Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 30. júní 1954 HféPttikm ícoísíb opp í Borgarfirði? Framhald af 12. síðu. verið veik. Þrátt fyrir þetta verð- ur ekki hjá því'komizt að télja mjög sterkar líkur fyrir þurra- mæðisýkingu í gemlingnum frá Lundtim. Er augljóst að haga ber. öllum varnarráðstöfunum á sama hátt eins og um örugglega staðfesta sýkingu værí að ræða. Sæmundur Friðriksson hefur nú, fyrir hönd sauðfjársjúkdóma- nefndar, fyrirskipað einangrun á öllu fé á Lundum og Miðgarði og er mi meðal annars áætlað að fella allt fé á þessum bæjum þegar í sumar. Líffærarannsókn mun þá verða framkvæmd á þessu fé, og er ekki ólíklegt, að þá fáist nánari vitneskja um sýkingu fjárins. Bændurnir á Miðgarði og Lundum hafa brugðizt afar vel við í þessu máli og með því að senda tafarlaust innyflin úr sjúku kindinni hafa þeir dregið mjög úr þeirri hættu, að sjúk- dómurinn nái að dreifast víða. Þó að öllum fjölda bænda á fjárskiptasvæðunum sé án efa fyliilega Ijós hin mikla hætta sem hvarvetna vofir yfir nýja fjárstofninum vegna þurramæði- sýkingar, verður það seint um of brýnt fyrir þeim, sem stunda fjárbúskap, að láta aldrei bregð- ast að tilkynna og senda líffæri til rannsóknar úr veikum eða grunsömum kindum, sem fram kunna að koma. Þurramæði er oft svo hægfara og lítið áberandi í byrjun að lið- ið geta 6—9 ár frá því að smitun fór fram og þar til veikin er ■ . f orðin sýnilega mögnuð í fépu. Fái sjúkdómurinn frið til þess að búa lengi um sig, er hætta á því að hann breiðist aftur út í fjárstofninum. Þetta má ekki verða og því hljóta allir þeir, sem hlúa vilja að sauðfjárrækt, að vera samtaka í því að fylgj- ást nákvæmlega með heilsufari 'járins. Það er mikils um vert í stríðinu gegn fjárpestunum, að nefja tafarlaust baráttu tii út- rýrningar, hvar sem minnsti grunur kemur fram um sýkingu (í fénu). Þó að grunurinn reynd- ist í sumum tilfellum ekki á rök- um reistur, mundi það valda mjög óverulegu tjóni móti því ef sjúkdómarnir næðu að búa um sig og ■ breiðast út að nýju. Þurramæðin hefur þegar valdið ísienzkum bændum óbærilegu tjóni. Með niðurskurðinum tókst vonum framar að útrýma veik- inni og mikil reynsla hefur á- unnizt í þeirri baráttu. Ef byggt er á þeirri reynslu og allir þeir, sem hlut eiga að máli, sýna ýtrustu aðgæzlu og árvekni er lítill efi á því, að þurramæð- inni verður fyrr eða síðar útrýmt úr iandinu að fullu og öllu“. Tíminn reiðist Framhald á 8. síðu. bráðabirgðalög verði sett til þess að færa Kristni endan- legt vald, og bætír við: ,,En í sambandi við þetta mál er rétt að geta þess, að það hefur vakið undrun margra, að fyrrverandi hæsta- réttardómari skuli vera látinn flytja mál fyrir réttinum. Þetta sýnist óþarft, og væri fróðlegt að vita, hvort það tíðk- ast í öðrum löndum með svip- uðu réttarfari og hér er“. Tíminn virðist þannig beina reiði sinni að dr. Einar Arn- órssyni sem sótti málið og virðist telia að hann hafi sann- fært Hæstarétt! Sýnist þó meiri ástæía fyrir Framsókn að reiðast réttum aðila, Bjarna Benediktssvni, fyrrverandi. pró- fessor í lögum og sérfræðingi í stjórnlagafræði. Hann gekk frá hinni lögfræðilegu hlið stjórnarsamningsins og vann þá það drengskaparbragð að setja Framsókn í þennan gapa- stokk, ef á þyrfti að halda síð- ar. Mætti Tíminn þakka Hæsta- rétti og dr. Einari fyrir að koma í veg fyrir lögleysuna áður e« Bjarni Benediktsson fékk tækifæri til að hagnýta sjálfur drengskaparbragð sitt. glýsing nr. 7/1954 M ImdlutmngsslmfsSðfmmi Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o.fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum er gildi frá 1. júlí til og ■%} með 30. september 1954. Nefnist hann „Þriðji skömmt- unarseðiil 1954“, prentaður á hvítan pappír með græn- um og brúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: ííeitirnir: Smjörlíki 11—15 (báðir meðtaldir) gildi fyr- ir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Rciíirnir: SMJÖR hvor fyrir sig fyrir aðeins 250 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri) en ekki fyrir 500 grömmum, eins og prentað er á þá. Þarf því nú báða þessa reiti til kaupa á hálfu kg. af smjöri. Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólk- ur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „Þriðji skömmtunarseðill 1954“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Annar skðmmtunarseðill 1954“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hatís segir til um. Reykjavík, 30. júní 1954 InníliiiBmgsskzifstðfan RfTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Dórraarirtn varð að fá Íögregl una fil að ryðfa leikvöBlinn Minn sögulegi ieikmr ntilii og Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær varð leikur Ungverja og Brasilíumanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á sunnudaginn allsögulegur. Hér fer á eftir frásögn af leiknum. Ungverjarnir léku undan i Brasilíumanna meðal áhorfenda / allsnörpum vindi í fyrri hálf- leik, en annars var veður frem- ur kalt og hráslagalegt og gekk á með rigningaskúrum öðru hverju. Áhorfendasvæðlh voru af þeim sökum ekki full- setin. Strax í byrjun leiksins hófu Ungverjar sókn og gerðust nær göngulir við mark Brasilíu- manna. En Suður-Ameríku- mennirnir voru harðir í horn að taka, liðin skiptust á um sóknaraðgerir og á fyrstu mín- útum munaði mjög litlu að brasilska miðframherjanum Indip tækist að skora. Það var þó Ungverjinn Hidegkúti, sem setti fyrsta markið á 3. mín. leiksins með skoti af 15 m færi. Sóknarþungi Ungverjanna jókst enn og á 8. mín. kom annað mark þeirra: Hidegkúti sendi knöttinn þvert yfir völl- inn í átt að marki og Kocsis skallaði í netið. Brasilíumenn juku nú hrað- ann í leik sínum og á 10. mín. skoruðu þeir fyrra markið, er Buzansky hrinti Indio ólög- lega innan vitateigs. Hægri bakvörður Brasilíumanna, Sant os, skoraði örugglega úr víta- spyrnunni. Nokkrum mínútum síðar varð dómarinn Arthur Ellis að ganga á milli nokkurra leikmanna og skilja þá, þegar leit út fyrir að þeir ætluðu í slagsmál. Bæðin liðin léku fast og markmöguleikar voru á báða bóga, en hálfleiknum lauk þó án þess að fleiri mörk væru skoruð. Síðari hálfleikur hófst með því að v. framverði Brasiliu- manna Bauer og h. framverði Ungverja Bozsik lenti harka- lega saman og það var fyrir- boði enn harðari og fastari leiks. Á 16. mín. hálfleiksins skoraði Lantos þriðja mark Ungverja úr vítaspymu og þá skeði það að ákafir fylgjendur þyrptust inn á leikvöllinn. Var dómarinn að fá lögreglulið til að ryðja völlinn áður en leikur gæti hafizt að nýju. Þegar 20 mín. voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Julin- ho síðara mark Brasilíumanna 3-2 með glásilégu skoti af 30 m færi. Skömmu síðar vísaði dómarinn þeim Santos og Bozs- ik út af vellinum. Brasilíumenn reyndu mjög að jafna matin en þeir voru óheppnir, t.d. áttu þeir Didi v. innherji og Indio miðframherji báðir hörlcu skot í markstöng. AðeinS 3 mín. f.yrir leikslok bætti Koesis enn marki við með skalla. Rétt í sama rnund var h. innherji Brasilíumanna -Umberto vísað af leikvelli fvrir háskaleik. I lok fyrri hálfleiks meidd- ist h. útherji Ung/erja Toth og var óvirkur það sem eftir var íeiksins. Þegar dómarinn hafði vísað Bozsik út af vegna rifriklis hans við brasilska bak- vörðinn voru því aðeins 9 virk- ir leikmenn eftir í ungverska liðinu. En þeir sigruðu samt og sigur þeirra var verðskuldaður. imt sia 5® Næsta heimsmeistarakeppnin í knáttspyrnu verður haldin í Svíþjóð að fjórura árum liðn- um — 1958. « jr :: : Sovézki hjólreiöamaðurinn Versjinín, sem varð þriðji á öðrum spretti keppninnar Varsjá-Berlín-Praha, skrifar nafn sitt fyrir rithandasafnara. Verður efnt tii lijólra&feeppni milli og OsfevH? Búizt vi að áhorfendur verli 10 Forstöðumenn heimsmeistára k^ppninnar í knattspyrnu í Sviss gera ráð fyrir að alls sjái um hálf önntír milljón á- horfenda keppnina, en það er tæpur þriðjungur íbúa Alpa- landsins. Fx-anska íþróttablaðið rEquipe kom nýlega fram með þá hug- mynd, að efnt verði til mikillar hjólreiðakeppni *um Evrópu, þar sem lagt verði upp frá París og síðan haldið austur álfuna allt til Moskvu. Vega- lengdin yrði rúmlega 6 þús. kílómetrar. Hugmynd þessi um hjólreiða- keppni milli Parísar og Moskva hefur þegar verið rædd á fundi alþjóðasambands hjólreiða- manna í Zúrich og hlaut þá m.a. stuðning Frakkans Jacqu- es Goddet, en hann er einn af forstöðumönnum hinnar miklu hjólreiðakeppni umhverf- is Frakkland. Hugmyndin um hjólreiðakeppni um Evrópu hefur áður komið fram, en þá jafnan miðað við að hjólað yrði um ítalíu, Frakkiand, Þýzka- land og Niðurlöndin. Skv. tillögu rEquijxe um Evr- ópukeppnina á rásmarkið að vera á Champs Elýsées í París. Síðan verða keppendurnir að hjóla um Frakkiand, Vestur- Þýzkaland, Sviss, ítalíu, Aust- ríki, Ungverjaland, Tékkóslóv- akíu, Austui’-Þýzkaland, Pól- land og Sovétríkin. 'Endamark- ið yrði á Rauða torginu í Moskvu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.