Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Slegizf af grimmd i neðri deild japanska þingsirts 20§ lögregluþjóna-r ruddu þÍMg&islinn Kvenfólblð sat ekkl hjá Þingmenn köstuðu blekbytt- um, skjalabúnkmn og töskum hver í annan og slógust og bit- ust. Konur sem eiga sæti í deildinni létu ekki sitt eftir liggja, ein þeirra hljóp æpandi út úr salnum, eftir að föt henn- ar höfðu verið rifin í tætlur. 200 Iögregluþjónar skakka lelkinn Lögregla var kvödd á vett- vang til að skakka leikinn. 200 lÖgreglumenn, vopnaðir skamm- byssum og bareflum, ruddust inn í þingsalinn, en höfðu þó skilið vopnin eftir fyrir utan. Heiftarleg áflog urðu milli þingmanna í neðri deild japanska þingsins á fimmtudaginn var, þegar stjórnar- frumvarp um sameiningu alls lögregluiiðs í landinu und- jr eina stjórn var til umræöu. Þegar Bandaríkjamenn her- námu Japan árið 1945, létu þeir leysa upp ríkislögregluna og tóku yfirstjórn lögreglunn- ar úr höndum stjórnarvald- anna í Tokío en fálu hana yfir- völdunum á hverjum stað í landinu- I frumvarpi því sem stjórn Yoshídá hefur nú lagt fyrir þingið er gert ráð fyrir, að ríkisvaldið fái aftur óskipt vald yfir allri lögreglu lands- ins, og forsætisráðherranum heimilað að skipa í og reka úr lögreglustjóraembættinu eft- ir eigin geðþótta,. Stjórnarandstaðan telur frum- varpið fela í sér að stjórnin ætli sér að koma aftur á fót því lögregluríki, sem Japan var á stríðsárunum og fyrir þau. Atti að hespa afgreiðtelu af Stjórnin hafði reynt að knýja frumvarpið gegnum þingið á óvenjustuttum tíma, þar sem sumarfrí var fyrir dyrum, og hafði það vakið gremju and- stöðunnar. Yoshida forsætis- ráðherra hafði auk þess á- kveðið að fara til Bandaríkj- anna á föstudaginn og vildi Iáta afgreiða frumvarpið fyrir brottför sína. Höfðu sósíaldemokratar, sem eru helzti flökkur stjórnarand- stöðunnar, árangurslaust reynt, að fá forsætisráðherrann til að skýra þinginu frá í hvaða til- gangi hann ætlaði tii Banda- ríkjanna og hvaða na.uðsyn bæri til þess, að þingstörfum yrði hraðað vegna ferðar hans. Á fimmtudagskvöld ruddust nokkrir þingmenn sósíaldemó- krata upp að sæti forseta deildarinnar og reyndu að koma í veg fyrir að fundi yrði haldið áfram. Áflogin byrja Fundi var þá frestað, en síð- ar um kvöldið ætlaði forsetinn að setja fund að nýju. Fór þá á sama leik, að nokkrir sósíal- demokratar ruddust upp í for- setastólinn og komu í veg fyrir að fundur gæti hafizt. Nokkrir af þingmönnum stjórnarinnar lögðu til atlögu við sósíaldemo- kratana og reyndu að reka þá úr sæti forseta. Og um leið logaði allur þingsalurinn í á- flogum. Þingmennirnir gle\-mdu í svip ágreiningi sínum og létu reiði sína bitna á lögreglunni í stað- inn- Þeir urðu samt að láta í minni pokann. Um fimmtíu manns hlutu áverka í þess- um áflogum, sumir hættuiega. Engin styrjj- Mdarhætta Adlai Stevenson, foringi Demó- krata í Bandaríkjunum, sagði nýlega: „f. mörg ár hef ég ekki lagt trúnað á að styrjöld væri yfirvofandi. Eg fæ héldur ekki séð að hætta á styrjöld hafi auk- izt nú, nema því aðeins að við Bandaríkjamenn yrðum fyrstir til, en það held ég við verðum ekki“. nr gegn v.> C? liervæðinfifu Mörg aí sfærstu verkalýðssambönduiium styðja vinstri arm Verkamannaílokksms Mörg af stærstu verkalýðssamböndum Bretlands, sem haldið hafa þing sín að undanförnu, hafa lýst yfir and- stöðu sinni við endurhervæðingu V-Þýzkalands. Endui'hervæðing Vestur- 1.500.000 gegn hervæðingu Þýzkalands og þátttaka þess Brezku verkalýðssamtökin í fyrirhuguðu „varnarbandalagi jhafa haldið þ;ng að undanförnu Evrópu“ og „Evrópuher" hefur verið eitt helzta ágreiningsmál rínstri og hægri armsins í brezka Verkamannaflokknum. Andstaða vinstrí armsins ge^n þýzkri hervæíingu hefur átflvaxandi fylgi að fagna inn- an flokksins, eins og greini- lega kom í ljcs fyrir nokkrum vikum, þegar þingflokkurinn sarnþykkti með aðeins tveggja atkvæða meirihluta yfirlýsingu i um stuðning við stefnu hægri armsius, sem er hlynntur her- væðingunni- stunginn til bana Jósef Götzinger í Esslingen, nálægt Vín, var býræktarmaður og átti margar býkúpur. Um daginn urðu bý hans honum að aldurtila. Hann var að fram- kvæma vorhreingerningu í kúpunum er býfluga stakk hann. Við það missti hann úr höndum sér vaxkassa og bý sem á hon- um sátu urðu óð, réðust á hann, stungu hann í höfuð og hand- leggi með þeim afleiðingum að hann lézt skömmu siðar. Myndin er tekin við hlna hátíðlegu athöfn í Tsjakovskísalnum í Moskva, þegar Botvinnik var lýstur heimsmeistari í siiák eftir keppni þeirra Smisloffs, er lauk með jafntefli, sein kunnugt er. Danska stjórnin íhugar að íbuar fœreyska þorpsins kœra sig kollóffa um ákvarÓanir danskra sfjórnarvalda og hafa mörg þeirra stærstu lýst yfir andstöðu sinni gégn hervæðingu Þýzkaiands. I sam- böndum sem þegar hafa sam- þykkt slíkar yfirlýsingar eru rúm hálf önnur milljón fé- lagsmenn, þ.á.m. Sam-band vél- virkja (628,806), Samband verzlunarfólks (329,666),: Sam- band járnbrautarverkamanna (322,544), Samband rafvirkja (120,000) og Samband land- búnaðarverkamanna (70,800). SíeSaferð með 650 km liraða Bandaríski flugherinn hefur tilkynnt að flughersforingi hafi sett hraðamet á landi með því að aka rakettuknúnum sleða |með 6550 km hraða á kiukku- stund. Sleðanum er ekið eftir niðunnúruðum stálteinum á vegg og er hann til þess gerð- ur að þjálfa flugmenn í að þola kastið sem því fylgir að í’eygja sér út úr þrýstilofts- flugvél í mikilii hæð. Herstjórn- in segir að sjálfboðaiiðar verði síðar látnir aka sleðanum á 1000 km hraða á klukkustund. er Sjú Enlæ, utanríkisráðherra Kína, flutti aðalræðuna á fundi um Indó Kína á ráðstefnunni í Genf í gær. Kvað hann enga von til að- friður yrði tryggður í Indó Kína ef látið væri við það sitja að semja vopnahlé, einnig þyrfti að leysa hin póli- tísku vandamál- Hann kvað sömu reglur eiga að gilda íimt eftirlit með vopnahléi í' Indó Kína og gilt hafa í Kóreu síð- an vopnaviðskiptum var hætt þar. Vísindamenn hafa veitt á 50 metra dýpi í Nyassa-vatni undrá- fisk með brjóstugga er líkjast f ótum. />■ —■— ----------. Hans Hedtoft, forsætisráðherra Danmerkm-, sagöi í danska þinginu fyrir helgina, að stjórn hans hefði í hyggju að senda lögreglulið til Klakksvíkur í Færeyj- um til að brjóta á bak aftur „uppreisn“ þorpsbúa gegn dönsku heilbrigðisyfirvöldunum. Málsatvik eru þau, að íbúar þeirra, kæra s'g kollótta Klakksvíkur og nágrennis hafa neitað að taka við sjúkrasam- lagslækni, sem þeim hafði ver'ð sendur frá Kaupmannahöfn. — Læknir sá sem þeir höfðu fyr- ir, Halvorsen, hafði verið sett- ur af sökum þess að hann hafði verið rekinn úr danska læknafélaginu vegna óþjóðholl- ustu á hemámsárunum. Ibúar Klakksvíkur og ná- grennis, eða a.m.k. meirihluti um hegðir.i llalvorseiis á stríðsár- unum og viija alls ekki skipta um lækni. Þeir hafa meinað hinum nýskipaða sjúkrasam- lagsiæRni landgöngu í Klakks- yík og sérstakur fulltrúi danskra stjórnarvalda, sem sendur var á vettvang, fékk heldur ekki landgöngu. Iialvor- sen er enn í Klakksvík og er eini læknir í héraði, þar sem um 50C0 mauus búa. Hedtoft skýrði frá því í þinginu, að hann hefði rætt þetta mál við fulltrúa yfir- valda í færeyska amtinu og hefði það orðið að samkomu- lagi, að sendur yrði „óvilhall- ur“ maður frá Ivaupm annahöfn tii að kynna sér alla mála- vexti. Hedtoft bætti við, að enn væri ekki loku skotið fyrir það, að finna mætti einhverja lausn á málinu án valdbeitingar. Hins vegar væri danska stjórnin undir bað búin að senda lög- reglulið á vettvang, ef fær- eyskir ráðamenn óskuðu eftir því iiyjiuig F \ Kunnur rússneskur vísindá- maður, prófessor A. Sternfeld, segir í grein í tímaritinu So- vétskaja Bjelorússía, að nú sé hægt að senda eldflaugar 400 km í loft upp. Eldsneyti þessara eldflauga er vetni og litíum. Af fréttum verður ekki ráðið, hvort þegar hafa verið gerðar tilraunir með að sendá þær út í geiminn, en Stern- feld segir, að þær muni styttá mjög flugtímann milli jarð- arinnar og tunglsins og plá- netanna og gera þannig ó- þarf a sérstaka. viðkomustaði: á leiðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.