Þjóðviljinn - 09.06.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.06.1954, Blaðsíða 10
 10) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 9. júní 1954 20. • INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN um sápu og hreint, gróft handkiæði. Fyrirframgreiðsl- an fór næstum með þá litlu fjármuni, sem hann hafði haft meðferðis frá- Belfast, og þegar hann var búinn að þvo sér, lagði hann af stað út í borgina til þess að leita sér að einhverrri fjáraflaleið. Worthley var hávær borg, iðandi af fjöri og athafna- semi, og umhverfis hana flatir akrar og ræktunarlönd, en eins og í nágrannaborgunum Coventry og North- hamton var iðnaðurinn mjög sérhæfður, verksmiðjurn- ar framleiddu postulín, borðbúnað, leðurvörur — iðn- aður sem krafðist leikni og tæknikunnáttu, sem Páll hafði ekki yfir að ráða. Hann var ekki í neinu verka- lýðsfélagi, hafði engin meðmæli og var auk þess ekki fullnuma kennari. Þegar tveir dagar voru liðnir án þess að hann hefði fengið nokkra vinnu, fór hann að lesa atvinnuauglýsingar blaðanna með vaxandi kvíða. En morguninn eftir var lánið með honum. Þegar hann kom út úr húsinu sem hann bjó í og gekk eftir mann- mörgum gangstéttunum við Ware Stræti í áttina aö bílstjóraskýlinu, þar sem hann gat fengið hádegismat fyrir nokkur pens, sá hann í glugganum að Bonanza Bazar, stóru verzlunarhúsi, auglýsingu sem á stóð: Píanóleikari óskast. Menn snúi sér til Hr. Viktors Harris, forstjóra. Éítir andartaks hik gekk Pau inn í verzluniná. Þetta var verzlun sem höndlaði með állt milli himins og jarð- ar, frá járnvöru og snyrtivörum og upp í nærfatnað og barnaleikföng, breiddi varning sinn út á ótal búðar- borð. Forstjórinn, maður um þrítugt með afturkembt hár og rösklega framkomu, virti Pál rannsakandi fyrir sér, gekk síðan á undan í röndóttum, tvíhnepptum föt- um, meðan bindið blakti í loftstraumunum frá loftdæl- unum, út í horn á búðinni, þar sem píanó stóð innanum mikið af nótnabókum og blöðum. Hann valdi blað af handahófi, setti það á píanóið og sagði stuttur í spuna: „Leikið“. Páll settist og lét fingurna leika um hljómborðiö. Hann las nótur fullkomlega, þótt um crfið verk væri að ræða, og þessi létti vals fyrir framan hann veittist hon- um mjög auðveldur. Hann lék hann, endurtók hann með tilbrigðum sem hann hann bætti við frá eigin brjósti, tók síðan fleiri nótnablöð og lék það sem á þeim vár. Áður en hann var búinn voru stúlkurnar við búð- arborðin í kring farnar að hlusta með athygli og herra Harris sló taktinn ánægj'ulegur á svip með steinhring sínum í búöarborðið. „Þér dugið“. Forstjórinn kinkaði kolli einbeittur á svip. „Þér eruð ráðinn. Þrjú pund á viku og brauð um hádegið. En þér veröið að halda áfram. Ef þér sláið slöku við verður yður sparkað. Og látið heyrast í hljóð-i færinu, svo að viðskiptavinirnir kaupi“. Hann brosti föðurlega til Páls og sýndi nokkrar gull- tennur. Síðan hnyklaði hann brúnir framan í hitt af- greiðslufólkiö fyrir að slæpast og gekk burtu. Páll spilaði allan daginn. Það var engin góðgerðastarf- semi af hans hálfu. Hann byrjaði hress í bragði, en þegar leið á daginn, fór hann að verkja í alla limi eftir sétuna á baklausum píanóstólnum, og þegar loftlaus búðin fylltist af fólki sem tróðst allt í kringum hann, andaði á hálsinn á honum, rakst á handleggi hans og settist næsturn á hljómborðið, varð setan þarna næst- um óbærileg. Hugur hans var einnig í uppnámi, hugs- anir um föður hans sóttu að honum, hálfmótuð áform og ráðageröir vöfðust fyrir honum. . Um eittleytið stikaði Harris út til að snæða hádegis- verð og nokkru síðar færði stúlkan sem sá um veit- ingasöluna Páli kaffi og fat með brauðsneiöum. Hann verð hvíldinni feginn, reis á fætur, teygöi sig og spurði hana brosandi að heiti. Hún sagði honum stutt í spuna að hún héti Lena Andersen. En þótt hann hefði ætlað að skiptast á nokkrum orðum við hana, fór hún þegar í stað út í hinn enda búðarinnar. Framkoma hennar var engan vegin ókurteis; en hann þóttist þó verða var við varúð og fálæti hjá henni sem vakti forvitni hans. Og seinna, þegar hún gekk aftur yfir í veitingasalinn, leit hann ósjálfrátt í áttina til hennar áður en hann fór að leika. Hún var ekki meira en tvítug að aldri og mjög norræn útlits — hávaxin, ljóshærð og útlimalöng. Andlitsdrætt- ir hennar voru reglulegir, og þótt mjótt hvítt ör á kinn- beininu lýtti hana nokkuð, hefði hún veriö aðlaðandi, ef hún hefði ekki verið svo alvarleg og þunglyndisleg á svip. Andlitssvipur hennar var óvenju dapur, alvar- legur og þungbúinn. Ósjálfrátt beindust augu Páls að þessari raunalegu, hávöxnu gyðju. Hann tók eftir því að búningur hennar fór mjög vel og hún var snyrtileg. Þótt hún virtist kunnug hinu afgreiðslufólkinu hélt hún sér afsíðis og var fálát við alla nema örfáa viðskipta- vini. Hvers konar stúlka var hún? Hann leit til hennar vingjamlegu spurnaraugnaráði, en fékk ekkert svar. Hún leit niður fyrir sig og sneri sér undan. Dagurinn dragnaðist áfram. Hann lokaði augunum meðan fingur hans hömruðu á hljómborðinu, lag sem hann var búinn að leika svo oft að hann kunni það utanað. Loks varð klukkan sex og hann var frjáls. Hann flýtti sér út úr búðinni, hraðaði sér til sjúkrahússins og eftir nokkra erfiiúeika fékk hann að heimsækja Swann. Sjúkiingnum leið verr að því er virtist, hann var þungbúinn á svip og virtist ófús á að tala. Það var eins og hann iöraðist þess hvað hann liafði verið opinskár í hitt skiptið. En Páll sat þolinmóður við rúm hans, ýtti ekki undir hann á neinn hátt, og smám saman mildaðist sjúklingurinn. Hann sneri til höfðinu og leit með samúðarsvip á unga manninn. „Þér komuð þá aftur?“ sagði hann loks. „Já“, svaraði Páll lágri röddu. „Ég aðvara yður .... ef þér haldið áfram við þetta, þá breytir það öllu lífi yöar .... eins ög mínu. ,Og Þetta er nú eigin’.ega mynd- skreytt skrýtla sem vér sáum í útlendu blaði, en vér œtlum nú að reyna að segja bana án myndarlnnar: Fakárinn liggnr í rúmi sínu, og sængurfötin eru auðvitað ekkert anr.að en gaddar upp ur botninum. En honum líður sýrii- lega vel. Þá kemur þar að þjónninn með hamar og stóran kassa fullan af nöglum og seg- ir við fakírinn: Vi'duð þér gjöra svo vel að fara á fætur andartak — ég ætla að skipta um lak hjá yður. —O— Maður nokkur arfleiddi syni aina- þrjá að 17 hestum með þeim ummælum að sá elzti ætti að fá helminginn, annar einn þriðja og hinn þriðji níunda h’uta. Þeir fóru að reikna og reikria og gátu ekki leyst þelta dæmi. Þeir fóru því til grann- ans, og - báðu hann að skipta arfinum. Ja, sagði granninn, ég sé ekki betur en ykkur vanti einn hest í viðbót til að geta skipt skynsamlega. Ég læt ykk- ur hafa einn hest; taki svo hver sinn hlut og látið mig hafa af- ganginn. Svo fóru þeir að skipta. Sá e'zti fékk helminginn, það cr níu hesta; miðbróðirinn fékk þriðj- unginn, það er sex hesta; og sá yngsti níunda h'utann, það er tvo hesta. Siðan fór þeir með afganginn til grannans — Og það var einmitt einn hestur! (Bert Brecht). Plasthlutir meS misjafnri endingu Sumir hlutir úr plasti hafa enzt il'a og neytendur hafa þótzt il!a sviknir. Ivlyndirnar hér að ofan eru Kartöflu- rúilur % kg kartöflur músaðar og hnoðaðar ásamt IV2 eggi, saltij og pipar, mótaðar litlar bollur úr deiginu, ca 4 cm á hvernj veg. Rúllurnar vættar í þej-ttu eggi eða mjólkurjafningy^ ve'.t^ upp úr raspi og soðnar ljós-| brímar í heitri feiti. Bornar( fram með uppbakaðri sósu úr, 40 g smjörlíki, 50 g hveiti.j grænmetissoði, salti, pipar og( sósulit. úr dönsku blaði og eiga að sýna h'uti, sem eru úr plasti en ættu ekki að vcra þa,ð. Á annarri er þeytari sem er annars ágætur. Þeytarinn er sjálfur úr ryðfríu stáli og handfangið úr plasti. En hið fallega handfang hefur eftir nokkrar snertingu við heitt vatn afiagazt og minnir r. vanskapaða gulrót. Saga vaskskóflunnar er einn- ig raunaleg. Einn neytandinn keypti vaskskóflu úr mjalla- hvítu og fallegu plasti. Eftir fárra daga notkun var hún sprungin sundur í ótal mola. Þótt viðkomandi neytandi hefði linazt cláíítið í trúnni á nota- giidi piastsins keypti hún aðre vaskskóflu, þegar kaupmaður- inn hafði sannfært hana um að sú skófia væri úr annars kon- ar og endingarbetra plasti. Og það var hún einnig að þvi ieyti að hún brotnaði ekki, en við það að koma í volgt vatn fékk hún á sig svo kynlega lögun að hún gat ekki gegnt sinu hlutverki eftir. í áðurnefndu dönsku b'aði var þess farið á leit við fram- leiðendur að plasthlutirnir væru merktir betur en hingað til, þannig að neytendur vissu hvað þeir mættu bjóða hlutun- um. í rúmið um miðjan dag -—- Þegar maður er dauð- þreyttur —- og það verður maður, ef maður fær eski reglulegan svefn og hvíid - neyðir maí-ur sjálfan sig til að vinna verkin og ekki lið- ur á löngu áður en ofreynsla gerir vart við sig, segir di. med Jcrgen Madsen í dör.sku blað’. — Það er ráð sem ég gef öllum sjúklingum mínum, þeg- ar þeir kvarta yfir því að tíminn endist þeim ekki og þeir séu örmagna af þreytu: Þeir eiga að hvi)a sig kluklcu- stund um miðjan daginn - þeir eiga að hátta og fara í rúmið í dimmu herbergi, svo að þeir sofni og hvílist — í stað þess að lesa blöðin cða bréf. Það er engin hvíld í því. Ending sokka Sænsk sokkaverksmiðja lief- ur gert tilraun til að fylgiast með endingu sokka. Á ákveðnu tímabili fylgdi hverju sokka- pari sem selt var tryggingar- seðdll, sem hægt var að skila ásamt sokkunum, ef gat korn á þá innan viku frá kaupunum. 60% af sokkunum sem skilað var höfðu slitnað á tánum eða uppi við fitina. Það varð því að búa til lykkjubremsu ofanvið tána og neðan við f'tina, sentimeters breiða ræmu með netprjóni. Niður fyrir hana komast Lflrlr-íllfXllírl olrlri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.