Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.06.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. júní 1954 þJÓOVILJINN | tjtyefand!: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: MagDÚs Kjartansson táb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. B-laS&menn: Ásmundur Sigui-jónsson, BJarni Benediktsson, Guð* mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðnstig 19. — Sími 7600 (3 línur). Áakriftarverð kr. S0 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 ann&rs staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. _____II____________________________________———-» Togararnir Stjórnarblöð'in eru haldin kynlegri þögn um þann vanda sem nú er mescur í atvinnulífi þjóðarinnar. Tog- ararnir, mikilvirkustu framleiðslutæki landsmanna, eru að stöðvast einn af öðnim, og er nú meira en fjórðungur þeirra bundinn. Allir vita að þetta ástand stafar ekki af því að togaramir séu úrelt tæki, þvert á móti færa þeir þjóðinni meiri arð en nokkur önnur, og íslenzkir togara- sjómenn eru þeir afkastamestu í heimi. Á síðasta ári námu afköst togaraflotans 300 milljónum króna í gjald- eyrisverðmætum. Ástæðan til stöövunarinnar er ein sam- an meinsemd í stjórnarfarinu, miliiliðirnir ganga að tog- araútgerðinni af svo mikilli græðgi að hún hefur sligazt undir. Á sama tíma og þetta er að gerast blasa við betri og víðtækari markaöir en nokkru sinni fyrr. íslenzk sendi- nefnd er nú komin til Moskvu, en Sovétríkin hafa tjáð sig reiðubúin til að kaupa af íslendingum 35.000 tonn af íreðíiski á hálfu öðru ári. Frá Austurþjóðverjum liggja íyrir tilboð um kaup r 9000 tonnum, Tékkar vilja 5000 tonn o.s.frv. Þannig eru allar aðstæður fyrir hendi til að fullnýta togaraflotann, láta hraðfrystihúsin starfa sleitulaust og tryggja þjóðinni þannig meiri tekjur af út- flutningsverðmætum en nokkur dæmi eru til áður. En til þess að hagnýta þessa stórfelldu möguleika verð- ur að gera út togaraflota landsmanna, og til þess þarf að tryggja sjómönnum stóvhækkað kaup og bætta aðbúð og útgeröinni skynsamlegan rekstrargrundvöll. Þetta er ís- ienzkt vandamál og brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. En ríkisstjórnin hefur ekki enn aðhafzt neitt, svo vitaö íé, og blöð hennar þegja, þótt einn togarinn stöðvist af óðrum. Þetta er ástand sem þjóðin má ekki þola degi lengur. Nú þegar hefur ríkisstjórnin bakað landsmönnum mjög verulegt tjón með því að láta koma til nokkurrar stöðvunar og það tjón vex með hverjum degi. Það mun koma í ljós að erfiðara verður að koma togurunum af stað aftur, ef þeir eru þegar stöðvaðir, enda þótt ríkisstjórnin, hengslist til að gera einhverjar ráðstafanir. Og slíkar ráð- stafanir verður hún að gera þegar næstu daga. Mál sem warSar alþýSuum land alft Blöð afturhaldsflolckanna úti á Iandi hafa að sjálfsögðu 1ekið undir öskur Revkjavíkurblaðanna um söfnunina í Sigfúsarsjóð, og er þar fátt eða ekkert frumlegt, halda því auðvitað líka fram, að söfnunin sé yfirskyn eitt, o'g reyna að spilla fyrir henni með getsökum. Blað norðlenzkrar al- þýðu, Verkamaðurinn á Akureyri, tekur rösklega í lurg- inn á þeim í ritstjórnavgrein, og segir m.a.: ,.í rauninni er það ekki með öllu óskiljanlegt, að þessir ilokkar hristi hausana í algeru ráðaleysi yfir því, að Sós- íalistaflokkurinn geti einnig aflað fjár til brýnustu þarfa sinna .... En þeim sést yfir tvennt, sem hér gerir gæfu- muninn. í fyrsta lagi, að þær þrettán þúsundir alþýöu- rnanna, sem fylgja flokknum í þingkosningum, og þó launai' miklu fleiri, skilja það og styðjast þar við langa reyilslu, að starf Sósíalistaflokksins færir alþýðustéttun- um árlega milljónatugi. sem að öðrum kosti hefðu lent í arðránsklóm auðstéttarinnar. Forysta flokksins í verka- lýðshreyfingunni og á stjómmálasviðinu er forsenda þess, að kjör alþýðunnar séu sambærileg og batnandi. Með því að efla Sósíalistaflokkinn að starfsmætti, hvort sem er með fjárframlögum eða á annan hátt, er alþýðan því að Jeggja fram fé og starf, sem gefur meira í aðra hönd en rnetið verði .... Fjársöfnun, sem nemur rífuin hálfum clagiaunum á hvern fylgismann, mun reynast slíkum flokki ekki aðeins vel framkvæmanleg, heldur auðveld cg þeim mun léttari, sem andstæðingarnir veina hærx-a“. Þetta er vel mælt. Það hefur sýnt sig, og á eftir að sjást 'betur, að alþýða manna út um byggðir landsins ætlar að verða með í söfnuninni í Sigfúsarsjóð, finnur að hér er verið að vinna verk sem varðar alþýðu manna um allt land. Einmitt nú næstu daga, á lokaspretti söfnunarinn- ar, væntir söfnunarstjómin öflugs stuðnings utan af landi. K]amorkuspreng}an ervopn gegn mannkynssögunní RœSa franska rithöfundarins Jean- Paul Sartre á fundi HeimsfriSarráSsins 'TT’nginn þeirra menntamanna, sem komið hafa fram á sjónarsviðið í Evrópu síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefur vak:ð aðra eins athygli og umtal og franska skáldið og heimspekingurinn Jean- Paul Sartre. Skáldsögur hans og heimspekirit hafa komið út á fjöldamörgum tungumálum og le'kritin fara sigurför land úr landi, eitt hefur til dæmis verið sýnt hér í Þjóð- leikhúsinu og annað leikið í Ríkisútvarpió. Eins og fjöld- inn allur af fremstu skáldum og hugsuðum Frakklands fyrr og síðar hefur Sartre tekið virkan þátt í þjóðmálabarátt- unni í landi sínu allt frá því hann gekk í andspyrnuhreyf- inguna gegn hernámi Þjóð- verja. Upp á síðkastið hefur hann gengið fram fyrir skjöldu í ræðu og riti til að gagnrýna stríðsstefnu Atlanz- hafsbandalagsins og kúgunina sem þjóðirnar í nýlendum Frakka eru beittar. Qíðan á Heimsfriðarþinginu í ^ Vínarborg í hitteðfyrra heíur Sartre tekið virkan og vaxandi þátt í starfi Heims- friðárhreyfingarinnar. Leigu- pennum stríðsæsingafíflanna hefur að vonum gengið illa að samræma þátttöku Sartre og annarra slíkra í Heimsfrið- arhreyfingunni þeirri kenn- ingu sinni, að þessi volduga milljónahreyfing, sem með dæmalausum hraða hefur breiðzt út um löndin, sé snið- ugt herbragð rússneskra heimsvaldasinna, sem e:gi að hjálpa þeim til að afvopna Vesturveldin án þess að Sov- étrík;n þurfi nokkru að fórna af sínum herbúnaði. Sartre er einmitt kunnur fyrir óvægilega gagnrými á sovézkum stjórn- arháttum. Hann hefur hvað eftlr annað átt í hörðum snerrum við franska komm- únista, bæði eftir og áður en hann hóf þátttöku í Keims- fr’ðarhreyfingunni Það sem hætbítar hreyfingarinnar vilja sízt viðurkenna er einmitt sannað með aðild Sartre. Heimsfriðarhreyfingin er sam- tök fólks með gerólíkar skoð- anir á flestu milli himins og jarðar, nema því að mál mál- anna í heiminum í dag er að hindra að nýtt ófriðarbál verði tendrað, því að þar m\-ndi menningararfur kyc- slcðanna og jafnvel mannkyn- ið allt brenna til ösku. fjér fer á eftir lausleg þýð- **ing á ræðu sem Jean-Paul Sartre flutti á þingi Heims- friðarráðsins í Beriín í síð- asta mánuði: „Ef kjarnorku- sprengju væri varpað myndi það kalla yfir menn hættu, sem við þekkjum helzt t’l vel. En það eitt að ógna með kja rnorkuvopnum hefur í för með sér gagngerða brejdingu á samskiptum þjóðanna. Það er kjarnorkusprengjan sem einkennir það sem við köll- um kalda stríðið. Hingað til hefur þurft milljónir manna til að bana milljónum manna og til þess að fá fjöldann til að sætta sig við dauíann og — E p 1 e 18 d t í ð I u d i ",____________________________/ baka hann öðrum varð víður- eignin að spegla ástríður fjöldans ef ekki hagsmuni hans að vissu marki og hún mátti ekki brjóta of berlega í bág við réttlætiskennd hans. Það er innganga fjöldans í þjóðaherina sem knúið hefur ríkisstjórnirnar til að gera greinarmun á árásarstyrjöld- um og varnarstyrjöldum — Jean-Paul Sartre árásarstríðin eru þau sem aðr- ir heyja en varnarstríðin þau sem maður heyir sjálfur. Þann ig er því varið að meira að segja á stríðstímum hefur al- menningsálitið nokkurt taum- hald í borgaralegum lýðræð- isríkjum. F^n einkum í heimsstyrjöld- •*-J inni síðari og eftir hana, í hernumdum löndurn Evrópu og Sovétríkjunum, síðar í Kina og Indc-Kína, höfum við orðið áhorfendur að því að mj-ndazt hafa alþýðuherir, sem I’fa meðal alþýðunnar en ekki á alþýðunni. Alþýðuher berst gegn árásarsegg, her- námsveJdi eða nýlenduveldi. AJþýðuher getur einungis háð varnarstríð eða frelsisstríð, al- þýðuher ver sjálfan sig og sína eigin fósturjörí, hann getur ekki ráðizt á aðra þjóð eða sótt vfir landamæri öðru vísi en að fyrirgera eðli sínu. Þetta kom á dag:nn þegar revnt var að fá stríðsmennina úr andspyrnuhrej'fingu okkar Frakka til að berjast í Indó Kína. Alþýðuherinn hefur eignazt algera andstæðu þar sem er kjarnorkusprengjan, alþýðuherinn og kjaniorku- vcpnið em þær tvær andstæð- ur sem einkenna okkar tíma. Einmitt þegar það er komið á daginn að þátttaka allrar þjóðarinnar í stríði er atriði sem stuflar að þvi að friður hald;st, hefur leystst úr læð- ingi reginafl, sem gerir for- ystumönnum Vesturveldanna fæi-t að heyja styrjöld án al- þýðunnar. Styrjöldin skilst frá mann- kyninu- Fjöldinn sem háði hana og þjáðist í henni held- ur ekki lengur aftur af henni. í gær voru stéttaandstæður innan hersins. I dag er það á valdi nokkurra auðmanna og leigðra þjóna þeirra að heyja kjamorkustrið. Banda- rískur blaðamaður sagði eitt sinn við mig í fullri hrein- skilni: ,,í Bandaríkjunum er fólk svo friðarsinnað að það tekur heldur þann kost ao varpa kjarnorkusprengjum á óvini sína en að hervæða fót- gönguliðið“. Þetta er auðvitað óréttlátur dómur. bandarísk alþýða vill frið. En þeim mun betur sem tekst að sannfæra hana um að hennar sé ekki þörf til að heyja stríð, því mlnni áhrif hefur hún á rás viðburðanna. Henni er talin trú um að hún geti ekki haft áhrif á rás viðburðanna og þess vegna eru svo litlar hömlur á kjarnorkustríði. — Nokkrir ráðherrar gætu hrundið því af stað á morgun þvert ofan í hagsmuni og vilja fcjóðarinnar. Það er má- ske stórkostlegasta hættan. |7jarnorkusprengjan er eina “ vopnið sem hentar kúg- andi minnihluta. Án hennar gæti hann ekki leyst hlut- verk sitt af hendi. Hlutverk lians er að halda við óhlut- lægum tálmunum milli þjcða og milli þjóðahluta og stjórna í berhögg við sögulega og þ jóð hagslega nauðsyn. En það verður erfiðara og erfiðara að fá fólk til að breyta gegn vilja sínum og hagsmunum. Hverjum dettur í hug að hægt sé til lengdar að nota Þjóð- verja sjálfa til að halda Þýzkalandi klofnu í tvennt? Hvernig er hægt að nota Frakka til að koma á lagg- irnar Vestur-Evrópuher, sem yrði þeim til glötunar? Hvern- ig er hægt að nota Evrópu- menn til að halda áfram kalda stríðinu, úr því að þeir ern sjálfir fyrstu fórnarlömb þess? Nú er svo komið að kúgararnir fá færri og færri aðstoðannenn úr hópi hinna- kúgugu. Refjar, áróður og jafnvel fjármunir er ekki eins álirifaríkt og áður Við hcfum glatað Indó Kína vegna þess að það var andstætt sögu- legri nauðsyn að málalið. tug- þúsundir kílómetra frá heima- stöðvinn sínum, sigraði al- þýðuher. Eftir er aðems ein undankomuleið — kjamorku- sprengjan. Kjarnorkusprengj- an er vopn gegn mannkyns- sögunni. eir sem reyna að hræða okkur með tilraununum við Bikini tala. ekki um sig- FVamhald á íl síHHi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.