Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 12
17. Sjómannadagunnn er á sunnudaginn
Um 4 milij. Urtmm heiur þegar rerið vt&r-
ið til b&§ggingurinnar og 2/s hlutur
hennar eru fohheldir
Á sunnudaginn verður Sjómannadagurinn haldinn liá-
tiölegur í 17. sinn. Hátíðahöldin í Reykjavik verða að
þessu sinni með sérstökum myndarbrag, en forseti íslands
ieggur þá hornstein að byggingu Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna í Laugarásnum.
13.30, er hópganga' sjómanna
leggur af stað frá Borgartúni
7 áleiðis að byggingu Dvalar-
heimilisins í Laugarási. I göng-
unni verður m.a. skrautbúið
,,vikingaskip“, sem sérstaklega
hefur verið smíðað vegna há-
tíðahaldanna og komið verður
fyrir á stórum flutningavagni.
,,Víkingaskipið“ verður mannað
Rúmlega % hiutar Dvalar-
heimilisbyggingarinnar eru nú
lokheldir og heftir um 4 millj.
lcróna Jtegar verið varið til
hennar. Áætlað er að kosta
muni annað eins að fullgera
]>ann hluta byggingarinnar sem
kominn er undir þak, en er
þeim áfanga er náð getur heim-
ilið hafið starfsemi sína og tek
ið á móti um 180 vistmönniini
til dvalar.
Iþróttir á laugardag —
C'tvarpsdagskrá á sunnu-
dag.
Eins og venjulega hefjast
Sjómannadagshátíðahöldin á
laugardag. Kl. 15 hefst kapp-
ráður í Reykjavíkurhöfn og
róa þar bæði skipshafnir og
kvennaflokkar. Einnig verður
keppt í stakkasundi og björg-
unarsundi.
Á sunnudag verður dagskrá
útvarpsins að mestu helguð
sjómannadeginum: Útvarpað
verður frá hátíðahöldunum í
Reykjavík um miðjan dag,
Jón Oddgeir annast um barna-
tímann, og um kvöldið verður
sérstök dagskrá með samtals-
þætti, söng og leikþætti og óska
lagaþætti skipshafna.
Víkingaskip í skrúð-
göngunni.
Á sunnudag — Sjómannadag-
inn — hefjast hátíðahöldin kl.
Halldór Halldórs-
son ver doktors-
ritgerð sína
Heimspekideild Háskóla fs-
lands hefur tekið gilt til dokt-
orsvarnar rit mag. art. Halldórs
Halldórssonar dósents: íslenzk
orðtök. Andmælendur verða pró-
fessorarnir Alexander Jóhannes-
son og Einar Ól. Sveinsson. At-
höfnin fer fram í hátíðasal há-
skólans laugardaginn hinn 12.
júní kl. 2 e. h.
eldri sjómönnum og nokkrum
stafnbúum í fornmannabúning-
um. Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur fyrir göngunni.
Hornsteinninn lagður.
Kl. 14 hefst hátíðin við Dval-
arheimilið með því að Guð-
mundur Jónsson óperusöngvari
syngur, Síðan minnist biskup
íslands, herra Ásmundur Guð-
mundsson, drukknaðra sjó-
manna, en þá verður þögn í
eina mínútu um leið og blóm-
sveigur er lagður á leíði ó-
Framhald á 3. siðu.
MarkverS lilrauE með nýja ísiegund
Togaiinn Geis íór út með svokallaðan
feromycenís til að ísa í hiuta af aflanum
í gær íór togarinn Geir á veiðar með 30 tonn af „ný-ís“ svo-
kölluðum, eða öðru uafni foromyeen-ís, en ís blandaður foromy-
cen er bakteríudrepandi og kvað Italda fiskinum lengur ó-
skemmdum en venjulegur ís.
I gær ræddi Ólafur Þórðar-
son við blaðamenn um tilraunir
Bidault ver
stefnu sína
Bidault utanríkisráðherra hóf
í gær umræðtir á franska þing-
inu um Indó Kína. Hann bað
þingmenn að sýna þolinmæði
og treysta stjórninni. Bidault
sór og sárt við lagði að hann
vildi semja frið í Indó Kína,
orðrómur um að hann stefndi
í raun og veru að því að fá
Bandaríkin til að ganga í
styrjöldina með Frökkum væri
uppspuni frá rótum.
Á eftir Bidault tók til máls
Mendés-France úr róttæka
flokknum, sem álitinn er líklegt
forsætisráðherraefni ef núver-
andi stjórn fellur. Hann kvað
ríkisstjórnina hafa sýnt ein-
stakt ráðleysi i öllu sem Indó
Kína varðar en þó mætti þingið
þrví aðeins afsegja hana að
tryggt væri að við myndu taka
nýir menn með nýja stefnu
bæði útávið og innávið.
Samvmnumenn í Englandi
hafna þýzkri hervæðingu
Þing sambands brezkra samvinnufélaga lýsti í gær
yfir andstöðu við ráðageröir um hervæðingu Vestur-
Þýzkalands.
hersveita í Vestur-Evrópuher.
Á þingi Samvinnuflokksins,
stjórnmálasamtaka samvinnu-
Þingið, sem haldið er í Scar-
borough, samþykkti með 6355
atkvæðum gegn 5388 ályktun
þar sem því er mótmælt að Bret-
ar gefi samþykki sitt til þess
manna, í vor var einnig lýst yfir
andstöðu við þýzka hervæðingu.
dl {JCU ðfliupj v** ---|--------- ‘ “
að Þýzkaland sé hervætt á ný. Samvinnuflokkurinn hefur nána
Sambandsstjórnin lagðist gegn samvinnu við Verkamannaflokk-
* inn og á 18 menn á brezka þing-
ályktuninni en beið lægra hlut.
Höfnuðu fulltrúarnir vöm henn-’ inu. Félagar í brezku samvinnu-[_til að fá betri vöru í land eftir
ar fyrir innlimun vesturþýzkra, félögunum eru 11 milljónir.
er hann hefur gert með foromy-
cen-ís. Hann kveðst telja að
fiskur sem settur er í ís í tog-
urunum sé mun verri vara þeg-
ar að landi kemur, en hún þurfi
að vera. Sé hluti af aflanum
slepjaður og fari því í herzlu
eða jafnvel fiskimjöl, i stað
þess að vera sú gæðavara sem
hann er nýveiddur.
Ólafur kvaðst hafa kynnzt
svonefndum ný-ís eða foromy-
cenís í Danmörk, en þýzkur
efnafræðingur, dr. C.P. Otters-
bach, hefði tekizt það 1948 að
framleiða bakteríudrepandi efni
er hann kallar foromycen.
Ólafur komst síðan í s'am-
band við framleiðendur þessa
efnis og hefur síðan gert til-
raunir í smáum stíl með foro-
mycenís. Hafa tilraunir þessar
farið fram í rannsóknarstofu
Fiskifélagsins og víðar, og telur
hann fisk geymast mun lengur
óskemmdan í slíkum ís, en
venjulegum ís. En tilraunum
Fiskifélagsins er ekki lokið.
Hann kvað Bergstein Berg-
hafa fylgzt með tilraunum
þessum og dr. Jakob Sigurðs-
son forstjóri Fiskiðjuvers rík-
isins kvað hann hafa hjálpað
sér við framleiðslu íssins.
Til stóð að togarinn Fylkir
gerði tilraun með ís þenna, en
þar sem hann fer ekki aftur á
veiðar að sinni verður tilraunin
gerð á togaranum Geir, og átti
hann að fara út í gær með 30
tomi af foromycen-ís og 50
tonn af venjulegum ís. Verður
sá fiskur er fyrst veiðist látinn
í foromycenísinn. Verður fróð-
legt að sjá hvernig tilraun þessi
tekst, þvi mikilvægt er ef hægt
væri að fá betri fisk og ó-
skemmdan. Ólafur lagði áherzlu
á að úthaldsdögun togarans
yrði ekki fjölgað að sinni þótt
„ný-ísinn“ væri notaður heldur
venjulega veiðiför.
Fimmtudagur 10. júni 1G54 — 19. árgangur — 127. tölublað
£ Sk
®P
liiur ágcSi öi syninguimi rcrmur iil
hjálpar nauðsiöddum börnuin bér á landi
og criendis
í gær var opnuð í Listamannaskálanum fjölbreyttasta
sýning á barnateikningum, sem nokkru sinni hefur verið’
haldin hér á landi. Er hér um að ræða nokkur hundruð
mynda, teiknaðra og málaðra, eftir börn í fjölmörgum
löndurn heims.
Ilandíða- og mvndlistarskólinn
efnir til sýningarinnar í sam- J
vinnu við fræðslumálastjóra og
sendiherra Dana hér á landi,
en forsaga hennar er i stuttu
máli þessi:
10 valin ævintýri
H. C. Andersens
Fyrir þremur árum efndi
danslca hjálparstofnunin „Red
barnet“ („Bjargið börnunum“),
til alþjóðlegrar teiknisamkeppni
barna urn myndir í tíu valin
ævintýri eftir H. C. Arídersen.
Þátttaka varð geysimikil og
lögðu mörg hundruð þúsund
barna á ýmsum aldri fram getu
sina í þessari samkeppni.
Frá hverju landi voru siðan
valdar 100 beztu myndirnar eða
alls 4500 myndir frá 45 þjóð-
löndum. Úrval þetta var síðan
sent dönsku félagsdeildinnij
„Red barnet".
— í fyrrasumar var opnuð
sýning á myndum þessum í Ti-
voli í Kaupmannahöfn. Sýning
þessi stóð alllengi og var að-
sóknin allan tímann mjög mikil,
enda hlaut hún hvarvetna frá-
bæra dóma.
Að lokinni þessari heildarsýn-
ingu var myndasafninu skipt í
3 farandsýningar, sem nú eru
á ferð frá einu þátttökulandinu
til annars. Sýningin, sem nú er
hér var síðast í Finnlandi, en
þar áður var hún í Svíþjóð og
víðar. Héðan heldur hún svo
áfram för sinni um heiminn.
Ágóðinn rennur til hjálpar
nauðstöddum börnum
Sýningin var opnuð kl. 17,30
í Listamannaskálanum að við-
stöddum mörgum gestum, m. a.
forsetahjónunum. Framkvæmda-
stjóri sýningarinnar, Lúðvíg
Guðmundsson skólastjóri, mælti
fyrst nokkur orð. Gat hann þess
m. a. að helmingur hreinna
tekna sýningarinnar skyldi ganga
til styrktar hjálparstarfsemi
„Red barnet“ víðsvegar um heim,
en hinum helmingnum yrði varið
til aðstoðar þurfandi börnum
hér á landi og yrði Rauða kross-
inum afhent féð til ráðstöfunar.
Forseti íslands ávarpaði sýn-
ingargesti nokkrum orðum og
einnig Jón Auðuns form. Reykja-
víkurdeildar Rauða krossins.
Lárus Pálsson leikari las upp
ævintýri Andersens um nýju föt-
in keisarans, en síðan afhenti
Bodil Begtrup, sendiherra Dana,
nokkrum íslenzkum börnum sem
þátt tóku í sýningunni viður-
kenningarskjöl frá „Red barnet“.
Loks talaði Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri og lýsti sýn-
inguna opnaða.
Lítil atvinna í
Höfðakaupstað
Höfðakaupstað. Frá
fréttar. Þjóðviljans.
Atvinna hefur verið frekar
lítil undanfarið. Byrjað er þó á
lagningu rafleiðslu frá Blöndu-
ósi til Skagastrandar og einnig
er unnið nokkuð að hafnar-
framkvæmdum á báðum fyrr-
nefndum stöðum.
Bátar frá Höfðakaupstað eru
hættir veiðum fyrir hálfum
mánuði og aðeins 1 bátur af 4
mun fara á síldveiðar í sumar.
Aflahæsti báturinn í Höfða-
kaupstað var Auðbjörg með
12 600 kr. hásetahlut yfir vetr-
arvertíðina.
Stúdentaráð Háskólans gefur
út HátíðablaS 17. júní
Aherzla lögð á baráttu íslenzkra stúdenta
gegn hernáminu
Fyrir nokkru ákvaö Stúdentaráö Háskóla íslands að
minnast þess að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins
17. júní með útgáfu hátíðablaös.
Efni 17. júní blaðsins verðurj
f jölbreytt og vandað og hefur.
verið leitað til margra þjóð-
kunnra manna úr hópi eldri og j
yngri stúdenta um skrif í það. í
blaðinu koma m. a. fram skoð-
anir mikils meiri hluta háskóla-
stúdenta í herstöðvamálinu, en
þeir eru eins og kunnugt er and-
vígir hinni erlendu hersetu og
vilja að bundinn sé endi á hana
hið fyrsta. Vökumenn í Stúdenta-
ráði hafa verið með nokkra til-
burði til að spilla efni blaðsins
og hindra útkomu þess, en þeim
hefur gjörsamlega mistekizt.
Enda er það nú að verða æ ljós-
ara, að formælendur ameriskra
herstöðva eru engir meðal há-
skólastúdenta, nema fámenn og
einangruð klíka ihaldspilta sem
enn stjórnar Vöku.
Ætlunin mun vera að hátíða-
blaðið komi út nokkrum dögum
fyrir 17. júní og verði dreift
um allt land. Standa vonir til að
blaðið verði vel úr garði gert og
stúdentum til mikils sóma.