Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fixnmtudagur 10. júní 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 21. þegar út í það er komið, er of seint að snúa við“.. ,.Ég sný ekki við“. „Hvernig hafið þér hugsað yður að byrja?“ „Mér datt í hug, að ef ég vélritaði skýrslu sem þér undirskrifuðuð þá gæti ég farið með hana til yfirváld- anna .... “ Swann gat ekki hlegið — en það fóru hæðnisviprur um fölar varir hans. „Hvaða yfirvalda? Lögreglunnar? Hún veit allt sem hún vill vita. Saksóknarans, Sir Matthew Sprotts? Af persónulegri reynslu af þeim manni, ráðlegg ég yður aö hafa sem minnst afskipti af honum“. Swann þagnaði og fékk hóstakviðu. „Nei. Innanríkisráðherrann einn hefur vald til að taka málið upp að nýju, en með þeim upplýsingum sem þér hafið er tilgangslaust að snúa sér til hans. Óráðshjai — mundu þeir segja — óráðshjal deyjandi, afdankaðs lögreglumanns er hvergi tekiö gilt. Þeir myndu hlæja að yður“. „En þér haldið að faðir minn sé saklaus“. „Ég veit að hann er saklaus“, svaraði Swann stuttur_ 1 spuna. „í skýrslu sinni sagði dómarinn að Spurling morðið væri svívirðilegur, grimmilegur glæpur sem ætti skilið þyngstu refsingu laganna. Og samt sem áður náðuðu þeir Mathry. Hvers vegna, ef ég má spyrja? Vegna þess, að þeir voru ekki vissir um það, þegar öllu var á botninn hvolft, að maðurinn sem þeir höfðu dæmt væri sekur, og af hjartagæzku sínrti hengdu þeir hann ekki, heldur létu hann deyja hægum dauða — í ævi- löngu fangelsi í Stoneheath“. Páll sat þögull og þungbúinn meðan sjúklingurinn kastaði mæðinni. „Nei“, sagði Swann innan skamms með breyttri röddu. „Það er aöeins ein leið til þess aö neyða þá til að taka málið upp að nýju. Þér verðið að finna hinn raunverulega morðingfa“. Þetta kom svo óvænt að það fór hrollur um Pál. Fram að þessu hatði hann aðeins hugsað um sakleysi föður síns; hugsunin um sjálfan morðingjann hafði varla hvarflað að honum. Það var eins og nýr, ógnþrunginn skuggi hefði fallið á veg hans. „Þessi Rocca“, sagði hann eftir nokkra þögn. „Hvað um hann?“ Swann hristi höfuðið með fyrirlitningu. „Hann kom þar hvergi nærri — hann hefði aldrei haft þrek til þess. Hann hugsaði aðeins um að bjarga sjálfum sér. Og þá dettur mér eitt í hug,—sjúklingurinn kipraði varirnar. „Buddan sem fannst hjá líkinu. Þér trúið því ef til vill ekki, en buddan sú var búin til úr fínasta leðri í heimi .... sútaðri mannshúð“. Grafarþögn andartak. „Þér sjáið því sjálfur“, hélt Swann áfram með beizku háði í rómnum“, að þér þurfið aðeins að finna mann sem er hæfilega geðbilaður til að eiga slíkan hlut, tengja við hann ýmislegt annað sem aldrei kom fram — og þér hafið fundið morðingjann“. Aftur fóru beizkju- drættir um munn hans. „Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt .... eftir fimmtán ár“. „Hættið", sagði Páll. „í guðs bænum. Ég þarf á hjálp yðar að halda .... allri hjálp sem þér getið veitt mér“. Svipur Swanns breyttist. Hann starði á Pál næstum örvílnaður á svip. „Fyrst svo er .... þá þarf ég að segja yöur meii’a um aöalvitnin tvö — sem þekktu saklausan mann, ekki hinn seka — Edwards Collins og Lovísu Burt. „Þegar Burt og Collins komu á lögreglustöðina til að sækja verðlaun sín, var ég á vakt. Eins og ég hef sagt yður áður bar ég heldur lítið traust til þessa fólks — Collins var þó tiltölulega meinlaus, veiklyndur en ekkert illmenni. En þótt Lovísa Burt væri aðeins sautján ára .... ’fannst mér full ástæða til að gefa henni nánar gætur. Ég lét þau bíða í hliðarherbergi, og meðan þau biðu sat ég við skrifborð mitt í næsta herbergi, og vegna smáútbúnaðar sem viö höfðum komið fyrir þar inni, heyrði ég allt sem þau sögðu. Ég skrifaði þaö allt hjá mér. Fyrst í stað sögðu þau fátt. Svo sagði Collins og virtist hræddur: ,,Fáum við peningana?" „Við fáum þá áreiðanlega, Ed, hafðu engar áhyggjur“, svaraði Burt, örugg og styrk. „Ef til vill getum við gert enn meir“. „Hvað áttu við?“ sagði hann. Hún hló. „Ég er með dálítið í pokahorninu sem gæti komið þér á óvart'*. Þetta virtist gera Collins áhyggjufuUan. Hann þagði drykklanga stund, svo sagði hann eins og páfagaukur sem endurtekur hið sama í hundraðasta sinn: „Var það ekki Mathry, Lovísa?“ „Æ, þegiðu“, hvæsti hún. „Nú er of seint að snúa við. Við komum engu illu til leiðar. Böndin hefðu borizt að Mathry hvort sem var. Og þeir hengdu hann þó ekki. Skilurðu það ekki, asn- inn þinn, að það borgar sig ekki að snúast á móti lög- reglunni. Og ef til vill högnumst við meira á þessu en þig hefur dreymt um. Ég hef fundið ýmislegt á mér undanfarna daga“, liélt hún áfram dreymandi röddu. „Ég á eftir að lifa eins og hefðarkona, Ed, jafnvel eins og drottning með þjóna á hverjum fingri, sern þvo upp og tæma ruslaföturnar. Ef ég fæ aö ráða skal ég svei mér sýna þeim að ég strýk ekki þvott framar“. Swann þagnaði til að ná andanum. Hann leit beint framaní Pál þegar hann tók aftur til máls. „Fleira sögðu þau ekki. En ég hafði heyrt nóg til aö staðfesta versta grun minn. Burt hafði sjálf lýst því sem gerzt hafði. Hún hafði séð morðingjann og lýst honum. Þegar lýsingin stóð ekki heima við Mathry, sneri hún við blaðinu. Hún átti von á rannsóknum og yfirheyrslum á lögreglustöðinni og henni fannst hæg- ara að standa réttu megin, því að allt benti til þess að Mathry væri hinn seki. Hún vildi koma sér vel við yfirvöldin, verða fræg og umtöluö og fá auk þess verð- laun. Hún hafði síðan áhrif á Collins. Ef til vill hefur hún í raun og veru getað taliö sjálfri sér trú um að hún Kennari nokkur var að segj a börnunum frá þvi þegar Kólum- bus fann Ameríku. t>að var ýtar- leg og fróðleg frásögn, og lauk hann henni með þessum orðum: Og allt þetta gerðist fyrir meira en 400 árum. Einn nemandi, lítill drengur, tók að stara á kennarann I forundr- an, og gat svo ekki stil’t sig lengur og sagði: Voðalega hafið þér gott minni, kennari. Mamma, sagði lit a stú'.kan við móöur sína eitt kvöld er þær voru á heimleið. Það var stjörnu- bjart og stúlkan virti fyrir sér stjörnurnar af mikilh hrifningu — mamma, sagði hún: mikið hiýtur að vera dásamlegt innan í himnariki þegar það er svona fal’egt á röngunni. Hversvegna sagðirðu foreldrunr þínum að þú hefðir gifzt mér vegna þess að ég vaeri góð í matreiðslu? Eg kann ekkert til slíks: Eg varð að bera eitthvað fyrir mig. Pabbi, hvers vegna eru þessi vitamin öll sett í lýsi og fisk, en ekki í súkku’aði og kandís? 1 siðustu viku rak konan mín tréf ís upp í augað á sér, og það kostaði mig 300 krónur. En hvað er það — í síðustu viku rak konan mín augun i peis, og það kostaði mig 3000 krónur. FerSaapófek ! langferÓina Nú eru sumarleyfin í þann veginn að hefjast, og þeir sem eru svo vel stæðir að geta farið í langferð fara að Kápusniðin eru mjög fjöl- breytt í ár, en sígild, víði frakkinn stendur af sér alla tízkuduttlunga, og verðoir sjálf- sagt lífseigari en nýtízku káp- urnar, þótt þær veki ekki mikla hrifningu í bili. Kápan á mynd- inni er e'nmitt ein af þeim sem alltaf er í tízku. Hún er ljós- drápp að lit með brúnu flaueli á kraganum og úr léttu, þunnu ullarefni. Hún er tilvalin til að nota yfir dragt meðan ekki er nógu hlýtt til að vera í einni saman dragt. brjóta heilann um hvað þeir eiga að hafa með sér Ef ferca- lagið er langt og erfitt er rétt að hafa meðferðis „ferða- apótek'* og í dönsku blaði rák- umst við á leiðbeiningar um val á lyfjum í það: Joð, bómull, gasbindi, heft> plástur, Cascalíntöflur, Album- intanaltöflur, Codyl-, magnvf- eða asperíntöflur, pencillintöfl- ur, læknaskæri, hitamæli. Joðið, bómullina, heftiplást urinn og skærin þarf maður að nota til að gera að skein- um og skrámum, sem maður fær jafnt heima sem heiman. Cascalín er hægðameial og auð- vitað er ,um fleirí slík lyf að ræða. Vellíðan í alla staði er skilyrði þess að hægt sé að njóta ferðalagsins, og margir eiga vanda til að fá melting- artruflanir þegar þeir fara í ferðalög og það er því ekki út í bláinn að taka svona töflur með. Albumintanal er stemm- andi og er því ætlað til varnar niðurgangi. Codyl, magnyl og asperín eru höfuðverkjatöflur eins og kunn- ugt er. Codyl fæst eftir lyf- ■ seðli, hinar töflumar án lyf- seíils. Penicillintöflunar eru i reyndar eitt þeirra lyfja sem j fólk ætti ekki að nota nema að i læknisráði. Á hinn bóginn er j hægt að lækna byrjandi háls- j bólgu með þeim, og ef maðurj j talar við lækni sinn um inn-( ] tökuna áður en farið er, getur það komið sér vel að hafaj nokkrar penicillintöflur með íi ferðinni. McCall 9693 Nú fer að verða gaman að klæða smátelpurnar í kápu, þegar þær fara út að ganga á sunnudögum í góða veðrinu. Á myndinni er snotur telpukápa, aðskorin en með fallegri vídd í pilsinu og bakið er í mörgum stvkkjum. Hún er hneppt nið- ur í mitti með fjórum hnöppum en óþarf' er að hneppa efsta hnappnum. Telpan á myndinni er með skemmtilegan tauhatt úr sama efni og kápan. ? Uppeldisfræðingar hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu að 10- 18% af tali ungbarna séu spurningar og 3ja ára barn spyrji að jafnaði 31 spurning- a.r á klukkustund og 4ra ára barn 33. En aðeins hluti af spurning- unum er borinn fram af fróð- leiksfýsn. Flestar eru þær bornar fram af þeirri e'nföldu ástæðu, að bamið hefur uppgötvað hia merkilegu áhrif þeirra:'að for- eldrarnir svara yfirleitt og þannig er hægt að komgst í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.