Þjóðviljinn - 01.07.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimjntudagur 1. Júlí 1954
Framhald af 6. síðu.
myndi að lyktum falla Ho Chi
Minh í skaut“.
Eins og nú horfir má því bú-
ast við að friður verði
saminn í Indó Kína að Banda-
ríkiastjórn sárnauðugri. Væri
þjað vissulega mikið áfall fyrir
uftanríkisstefnu Eisenhowers og
Dulles en ferðalag Sjú Enlæ
tjl Indlands og Burma sýnir
a^ð stjórnin í Washington má
búast við enn stærri áföllum
í Asíu. Bæði í Nýju Delhi og
Rangoon hafa verið birtar til-
kynningar um viðræður Sjú
við forsætisráðherrana Nehru
og U Nu, sem jafngilda vináttu-
og griðasáttmálum milli Kína
annarsvegar og Indlands “''og
Burma hinsvegar. Stefna Ind-
verja hefur hingað til verið
algert hlutleysi í stórvelda-
átökunum. Nú segir fréttaritári
frönsku fréttastofunnar Agence
France Presse í Nýju Dehli að
svo virðist sem viðræður Sjú
og Nehrus hafi haft þau áhrif
að „veruleg breyting verði á
utanríkisstefnu Indlandsstjórn-
ar. Meginreglan verður eftir
sem áður hlutleysi en mismun-
andi náin vinátta við ákveðin
riká :mun setja svip sinn á það
hlutleysi“.
Tndversk blöð telja að Sjú og
-*• Nehru hafi á fundum sín-
um orðið ásáttir um það að
beita sér fyrir því að lönd
Asíu geri með sér vináttu- og
griðasáttmála. Yfirlýsing þeirra
bendir til að þetta sé rétt
hermt, því að þar eru taldar
upp. þper méginreglur, sém Asiu-
ríkjúnum beri að gæta í skipt-
um sínum t'il að efla frið og hag-
sæld í álfunni: Þegar Anthony
Eden, utanríkisráðherra Bret-
lands, lýsti fylgi brezku stjórn-
arinnar við slíkan griðasátt-
mála í þingræðu á dögunum,
urðu’ ráðamenn Bandaríkjanna
ókvæða, ' ii vlðL Utanríkismála-
nefnd fulltrúadeildarinnar í
Washington hefur samþykkt,
að hvert það ríki, sem gerir
griðasáttmála við Kina, skuli
þar með hafa fyrirgert allri
dollaraaðstoð. Rökstuðningur-
inn er sá að griðasáttmáli í
Asíu myndi girða fyrir banda-
riska • gagnbyltingarherferð
gegn Kína.
Svona fáránleg framkoma
mun hafa þau áhrif ein að
þjappa Asíuríkjunum fastar
saman til varnar friði og sjálf-
stæði álfu sinnar. Samtaka
þjóðir Kína og Indlands, _ 960
millj’önir manna, eru afl sem
enginn getur boðið byrginn án
þess að honum hefnist fyrir.
Þegar ,yið bætast ríkin Burma
og Indónesía, sem hafa sam-
flot með Ijidlandi í utanríkis-
málum. er um að ræða öll þau
riki Asíu sem einhvers mega
sín að Pakistan einu undan-
skildu. Með því að gera hern-
aðarsamning við Pakistan, sem
á í deilum við Indland út af
Kashmír, ýtti Bandaríkjastjórn
beinlínis undir það að Indland
leitaði nánari samvinnu við
'Kma,8n : .-údtjMt T- Ó.
Ríkisstiórnin og togarastöðvunin
Framhald af 1. síðu.
síðasta verk að kjósa nefnd til
® 5 rannsaka afkomu togaranna.
Stöðvar störí neínd-
arinnar
Afleiðingin af þessum vinnu-
Lrogðum varð sú að þegar á
miðri vetrarvertíð urðu nokk-
tuc skip að hætta veiðum vegna
rmikillar manneklu og mikill
hlúti flotans gat ekki stundað
véiðar með eðlilegum hætti. Og
tÁ er loks svo komið að yfir
Sí togarar eru stöðvaðir, og
er það mesta stöðvun sem orð-
Lefur á togaraflotanum, meiri
ei í nokkru verkfalli. Milli-
jtmganefndin hefur nú setið að
störfum á þriðja mánuð, og
Lefur ríkisstjómin ekkert gert
t!l að flýta störfum hennar,
■J vert á móti herma nýjustu
fréttir að ríkisstjómin hafi nú
x-.eð beinni íhlutun stöðvað
s?törf nefndarinnar.
■yi:{ Bjóða íisk — banna
veiðar!
Hér í blaðinu hefur oft verið
rakið hversu alvarlegar afleið-
ingar slík framleiðslustöðvun
hefur, og þarf ekki að hafa
mörg orð um það. En hættan
<er meiri nú en nokkru sinni
f vrr, vegna þess að íslending-
x«m hafa nú opnazt hinir beztu
markaðir sem geta glatazt ef
þeir verða ekki hagnýttir. Það
e’* alkunna að til þess að hægt
sé að standa við tilboð Islend-
Inga um sölu á freðfiski til
f’ovétríkjanna verður togara-
f’otinn að taka fyllsta þátt í
framleiðslunni, og m.a, munu
Eovétríkin hafa farið fram á
að fá verulegt magn af karfa
sem togaramir verða að afla.
Það gefur auga leið hver að-
staða okkar er ef við bjóðum
fyrst að selja 35.000 tonn af
freðfiski, en getum síðan ekki
staðið við tilboðið vegna þess
að mikilvirkustu framleiðslu-
tækin eru stöðvuð af ríkis-
stjórninni!
Tfc Velja hernaðar-
vinnuna
Eðlilega spyrja margir hvern-
ig á því standi að ráðherrarnir
skuli treystast til að sitja íj
stólunum aðgerðarlausir, þegar.
jafn stórfelldur vandi bíður
úrlausnar. Staðreyndin er sú
að ríkisstjórnin hefur ekki
haft neinn áhuga á að sinna
þessu máli sökum þess að hún
hefur verið í hörkurifrildi um
það innbyrðis hverjir eigi að
ráða yfir hernámsvinnunni og
hernámsgróðanum. Helztu fjár-
?.flamenn stjórnarflokkanna
hafa verið bullsveittir við a5
gera áætlanir um stórfelldan
íbata á hernámsvinnu. Fram-
sókn vill fá að ráða hundruð
eða þúsundir manna í hernað-
arvinnu á sínum vegum og í-
haldið vill að sín aðstaða sé
ekki síðri. En auðvitað er
ekki hægt að gera hvort-
tveggja í senn að ráðstafa þús-
undum manna í vinnu fyrir er-
lent innrásarlið og reka jafn-
framt alla útgerð landsins og
fiskiðnað af meira krafti en
nokkru sinni fyrr. Og ríkis-
stjórnin og auðklikur hennar
hafa valið hernámsvinnuna;
þess vegna er togaraflotinn
stöðvaður.
r
RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON
Fimleikahátíðin í Halden í Nore
Eins og áður hefur verið frá
skýrt verður f:mleikaflokkur
KR meðal þátttakenda á lands-
móti Noregs í fimleikum dag-
ana 3.-8. júlí n.k. Hefur alveg
sérstaklega verið vandað til
alls undirbúnings m.a. af því
að félag það sem sér um mót-
íð á 75 ára afmæli á þessu
ári og ennfremur af því að
fyrsta fimleikahátíð Norð-
manna var haldin í Halden ár-
ið 1886 eða' fyrir tæpum 70
árum. þéttá :er Í5,‘'hátíðin.
Þátttakeridúr í inóti þessu
verða mjög niargir eða 5-6000
ekki aðeins frá Noregi heldur
og frá öðrum löndum. Frá
Sviþjóð kom bæði kven- og
karlaflokkar og eins frá Dan-
mörku, en Finnar ienda aðeins
karlaflokk. Færeyingar eiga
einnig fulltrúa á mótinu.
Af 26 fimleikahéraðssam-
böndum Noregs senda 24 full-
trúa (Lofoten og Vesterálen
ekki rneð). Það kemur meira að
segja flokkur frá Svalbarða.
Þátttakendur verða á öllum
aldri, börn og öldungar, að ó-
gleymdum húsmæðrum, sem
koma í vaxandi mæli fram á
stórmótum fimle:kamanna.
Einn liðurinn í mótinu er
landskeppni milli Noreg3 og
Dánmerkur í fimleikum ungl-
inga. Þá fer einnig fram meist-
arakeppni Noregs í fimleikum,
bæði flokka- og einstaklings-
keppni.
Leikvangurinn í Halden verð-
ur aðalsýningarsvæðið fyrir
stærri sýningar. Ibúar Halden
eru aðeins 10 þús. svo að það
Tenniskeppni
á Wimbeldon
Um þessar mundir stendur
yfir hin árlega meistarakeppni
í tennis á Wimbeldcn í London
og keppa þar allir beztu tennis-
leikarar heims. Meðal kepp-
enda eru tveir af kunnustu
tennisleikurum á Norðurlönd-
um, Svíinn Sven Davidson og
Daninn Kurt Nielsen, en þeir
féllu úr keppninni, (sem er út-
sláttarkeppni) s.l. sunnudag.
Davidson tapaði þá fyrir
bandaríska meistaranum Tre-
vor Trabert og Nielsen fyrir M.
Rose frá Ástralíu. — Myndin
er af Sven Davidson.
er ekki svo lítið verk að hýsa
og fæða þá 5-6000 þátttakend-
ur sem koma til mótsins auk
annarra gesta og ferðalanga.
Til þess að bjarga þessu við
hafa skólar verið teknir í, notk-
un. Slegið hefur verið upp
mikilli tjaldborg rétt utan við
bæinn og 11-1200 manns hafa
fengið inni á heimilum í bæn-
um. Firma eitt í Qsló hefur
sent þrjá geysistóra gufupotta
til Halden til að elda miðdegis-
matinn í, en firma þetta hefur
mikla reynslu í að elda fyrir
„stór heimili". Sama firma
sendir allt smurt brauð sem
þarf til morgun og kvöldverðar
og gert er ráð fyrir að 20
þús. sneiðar þurfi á dag!
Það er því afrek út af fyrir
sig að ekki stærri bær skuli
ráðast í svo risavax'ð fyrirtæki
sem hátíð þessi er, en hún er
hin mesta sinnar tegundar sem
haldin hefur verið í Noregi.
För fimleikaflokks KR á
mótið markar að vissu leyti
tímamót, í : fimleikasögu okkar
þar sem þetta er fyrsti flokk-
urinn héðan sem sýnir áhalda-
leikfmi erlendis á fjölmennu
móti. Flokkurinn hefur nú æft
í rúm 5 ár, en það er of lítill
tími til að ná fullkomnum á-
Framhald á 11. síðu.
- ierliit Profici
Daninn Chr. Pedersen tekur á móti verðlaunum fyrir góða
frammistöðu í fjórða hluta hjólreiðakeppninnar
Varsjá-Berlín-Praha.
Heimsœet í 510 metra hlaupi
Eins og menn muna setti
Zatopek tvö ný heimsmet um
imánaðamótin maí-júní sl. —
iHeimsmet þessi — 5000 metra
: 13.57.2 og 10000 m 28.54.2 —
:setti hinn 31 árs gamli Tékki
á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í
París. I sambandi við metið í
5000 metra hlaupi hefur eftir-
farandi verið rif jað upp:
Fyrsta heúnsmetið í 5000 m
; hlaupi er frá árinu 1897, en •
! þá hljóp Frakkinn Touquet
j vegalengdina á 16.34.6. Fyrsti
maíurinn, sem hljóp 5000 m á
skemmri tíma en 16 mín. var
Englendingurinn C. Bennett,
sem náði tímanum 15.20.0 alda-
mótaárið 1900. En þá var röð-
in komin að finnsku methöfun-
um. Það var Hannes Koleh-
mainen, sem re:ð á vaðið, er
hann hlaut tímann 14.36.6 ár-
ið 1912 í keppni í Stokkhólmi.
Tíu árum seinna hljóp
Nurmi 5 km á sama tíma, en
1924 bætti hann heimsmetið
og fékk tímann 14.28.2. Þetta
met Nurmis stóð óhaggað til
ársins 1932, er Lehtinen hljóp
á 14.17.0. Sjö árum seinna
kom fjórði finnski heimsmet-
hafinn, Taisto Máki, og kom
metinu niður í 14.08.8. Gund-
er Hágg hljóp síðan fyrstur
manna 5 km á skemmri tíma
en 14 mín 1942 og nú hefur
Emil Zatopek hlaupið vega-
lengdina á 13.57.2.
Beztu afrek í 50Ö0 m hlaupi.
1954 Zatopek, Tékk. 13.57.2
1942 G. Hágg, Sviþj. 13.58.2
1953 Anúfríéff, Sov. 13.58.8
1953 Kovacs, Ungv. 14.01.2
1953 Kútz, Sov. 14.02.3
1953 Pirie, Eugl. 14.02.6
1952 Schade, Þýzk. 14.06.6
1952 Mimoun, Frakk. . 14.07.4
1946 Wooderson, Eng. 14.08.6
1939 Maki, Finnl. 14.08.8
1952 Kasantséff, Sov. 14.08.8
Heimsmet í 5000 m hlaupi.
1897 Touquet, Frakk. 16.34.6
1899 Touquet, Frakkl. 16.29.2
1900 Bennett, Eng. 15.20.0
1908 Robertson, Engl. 15.01.2
1912 Kolehmainen F. 14.36. 6
1922 Nurmi, Finnl. 14.35.4
1924 Nurmi, Finnl. 14.28.2
1932 Lehtinen, Finn. 14.17.0
1939 Máki, Finn. 14.08.8
1942 Hágg, Svíþj. 13.58.2
1954 Zatopek, Tékk. 13.57.2