Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 19. júní 1954 — % ÍÞRÓTTiR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Iþróttasýningar og keppni settu svip á 17. júní Eins og að venju fór einn þáttur hátiðahaldahna 17. júní fram á íþróttavellinum. Voru þar sýningar og keppni og lauk þar hinu árlega 17. júní frjálsiþróttamóti. Viðstaddur sýningar þessar var forseti Is- lands, en hann er sem kunn- ugt er verndari íþróttasam- bandsins. Ennfremur voru þar ráðherrar og sendiherrar er- lendra ríkja. Hinir nýútskrifuðu stúdentar settu líka svip sinn á áhorfenda stúkuna. Fylking íþróttamanna frá mörgum félögum gekk einn hring undir fánum , en fyrir henni gengu skátar með fánaborg. Mótið setti Gísli Halldórsson form. l.B.R. Þá flutti forseti Islands á- gætt ávarp og að því loknu af- henti hann forseta I.S.l. bikar einn mikinn og fagran er veit- ast skyldi þeim íþróttamanni í landinu er beztum árangri næði í frjálsum íþróttum 17. júní. Ymsar sýningar. Þá hófust sýningarnar og sýndu þá fyrst 60-70 stúlkur 11-14 ára úr Ármanni undir stjórn Guðrúnar Nilsen, og vakti sýningin hrifhingu á horfenda, en sýningin var byggð upp með hugkvæmni sem Gurúnu Nilsen er lagin; undir- leik á píanó annaðist Carl Billich. Leikfimiflokkur KR undir stjórn Benedikt3 Jakobssonar vakti einnig hrifningu. Piltun- um hefur farið mjög fram frá því þeir sýndu síðást, og það á öllum áhöldunum, enda munu þeir eftir tvær vikur fara til Halden í Noregi til þátttöku í stóru fimleikamóti, sem þar er haldið í byrjun næsta mánaðar. Þá fór fram knattspyrnu- kappleikur í IV. fl. milli Austur- og Vesturbæjar og lauk með sigri Austurbæjar 1:0. Bændaglíma var háð og stjórnaði Þorst. Einarssor henni. Voru aðeins 4 keppendur í hvorri sveit en bændur voru Gísli Guðmundsson^og Sigurð- ur Sigurjónsson. Keppendur voru aðeins frá KR og Ármanni. cg vantaði vissulega menn úr UMF Reykjavíkur. Var glíma þessi ekki sérlega hrífandi, og cf fámenn. Frjálsíþróttamótið var fjöl- mennt og komu þar fram marg- ír efnilegir íþröttamenn, sem eiga eftir að láta til sín taka • og gefst þá betri tími til að vikja nánar að þeim Bezta árangri í einstakri keppnisgrein hér í Reykjavík náði Hörður Haraldsson fyrir 100 m hlaup sitt sem gefur 908 stig, eftir nýju töflunni. tírslit: jtOO m hlaup Hörður Haraldsson Á. 11,0 Ásmundur Bjarnason, KR 11,1 Guðmundur Vilhjálmsson IR 11,1. Stangarstökk Bjarni Linnet, IR 3,65 Valbjöm Þorláksson, KR 2,50 Heiðar Georgsson, iR 3,20. Langstökk Einar Frímannsson, UMF Self. 6,47 Björn Jóhannsson, UMFK 6,38 Helgi Björnsson, ÍR 6,29. Kúluvarp. Guðmundur Hermannsson KR 14,23 Skúli Thorarensen, Á. 14,02 Hallgrímur Jónsson Á 12,43 1500 m hlaup. Sigurður Guðnason ÍR 4.06,0 Svavar Markússon KR 4.08.4 Halldór Pálsson UMFK 4.25,2. 400 m hlaup. Guðmundur Lárusson Á. 49,8 Þórir Þorsteinsson Á. 51,3 Björn Jóhannss. UMFK 55,8 - 1000 m boðhlaup. Giímufélagið Ármann, 2.01,1 KR 2.07,2 IR 2.07,8 Framhald á 11. síðu. 7 5 ára í dag Lárus J. Guðjón Einarsson fimmtugur Þeir sem fylgzt hafa með íþróttamálum höfuðborgarinn- ar, og þá sérstaklega knatt- spyrnumálum, hafa ekki kom- izt hjá því að kynnast afmæl isbarninu frá í gær, svo mjög hefur hann hrærzt og lifað í íþróttastarfi. Sem drengur var Guðjón Einarsson þátltakandi i starfi og „stríði“ strákafélag- anna, sem í þann tíð settu viss- an „svip á bæinn.“ Þessi at- hafna- og félagsþörf Guðjóns var aðeins byrjun á því sern koma átti. Hann gerðist félagi í Víkingi, og keppti þar um langt skeið í aðalliði félagsins. Hann sat þar í stjóm, og var formaður Víkings um nokkurt skeið, fulltrúi í KRR auk ó- teljandi trúnaðarstarfa, sem hann hefur gegnt fyrir félag sitt og íþróttahreyimguna í heild. Það sem þó hefur einna mest aukið orðstír Guðjóns eru afskipti hans af dómaramál- um, og hæfni hans sem knatt- spyrnudómari. Er hann nú eini íslenzki dómarinn, sem hefur viðurkenningu sem alþjóða- dómari, og segir það nokkuð til um álit það sem hann nýtur sem dómari. Myndugleiki Guðjóns og form festa hefur átt sinn mikla þátt í því að gera honum kleift að halda leikjum sem hann dæmir í hendi sinni, en það er einkenni góðra dómara. En Guðjón hef- ur haft afskipti af fleiri íþrótta greinum en knattspyrnu. Hann tók að iðka badminton fyrst og fremst til gamans og hress- ingar en árangurinn lét ekki á sér standa. Hann komst brátt í fremstu röð badmintonleikara, og hefur unnið mikið fyrir þá íþrótt í leik og stjórn, og líka þar — sem ágætur dómari. Um nokkurt skeið hefur Guð- jón setið í stjóm íþróttasam- bands Islands og er varaforseti þess. Hér hefur verið stiklað á ör- litlu af öllum þeim störfum sem Guðjón hefur af hendi leyst, og enn hvíla á honum föst störf sem hann á vissu- lega eftir að hafa með höndum í mörg ár enn, svo ungur sem hann er í sjón og raun. Fyrir allt þetta stendur íþróttahreyf- ingin í mikilli þakkarskuld við Guðjón. Því starf hins sanna áhugamanns fyrir íþróttahreyf- inguna verður aldrei fullþakk- að. En Guðjón hefur komið víð- ar við en í íþróttahreyfing- ingunni. Hann hefur stund- að leiklist með ágætum árangri og hann hefur tekið rnikinn þátt í félagssamtökum verzlun- armanna hér í bæ. Heill þér fimmtugum. Þegar ég var drengur og ný- orðinn læs eignaðist ég tvo árganga af „Unga íslandi" frá árunum 1907 og 1908. Á einni síðu þessarar bókar gaf að líta mann alklæddan, búinn hlífðarfötum sjómanna í leður- stígvélum með sjóhatt á höfði bundinn undir höku. Með mynd þessari fylgdi grein og frásögn um það að 15 dögum áður en ég fæddist í þennan heim hefði maður þessi, Lárus J. Rist að nafni, synt yfir Eyjafjörð, frá Glerárósum að Leiru. Aðdrag andinn að þessu afreki fannst mér ekki síður ævintýralegur og stórbrotinn. Við strákarnir lásrnn í greininni, að rétt uppúr áramótum sama ár hefði Lár- us þessi í römrnustu alvöru og í viðurvist fjölda manna gert heitstrengingu, sem líkari hefði verið köppum fornsagnanna sem við dáðum og þráðum að líkjast. Og við lásum: „Stíg ég á stokk og strengi þess heit að synda yfir Eyjafjörð innan jafnlengdar, alklæddur og í sjó- fötum, á leiðinni frá Glerárós- um inn að Leiru, en áskil mér rétt til þess að kasta klæðum á sunainu, ella minni maður heita.“ Og við strákarnir tókum þennan Lárus þegar í tölu kappanna. Hann hafði staðið við heit sitt, og unnið afrek, að vísu ekki í því að fella marga menn eins og kappar fortíðar- innar gerðu. Tilgangurinn var í orðsins fyllstu merkingu þver- öfugur. Hann segir sjálfur frá til- ganginum í bók sinni „Synda eða sölckva", að með sundi þessu vildi hann afsanna þá út- breiddu kenningu „að sund- kunnátta væri sjómönnum einskis virði, og þeir sem í sjó- inn féllu drukknuðu jafnt hvort þeir væru syndir eða ekki. — Eg vildi hrekja þessa kórvillu með áþreifanlegri sönnun og sýna að hver sá fullhraustur Glæsileg gjöf Sendið vinum og viðskiptasamböndum erlendis fallegu myndabókina ISLAND VORRA DAGA Fæst í öllum bókavesizIuÁmm Afgreiðsla: Davíð S. jónsson & Co Þingholtsstræti 18 — Sími 5932 Ferðbúinn til sunds yfir Eyjafjörð 6. ágúst 1907. maður sem dytti í sjóinn inni á Eyjafiröi ætti að geta bjarg- að sér til lands öðru hvoru megin", eins og hann segir orðrétt í bókinni. Og Lárus hafði á réttu að standa, og fyrir þessari skoðun sinni hefur hann ‘ barizt alla ævi. Nú er það viðurkennt af öllum að sundkunnátta er nauðsyn og hefur bjargað hundruðum Is- lendinga frá drukknun. Þetta atvik, er Lárus Rist synti 6. ggúst 1907 yfir Eyjafjörð hef- ur vissulega haft sín miklu á- hrif til örfunar sundiðkana, og aukið trúna á þýðingu sunds- ins fyrir þjóð okkar sem hefur orðið og verður að sækja björg á brimótt haf og ferðast ura vötnótt land. Áhugi Lárusar fyrir sund- íþróttinni og raunar íþróttum yfirleitt hefur ætíð verið einlæg ur og ákafur, og með orðum og' athöfnum hefur hann verið ó- trauður, að berjast fyrir áhuga málum sínum. „Orusturmar í Laugaskarði", þ.e.a.s. í Hveragerði mun lengi minnzt og þess sigurs sem Lár- us vami þar. Þótt Lárus sé í dag 75 ára hefur hann ekki lagt árar í bát, Hann er ptadd- ur á Akureyri, sem eitt sinn var athafnasvæði hans, og ætl- ar í dag að sýnda 200 m, og þeir sem þekkja frískleik af- mælisbarnsins vita að honum verður ekki mikið fyrir því, og það þó hann verði ao synda með kerlingu Elli á baki! Iþróttamenn og þá sérstak- lega sundmenn um land allt þakka Lárusi J. Rist ötult starf og érna honum allra heilla á þessu merkisafmæli. Maroianð meistari Heimsmeistarinn í hnefaleik —< Rocky Marciano, varði meistara- titilinn í fyrradag; sigraði Ezzard Charles á stigum í 15 lotum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.