Þjóðviljinn - 09.06.1954, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. júní 1954
• iii
sjf. W' V
Vj-y'SXyC's-
” ' é.
V. , * ' \ " ^
> 'v/y/ r
, ■ ■■
Frídagalestin — Áheit á Sigíúsarsjóð — Moggin]
um hækur og menn — Mogginn minnist á tvö skáld
ÞAÐ LIGGUR við að maður
eé farinn að hugsa í frídög-
um. Þeir koma saman í einni
lest á vorin, páskar, fyrsti
sumardagur, fyrsti maí, upp-
stigningardagur, hvítasunna,
og ekki er hún fyrr liðin en
maður sér hilla undir 17. júní
framundan. Frídagar eru allt-
af kœrkomnir; fðlk notar þá
mjög misjafnlega, ýmist vinn-
ur það að hugðarefnum sín-
um, ferðast, liggur í leti
heima, en hvernig svo sem
þeim er varið líða þeir venju-
lega alltof fljótt og fyrr en
varir er kominn venjulegur
vinnudagur, með amstri og á-
hyggjum hversdagsleikans.
Og þess vegna byrjar maður
strax að blakka til næsta frí-
dags. En nú höfum við sett
okkur mark.sem við þurfum
að ná fyrir næsta frídag. Við
ætlum að vera búin að safna
milljón í Sigfúsarsjóó fyrir
17. júftí. Þótt vel hafi gengið
fram að þessu dugar ekki að
láta þar við sitja; lokaspreit-
urinn verður að veru glæsi-
legur. Eitt er það sem farið
er að tíðkast upp á síðkastið,
en það ern áheit á Sigfúsar-
sjóð, og l au þykja ganga
eftir, hvort heldur i hJut á
húsvillt fjölskylda í ibúðarleit
eða væntanlegi stuier.tinn
sem er hræddur urr. aó falla
á stærðfræðinni.
„DAGINN EFTIR andlát hins
heimsfræga og dáða skálda-
jöfurs Martin Andersens Nexö
var hans minnzt í Mogganum
með 15 línu eindálka klausu.
Aðalefni þessarar stuttu
klausu er: „Nexö var fylgis-
maður kommúnismans. Hann
sneri bakí við ættjörð sinni
fyrir þremur árum og flutti
til Austur-Þýzkalands. Síðan
hefur hann nokkrum sinnum
tekið þátt í svonefndum frið-
arsamkomum Icommúnista“.“
Allur þorri bókmenntaunn-
enda, hvar í fiokki sem þeir
standa, dá þennan mikla rit-
snilling' sem óumdeilanlega
ber einna hæst í skáldaflokki
frændþjóðar okkar Dana.
Skyldu þeir bókmenntamemi,
sem telja sig fylgja Mogg-
anum að málum vera ánægðir
með eftirmælin?
Hinn 4. júní getur svo Mogg-
inn síðustu bókar þýzka rit-
höfundarins Erieh Maria Re-
marque. Þetta er talsvert löng
grein um skáldið og minnzt
á fyrri bækur hans, „Tíðinda-
laust á vesturvígstöðvunum“,
„Vér héldum heim“, „Félaga“
og „Sigurbogann".
Hvað er nú á seyði? hugsar
maður, þegar maður byrjar
að lesa þessa grein. Vita þeir
ekki, að Remarque var and-
stæðingur auðvalds og styrj-
alda, ofsóttur af nazistum —
unglingunum með hreinu
hugsanirnar — eins og þetta
blað titlaði þá á sínum tíma?
Er þetta ekki hæpin pólitík
hjá þeim, þar sem allar bæk-
ur hans eru að meira eða
minna leyti áróður fyrir friði?
Hvað segja húsbændumir fyr-
ir westan um þetta?
En lesi maður greinina áfram,
kemur tilgangurinn í ljós.
Efni síðustu bókar Remarque
er getið í stómm dráttum, og
í niðurlagi þessa útdráttar er
þess getið, að söguhetjan,
Emest Graeber, er sendur til
austurvígstöðvanna „og þar
er hann myrtur af rússnesk-
um föngum, er hann hafði
sleppt úr haldi af góðmennsku
sinni“.
Þama kom það. Höfundur,
sem lætur slíka hluti gerast
í bókura sínum, er þess virði,
að skrifað sé um Jmnn, jafn-
vel þótt hahn ástundi friðar-
áróður.
En hvað um það. Ánægjulegt,
ef Mogginn vill halda áfram að
kynna lesendum sínum bækur
þessa merka höfundar og ann-
arra slíkra fríðarvina.—F.St.“
ÆGISBCÐ
Vesturgötu 27,
, tilkynnir:
Camelsigarettur pli. 9,00 kr.
Úrv. appelsínur kg. 6,00 kr.
Brjóstsykurspk. frá 3,00 kr.
Átsúkkulaði frá 5,00 kr.
Avaxta-heildósir frá 10,00 kr
Ennfremur allskonar ódýrar
sæjgætis- og tóbaksvörur.
Nýjar vörur daglega.
ÆGISBOÐ.
Vestuig. 27