Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Blaðsíða 1
Safinagnslausl í gærkvöld og fyrnnóit Rafmagnslaust varo um all- an bæ tæpan hálftíma í gær- kvöld. Stafaði stöðvunin frá Á- burðarverksmiðjunni, og varð einnig hliðstæð bilun í fyrri- nótt af sömu ástæðum. B(mdarík|@menn hcmicsst gegn griðasáttmála Hsíuríkjanna Þingnefnd fordcemir hugmynd Edens vegna þess oð hún myndi hindra árás á Kina Utanríkismálanefnd fuiltrúadeildar Bandaríkj aþings samþykkti í gær að binda dollaraaðstoð tíl landa í Asíu því skilyrði að þau gerist ekki aðilar að griðasáttmála allra Asíuríkja, sem brezka stjórnin hefur stungið upp á. Nefndin ákvað að setja það ákvæði inn í lögin um banda- ríska aðstoð við önnur riki, að elckert ríki sem gerist aðili að almeniium griðasáttmála Asiu- ríkja fái hlutdeild í þeim 800 milljónum dollara, sem sam- kvæmt lögunum eru ætlaðar ríkjum í Austur-Asíu. Brugðu liart við Samþykkt þessi er gerð til að fylgja eftir bréfi, sem 12 af nefndarmönnum sendu Eisen- hower forseta strax og fréttist af ræðu Edens utanrikisráð- lierra í brezka þinginu í síðustu viku. Þar gerði Eden það að til- lögu sinni að öll Asíuríki geri með sér griðasáttmála, þar sem þau heiti því að ráðast ekki hvert á annað. Siík skuldbinding er að dómi bandarisiui þingmann- anna hinn mesti voði, því að hún myndi kom fyrir kattar- nef öllum fyrirætlunum um herferð gegn Kína til að koina Sjang Kaisék þar aft- ur til valda. Sést það af þesm orðum í bréfinu íil for- sstans, að griðasáttmáli væri ekki aðeins „viðurkenning á landvinnisigum kommúnista heldur hefði einnig það í för Framh. á 5. síðu \ Staðfesfy vináttu Burma og Kína Forsætisráöherrar Kína og Burma lýstu yfir í gær aö lönd þeirra aðhylltust sömu meginreglur um skipti ríkja í milli. Sjú Enlæ, forsætis- og ut- anríkisráðherra Kína, hefur rætt í tvo daga við U Nu, for- sætisráðherra Burma, í Ran- eoon. Nýtt valdarán í Guatemala Herforingjaklíka tekur upp samninga við innrásarherinn Ný herforingjaklíka hrifsaði í gær völdin í Guatemala eftir aö sú sem hrakti Arbenz forseta frá völdum hafði enzt í þrjú dægur. t útvarpi frá Guatemalaborg í gærmorgun var skýrt frá því að Diaz ofursti, er tók sér forsetanafn eftir að hann á- samt öðrum herforingjum hafði knúð Arbenz til að segja af sér, hefði látið af völdum og við þeim hefðu tekið þrír of- urstar, sem allir stóðu með Diaz að því að hrekja Arbenz úr embætti. Lroftárás á höíuðborgina Tilkynningin um nýju stjórn- arskiptin var birt skömmu eft- ir að tólf flugvélar innrásar- hersins, sem hafa bækistöð sína á einkaflugvöllum bandaríska auðfélagsins United Fruit í Honduras, höfðu gert sprengju- árás á Guatemalaborg. Armas, foringi innrásarhers:ns, hafði hótað að árásin yrði gerð ef Diaz gæfist ekki upp fyrir sér. Diaz handtekinn stuðningi hans við stjórn Ar- benz. Þingið leyst upp Herforingjaklíkan hefur leyst þingið upp og tilkynnt að öll- um þeim sem uppvísir voru að því að vera í vitorði með innrásarmönnum og hnepptir höfðu verið í varðhald hafi verið gefnar -upp sakir og þeir látnir lausir. Arbenz forseti er kominn til E1 Salvador, nágrannaríkis Guatemala. Stjórnin i Mexíkó hefur boðið honum landvist. I tilkynningu í gærkvöld segjast þeir vera sammála um að Asíuríki eigi í skiptum sín- um að fylgja þeim reglum, sem Sjú og Nehru, forsætisráðherra Indlands, settu fram eftir fund sinn um síðustu helgi, og þeirra verði gætt í skiptum Burma og Kína. Reglur þessar fjalla um það að ríkin skuli virða sjálfstæði og fullveldi hvers annars, forð- ast að skipta sér hvert af annars innanlandsmálum og hafa með' sér friðsamlega sam- búð þar sem hagur allra er tryggður. Meðan Sjú dvaldi í Rangoon heimsótti hann Gullnu pagóð- una, helzta guðshús búddatrú- armanna í Burma. Bandarísk blöð láta í ljós þiungar áhyggjur yfir því, hver áhrif ferðalag Sjú til Indiands og Burma hafi haft á þjóðir Suður-Asíu. Hörmulegt slys í fyrradag: 9 ára drengur stingur sig til bana með skeiðahníf Það hörmulega siys varð hér í bænum í fyrrakvökl að 9 ára drengur, Stefán Hinrik Þórarinsson Grettisgötu 45, stakk sig óviljandi með skeiðahníf í nárann og beið bana. Fréttaritarar segja að Diaz sé í varðhaldi og herforinngj- arnir sem tóku við af honum hafi lagt drög að því að taka upp samninga við Armas inn- rásarforingja. Þeir eru einnig sagðir hafa fyrirskipað hand- tökur allra fylgismanna Verka- lýðsflokks Guatemala en Bandaríkjastjóm byggði ásak- anir sínar um kommúnistískt stjórnarfar í Guatemala. á Drengurinn hafði fengið skeiða- hnífinn að gjöf fyrr um daginn. Var hann úti við um kvöldið, en kom allt í einu grátandi inn til sin. Blæddi mjög úr nára hans, og var þegar gengið úr skugga um hvað komið hafði fyrir. Var drengnum ekið í Landspitalann af mikilli skyndingu, en hann lézt áf sárinu um það bil sem hann var borinn inn í sjúkra- húsið. Drengurinn mun hafa verið einn er slysið bar að höndum, og er því ekki vitað hvernig það hefur borið til. En líklegt er talið að hann hafi ætlað að stinga hnífnum í skeiðina, en fatazt handtakið með þeim afleiðingum sem að ofan greinir. Rannsóknar- lögreglan sagði blaðinu í gær að. starfsmenn þar hefðu sjaldanj eða aldrei séð svo hvassan hníf.j Strætisvagnar stangast illilega Þrjár konur meiddust — Vagnarnir siórskemmdusi í gærmorgun varð harkalegur árekstur milli tveggja strætis- vagna á horni Óðinsgötu og Skólavörðustígs. Þrjár konur meidd- ust nokltuð ríð áreksturinn. Báðir strætisvagnarnlr voru á leiðinni Skólavörðustígur — Gengur saman Á fundi formanna sendinefnda í gær á ráðstefnunni í Genf um frið í Indó Kína sagði fulltrúi sjálfstæðishreyfingarinnar þar að nýjar tillögur Frakka um eftir- lit með vopnahléi væru vel sam- ræmanlegar tillögum, sem Molo- toff, fulltrúi Sovétríkjanna, bar fram á sínum tíma. Lagði hann til að sérfræðinganefnd yrði fal- ið að samræma tillögurnar. Gunnarsbraut. Kom annar upp Skólavörðustig en hinn norður Óðinsgötu. Líktu vegfarendur árekstri þessum við þegar reið- ir hrútar stangast. Urðu stræt- isvagnarnir fastir saman og voru dregnir í sundur með kranabílum. Tvær konur skárust á enni en ein meiddist á fæti og þrír aðrir farþegar meiddust öriítið. Myndirnar sýna bílana eftir áreksturinn þegar búið er að draga þá hvorn frá öðrum. Báð- ir vagnarnir skemmdust mjög mikið. rekinn frá störfum Kjarnorkunefnd Bandankjasijórnat treyslir yiirsmið kjarnorkusprcngjunnar Kjarnorkunefnd Bandaríkjastjórnar hefur ákveðið að útiloka dr. Robert Oppenheimer frá þátttöku í banda- rískum kjarnorkurannsóknum. Með fjórum atkvæðum gegn einu féllst nefndin á niðurstöðu nefndar, sem Eisenhower forseti skipaði i fyrravetur til að rann- saka „þjóðhollustu“ Oppenheim- ers. Tveir nefndarmenn a£ þrem lögðu tii að Oppenheimer yrði meinaður aðgangur _að öllum kjarnorkuleyndarmáium, vegna þess að öryggisáhætta væri fólg- in i því framferði hans að um- gangast fólk sem hefði komm- únistiskar’ tilhneigingar. Kona Oppenheimers var í Kommúnista- flokki Bandaríkjanna skamma hríð fyrir 17 árum. Nefndar- mennirnir tóku það fram að þeir teldu Oppenheimer þjóðhollan og þagmælskan en hann hefði ekki sýnt nóga hrifningu þeglar sú ákvörðun var tekin að hefja smíði vetnissprengju. Vísindamenn mótmæla Oppenheimer stjórnaði á stríðs- árunum smíði fyrstu kjarnorku- sprengjanna í rannsóknarstöðinni Los Alamos og siðan hefur hann lengst af verið formaður ráðgjaf- arnefndar Bandaríkjastjórnar um vísindahlið kjarnorkumál- anna. Starfsbræður Oppenheimers, bandarískir visindamenn, haía næstum sem einn maður mót- mælt meðferð stjórnarvaldanna á honum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.