Þjóðviljinn - 09.06.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 09.06.1954, Page 7
Miðvikudagur 9. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eg trúi á ást við fyrstu sýn, og þó hvergi fremur en í mynd- list. List Gunnlaugs Ó. Schevings varð mér í fyrstu sjónhending ógleymanleg af skærbláum lit í einni af sjávarmyndum hans er mig minnir að heiti Við Grindavík og hafi verið á sam- sýningu í Reykjavík 1941. Þessi skærblái litur snart mig heitum loga sem hinn eini eðli- iegi litur sjávar, og uþp frá þvi hefur Gunniaugur staðið mér fyrir sjónum sem málari er hafi lykil að hafinu, sé jafnvél einn af sjávarguðun- um, og siðan finnst mér enginn sjór er eigi ber þennan lit úr mynd Gunnlaugs, og ég fer ekki með ósatt mál, að ég hef Ieitað hans æ síðan. Trú á Gunniaug sem drottn- ara hafsins hefur fengið marg- háttaða staðfestingu í myndum hans. Sjávarplássið í skjóli hamra og kletta, sjóhetjur á óþnum íleytum með fjallháar öldur rísandi fyrir stafni, eru endurtekin viðfangs.eíni hans. Honum liggur í blóði, senni- lega frá dögum víkinga og kappsfulíra sjósóknara .allra .ald'á, eðlísskyldleiki við hafið og ástríða til að mæla afl sitt við það og verða ofjarl þess með því að kunna á lögmálin sem það hlýðir. Eg læt þeim eftir sem fróðari eru að skil- greina með hvaða tæknilegum galclri listamaðurinn gerir okk- ur sýnileg átök og eðlistengsl rnanns og náttúru, hvernig hann skapar það afl og öryggi, þá spennu milli andstæðna og einingar sem einkennir myndir haps. Mér er það nóg að ég sé í þeim dæmi um hetjulegt viðhorf gagnvart Iífinu og sig- urkennd. Skip Gunnlaugs eru sterkbyggð og traust í hafrót- inu og maður er öruggur meo sjókörlunum sem stýra eða sitja. bar undir árum. Hvort sem leyfilegt er eða ekki að dómi nútímans að tengja höfund og verk, langar mig til að víkja örfáum orðum að persónuleik Gunnlaugs. Mér virðist sem menn þurfi ekki lengi að kynnast myndum þessa listamanns ti! að sjá tvö skýr einkenni hans sjálfs, er persónuleg kynni um leið stað- festa: djúpan næmleik fyrir lögmálum náttúru og mannlifs og hugrekki, tvö undirstöðuat- riði allrar listar. Sá einn er skynjar náttúru og samfélag með næmum skilningi, og þó spönn lengra með taugum og samkennd. er hæfur til að skapa mikil listaverk, og bresti hann hug til að standa heill maður bak við verk sitt og lífsskoðun fellur list hans i mola. Eg vil með þessum línum þakka Gunnlaugi Scheving jafnt manndóm hans sem list. Hann hefur verið maður til að standa við ást sína á íslandi þá er speglast í verkum hans. Mér er minnisstætt að hann gekk opinberlega í lið með okkur sósíalistum þegar við börðumst einir flokka gegn af- sali landsréttinda. Þá tók hann sér oftar en einu sinni penna í hönd til að mótmæla, og hef- ur staðið við þau mótmæli jafnan síðan. Og loks vil ég minnast á eitt i skapgerð Gunnlaugs, gaman- cpn-i han« og frásagnarhaefi- leika. Og ég bið hann því að fyrirgefa ef honum finnst ég hafa verið hér of hátíðlegur. Kr. E. A. * Sumir segja ótalmargt ljótt um afmæli: hégómi, bjána- háttur, smáborgaraskapur; af- rnælisgreinar í blöðin og það eru ekki lengur til orð. Svona læt ég líka stundum. að teikna, einkum hjá Guð- mundi heitnum Thorsteinssyni, en lagði síðan leið sína eins og þá var títt til Kaupmanna- hafnar og stundaði um nokk- urra ára skeið nám á listaaka- demíinu þar, aðallega undir handleiðslu Einars Nielsen, sem mun hafa verið hinn strangasti kennari. Þrátt fyrir hið tízkubundna níð og nagg ing heim. Þar biður hans verk- efni tvíþætt í höfuðdráttum. Að tiléinka sé», að sam- sama vitund sína þeirri list- sýn er efst var á baugi i heimsmenningunni og hann ný- snortinn af en um leið að ganga inn í og bera uppi svo undurunga listhefð ættlands síns, langkúgaðrar nýlendu á norðurhjara veraldar með ný- Það sem gerir myndir Schev- ings svo eftirminnilegar, er þessi sérstaki heimur sem hon- um tekst að skapa í þeim og er svo sterkur að hann neyðir okkur til að taka nýja aístöðu, skoða okkur sjálf og umhverf- ið í nýju Ijósi, þessi frábæra listræna sýn. Vart getur um meira afrek hjá einum lista- manni en að breyta þannig sjónum okkar. Auk þess hefur hann verið ungum starfsbræðr- um sínum eftirsóknanleg fyrir- mynd bæði .sem maður og listamaður. Fordæmi hans er okkur ómetanfegt. 8. júní, 1954. Hörður Ágústsson. * Heiðraður jafnt sem kær starfsbróðir Gunnlaugur Óskar Scheving er fimmtugur í dag (8. júní). Gunnlaugur er góðúr málari, hefur meðfætt form- og lit- skin, — undirstöðu málarahæfi- leika. En enda þótt þessi nauð- synlega undirstaða sé fyrir hendi og það í ríkum mæli og jafnvel i tilbót ríkt geð og sniðugur heíli, mundi þetta samt enganveginn nægja til þess að úr því einu saman yrði góður málari, eða mikill listamaður. Þeir eru margir sem hafa undirstöðu eiginleika og það í ríkum mæli, án þess að úr verði nerpa mynd og mynd á stangli, sem benti til, að þeir gætu kanske einhverntíma orð- ið málarar, já, ef lukkan væri með. Ég kann ekki segja, hvað það er, sem kann að hafa gert hann Gunnlaug að málara öðru fremur eða öðrum að fremri. Mæti maður honum t.d. úti á miðjum Laugarveggnum (veg- inum), er hann jafn rólegur og æðrulaus í fasi eins og maður, er sæti á ölbekk, og jafn orð- var og vandaður í tali og orð- knappur og sá, er ætti á hættu að verða tungu skorinp fyrir blaður. Ef það er ekki háttvísi og siðferðisþrek Gunnlaugs Schev- ings — jafnt í mynd hans sem persónulegri umgengni, er hef- ur gert hann öðru fremur að málara og öðrum fremri, þá þekki ég hann ekki rétt. Efni þessara fáu lína er að flytja Gunnlaugi innilegustu þakkir og heillaóskir starfs- bræðra í Félagi íslenzkra myndlistarmanna á fimmtug- asta afmælisdegi. Til hamingju, vandaði félagi, og þökk fyrir liststarf þitt, það sem af er! Svavar Guðnason Það er afskaplega mikill ósiður að láta menn ekki í friði þótt þeir eigi afmæli en það er nú orðinn mikill vani . í þessu bráðabirgðaþjóðfélagi sem við búum við að stilla mönnum upp á svoleiðis dög- um og þylja afrekaskrár þeirra og æviatriði rétt eins og búið væri að krossfesta mennina fyrir okkur. Og það er þá stundum á slíkum dögum sem verðleikar er virka daga vilja gleymast eru dregnir fram í dagsljósið og jafnvel kemur fyrir að menn reyni að telja sér trú um að þeir hafi gert skyldu sina gagnvart lista- FramhaJd á 11. siðu. miaii Ftanmtiigfgp í gær En svo er önnur hlið á mál- inu. Við erum því miður svo sinnulaus og deyfðin er eins og ský fyrir augum okkar að það þarf einmitt hina marg- niddu bórgaralegu venju, að minnast fæðingardags og árs, til þess að ýta við okkur. Væri það ekki fyrir hana létum við ef til viil hina merkustu menn hverfa sjónum okkar án þess að láta svo Iítið að minnast í eitt skipti afreka þeirra og þakka þeim, þó ekki sé nema í orðum. Tvímælalaust einn merkasti myndlistarmaður þessarar þjóð- ar og einhver mætasti maður ,er ég hef kynnzt, Gunnlaugur Scheving, hefur að baki sér fimm tugi af svokölluðum ár- um í dag. Lífsferill Schevings virðist greinast í þrjá þætti: námsárin, mótunarárin og skeið hins full- þroska og sterka listamánns. Hugur hans snerist strax í bemsku að myndum. Hann teiknaði áður en hann skrifaði eða læsi. Það var aldrei neitt hik á hc.num, mjmdlistin skyldi eiga líf hans. Hann fæddist i Reykjavík en fluttist snemma austur á Ilérað og ólst þar upp. Eftir fermingaralclur mun hann haía farið suður að læra um slikar stofnanir hefur skóli sá verið gott veganesti fyrir Scheving. Þar var kenndur heiðarlegur natúralismi upp á danska vísu, enda eru fyrstu myndir Schevings undir hans merkjum unnar, samanber „Bassabátinn" á Listasafni rík- isins. En þótt naturalismi sé góður fyrir sinn hatt voru dagar hans samt taldir sem lífvænlegrar listastefnu um þær mundir er Gunnlaugur lýkur námi. Það voru nýir tímar, þessir eilífu nýju timar þegar ungir menn leggja út i lífið og list að verða til. En það voru einn- ig veðrabrigði og ungur, næm- ur og spyriandi listamaður fin.nur þau fljótt á sér. Það mun hafa verið hinn norski expressionisti Karsten, sem mestan þátt átti í því að stugga við hinum viðtekna gamla heimi, og bjóða Schev- ing í stutta samfylgd fyrstu skrefin í áttina til hinna heill- andi viðfangsefna er brotið hafði verið upp á um þær mundir suður í löndum: þetta brennandi spursmál um frelsi litar og forms. (Sbr. Göm- ul kona i Markusar ívarssonar safninu til húsa á Listasafni ríkisins). Um líkt leyti kemur Schev- fengið sjálfstæði eins og fjör- egg í höndunum og slitinn hafði verið miskunnarlaust úr tengsíum við listmenningu Ev- rópu um aldabil. Þeir sem á undan höfðu farið og voru frumherjar, drógust óstöðvandi afli að landslaginu, að fjöllunum sibláu, hinni tæru vídd öræfanna. Annað var óhugsandi í landi þar sem engin þétt byggð var fyrir. En það var einmitt um þess- ar mundir, að fólkið og landið tóku snörum stakkaskiptum. Það mjmduðust smátt og smátt bæir og þorp er vart höfðu þekkzt áður, húsgafl og gata með iðandi íólki rammaði inn fjöllin í fyrsta skipti. Þetta virðist hafa blasað við augum hinna u.ngu málara, er komu heim frá námi í kring- um 1930. Ekkert var því eðlÞegra en að þorpið, húsin og fólkið þar, yrði Gunnlaugi Seheving höfuð- viðfangsefni. Enda verður hvort tveggja i senn áð hann finnur sjálfan sig og gefur okkur nýja sýn á landið: Hann er fullmótaður listamað- ur. Þar hefst það skeið er við þekkjum bezt og þekkjum hpnn mest fyrir: hinn fríski, beiski, kaldi sjávarplássins. Þetta islenzkasta af öllu is- iT zku: bátur og maður. Bátur á s.ió, bátur við bryggju og nokkur hús fyrir ofan, á bakk- anum fyrir ofan bryggjuna, eins og dottin niður af himni af tilviljun, og það eru nokkr- ar hræður á gangi. Og nú er svo komið ef við förum með ströndum og við lítum á veðrið og húsin og mennina og bátana sem við mætum þar, þá segjum við, nei, þetta er alveg eins og mál- verk eftir Gunnlang Scheving. Hann hefur með list sinni bent okkur á og gefið nýjan þátt í lífi landsins sem við gáfum ekki gaum áður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.