Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJ ÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. júni 1954
Olafur Tryggvason
eflir kristindóminn
Ólafur konungur fór þá til Túns-
bergs og átti þar þá enn þing
og talaði á þinginu, að þeir
menn allir, er kunnir og sannir
yrðu að því, að fœri með galdra
og gjöminga, eða seiðmenn, þá
skyldu allir fara af landi brott.
Síðan lét konungur rannsaka
eftir þeim mönnum um þær
byggðir, er þannig voru í ná-
munda, og boða þeim öllum til
sín. En er þeir komu þar, þá var
einn maður af þeim, er nefndur
er Eivindur kelda . . . Eivind-
ur var seiðmaður og allmjög
fjölkunnugur. Ólafur konungur
lét skipa þessum mönnum öll-
um í eina stofu og lét þar vel
uin búast, lét gera þeim þar
veizlu og fá þeim sterkan drykk.
Og þá er þeir voru drukknir,
lét Ólafur leggja eld í stofuna,
og brann sú stofa og allt það
fólk, er þar var inni, néma Ei-
vindur kelda komst út um Ijór-
ann óg svo í brott; en er hann
var langt í brott kominn, fann
hann menn þá á leið sinni, er
fara ætluðu til konungs, og bað
þá svo segja konungi, að Ei-
yindur kelda var brott kominn
úr eldinum og hann mun aldrei
síðan koma á vald Ólafs kon-
ungs, en hann mún allt fara á
sömu leið sem fyrr gerði hann
um alla kunnustu sína. En er
þessir menn komu á fund Ólafs
konungs, þá segja þeir slíkt frá
Eivindi sem hann hafði þeim
boðið. Konungur lætur illa yfir,
er Eivindur var eigi dauður.
.'(Heimskringla).
s=SSF=»
C * ' I dag er fimmfcudagurinn 10.
' ^ júní. Onuphrius. 16L dagur
ifirsins. Hefst 8. vika sumars. —
Tungl í hásuðri kl. 20.07. — Ar-
ðegisháflæði ki. 0.18. Síðdegishá-
flæði kl. 12.68.
RAFFISAliA A SJÓMANNA-
3DAGINN
Nokkrar sjómannskonur beita
sér f^rir kaffftölu á Sjómanna-
Öaginn næstkomandi sunnudag,
og fer hún fram í DvalarheimiH
aldraðra sjómanna. Ágóði, sem
kann að verða, rennur allur til
Ðvalarhelmilisins; og er það von
þessara kvenna að Reykvíkingar
fjölmettni í kaffið þeirra — og að
aðrar sjómannakonur gefi kaffi-
brauð og veiti hvern þann stuðn-
ing er þær mega og að gagni
kemur.
Lúðrasveit verka-
lýðslns. — Æfing
i ■ kvöld ki. S-.30.
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki. Sími 1618.
Við erum stundum r.ð
blrta fallegar myndir
hér á síðuiini. Það er
bjargföst slcoðun vor að
; vér höíum aidrei komizt
i leiigra í þessu efni W
með bii-tingu myndarinn-
ar hérna við hliðina.
Hvað finnsfc ykkur? —
Náttúriega má þá mimi-
ast þess í framlijáhiaupi
að það er komið sumar
og sól og þar með tími
baðfata og annan-a
léttra klæða!
Orðsending frá
Kvenfél. sósíalista
Farið verður í lleiðmörk til
gróðursetningar í reit féiags-
ins í kvöld kl. 6 stundvíslega
frá Þórsgötu 1. Félagskonur
eru beðnar að f jölmenna og til-
kynna þátttöku sína formanni
félagsins I síma 1576.
Heima er bezt,
5. hefti 4. ár-
gangs, er nýkomið
út. Af efni þess
má nefna: Söngv-
ari og stórbóndl,
er Kristmundur Bjarnason skrifar
um Þorbjörn að Geitaskarði;
Gagnastjóri segir frá, rætt við
Jón Guðmundsson; Jökulsprungan
lokaðist, eftir Bjarna Sigurðsson;
Gömul Harmsaga, eftir Guðmund
Hagalín; 1 föðurgarði fyrrum,
þula eftir Guðrúnu Auðunsdóttur;
Kirkjublettur og kirkju’aut eftir
Eyiþór Erlendsson; Lærðu að læra
eftir Ó!af Gunnarsson; Fyrsti Is-
lenzki kven’.æknirinn, eftir Krist-
mund Bjarnason; ennfremur fram
haldssaga; mýndasaga o. fl.
Faxl, 5. tbi. 1954 er nýkominn út.
Björn Pétursson skrifar um vetr-
arvertíðina 1954, leikdómur er um
Þrjá ská’ka í Keflavík, Ragnar
Guðleifsson skrifar um vöxt Kefla
Víkur og viðfangsefnin í dag.
Greinar eru uin skó ana. bæja-
keppni milli Akraness og Kefla-
víkur o. fl.
MilU’.andaflugvél
Loftleiða, er vænt-
anleg til Rvíkur
kl. 19:30 i kvöld
frá Hamborg og
Gautaborg. Gert er ráð fyrir að
flugvélin haldi áfram klukkan
21:30 áleiðis til N.Y.
Flugvél frá Fan American Air-
ways er væntameg klulckan 10:30
árdegis í dag til Keflavíkurflug-
vallar og heldur áfram eftir
skamma viðdvöl tíl Helsingfors
með viðkomu í Ós'.ó og Stokk-
hólmi.
19:30 Lesin dag-
skrá næstu viku.
20:30 Erindi: Úr
heimi flugsins; IV.
Flug milli landa
(Jóhannes Markús
son flugmaður). 20:50 Tónleikar:
Tilbrigði fyrir etrengjasveit eftir
Arensky um stef eftir Tscihaikow-
sky (Kammerhljómsveit Fhilharm
oníuhjjómsveitarinnar leikur; Fa-
bian Sevitsky stjórnar). 21:05
Upplestur: Helgi Kristinsson les
Bifreiðftskoðun í Beykjavík
I dag eiga að mæta til skoðunar
þær bifreiðar sem hera einkennis-
etafina 3901 4050 að báðum með-
töldum.
Farfuglar
Hjólferð að Tröl’.afossi. Gengið á
Esju á sunnudag. Upplýsingar á
föstudag klukkan 8.30-10 e.h. á
Amtmansstíg 1.
Krossgáta nr. 386
kvæði eftir ýmsa höfunda. 21:20,
EUnsöngur: SohwarEkopf syngur.'
21:40 (Jr heimi myndlistarinnar.
Björn Th. Björnsson listfræðingur
sér um þáttinn. 22:10 Sinfónískir
tónleikar: a) Fiðlukonsert í a-J
moll eftir JDvorák (Menuhin og'
hijómsveit leika; Enesco stjórn-
ar). b) Slnfónía nr. 6 í C-dúr
eftir Schubert (Philharmoníska
hljómsveitin í Lundúnum leilcur;
Sir Thomas Beecham stjórnar).
23:00 Dagskrárlok.
Lárétt: 1 merki 4 núna 5 tímabil
7 fora 9 tvennt 10 þreyta 11 hróp
13 á skipi 15 ekki 16 varpa
Lóðiétt: 1 grip 2 álegg 3 leit 4
nístandi 6 band 7 hávaði 8 for-
skeyti 12 þrír líltir 14 veizla 15
ber.
Lausn á nr. 386
Lárétt: 1 Gunnvör 7 ól 8 tara
9 111 11 KIM 12 ól 14 NB 15
ómar 17 ek 18 kem 20 tuskuna.
Lóðrétt: 1 góla 2 ull 3 nt- 4 vak
5 örin 6 ramba 10 lóm 13 lakk
15 óku 18 REU 17 et 19 mn.
Bíkísskip
Hekla er á Vestfj. á norðurleið.
Esja er á Austíj. á norðurleið.
Herðubreið er á Austfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið er á
Breiðafii'ði. Þyrill fór frá Rvík i
gærkvöld til Austfjarða.
Slcipadeild SÍS
Hvassafell er í Stykkishólmi.
Arnarfell lestar sement í Ála-
borg. Jökulfell fór fi'á Rvík í gær
austur fyrir land. Dísax'fell losar
á Húnaflóahöfnum. Biáfell fór frá
Þórshöfn 2. júní áleiðis til Riga.
Litlafell fór í gær í strandferð
vestur og norður. Diana er í Rvik.
jl_. ro Oldendorff hemur til Skaga-
etra:.:’.ár í dag. Katharina Kolk-
Mann cr ’vSentanleg' til ■ Ákureyrar
á morgún frá . Finnlandi, Slne
Boye fór 4. járxí frá Finnlandi ú,-
leiðis til Raufarhafnar. Aun'er í
Keflavik. Rita er .í Krflavík. As-
laug Rögenæs er vtenka eg til R-
vikur 20. júní.
Eiinslsip
Brúarfoss fór fiá Rv'lt í gær-
kvö’d til Austui- og Noxðui'lands-
ins. Dettifoss fór frá Akranesi í
gær á'.eiðis til Hamborgar, Rott-
erdam, Antverpen og Hull. Fjall-
foss fór frá Hafnarfirði i gær á-
leiðis til Hull, Hamborgar, Ant-
verpen og þaðan aftur ti’, Hull.
Goðafoss kemur tii Rvíkur ár-
degis í dag frá N.Y. Gul.foss kem-
ur til Rvíkur árdegis í dag frá
Leith og Kaupmannahöfn. Lagar-
foss kom til Hull 5. þm. fer það-
an til Grimsby og Hamborgar.
Reykjafoss fór frá Antverpen í
fyrradag ájeiðis til Rotterdam,
Bremen og Hamborgar. Sélfoss
fór frá Keflavík í gær til Lyse-
kil. Trö’lafoss fór frá N. Y. í
íyrradag á’eiðis til Rvíkur. Tungu
foss fór í gær eða fer í dag frá
Hamborg á’eiðis til Rvíkur. Arne
Presthus kemur til Reykjavíkur
í dag frá Hull.
Bókmenntagetraun
Ljóðið sem kom í gær heitir 1
minjabók Huldu, og er eftir Jó-
hann Gunnar Sigurðsson. En
þessar vísur:
Þótt hann rigni,
þótt ég digni,
þótt hann lygni
aldrei meir,
fram skal stauta
blautar brautir,
buga þraut,
unz fjörið deyr.
Varliug gjalda,
horfi halda,
hitta valda
braut um leir!
Þótt hann rigni,
iþótt ég digni,
þótt hann lygni
aldrei meir.
Og eina nóttina, hélt vertinn áfram, muri Drekktu og vertu glaður, sagði Ugluspegill.
Stálvindur kyrkja þann þögla í greip sinni Bg drekk ská! konungsins, skál hertogans,
eins og skorkvikiridi. Og ihann sýndi þeim skál prédikaranna og skál Stálvinds. Og
kumpánum hvernig Stálviridur mundi með þeim ofðum fyllti hann glas vertsins
Bpenna gTeipar að hálsi hans. enn á ný.
Vertinn stakk ut úr þvi, en siðan tok höfuð
hans að síga ómótstæðUega. Ugluspegill
virti hann fyrir sér um hríð, stóð þvínæst
upp og sagði: Hann sefur, svinabestið. För-
um' heðan f3jött, Lambi.
Er þeir voru komnir út sagði Ugluspegill:
Þú heyrðir ihváð hann bablaði um þennan
Stálvind. Skilurðu þá ekki að það eru laun-
morðingjar á ferli að leita prinsins?
Fimmtudagur 10. júní 1954 — ÞJÓÐVILJIKN — (3
Ráðstefna MÍR sJ. laugardag
V lElKSr I
S'
mmywm íhiiii
Sendmefndaskiptin mikilvœg fil aS festa vin~
áftuhönd milli sovéfþjóSanna og Islendinga
Um 30 manns sátu ráðstefnu MÍR með sendinefndar-
mönnum til Sovétríkjanna, er haldin var í Tjarnarkaffi
s.l. laugardag, og voru nokkrir fulltrúanna utan af landi.
Forseti MÍR, Halldór Kiljan Laxness, setti ráöstefnuna,
og bauö gesti velkomna, en þeirra á meðal var sendiherra
Sovétríkjanna á íslandi, hr. Ermoshin og frú og sendi-
ráðsritari Ivanoff og frú. Halldór kvað þessa litlu ráö-
stefnu kallaða saman til þess að ræða framtíöarstarf
MÍR í ljósi ýmsrar vitneskju sem félagar í sendinefndum
til Sovétríkjanna hefðu komizt að af eigin raun í þess-
um ferðum.
Flutt var ávarp frá Sverri
Kristjánssyni, og i umræðunum
tóku þátt m. a. Kristinn And-
résson, Áskell Snorrason, Þor-
valdur Þórarinsson, Guðgeir
Jónsson, Sigurður Guðnason,
Oddbergur Eiríksson, Arnfinnur
Jpnsson, Þórbergur Þórðarson,
Halldór Jakobsson. Fundarstjóri
var Ársæll Sigurðsson.
Ráðstefnan samþykkti eftir-
farandi ályktun:
Við sem heimsótt höfuift
Sovétrikin vitum bezt hver á-
herzla er þar lögð á friðar-
málefni og vinsamlega sam-
búð og mcnningarviðskipti við
aðrar þjóðir.
Vegna tilrauna þeirra, sem
gerðar hafa verið að undan- '
förnu með vetnissprengjur, og
vcgna síaukinnar framleiðsluj
á öðrum múgmorðsvopnum,'
hefur ajdrei/ 'verið brýnni
nauðsyn en nú á því að^
deilumál rikja í milli séu
Ieyst með samkomulagi og að
hver þjóð, stór og smá, stuðli
að því af fremsta megni að
friður haldist og tengd séu
vináttubönd og kynning aukin
milii þjóða, eigi sízt þeirra
sem búa við ólíkt skipulag.
íslendingar eru friðarvinir.
Þeir vita að ný heimsstyrjöld
eða tiiraunir með vetnis-
sprengjur í grennd við ísland
getur kostað þjóðina iífið.
Þeir vilja fríðsamlega sam-
vinnu við allar þjóðir. Þeir
virða menningararflcifð sína
og vilja geta notið gleði af
ávöxtum menningar og listar
sem flestra þjóða heims.
Þess vegna fögnum við því
starfi sem MIR vinnur í anda
friðar cg sátta með því að
lialda uppi menningarsam-
bandi milli íslands og Ráð-
stjómarríkjanna og gefa ís-
lcndingum kost á að kynnast'
menningu, vísindum og listum
sovétþjóðanna.
Við teljum að sendinefnda-
skiptin, kynnisferðir íslend-
inga til Sovétlýðveldanna og
heimsóknir ágætustu lista-
manna og menningarfulltrúa
þaðan til ísiands, og kynn-
ing þeirra á landi og þjóð
eftir heimkomuna, séu sér-
ílagi mikih’æg til að festa
vináttubönd milli sovétþjóð-
anna og okkar.
Víð teljum það mikilvægt
atriði, að reynt sé að senda
ungt fólk héðan, til lcngri eða
skemmri náms- eða atvinnu-
dvalar í Sovétlýðveldunum.
Einnig teljum við þýðingar-
mikið, að IVlír haldi áfram
aukinni rússneskukennslu,
til aulcinna við-
menningartengsla
¥iðhaldið á Hétet Keklu befur
kosfað 873 þúsund síðustu 3 árin
í Hafnarstræti 20 (Hótel Hekla) er nokkur hluti af
liinu yfirgripsmikla skrifstofubákni bæjarstjómarihalds-
ins, t.d. framfærzluskrifstofan, Ráðningarstofan, skrif-
stofa fræðslufulltrúa o.fl. Þetta er gamalt timburhús,
sem bærinn á sjálfur og á að ' hverfa samkvæmt þeim
skipulagstillögum sem fyrir liggja.
Ihaldið hefur ekki aðeins lag á að sólunda fé bæjar-
búa í háa húsaleigu til gæðinga sinna, það kann einnig
að koma álitlegum upphæðum fyrir í þeim húseignum
sem bærinn er sjálfur eigandi að. Síðustu 3 árin hefur
kostnaður bæjarins af viðhaldi á Hafnarstræti 20 oi-ðið
kr. 873.536,24.
Upphæðin skiptist þannig að 1951 eru greiddar í við-
hald kr. 177.197,60, 1952 kr. 438.651,06 og 1953 kr.
257.687,58.
Þykir mönnum þetta ekki vel af sér vikið hjá íhald-
inu?
með tilliti
skipta og
landanna.
Að lokum vildum við beina
því til stjórnar Mír, að breiða
eiui meira út á meðal almenn-
ings vitneskju um hinn ein-,
læga friðar- og samstarfsvilja
Sovétþjóðanna, til dæmis með
útgáfu bæklinga eða annarra!
rita, og víðtækari munnlegii {
upplýsingastarfsemi um þessi
mál.
Þá samþykkti ráðstefnan
einróma eftirfarandi skeyti til
VOKS:
„Ráðstefna með fulltrúum
frá fslandi, sem farið hafa til
Ráðstjórnarlýðveldanna, hald-
in að tiihiutun Mír í Reykja- Þiiðja skógræktai för Farfugladeildar Reykjavíkur í
vík 4. júní 1954, sendir voks ( Þórsmörk var farin um hvítasunnuna. í förinni voru lið-
inniiegar kveðjur og þakkir^ iega 40 manns, og gróðursettar voru 3200 trjáplöntur,
fynr dýrmætt satnstarf og j rejt félagsins í Sleppugiii. Auk þess var skógurinn grisj-
vonar að mennmgarieg sam- agur> og unnið gegn frekari uppblæstri lands. Alls hafa
Farfuglar nú gróöurseit þar 6000 trjáplöntur.
itgtar isaia gróðursett
t
Minkurinn heiui nú setzf að í Þórsmörk
skipti milli landa okkar megi
enn aukast í framtíðinni.
Austfirzkir bændur fljúga
tií Suðurlandsins
I fyrradag lögðu nokkrar tylftir austfirzkra bænda af stað
frá Egilsstöðum á Völlum, j kynnisför til Suður- og Suðvcstur-
landsins.
Flogið var frá Egilsstöðum til
Kirkjubæjarklausturs, en þaðan
verður haldið með bifreiðum
um Suðurlandsundirlendið og
síðan upp i Borgarfjörð á sunnu-
dag 13. þ. m. Verður ekið um
Uxahryggi til Þingvalla og
Reykjavíkur. Leiðsögumaður
bændanna er Ragnar Ásgeirsson
ráðunautur.
Austfirðingafélagið í Reykja-
vík hyggst taka á móti bændun-
um á Þingvöllum á sunnudaginn
kemur, ef nægileg þátttaka fæst,
og eins hefur félagið lofazt til
þess að annast milligöngu um
gistingu í höfuðstaðnum.
Austfirðingafélagið hefur beð
ið Þjóðviljann að koma þeirri
orðsendingu til Austfirðinga
Reykjavík, að þess sé óskað að
sem flestir taki þátt í förinni
til Þingvalla og geri sem fyrst
aðvart í síma 1292.
Sérstaka athygli vakti,
hve plöntur þær, sem gróður-
settar voru í fyrri ferðum, eru
sterklegar og hefur farið mikið
fram, og í mesta lagi 5 ti! 10%
afföll á þeim. Verk þetta er
allt unnið undir eftirliti skóg-
ræktarinnar á Tumastöðum.
Veðurblíða var hin mesta í
Þórsmörk, sólskin og hiti báða
dagana.
Minkurinn er nú kominn í
Þórsmörk, sást eitt dýr, er
slapp í skóginn eftir snarpan
Dregið um bíla, báta og búvélar
í happdrætti Dvalarheimilisins
Sala happdrættismiða kefst í Reykjavík
og víðar á Sjémaimaáagiim
Á Sjómannadaginn n.k. sunnudag hefst í Reykjavík
og víöar sala miða í hinu nýja bíla-, báta- og búnaöar-
vélahappdrætti Dvalarheimilis aldraöra sjómanna.
Sýningom lijá
Leikfélagimi fer
að fækka
Á ánnan í hvitasunnu hafði
Leikfélag Reykjavíkur átttug-
ustu sýningu á vetrinum og var
gámanleikurinn Gimbill sýndur
fyrir húsfylli það kvöld. f gær-
kvöldi var Frænka Charleys
sýnd i 27. sinn á leikárinu, en
þar sem nú er mjög liðið á leik-
sumarveður að undanförnu, þart tíma félagsins fer sýningúm á
til á hvítasunnudag. Þá gerði þessum vinsælu gamanleikjum
miklar þrumur og eldingar, en að íækka. Vegna hátíðahaldanna
síðan tók við skýfall, svo ofsa-' 17. júní í næstu viku verða
legt regn og háglél, að þvílíkt fáar sýningar hjá Leikfélaginu,
hefur ekki orðið í manna minn- en í kvöld sýnir félagið Gimbil
um. Síðan hefur veðurfar vetið í 7. sinn og Frænkuna á föstu-
mun kaldara. I dagskvöldið i 28. sinn.
Skýfall í Mývatessveit
í Mývatnssveit hefur verið
Efnt er til happdrættis þessa
til að safna fé til áframhald-
andi byggingaframkvæmda við
Dvalarheimilið, en það fé, sem
áður hefur safnazt er nú allt
þrotið.
. Happdrættið verður með svip-
uðu sniði og Happdrætti Há-
skóla íslands og Vöruhappdrætti
SÍBS, þ. e. miðar verða skráðir
á nöfn kaupenda og endurnýj-
aðir mánaðarlega. Dregið verður
í fyrsta sinn 3. júlí n.k. og eftir
það 3. hvers mánaðar. Verð miða
verður 10 krónur og endurnýj-
unargjald 10 kr.
Það sem breytt er frá áður-
nefndum flokkahappdrættum er,
að happdrættisárið .verður frá
1. mai til 1. maí og verða því 10
flokkar þetta fyrsta happdrættis-
ár, svo og það, að vinningar
verða fáir, en verðmætir.
Vinningar verða 6 nýjar
Chevrolct-bifreiðir af vönduð-
ustu gerð, smiðaár 1954, ein í
bverjum næstu 6 flokka. Enn-
fremur verða ’ 6 trillubátar og
6 dráttarvélar meðal vinninga,
auk fleiri vinninga, sem síðar
verða ákveðnir.
Bifreiðunum og dráttarvélun-
eltingaleik, en allmikil slóð
sást eftir hann.
Markarfljót fellur nú alveg
að Merkurrunnanum, svo ófært
er með öllu í Húsadal, en
þangað hefur leið ferðamanna
legið undanfarin ár. Aftur á
móti er nú hægt að komast í
Langadal, en vegurinn þangað
er enn þá ekki fær nema há-
um tveggja drifa bílum.
Sjórnaiiiiadagur
Framhald af 12. síðu.
þekkta sjómannsins í Fossvogs-
kirkjugarði. Guðmundur syngur
aftur.
Þessu næst flytur formaður
fulltrúaráðs Sjómannadagsins,
Henry Hálfdánsson, ávarp,
forseti Islands leggur homsíéia
að Dvalarheimilisbyggingurmi
og flytur ávarp, fánaberi-sjó-
manna heilsar forseta íSéð
fánakveðju, Guðmundur Jöns-
son syngur. Síðan flytja ávörp:
Ólafur Thors forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri, Sverrir Júlíusson form.
LÍO, fulltrúi útgerðarmanr.a,
um verður ekið í skrúðgöngunni og Richard Beck prófesaor,
á Sjómannadaginn og auk þess fulltrúi sjómanna. Loks afhend-
verður eínn af trillubátunum þar
til sýnis.
Aðalumboð Happdrættis Dval-
arheimilis aldraðra sjómanna
verður í Austurstræti 1 í Reykja-
vík og er símanúmerið þar 7757.
Forstöðumaður happdrættisins er
Baldvin Jónsson og hefur hann
að undanförnu ferðazt um land-
ið til undirbúnings og sett á
ir Henry Háldánsson verðlaun
fyrir íþróttaafrek Sjómanna-
dagsins.
Sjómannakonur munu annast
veitingar í hinum miklu saiar-
kynnum Dvalarheimilisins. Leik
in verða létt lög meðan veit-
ingar standa yfir og verður út-
varpað um gjallarhom.
Dansleikir á vegum Sjó-
stofn 85 útsölustaði víðsvegar mannadagsráðs verða í sex
um land. Sala er hafin á nokkr-
um stöðum og virðist þegar sýni-
legt, að undirtektir almennings
verða með ágætum. í Reykjavík
og víða úti um land hefst sala
fyrir alvöru á Sjómannadaginn
eins og áður var sagt, og er þess
vænzt að sjómannastéttin og vel-
samkomuhúsum á sunnudags-
kvöld og liefjast allir kl. 21 ag
standa til kl. 2 eftir miðnætti
skv. leyfi dómsmálaráðuneytis-
ins. I Iðnó verður leiksýning
en á Hótel Borg sjómannahoi
með fjölbreyttri dagskrá.
Sjómannadagsblaðið ksmnr
unnarar hennar gerist stuðnings- að venju út, 48 lesmálssíður ög
menn happdrættisins frá byrj- mjög fjölbreytt að efni og læii-
un. i legt.