Þjóðviljinn - 09.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1954, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. júní 1954 Loftur Einarssou húsasmiður Mmningarorð 1 dag verður gerð í Foss- vogi jarðarför Lofts Einars- sonar húsasmiðs, sem lézt þar að heimili súm 30. maí sl., 32 ára að aldri. Hann var fæddur 26- júní 1921 að Vestri-Geldingalæk á 'Rangárvöllum. Faðir hans var I fimm mánaða sjúkdóms- stríði, þar sem fánýt urðu öll bjargráð hérlendra og er- lendra lækna, var heilsteypt skapgerð hans og karl- mennska reynd til þrautar. Meinsemdin sem læsti um hjarta hans hlaut að draga hann tiT dauía méð sárustu þjáningum- Þó heyrði aldrei til hans kvörtun eða stunu, og ástvinir háns, sem yfir honum vöktu nótt með degi hinar síðustu vikur, sóttu styrk í hetjulegt þolgæði hans, unz yfir lauk. Þeim sem trega hann, er for- dæmi hans hvatning að taka æðrulaust orðnum hlut, og þannig ber að kveðja hann liinztu kveðju. — Þ. Vald. # ÍÞRÚTTIR RÍTSTJÓRJ. FRÍMANN HELGASON Akraneslíimu fékst að sigra Þjóðverf- ana 3:2 i ! Einar bóndi Jónsson, alþing- ! ismaður Rangæinga árin 1908 til 1919 og 1927-32 (d. 1932), • en móðir Ingunn Stefánsdótt- 1 ir frá Glúmsstöðum í Fljóts- dal, af Gunnars- Mela- og Hellisfjarðarættum (d. 1952). Var heimili þeirra að Geld- ingalæk þjóðkunnugt fyrir 1 myndarbrag og risnu, og þar ólst Loftur upp ásamt eldri | bræðrum sínum, Nikulási og Pétri, til 16 ára aldurs, er móðir þeirra brá búi að manni sínum látnum og fluttist með : þeim til Reykjavíkur. Hóf Loftur þá gagnfræða- • nám við skóla Ingimars Jóns- sonar og tók þaðan próf 1940, en síðan trésmíðanám hjá ól- afi Jónssyni húsameistara. Lauk hann iðnskólaprófi 1945, 1 en sveinsprófi ári síðar. Hann 1 stundaði íþróttir jáfnframt ' vinnu og námi og var í úr- ' valsflokki firnleikamanna und- ! ir stjórn Vignis Andréssonar, ! sem sýndi á þessum árum ! víða um land og sumarið 1946 • á Norðuriöndum og í Bret- ! landi. Loftur kvæntist árið 1944 Guðrúnu dóttur Einars E. Sæmundsen skógfræðings og konu hans Guðrúnar Guð- mundsdóttúr frá Hrafnhóli í Hjaltadal; voru þau samhent um að reisa af litlum efnum öðrum en mikilli atorku hið vistlegasta heimili, mótað af sama fegurðarþokka, hlýju og höfðingslund og foreldrahús þeirra beggja. Synir þeirra eru þrír, Jón, Einar og Ingvi, all;r í frumbernsku. Lofti brá í ættir um gjörvi- leik og gáfnafar. Hann var fríður sínum og íturvaxinn: vandvirkur völundur að hverju starfi og þó ofur- kappsmaður og féll aldrei verk úr hendi; hann bar næmt skyn á listir og bókmenntir, og traustur skilningur, festa og hreinlyndi markaði af- stöðu háns t’l manna og mál- efna og örlagaátaka samtím- ans; hann var geðríkur og þó dagfarsprúðari og hógværari hverjum manni og bjó í öllu yf:r meiru en hann lét í Ijós- Grimidasgur Schevisg Bmmiugiir í gær Framhald af 7. síðu. mönnum með því að moka yfir þá mærðartimbri þegar þeir eiga afmæli. Nú stendur til að ónáða einn ágætasta listamann fslands með því að sýna honum sóma á fimmtugsafmæli hans. Að vísu hlýtur þetta að vera plat ' og blekking bæði við okkur públíkúm og . listamanninn sjálfan að hann eigi afmæli því starf manna eins og Gunn- laugs Schevings gerir tíma- mælingar með almanökum og klukkum kjánalegar. Eg veit um vandaða lista- menn á þessu landi sem hafa Gunnlaug Scheving að fyrir- mynd í lífi sínu og hafa sótt siðferðisþrek til hans. Því Scheving hefur aldrei slegið af kröfum til sjálfs sín. Það er pkki svo langt síðan hann naut þess heiðurs að einn aðalfor- ingi vandala hér á Jandi, þá- verandi formaður menntamála- ráðs, lét setja mynd eftir hann í glugga til sýnis ásamt fleiri myndum eftir beztu listamenn héðra sem dæmi um það hvern ig ekki ætti að mála. Og sú var tíðin að Scheving varð að stunda uppskipunarvinnu til að afla sér viðurværis og hefja svo sitt aðalstarf að öðru erf- iði loknu. Nú selur Scheving ábyggilega hverja mynd sem hann lætur frá sér fara en það hefur engin áhrif á list- vöndun hans. Hann er hinn sami og fyrr: strangur og ó- væginn í kröfum til sjálfs sín. En hann hefur ekki gleymt baráttu sinni eins og stundum vill brenna við hjá listamönn- um þegar þeir hafa sigrað heldur hefur hann reynzt skiln- ingsríkur og hollráður ungum listamönnum sem gjarnan er varpað hnútum að af mönnum sem ekki þurfa að kynna sér né kanna það sem þeir dæma. Ungir listamenn hugsa hlý- lega til Gunnlaugs Schevings og hylla hann og list hans og fordæmi hans er þeim hvatn- ing og örvun að vera sannir og heilir í list sinni og hafa að engu skilningstregðu og fálæti því það kemur alltaf að því að sönn list verður metin og þökkuð. Thor Vilhjálmsson. Það verður tæpast dregið í efa að þessi leikur ér einn sá bezti sem leikinn hefur verið hér. Akranesliðið er alltaf að sækja í sig veðrið og vann þessa létt leikandi Hamborgara verð- skuldað 3:2 og á sama hátt og á Akranesi er það Ríkarður sem gerir mark fáum mínútum fyrir leikslok, þá var það til að jafna en nú til að sigra. Leikur Þjóðverjanna var mjög oft byggður upp af ná- kvæmni og öruggum spyrnum, og á því svíði voru þe:r betri en Akranes og tókst þeim þó oft mjög vel, en Þjóðtærj- ana vantaði þá skothörku og kraft þegar upp að vítateig kom, sem Akranes hafði. Er það næsta undarlegt hve svo leiknum mönnum sem þessir Þjóðverjar eru er ósýnt um að skjóta, og í þetta sinn var það þeirra fall. ★ Strax og liðin ltomu hlaup- andi út á völlinn byrjuðu fagnaðarlæti áhorfenda, og það þótt þáu kæmu nær 10 mín, of seint. Hver Akranesingur hafði meðferðis lítinn blóm- vönd, og þegar liðin höfðu rað- að sér upp fyrir framan stúk- una til að heilsa gekk Akra nesliðið fyrir . gestina og af- henti hver sinn blómvönd, en að því loknu hlupu bæðin lið- in jafnnærri áhorfendum að austanverðu og lieilsuðust- — Smekkleg kveðja. ★ Fyrstu fimm mínúturnar lá heldur á Akranesingum, annars virtust liðin vera að leita fyrir sér. Það er ekki fyrr en á 9. mín. að stórtíðindi gerast: þýzkir sækja fram með hraða miklum vinstra megin, Hannig sendir síðan knöttinn yfir til Nors sem miðjar samstundis, en Ahrens er þar fyrir og skorar óverjandi. Á næstu mín- útu eiga þeir annað tækifæri, en Akranes bjargar. Næstu fjórar mínúturnar eiga Þjóð- verjar harða sókn á Skaga- menn, en þeir standast storm- inn og á 14 mínútu tekst Þórði að losa sig við tvo Þjóð- verja og komast innfyrir og æðir að marki Þjóðverja en v'nstri bakvörður hyggst að hindra og hleypur í veg fyrir hann, Þórður sér það og eins hitt að Halldór fylgir fast eftir á hægri hlið. Þórður send- ir knöttinn til hans sem er frír og skorar óverjandi uppi undir slá. Oeigingjarnt hjá Þórði, því margur hefði skotið. — Akranes er nú meira í sókn og fá 3 horn í röð á Þjóðverja, og sækja hart að Bamborgur- um. Guðmundur á skot fram- hjá, Ríkarður tók eina af hinum kunnu einleiksferðum sínum en skotið fór framhjá. Á næstu mínútu fær Halldór knöttinn eftir góðan samleik fyrir utan vítateig og skorar aftur föstu óverjandi skoti 2:1. Tveim mínútum síðar er Rík- arður kominn einn inn fyrir alla og áhorfendur eiga ekkert eftir annað eu sjá Ríkarð skjóta og knöttinn sitja í netinu — en skotið misheppn- ast, eða hann skaut of seint. Þjóðverjar eiga mörg góð áhlaup upp a'ð vítateig en þar stranda þau. Akranes á meira í síðari hálf Ieiknum. Ríkarður á skot í stöng á 10. mín. og rétt á eft- ir á Þórður skot framhjá. Á 14. mín eiga Þjóðverjar sókn á Akranes sem endar þó með skoti er Magnús bjargar í horn. Á 21. mín. leika Akranes- ingar gegnum vörn Þjóðverja, baki. Staðsetningar og spark- öryggi Dagbjarts kom vel fram í viðureigninni við hinn síhvika og leikna Ahrens. Bæði Pétur og Halldór sýndu að þeim er fyllilega treystandi, og þeim var af þeim Þórði og Ríkarði fyllilega treyst sbr. fyrsta mark Halldórs, og í því tilfelli sýndi Halldór að hann fylgist með og sér möguleikana fram í tímann, en það eru leyndardómar góðra leikmanna. Guðmundur Jóns. er ekki enn búinn að ná þe’rri getu sem hinir framherjarnir. Tæpast verður sagt lengur að vörn Akranesinga sé veik; þar er bilið Hka alltaf að minnka. Þriggja þeirra hefur verið getið, Ólafur Vilhjálms. Þegar þýzku knattspyrnuiriennirnir fóru héðan s.I. Iaugardag áleiðis til Ilamborgar með flugvél Loftleiða. Halldór, Ríkarður og Þórður sem skaut framhjá, og á 32. mín. á Þórður skot í stöng. Á 37. mín. skorar Schintze fyrir Þjóðverja, og herða þeir nú sóknina til að reyna að ná yfirhöndinni, og eitt sinn er Ahrens kominn inn fyrir og á aðeins eftir að skjóta en þá stöðvar dómarinn leikinn fyrir brot sem framið var gegn Ahr- ens augnabliki áður! — Þetta er ekki í anda laganna. Á 43. min tekst Þórði að ná knettinum alveg úti á hægri jaðar vallaríns, tekur hann með sér — með hendinni — sendir hann til Ríkarðs, sem skilar honum vægðar’Iaust í markið- Sigurmarkið hefði sannarlega átt að koma úr öðru áhlaupi, og tækifærin voru nógu mörg til þess. Ekki er ósennilegt að Hamborgarar hyggi á hefndir í sjálfri Hamborg í haust. Þetta er tvímælalaust bezti leikur Akraness í vor, og ekki kæmi það á óvart þótt þeir kæmu heilsteyptari til fslands- mótsins en nokkru sinni fyrr. Þórður og Ríkarður eru enn hinir sterku menn liðsins, en bilið milli þeirra og annarra leikmanna er stöðugt að minnka. Leikur framvarðanna er að sínu leyti eins sterkur, sérstaklega Sveins Teits, og Guðjón er þar ekki langt að er alltaf að fá meiri og meiri reynslu og nýliðinn Kristinn lofar mjög góðu með hraða sínum, töluverðu sparköryggi og hneigð til að leita að næsta manni fremur en sparka eitt- hvað, og hvernig honum tókst að hindra hinn snjalla Hannig, talar sínu máli. Okkar gamli góði Magnús í markinu er síð- ur en svo farinn að láta á sjá og tæpast verið betri í annan tíma en í vor- Þýzka l:ðið lék vel, og sam- leikur þeirra var oft betri en við eigum að venjast; leikni þeirra meiri og flýtir, en eins og fyrr segir voru það skot- in sem vantaði. Bezti maður liðs'ns var Ahrens miðfram- herjinn. Slanna, sem sýnilega var settur til höfuðs Ríkarði, þó hann næíi aldrei verulegum tökum á honura, var einnig á- gætur; annars er liðið jafnt og fáir sem skera sig úr. Hinir 6-7 þús. áhorfendur munu sammála um að þetta hafi verið e!nn skemmtilegasti leikur sem hér hefur verið leikinn í langan tima. Hitt verður svo ráðgáta hver hinn „2. stórleikurinn" verður, eins og boðað var í auglýsingum um leikinn. Dómari var Haukúr óskars- son. Veður var hlýtt; nærri logn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.