Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 7
— Miðvikudagur 30. júní 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Guatemala er eitt af frum- stæðustu landbúnaðarlöndum Mið- og Suður-Ameríku. Það er eitt af sex ríkjum Mið-Ame- ríku og strendur þess liggja öðrumegin að Kyrrahafi en binumegin að Karabíska haf- inu. Stærð þess er 108.9 þýs. íerkílómetra og íbúafjöldinn um 3 milljónir. Af þeim eru meira en 70% indíánar, og eiga þeir við bás kjör að búa. Flest- ir eru þeir verkamenn á plant- ekrunum eða í trjávöruiðnaði og annars staðar þar sem ekki þarf sérkunnáttu til. Einungis óverulegur hluti indiána lifir af búfjárrækt, nokkrir þeirra hokra þó á hrjóstrugum land- skæklum í fjallahéruðum. Aðr- ir íbúar Guatemala eru mest- ísar sem mynda borgarastétt bæjanna, kaupmannalýð og handiðnaðarmenn; yfirstétt landsins, aðall, landeigendur og skriffinnar á ríkisskrifstof- um eru kreólar af spænskum ættum cg eru þeir um 1% íbúánna. Guatemala varð sjálfstætt ríki ásamt öðrum ríkjum Mið- Ameríku á þriðja tug 19. ald- ar að loknu frelsisstríoi hinná spænsku nýlendna í Vesturálfu. En frelsið féll ekki þjóðinni í hlut heldur varð aðail og land- eigendur hin ríkjandi stétt í landinu. A valdatímabili einræðisherr- ans Estrad Kabrer í upphafi 20. aldar féll landið undir efna- hagsleg og stjórnmálaleg yfir- ráð Bandaríkjanna. Bandariskt fjármagn náði tökum á mikil- vægustu atvinnuvegum Guate- mala. Heildarhlutafjáreign Bandaríkjanna í Guatemala í lok árs 1940 nam 74 millj. doll- ara (1). Hlutafjáreign annarrá ríkja heimsauðvaldsins var 49 millj. dollara, Bretland átti 25 millj. dollara, Þýzkaland 20 millj. og Holland^ 4 millj. doll- ara. I heimsstyrjöldinni síðari óx fjárfesting Bandaríkjanna í Guatemala þvínær. 4 sinnum. 1950 nam hlutafjáreign þeirra þar 250 millj. dollara, en Breta 0.8 millj. sterlingspunda (2). Þannig höfðu Bandaríkin rekið þvínær alla keppinauta sína úr Guatemala og gert það að yfir- ráðasvæði sínu. Mikill meirihluti fjármagns Bandaríkjanna i Guatemaja er í eigu þriggja auðfélaga: United Fruit, International Railways of Central America (IKCA) og F.mpresa Electrica de Guate- mala sem er dótturfyrirtæki bandaríska hringsins Electric Bond and Share Co. tlringar þer.sir hafa haft óskoruð völd yfir efnahagslífi Guatemala og hafa í krafti þeirra farið með landið eins og nýlendu Banda- ríkianna. Heita má að auðhringurinn United Fruit Co. hafi orðið ríki í ríkinu, og farið að eigin lögum og geðþótta. Hann hefur með höndum alla framleiðslu og útflutning banana, kaffis og reyrsykurs landsins. Hringur þessi hefur og tekið í sínar hendur mestan hluta siglinga og útgerðar landsins, innan- landsverzlun og járnbrautir. Undir yfirráðum hans hafa og verið þrjár hafnir landsins: Puerto Barrios (á strönd Kara- bískahafs) og San Jose og Champerico (báðar á Kyrra- hafs^tröndl. Gróði fyrirtækja félagsins í Guatemala hcfur iiÉlllStel '• i. 4< A verið samkvæmt skýrslum þess allt að 109 millj. dollara á ári en það er mun hærri upphæð en niðurstöðutölur fjárlaga rík- isins. Annar hringurinn, IRCA, er einnig umfangsmikill í efna- hagslífi landsins. í hans eigu eru allar jámbrautir landsins, nema þær sem eru í eigu hinna tveggja hringanna. Samaniögð lengd jámbrauta félagsins er um 1300 km. Farm- og far- gjöld félagsins eru þau hæstu er þekkjast nokkurs staðar, en einokun þess á járnbrautum landsins gerir þvi okrið kleift. Gjald undir farm frá Puerto Barrios til höfuðborgarinnar, 300 km leið, er hærra en gjald undir.sama farm frá Evrópu til Guatemala. íbúar Guate- mala tapa á hverju ári tugum milljóna dollara ekki einungis vegna okurs á farmgjöldum með járnbrautum heldur og með skipum hringsins United Fruit. Loftsamgöngur alíar að og frá landinu hafa og verið undir yfirráðum hinna banda- rísku hringja. Þriðji hringurinn, Empresa Electrica, framleiðir þvínær alla raforku landsins. Okur hams á framleiðslu sinni er fá- --------------------------\ Grein þessi er eftir G Tík- honoff og birtist í tinia- ritinu Voprosi Ekonomiki, 4. hefti þessa árs. heyrt og liklega í engu landi eins. Allir þessir þrír hringir hafa með sér nána samvinnu og koma fram út á við seni einn. Þeir fara sinu fram hvað sem innlend stjórnarvöld landsins segja og hundsa algerlega lög þess. Óþarft er því að geta þess að um áratugi hafa þeir enga skatta greitt til ríkisins. Vegna landeigendaaðalsskipu- lagsins hefur landbúnaður Guatemala þróazt litt eða ekki, en þvínær alH ræktað land tekið undir plantekrur United Fruit. En framleiðsla þeirra er ekki miðuð við þarfir íbúa landsins heldur við útflutning og gróða. Höfuðframleiðslu- vörurnar eru bananar, kaffi og sykurreyr. Árið 1951 voru ban- anar og kaffi 84.7% af heildar- útflútningnum en á síðustu ár- um hefur sú íala hækkað í 95%. Ár>ð 1348 náðu kaffi- og bananaekrur landsins yfir 165.4 þús. ha. eða 31% alls ræktaðs lands (3). í Guatemala eru taldar vera 12 þús. kaffi- ekrur með 138 millj. trjáa. Vegna hinnar einhæfu rækt- unar landsins er ekkert korn ræktað í landinu né margar aðrar undirstöðutegundir mat- væla. Þau verður því að flytja inn. Árið 1949 nam verðgildi innfluttra matvæla 7.6 millj. dollara eða 11% alls innflutn- ings landsins. Ástand landbún- aðarins einkennist af rikum laiideigendaaðli öðrumegin en láiidlausum eða landlitlúm bændamúg á hina hliðina. Ár- ið 1950 var 70% ræktaðs lands í höndum 2% bændanna, hinna ríkustu, yfir 20% lands réðu 22% þeirra, sjálfeignarbændur, en einungis 10% ræktaðs lands féil í hlut fátækustu bændanna, 76% allrar stéttarinnar (4). — Meirihluti allra bænda lands- ins eru leiguliðar. Yfirráð hinna bandarísku einokunar- hringja valda því að æ fleiri sjálfseignarbændur verða að leiguliðum, og leiguliðar að vinnumönnum og daglauna- mönnum. Samdrátíur yfirráða lands- íns i henöur bandarískra auð- félaga og .innlcndxa stórjsrðeig- enda er höfuðorsök hins frum- stæða ástands land-búnaðarins í Guatemala. Einungis um þriðjungur ræktanlegs lands hefur fram til þessa tíma verið tekinn til ræktunar. Hversii mjög sem bændalýður landsins hefði viljað reisa bú á hinum óræktuðíi landsvæðum þá var þeim það ókleift þar sem þeir hafa ekki haft ofan í sig að eta hvað þá meir. Hið frumstæða ástand land- búnaðarins í Guatemala má m. a. marka af því að 750 dráttarvélar sem til voru í landinu, og 535 sáðvélar, voru allar á búgörðúm hinna ríku bænda. Einungis 1.5% bænda höfðu eignazt plóg úr járni. Hinir betur stæðari bændur höfðu einir efni á að kaupa tilbúinn áburð. Kjör verkamanna á plantekr- unum eru hörð og arðránið á þeim skefjalaust. Á 1300 stærstu kaffiekrunum vinna 426 þús. verkamenn og hver þeirra hef- ur 15 sent í daglaun (5). Oft og tíðum hafa plantekrueigend- urnir ekki fyrir því að borga verkamönnunum kaup og mega þeir þá þakka fyrir meðan þeir fá næringu til að draga fram lífið á. Eigi er síður þungbært lif verkamanna á ekrum hinna bandarísku hringa. United Fruit hefur um 30000 verkamenn á plantekrum sínum. Vinnutími er frá kl. 6 á morgnana til 6. á kvöldin og verða þeir að vinna hvernig.sem viðrar, undir glóðheitum geislum hitabeltis- sólarinnar eða undir þungu hitabeltisregni, ásottir af mos- kítóflugum. Launin eru ein- ungis einn áttundi hluti launa bandarískra verkamanna. Um 50000 konum og börnum er þrælkað út á plantekrum lands- ins fyrir enn lægra kaup en karla. Iðnaður Guatemala er mjög lítill. Fjármálamenn einokunar- hringanna hafa ekki talið hann borga sig, enda leggja þeir ein- ungis fé í fyrirtæki sem þeir geta vænzt ríflegs gróða af. Helzt kveður að iðnaði úr hrá- efnum er til falla í landbúnað- inum. Þróun þess iðnaðar er mjög hæg. 1948 var þáttur iðn- aðarins í framleiðslu landsins einungis 13.8%(6). í öllum iðn- aði landsins unnvi á því ári 30 þús. menn, eða um 3% verkalýðs landsins (7). þeir skiptast þannig milli iðngreina: 34.6% í matvælaiðnaði, 18.9% í vefnaðariðnaði, i trjávöruiðnaði 9%, námugrefti 14.5% og 23 % í ýmiskonar handiðnaði (8). Eitt af helztu ráðum hinna bandarísku auðhringa til að ieggja undir sig efnahagslíf Mið- og Suður-Ameríkuríkiþ anna er að ná í sínar hendur innanríkisverziun iandanna. Gildir þetta einnig um Guate- mala. Fyrir heimsstyrjöldina síðust.u höfðu Bandaríkin með höndum um helming innanríkis- verzlunar Guatemala, en önnur auðvaldsriki, meðal þeirrá Þýzkaland o« Bretland, hinn heiminginn (9). En þegar á árinu 1941 höfðu Bandaríkin 92.3% útflutnings og 78.5% inn- fiutnings (10). Eins og áður er sagt eru laun aiþýðu mjög iág, meiri hluti vinnandi fóiks hefur 400 doli- ara meðaltekjur á ári, en. ,.t(j ibúanna hefur minni árstekjur Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.