Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 11
Miðviltudagur 30. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 viljum vér benda á, a'ö vegna starfshátta verk- smiðjunnar er ekkí hægt að veita almenningi aðgang að verksmiðjusvæðinu til að skoða verk- smiðjurnar. vegna sximarleyfa frá og með 5. til 22. júlí. •duSup-ossan Stiama h.f. Laugaveg 73 i. __________________________________________________jjt Guatemala berst fyrir sjálfstæði sínu Framhald af 7 síðu. en 100 dollara. Dánartala er mjög há. 1951 voru 390 starf- andi læknar í landinu, af þeim voru 285 í höfuðborginni (11). Óánægja hins vinnandi fólks í Guatemala með hina erlendu yfirdrottnun hefur farið sívax- andi. Mótspyrna gegn hinum erlendu yfirdrottnurum hefur þó löngum verið í molum og lítt skipulögð. 1944, í lok heims- styrjaldarinnar síðari og fyrir áhrif hennar, valt einræðis- stjóm Ubicos úr valdasessi, en við tók borgaraleg stjórn sem stefndi að því að endurvinna sjálfstæði Guatemala og um- ráðarétt þegnanna yfir fram- leiðslutækjum og atvinnuveg- um landsins. En jafnvel þá voru verkalýðsféiögih mjög véik og máttarlítil, og flokkur hinriar kúguðu alþýðu, Kommúnista- flokkurinn, enn bannaður. Stjórn sú sem mynduð var undir stjórn Arevalo reyndist veik, skorti afl til að etja kappi við hinar voldugu auðhringa- og einræðisklíkur í landinu og til að tryggja fullkomin lýð- réttindi. Samt tókst afturhald- inu aldrei að steypa henni af stóli þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Samtökum alþýðu landsins óx mjög fiskur um hrygg á árunum sem liðin eru eftir ítriðið og unnu þau frækilegan sigur í kosningum sem haldnar voru 1950. yar þá mynduð VxL síeiklur Framhald af 5. síðu. verður steiktur í heilu lagi á teini fyrir framan háskólann í bænum og slátrarar vænta þess, að. allir þeir menn, sem gegnt hafa embætti matvæla- ráðherra í Bretlandi síðan skömmtunin hófst á stríðsárun- um, verði viðstaddir og fái sér bita. m Lnninffarójpýoi SJ£.S:& stjórn undir forsæti Jacobo Arbenz, og tók hún upp ákveðna stefnu að vinna sigur í sjálf- stæðismálum landsins og bæta kjör hinna fátækustu. Til að losa landið úr einokunarviðjum United Fruit ákvað þingið að byggja höfn í Santo-Tomas; raforkuver í Hurun og þjóðvegi þúsund km að lengd til að hnekkja einokun hinna tveggja hringanna. 17. júní 1952 sam- þykkti þingið svo lög um jarð- eignaskiptingu, og er það eitt stærsta skref sem stjórn Ar- benzar hefur stigið til að auka velmegun og lýðréttindi í land- inu. Lög þessi voru framkvæmd og stofnaður óháður banki til að hjálpa hinum sárfátæku og eignalausu bændum, sem eign- uðust þá í fyrsta sinn jörð til að standa á, til að komast yfir búslóð og áhöfn á jarðir sínar. Stjórnin endurgait upptækar jarðir ríflegu verði. í lok árs 1953 hafði verið skipt unp 150 þús. hektara lands er verið höfðu í einkaeign. Af þeim hafði United Fruit „átt“ 95 þús. ha. Auk þess hafði 300 þús. ha. lands er var í ríkiseign verið skipt milli 25 þús. bænda- fjölskyldna. Landeignaskipting þessi fór fram þrátt fyrir harða andstöðu hinna bandarísku auðhringa og stóreignastéttar landsins. Til að hindra að frekar yrði gengið á ,,rétt“ þeirra, gripu þeir til að hefjá uppreisn í landinu. Upp- reisn þessi var þó bæld niður. Einn af forsprökkum uppreisn- arinnar var höfuðlögfræðingur United Fruit í Guatemala, Juan Kordoba Serna, og má af því marka hverjir hafa staðið á bak við hana. Þessi ósvífna tilraun til að grípa inn í innanríkismál Guatemala vakti megna andúð meðal íbúanna. Alþýðusam- bandsþing landsins skoraði á allt bið vinnandi. fólk þess að standa dyggan vörð um lýð- réttindi og sjálfstæði landsins. Annað þing Verkamannaflokks Guatemala (hann var stofnaður í des. 1952) benti á nauðsyn þess að alþýða landsins væri viðbúin harðri baráttu við hin erlendu auðfélög og innlenda stóreignastétt til að tryggja á- framhald landeignaskiptingar- innar og auka einingu verka- manna og bænda. Til að sam- hæfa baráttu þjóðarinnar gegn hinu innlenda og erlenda aftur- haldi mynduðu helztu stjórn- málaflokkarnir með sér banda- lag. f því eru: Róttæki flokkur- inn (stjórnarflokkurinn), Þjóð- emisflokkurinn (báðir borgara- legir flokkar), Verkamanna- flokkurinn, og ennfremur verkalýðsfélög, æskulýðs- og kvennasamtök. í lok ágústmánaðar 1953 sendi stjórn Bandaríkjanna Guate- malastjórn harðorða mótmæla- orðsendingu varðandi skerð- ingu „réttinda" Bandaríkjanna í Guatemala. Orðsending þessi vakti sterka reiði og andúðar- öldu í Guatemala. Upp frá því hefur Banda- ríkjastjórn stefnt að því leynt og Ijóst að steypa hinni lýð- ræðislegu stjórn landsins af stóli með ofbeldi. í skýrslu sem Arbenz forseti birti í janúar s.L lagði hann fra.m skjöl er sönn- uðu óhrekjanlega undirbúning Bandaríkjastjórnar að slíku samsæri. Laugardaginn 19. þ. m. var því hrundið í fram- kvæmd. Heimsauðvaldið gefur aldrei upp arðránsaðstöðu sína mót- spyrnulaust. Það sannast einnig nú í Guatemala. En sú mót- spyrna er barátta gegn þróun sögunnar ,og því mun auðvaldið brátt heyra henni til. HEIMILDIR: (1) Seymour E. Harris, Economic Problems of Latin America, New York, 1944, bls. 22. (2) „Stateman’s Year book“, 1953. (3) Hag- fræðiráð Sameinuðu Þjóð- anna: „Economic Develop- ment of Guatemala" (Efna- hagsþróun Guatemala), 1951, bls. 18. (4) „The American Annual“, 1953. (5) Sama rit. (6) „Efnahagsþróun Guate- mala", skýrsla rannsóknar- nefndar Alþjóða Bygginga- málabankans, Washington, 1951. (7) Hagfræðiráð Sam- einuðu Þjóðanna: „Efnahags- þróun Guatemala“, 1951. (8) „Efnahagsþróun Guatemala“. 1951, bls. 5. (9) „The Pan American Year hook“, 1954. (10) Sama rit. (11) „State- man’s Year book“, 1953. T í l Otbreiðið Þjóðviljann Allir, sem pantað hafa hjá oss orðatók Blöndals, og cnn hafa ekki fengið cintak sitt, mega vitja bókarinnar næstu daga Bókavenim. haioidai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.