekki læknas,t í bráð og því mætti búast við aukinni ásólcn bandarísks varnings á erlenda markaði. M.T.Ó. íþrólth Framhald af 8. síðu. sama félag á sveit þar fyrir, en eftir fimm ár verður hún, samkvæmt þessum reglum eina sveitin í I. deild að þeim tíma liðnum. Eitt er það og, sem ég vildi fá að vita, en það er: Hvers- vegna og með hvaða rétti voru hin sex tilgreindu féiög valin í hinn fyrsta meistaraflókk eða I. deild ? Mátti ekki spila um það? Eg hefi nú í stórum drátt- um gert grein fyrir afstöðú minni til þessa máls., en hún er sú sama er ég gerði á auka- þinginu í vetur, en hvað því viðvíkur, að ekki hafi komið fram önnur tillaga, sem benti á aðra leið þá er það ekki að öllu leyti rétt, því lítillega var bent á þetta sjónarmið, sem ég hefi nú leitazt við að skýra í áliti mótanefndarinnar, en játast verður það, að hugmynd- in var þar fremur klaufalega orðuð á annan veg en ég hafði vonað, en það gerði það að verkum að hugmyndin varð fremur óljós. Nú læt ég staðar numið, en vænti þess fastlega, að ein- hverjir veiti þessu athygli og komi fram með álit sitt á þessu mikilsverða máli, því eigi má yfirgefa né hlaupast frá þessu máli, sem eigi er fengin nein fullnægjandi lausn á. Með þökk fyrir br’tinguna. Kafn Hjaltalín Akureyri. Otbreiðið Þjóðviljannl Auglýsing um umferð í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavík- ur hafa bifreiðastöður verið bannaðar á eftir- greindum stöðum: 1. Að sunnanverðu á Vesturgötu frá Garðastræti að Ægisgötu. 2. Að austanveröu í Ingólfsstræti frá Hverfisgötu að Lindargötu. Þetta tilkvnnist hér með öllum, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík 21. maí 1954 frá Síldarútvegsnefnd til síldarsalfenda Þeir, sem ætla að salta síld norðan- og austan- lands á þessu sumi'i, þurfa að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Umsækjehdur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Hvaða eftirlitsmaöur veröur á stöðinni. 3. Tunnu- og saltbirgðir. Umsóknir sendist skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir 31. maí n.k. Þeir, sem ætla að salta síld um borö í veiðiskip- um, þurfa einnig að senda nefndinni umsóknir fyrir sama tíma. Nauðsynlegt er, að saltpantanir fylgi söltunar- umsóknum og að tunnupantanir séu sendar fyrir 20. júní n.k. Tunnur og salt frá nefndinni verður aö greiða við móttöku eða setja bankatryggingu fyrir greiðsl unni áður en afhending fer fram. Athygli saltenda skal vakin á því, að sé salt tekið af lager, en ekki yið skipshlið, reiknast kaup- endum þess kostnaðar vegna móttöku og geymslu, svo og afhendingarkostnaður. Þeir saltendur, sem eigi panta tunnur og salt fyrir tilskilinn tíma, þurfa að greiða allan kostn- að, sem verða kann vegna útskipunar og flutn- ings varanna milli hafna innanlands. Síldarúlvegsnefnd Námskeið að JsSri Ræktunarnámskeið fyrir börn og unglinga verö- ur haldið að Jaðri í vor eins og aö undanförnu og hefst 3. júní n.k. Þátttaka tilkynnist Láru Guðmundsdóttur, kennara. Sími 5732 og Bjarna Kjartanssyni, Berg- þórugötu 11 sími 81830. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar séia Þoivalds íakobssonai Börn og teBgdahörn::

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.